Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.07.1987, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987 46 Q1987 Untvf—1 Prw gyi»g>M*» u he i/issi oJdrei ab hán. eðí „atbarzíba.k" blAstor!" ást er... ... a<) koma meÖ fyrstu plöntuna handa henni til afi gróöursetja TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved 01986 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Áttu nokkuð ilmsterkara. Hann er mjög hár? HÖGNIHREKKVÍSI “ „VIPGETUM MOTAD D'/NclNA HANS HÖGNA'" Látum ekki veraldar- hyggjuna blinda okkur Ég vil þakka séra Frank M. Halldórssyni, sóknarpresti í Nes- kirkju, fyrir mjög góða ræðu, sem hann flutti í þjóðhátíðarmessu 17. júní sl. Þar talaði hann út frá Orðs- kviðum Salómons, 30. kapítula. „Gef mér hvorki fátækt né auðæfí en veit mér minn deildan verð.“ Þessi orð tala gegn allri veraldar- hyggju. Séra Frank talaði um hvað þessi orð hefðu að segja oss verald- arhyggjumönnum á 20. öld. Einnig talaði hann um misskiptingu auðs; hina miklu gjá milli ríkra og fá- tækra í heiminum. Þá talaði hann um hið mikla starf Jóns forseta Sigurðssonar og bless- un starfs hans fyrir oss Islendinga og hversu góð fyrirmynd Jón for- seti væri embættis- og stjómmála- mönnum og mættu þeir taka lífsstíl hans sér til fyrirmyndar. Séra Frank deildi hart á afþrey- ingarefni hinna þriggja næturrása, sem einkennast af innihaldslausum popp- og rokklögum og hversu slæm og innihaldslaus þessi tónlist væri æsku landsins. Og mikil van- virðing fyrir íslenzkri tungu. Kristi- legir uppbyggjandi textar, þjóðlög og ættjarðarsöngvar virðast vera á bannlista. Einnig deildi hann á tízkufarganið og spurði hvort móð- urmálið væri ekki nógu gott lengur í tízkuheiminum? Hvort vér værum óseðjandi apakettir, án eigin frum- kvæðis? Ég tek heilshugar undir með séra Frank og bæti enn við að því miður er svo orðið. Við erum orðin innan- tóm af tómhyggju hins afkristnaða tæknihyggjumannfélags. Vér erum orðin að hugsunarlausum öpum og etjum ungdómnum út í allskonar siðleysi og innrætum þeim villu- kenningar eins og þau væru ekki mennsk. Sést það bezt á því hvað nætur- rásimar hafa upp á að bjóða. En það er ekkert annað en endurspegl- un afsiðaðs og brenglaðs mannfé- lags, sem fer hratt að bjargbrún- inni, þar sem ofsatrú er á ytri getu, en vantrú á andleg verðmæti. Auð- hyggjan og veraldarhyggjan hafa gjörsamlega blindað oss. Séra Frank vitnaði í Fjölnis- manninn séra Tómas Sæmundsson, sem fól baráttuna fyrir sjálfstæði þjóðarinnar á vald Guðs og treysti hjálpræði hans. Ef halda eigi sjálf- stæðinu, verði að hlúa vel að æsku landsins. Ekki með innihaldslausu poppi og rokki eða fjáraustri, heldur góðri menntun, uppbyggjandi tóm- stundastarfi og fræðandi afþreying- arefni. Séra Frank sagði einnig réttilega, að í hversdagsleikanum hefðum vér gleymt kjamanum í boðskap Jesú Krists, kröfum hans um bræðralag. Þetta em orð að sönnu. Einnig varnaðarorðum Páls postula um að kristið samfélag ætti að vera einn líkami með mörg- um samábyrgum limum. Þessum kjama hjálpræðisins í Kristi Jesú höfum vér gleymt í allri veraldar- hyggjunni. Hvernig á að leysa vandamál sem blasa við, t.d. mis- notkun á þjóðarauði, ofbeit og ofveiði eða hversu horfir í friðarmál- um. „Hefur kristindómurinn nokkuð til málanna að leggja? . . . Með frelsun sálarinnar er mannin- um gert kleift að framkvæma í heimi hér. Ekki aðeins að streða og strita, fyrir eigin reikning, held- ur í krafti Guðs.“ Vér skulum ekki glata þeirri trú að Guð geti breytt öllu og frelsað glatað mannkyn. Kærleikur Guðs gefst aldrei upp. Höfum bæn Salómons ætíð að leið- arljósi. Já, biðjum Guð að gefa oss hvorki auð né fátækt, svo að vér losnum við allar fjárhagsáhyggjur, en eignumst þann innri fríð, sem Kristur gaf og gefur, þann eilífa óforgengilega fjársjóð, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. „Vitum að Kristur kom í heiminn til að frelsa menn frá áþján og að merki vonarinnar, merki sigursins er kross Jesú Krists sem hefur aldrei brugð- ist, heldur gefíð og gefur enn þrek og þor í baráttunni fyrir bættu mannlífí." Ég tek heilshugar undir þessi orð séra Franks og undirstrika það, að Orð Guðs talar inn í allar aðstæður á öllum tímum. Og Orð Guðs sem opinberaðist í Kristi Jesú, er það sama og það var, er og verða mun — öld af öld, eilíflega. Iðrumst og snúum oss til Guðs í Kristi Jesú; bregðumst aldrei skyldum vorum við Guð og ættjörðina. Ólafiir Þórisson, guðfræðinemi. Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. Yíkverji skrifar Adögunum rak á íjörur Víkveija lítið kver, Um ættar- nöfn og erlend mannanöfn í íslensku, sem Ingólfur Pálmason, fyrrverandi lektor við Kennarahá- skólann, hefur tekið saman og gefið út. Rit þetta fjallar einkum um beygingu — eða öllu heldur beyg- ingarleysi — ættarnafna og er- lendra mannanafna í íslensku á síðari árum. Ingólfur hefur kannað fjölda blaða, tímarita og bóka frá seinni hluta 19. aldar og þeirri 20. og einnig tekið dæmi úr útvarpi. Hann telur áberandi, að ættamöfn séu nú mun sjaldnar beygð en áð- ur. Hann sýnir með dæmum, að á öldinni sem leið hafí þau yfirleitt fengið eignarfallsendingu, en nú er mjög algengt að ættamöfn séu end- ingarlaus í öllum föllum. Hið sama er uppi á teningnum hvað erlend mannanöfn áhrærir. Nöfnin eru að jafnaði höfð óbeygð, jafnvel þau sem eiga sér beinar samsvaranir í íslenskum mannanöfnum. Ingólfur Pálmason er þeirrar skoðunar að þetta beygingarleysi ættamafna og erlendra manna- nafna sé mjög varhugavert; það muni fyrr eða síðar smita út frá sér og veikja beygingarkerfí íslenskar tungu, eitt höfuðeinkenni máls okk- ar. „Það er von mín að þau vandamál sem drepið hefur verið á í þessu spjalli verði umhugsunarefni sem flestra þeirra karla og kvenna er hafa iðkun íslensks máls sér til atvinnu eða afþreyingar. Það væri núlifandi kynslóð til vansa að horfa aðgerðalaus á augljós málspjöll ágerast daglega fyrir augum sér,“ segir Ingólfur í niðurlagi kversins. xxx Framtak Ingólfs Pálmasonar er lofsvert að mati Víkveija og kver hans holl og nauðsynleg lesn- ing fyrir sérhvem, sem hefur atvinnu af því að skrifa á íslensku. Að sjálfsögðu má deila um einstök atriði í tillögum hans og jafnvel grundvallaratriðið — fallbeygingu ættamafna og erlendra manna- nafna — en þá er líka réttmætt að spytja um rök. Ingólfur styður til- lögur sínar hinum prýðilegustu rökum og það er augljós alvara á bak við málflutning hans. Sá grun- ur læðist að Víkveija, að þeir menn er nú rita: „Stjóm Reagan í Banda- ríkjunum," „kenningar Nordal", „fræði Karl Marx“ eða „fímmti konsert Beethoven" o.s.frv. geri það ekki eftir vandlega íhugun eða af fegurðárástæðum. Að líkindum hugsa höfundar, sem stýra penna með þessum hætti, lítið eða ekkert um orðin, sem þeir setja á blað. Þeir hafa kannski veitt því athygli, hafí þeir á annað borð leitt hugann að efninu, að engin einhlít mál- fræðiregla virðist gilda um beyg- ingu íslenskra ættamafna og erlendra mannanafna, og ályktað, að þá ætti tilviljun ein að ráða ferð- inni. Þessi skussaháttur — þetta kæruleysi um sjálfa undirstöðuna — er ákaflega leiður ósiður. Þegar menn, sem atvinnu hafa af ritstörf- um, temja sér hann felst í því mikil óvirðing við verkið, sem þeir em að vinna. Og þegar menn bera ekki virðingu fyrir verki sínu er ekki von til þess að borin sé virðing fyrir þeim sjálfum. xxx Víkveiji er í meginatriðum sam- mála Ingólfi Pálmasyni um að nauðsynlegt og rökrétt sé að ættar- nöfn og erlend mannanöfn fái að minnsta kosti eignarfallsendingu í íslensku máli („stjórn Gunnars Thoroddsens“ en ekki „stjórn Gunn- ars Thoroddsen"; „heimspeki Russels“ en ekki „heimspeki Russ- el“ o.s.frv.), en stundum getur eignarfallsending þó orkað tvímælis („sögur Thomasar Mann“ virðist t.d. betra en „sögur Thomasar Manns") og ræður smekkur manna þá niðurstöðunni. Og um smekksat- riði má að sjálfsögðu deila — gagnstætt því sem stundum er hald- ið fram. En hvort sem menn eru Ingólfi sammála eða ósammála virðist Víkveija það sjálfsagður hlutur að rithöfundar og fjölmiðla- menn velti vöngum yfir málflutn- ingi hans, hugsi svolítið um það sem hann er að segja. Þegar mönnum er farið að standa á sama um at- riði af þessu tagi er íslensk tunga sannarlega í hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.