Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.07.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1987 53 SUMARHÁTÍÐ UÍA Á EIÐUM Morgunblaðiö/Bjöm Sveinsson Adolf Guðmundsson, formaður UÍA, lét sitt ekki eftir liggja á sumarhátíðinni og sést hér til hægri á fleygiferð í brúsaboðhlaupi. Á stærri myndinni sjást verðlaunahafar hampa gripum sem féllu þeim í skaut. Yfir 500 keppendur á sumarhátíð UÍA YFIR 500 keppendur og 13-1400 gestir komu saman á árlega sumarhátíð Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands, sem haldin var á dögunum að Eiðum og stóð frá föstudegi til sunnudags. Ftjálsíþróttir, sund og Eiðamót 6. flokks í knattspymu vom aðalgreinar. Keppt var í flestum greinum fijálsíþrótta og margir ald- ursflokkar f hverri FráBimi grein. Eins og jafn- Sveinssym an áður vom yngstu á Egilsstöðum keppendumir fjöl- mennastir. í fyrsta sinn tóku félagar úr íþrótta- félögum fatlaðra, Örvari á Egils- stöðum og Viljanum Seyðisfirði, þátt í sumarhátíð UÍA. Settu þeir skemmtilegan svip á mótið og kynntu m.a. nýja íþróttagrein, Boccía. Helztu úrslit á sumarhátíð UÍA urðu annars: Stigahæstu keppendur: 12 ára og yngri: Andri Snær Sigutjónsson.......16 Kristín Svavarsdóttir.........16 13-14 ára: HólmarUnnarsson...............16 Anna María Ingimarsdóttir.....18 Volvo-bikarinn: (Veittur fyrir bezta afrek 14 ára og yngri) Jónas F. Steinsson, Leikni, fyrir 1,60 metra í hástökki. Bezta afrek kvenna: Jóna Petra Magnúsdóttir, Hetti, fyrir 33,10 metra spjótkast. Bezta afrek karla: Gunnar Guðmundsson, Leikni, fyrir 200 metra hlaup. Stigahæsta konan: Helga Magnúsdóttir, Hetti, 28 stig. Stigahæstur karla: Gunnar Guðmundsson, Leikni, 30 stig. Bezta afrek 15-18 ára: Meyjar, stúlkur: Guðrún Sveinsdóttir fyrir 1,55 m í hástökki Sveinar, drengir: Bjöm Hreinsson fyrir 100 m hlaup á 12,2 sek. Stigakeppni félaga: 15 ára og eldri: Höttur.........................254 Súlan..........................227 Leiknir........................177 Huginn, Sf......................64 Neisti....................... 48 Einheiji.................-.....44 Þróttur.........................28 Hrafnkell.......................27 14 ára og yngri: Höttur.........................325 Leiknir........................150 Súlan........................133,5 Þróttur........................105 Huginn........................95,5 Austri..........................44 Hrafnkell.......................40 Neisti..........................35 Mnt FOLK ■ Pétur Pétursson, landsliðsmaður í KR, keypti sér bíl í gær. Það er svo sem ekki í frá- sögur færandi að menn kaupi sér bíl á íslandi, en bíll Péturs er merktur honum og það er ekki eins algengt. Hins vegar tíðkast það hjá leikmönnum erlendis og hver veit nema menn taki upp þann sið hér á landi í ríkara mæli. Pétur mun því aka um á hvítum Uno merktum sér í framtíðinni en einnig er KR-merkið á bílnum þó svo bílakaup Péturs komi því félagi ekkert við. Menn hafa hingað til verið með merki félaga í gluggum bifreiða sinna en Pétur lét það á annan stað. ■ Hópur frjálsíþróttamanna úr ungmennafé- lögunum sem hélt til Danmerkur síðast liðinn föstudag keppir f kvöld á sínu fyrsta móti ytra. Ungmennafélagamir hafa verið óheppnir með veður því linnulaus rigning var í Danmörku alla helgina og tók fyrst að stytta upp í gær. Hópurinn hugðist taka þátt í móti um helgina en þegar hann mætti á staðinn vísuðu forráða- menn mótsins keppendum í burt. Sögðust þeir aldrei hafa samþykkt þátttöku hópsins á mót- inu og hélu íslendingamir sneyptir á braut. Nú hefur hins vegar ræst úr því í kvöld keppir hópurinn á móti í Árósum og vonandi láta hann ekki smávægilega töf á keppni hafa áhrif á sig. Morgunblaöiö/Árni Sæberg. Pótur Pótursson og Tara, dóttir hans, við nýja bílinn. HANDBOLTI „Avonáað leikameð Víkingi næsta vetur“ - segirSigurðurGunnarsson „ÉG reikna með að þetta gangi allt eðlilega fyrir sig og að það sem eftir er sé aðeins formsat- riði. Ég á því von á að leika með Víkingi nœsta vetur,“ sagði Sigurður Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik í gœr. að veltur endanlega á forr- áðamönnum Tres de Mayo Rvort félagaskiptin ganga upp, en ég á ekki von á öðru en fá mig lausan," saagði Sigurður. Hann á eftir eitt ár af samningi sínum við spánska félagið Tres de Mayo á Kanaríeyjum, sem hann hefur leikið með undanfarin ár. Sigurður er nú að koma sér fyrir hér heima og sagðist hann eiga von á að botn fengist í félagskipti sín einhvem næstu daga. „Það er tilhlökkun að leika með Víkingi á ný. Þar er góður hópur leikmanna og frábær þjálfari og vonandi góð stjóm á öllum mál- um,“ sagði Sigurður. FRJÁLSAR Einar keppir í Rómarborg EINAR Vilhjálmsson UÍA keppir í kvöld á stigamóti Alþjóða- frjálsíþróttasambandsins (IAAF) í Rómaborg. Einari var boðin þátttaka í Róm- armótinu og ætlaði hann að afþakka boðið þar sem hann var óánægður með frammistöðu sína á heimsleikum stúdenta í Júgóslavíu í síðustu viku. Við heimkomuna frá Zagreb frétti hann hins vegar af því að hann væri í áttunda sæti í stigakeppninni í spjótkasti og því með góða mögu- leika á að komast á lokamótið í Briissel í september. Ákvað hann að slá til og keppa í Róm. Mótið, sem ítalir kalla „gullveizluna", verður nokkurs konar pmfukeyrzla fyrir heimsmeistaramótið, sem GOLF haldið verður þar í borg 29. ágúst til 6. september. Mun Einar því öðlast reynslu fyrir það mót með Rómarferðinni. Eins og við skýrðum frá er Tom Petranoff með forystu í stigakeppni spjótkastsins, eða 36 stig. Næstur kemur heimsmethafínn Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu með 26, þá Sov- étmaðurinn Viktor Yevsyukov með 25, síðan Mike Hill Bretlandi með 18, Peter Borglund Svíþjóð með 16 og 14 stig hafa Roald Bradstock Bretlandi og Detlef Michel A- Þýzkalandi. Síðan kemur Einar með 11 stig. Fjórir em með 9 stig, þar á meðal Vestur-Þjóðveijinn Klaus Tafelmeier, sem varð Evrópumeist- ari í fyrra. Fyrstu átta menn á mótinu í Róm öðlast stig og til að styrkja stöðu sína þyrfti Einar að verða meðal fjögurra efstu þar. ESSO vann fyrir- tækjakeppni GSÍ GOLFSAMBAND íslands hólt í síðustu viku fyrirtœkjakeppni sína og var hart barist um að komasttil Finnlands en þangað býður finnska sambandið fimm efstu sveitunum. að var ESSO sem sigraði í keppninni sem fór þannig fram að starfsmenn viðkomandi fyrir- tækis sendu tvo keppendur í sveit en gátu sent fleiri en eina sveit. Fyrir ESSO kepptu þeir Jónas H. Guðmundsson og Hjalti Atlason. í örðu sæti varð sveit Útvegsbank- ans í Keflavík en fyrir þeirra hönd slóu Jón Ólafur Jónsson og Jóhann- es Jónsson. Rafmagnsveita Reykjavíkur varð í þriðja sæti og þar héldu þeir Guðmundur Sigur- vinsson og Ólafur Guðjónsson á kylfUnum. Þéttir h.f. varð f fjórða sæti en Jens Jensson og Leifur Bjamason kepptu fyrir þeirra hönd. Flugleiðir hrepptu fímmta sætið en þar léku Einar Guðlaugsson og Sig- urður Lúðvíksson. „Ömmumót (dag“ „Ömmumótið" í goifí verður haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í dag og verður ræst út frá klukkan 13.30. Rétt til þátttöku hafa allar ömmur og konur, sem eru 50 ára eða eldri og eru meðlimir í GR eða NK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.