Morgunblaðið - 26.07.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987
INNFJARÐARÆKJUSTOFNINN Á HÚNAFLÓA:
Lélegur afli
fyrirsj áanlegnr
næsta vetur
í skýrslu Hafrannsóknastofnunar
um ástand nytjastofna sjávar er lagt
til að aðeins verði veidd 500 tonn
úr rækjustofhinum í Húnaflóa
næsta vetur. Það er sama magn og
veitt var í fyrra, en veiðin hrapaði
þá úr 2.800 tonnum árið áður í 525
tonn. Rækjuveiðar á svæðinu
skiptast þannig að Hólmavík og
Drangsnes fá helming eða um 250
tonn, Hvammstangi fær um 90 tonn,
Blönduós fær 50 tonn í sinn hlut og
Skagstrendingar fá afganginn,
rúmlega 22% eða 110 tonn.
Það dylst engum er ræðir við
frammámenn í sjávarútvegi á þess-
um stöðum, að þeir hafa miklar
áhyggjur af stöðu mála, ekki síst
vegna þess að í kjölfar hrunsins á
innfjarðarækjunni hefur sókn í út-
hafsrækju aukist stórum. Menn eru
þó misvel í sveit settir. A Hólmavík
og Drangsnesi er ástandið verst.
Ef frystitogari staðarins, Hólma-
drangur, er undanskilinn eru
stærstu bátarnir þar aðeins 70 rúm-
lestir og duga því ekki til rækju-
veiða á vetuma, en veiði og vinnsla
innfjarðarækju hefur til skamms
tíma verið máttarstólpi atvinnulífs
Hólmvíkinga á þeim tíma. Síðasta
vetur var afli mjög tregur og tals-
vert minni vinna var en árin áður.
Það er því ekki að ástæðulausu sem
íbúar Hólmavíkur og Drangsness
kvíða fyrir vetrinum og leitast við
að fínna úrlausn á þessu vanda-
máli. Lausnin blasir þó ekki við í
augnablikinu. Hugsanlegt er að
kaupa stærri skip er stundað geta
úthafsrækjuveiðar á vetrum, en
framboð á skipum er lítið og verð
hátt. Einnig er mögulegt að auka
skelfiskveiðar og veiðar á iínu. Þar
fylgir þó böggull skammrifi því að
verð fyrir skelfísk hefur verið lágt
Erfitt að
spá nokkru
umatvinmi
0
— segir Helgi Olafsson
Á HÓLMAVÍK voru nokkrir at-
vinnulausir síðasta vetur og það
má einkum rekja til hinnar
dræmu rækjuveiði. Morgunblað-
ið ræddi um þetta mál við Helga
Ólafsson, en hann er formaður
Verkalýðsfélags Hólmavíkur.
„Ef innfjarðarækjan er horfm til
frambúðar er það ákafiega slæmt
fyrir frystihúsið, því það er sérhæft
til rækjuvinnslu, en vanbúið til hefð-
bundinnar fiskvinnslu. Hitt er svo
annað mál, að mér hefur aldrei
fundist rækjan duga fullkomlega
til að halda hér uppi fullri vinnu
yfír veturinn. Það hefur oft verið
bölvað hnoð að miðla vinnu milli
manna,“ sagði Helgi.
„Þegar veiðin var mjög góð voru
bátarnir lítið á sjó. Ég get nefnt
sem dæmi að nýtingin á sextíu til
sjötíu tonna bátum var tveir, þrír
dagar í viku og þá höfðu þeir náð
upp í sinn skammt. Það er hálfein-
kennilegt að það skuli hafa tekist
að gera út með svona Iftilli nýtingu,
en veiðin var það mikil að þetta
bjargaðist."
Helgi sagði að í vetur hefði það
bætt atvinnuástandið í landi að
bátarnir færðu sig meira yfír á skel-
fisk- og línuveiðar. Frystitogarinn
Hólmadrangur gengi allvel og veitti
nokkrum sjómönnum atvinnu, auk
að undanförnu og það hvetur menn
ekki til að auka við skelfiskveiðarn-
ar, auk þess sem það magn er
veiddist síðasta vetur er enn til í
birgðum að verulegum hluta. Hvað
þorskveiðar áhrærir stendur skort-
ur á beitingamönnum og þorsk-
kvóta mönnum fyrir þrifum. Kvóti
fékkst þó aukinn síðasta vetur og
ekki er ólíklegt að hann verði enn
aukinn ef ekki rætist úr rækjuveið-
um.
Á Hvammstanga er ástandið ekki
eins alvarlegt, því nýlega hafa ver-
ið keyptir þangað bátar, og eru
þrír þeirra yfír hundrað tonn. Tveir
þeirra, Sigurður Pálmason og Guð-
mundur Einarsson, verða líklega
gerðir út á úthafsrækju í vetur, svo
atvinnuástandið í landi verður vart
jafnslæmt og á Hólmavík, þótt sjó-
menn á minni bátum á staðnum
muni að líkindum hafa lítið upp úr
krafsinu.
Á Blönduósi er ástandið viðun-
andi. Raðsmíðaskipið Nökkvi kom
til staðarins í mars. Líkur eru á að
atvinnuástand þar haldist gott í
vetur, því að skipið verður notað
til djúphafsrækjuveiða.
Á Skagaströnd er rekin Rækju-
vinnslan hf. en fyrirtækið hefur
þess sem hann landaði aflanum á
Hólmavík. Ennfremur að nýtt fisk-
vinnslufyrirtæki, Hleginn hf., hefði
tekið til starfa eftir páskastoppið
og því væri nú hægt að vinna meiri
bolfisk en áður. Helgi sagðist ekki
trúaður á að stofn innfjarðarækj-
unnar myndi rísa skart aftur. Því
ætti hið nýja fyrirtæki að geta
bætt heilmikið úr skák. „Ef við
getum unnið rækju, þorsk og skel
í frystihúsi kaupfélagsins og þorsk
hjá Hlegni, ætti þetta rétt að haf-
ast í vetur. Það er erfitt að spá
nokkru um atvinnuástandið næsta
vetur. Ég held þó að atvinnuástand-
ið verði skárra en það var í fyrravet-
ur,“ sagði Helgi. „Burtséð frá þessu
tel ég að auka þurfi fjölbreytni í
atvinnulífí hér eins og reyndar í svo
mörgum öðrum sjávarþorpum."
' Helgi var sammála öðrum á
Hólmavík um að auka þyrfti þorsk-
veiðar en sagði að erfitt yrði að fá
ekki yfir neinum bát að ráða sem
stendur. Það er því meira upp á
aðra komið um hráefnisöflun en
aðrar rækjuvinnslur á Húnaflóa-
svæðinu.
Á vegum Hafrannsóknastofnun-
ar standa nú yfir rannsóknir á
stofnstærð útháfsrækju. Þær Unn-
ur Skúladóttir, Sigurlína Gunnars-
dóttir og Ásta Guðmundsdóttir um
borð í Dröfn hófu rannsóknir á vest-
asta hluta rækjumiðanna í júní og
brátt verður rannsakað fyrir norðan
land. Rannsóknunum lýkur í ágúst.
Hefðbundnar athuganir á innfjarða-
rækju fara fram á haustin, í
september og október. Jakob Jak-
obsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki væru til
nægjanlega góðar skýringar á hruni
rækjustofnsins á Húnaflóa. Hann
sagði þó að breytingar á þorsk-
gengd hefðu sennilega átt þátt í
hvarfi stofnsins. „Það skortir hins
vegar gögn til að sanna að það sé
aðalástæðan," sagði Jakob. Um
áhrif hækkandi hitastigs sjávar
sagði hann að sjórinn hefði oft áður
verið álíka hlýr á rækjumiðunum
en það hefði ekki haft þessi áhrif.
beitingamenn. „Þeir liggja ekki á
lausu um þessar mundir. Og jafnvel
þótt þeir byðust gæti orðið snúið
fyrir okkur að útvega þeim hús-
næði. Ég sé enga lausn á því
vandamáli. Sveitarfélagið hefur
ekki bolmagn til að fara út í bygg-
ingu eigin húsnæðis. Til þess skortir
fjármagn. Það er mjög aðkallandi
að fá húsnæði fyrir ungt fólk hér
á staðnum, sem ekki er tilbúið til
að byggja og þá er vinna hér tíma-
bundið."
Ég spurði hvort hrunið hefði get-
að komið á verri tíma og Helgi
kvað já við. „Menn finna ekki eins
mikið fyrir þessu og ef það hefði
gerst fyrir nokkrum árum, því vægi
þorskveiða hefur aukist. Þegar ég
kom til Hólmavíkur fyrir um það
bil 15 árum var algerlega þorsk-
laust hér. Ef þetta hefði gerst þá
hefði allt atvinnulíf hrunið og fækk-
að rösklega í bænum.“
Þetta er al-
gert hrun
- segir Daði Guðjóns-
son, sjómaður á
Hólmavík
DAÐI Guðjónsson er einn þeirra
er gert hafa út á rækju frá
Hólmavík undanfarin ár. Hann
gerir út eigin bát, Ásbjörgu, sem
er 50 tonn. Daði sagði að síðasti
vetur hefði verið ákaflega slæm-
ur og lítið aflast.
„í haust og vetur sem leið fékk
ég alls 7 tonn af rækju, en árið
áður var aflinn 100 tonn, svo þetta
er algert hrun,“ sagði hann í sam-
tali við Morgunblaðið. Daði var
sammála öðrum um að rækjustofn-
inn væri horfinn í bili og nefndi því
til stuðnings að í fyrrahaust hefði
hann fengið 5 tonn af rækju, en
árið áður hefði hann fengið 52 tonn
á sama tíma. Daði sagði að Hólm-
víkingar fengju að veiða u.þ.b. 250
tonn af innfjarðarækju á næsta
vetri. Af því fengi hann að veiða
tæplega 20 tonn. Hann sagðist vera
ánægður ef það næðist.
Er talið beindist að því hvað
væri til ráða sagði hann að reynt
yrði að hefja úthafsrækjuveiðar fyrr
en áður og stunda þær lengur. Til
þess væri best að fá stærri skip.
Nú væri mikilvægast að haga mál-
um þannig að úthafsrækjan yrði
ekki veidd upp. I framtíðinni sagði
hann að ekki yrði hjá því komist
að auka við þorskveiði þar sem nú
væri meiri þorskur í Húnaflóa en
nokkru sinni.
Daði var inntur eftir skýringum
á hvarfi stofnsins og sagði að uppi
væru nokkrar kenningar um það
mál. „Sjór hefur hitnað mikið á
Húnaflóasvæðinu að undanförnu og
rækjan sækir í kaldan sjó, vill helst
vera við 1 gráðu á Celsíus. Þessi
hækkaði sjávarhiti hefur í för með
sér aukna þorskgengd og þorskur-
inn étur upp rækjuna og fælir hana
einnig frá því að ganga inn firðina.
Það hefur margsýnt sig að rækjurn-
ar eru í þéttari hnapp ef þorskar
eru í nánd,“ sagði hann.
Talið beinist að djúprækjuveiðum
fyrir Norðurlandi. „Sóknin í úthafs-
rækjustofninn er nú gífurleg. í
sumar hefur veiðst vel, enda marg-
ir um hituna, nánast allur loðnuflot-
inn er nú á rækjuveiðum og það
munar um minna. Skipin verða
ávallt stærri og stórvirkari og nú
er svo komið að smærri bátar eiga
enga samleið með þessum stóru
skipum, þeir eru farnir að taka
hana svo djúpt.“
Daði sagðist hafa stundað rækju-
veiðar frá Hólmavík síðan 1966, en
að hrap í aflabrögðum í líkingu við
þetta hefði aldrei átt sér stað fyrr.
„Við fengum þorskkvótann að vísu
stækkaðan í vetur vegna hruns
rækjustofnsins og það bætti ástand-
ið aðeins. Ég vona að þorskkvóti
okkar verði stækkaður enn frekar.
Það er lífsnauðsynlegt. Eitthvað
verður að koma í stað rækjunnar."
Hann sagðist ekki hafa neina
ástæðu til að ætla að rækjuveiðin
yrði betri í vetur en hún var síðast.
„Undanfarið hefur verið mikill
þorskur hér á Húnaflóa og sá guli
hefur sjálfsagt étið upp til agna þá
rækju sem eftir var. Mér líst ekki
vel á framtíðina, því innfjarðarækj-
an hélt uppi mikilli vinnu hér á
Hólmavík hálft árið áður fyrr og
það er augljóslega gríðarlegt áfall
að missa þessa veiði. Smæð bátanna
hér gerir það að verkum að ekki
væri unnt að stunda veiðar lengur
en fjóra mánuði á ári. Við þurfum
að fá stærri báta til að geta veitt
lengur yfir veturinn."
Daði sagði að það yrði til bóta
ef kvóti yrði settur á djúprækjuna.
Hann sagði einnig að draga mætti
línu sem stóru bátarnir mættu ekki
veiða fyrir innan. „Ég tel að ein-
hver takmörkun á veiðum verði að
koma ti|i meðan ekki er enn full-
rannsakáð hvort djúprækjustofninn
þolir svo mikla ásókn.“
Mikið sótt í
smárækjuna
nú
- segir Heimir Fjeld-
sted, framkvæmda-
stjóri Rækjuvinnslunn-
ar á Skagaströnd
Rækjuvinnslan hf. á Skaga-
strönd hefur þá sérstöðu meðal
rækjuvinnslustöðva við Húna-
flóa, að fyrirtækið á engan bát,
en ýmist leigir báta eða kaupir
afla af öðrum. Heimir Fjeldsted
er framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, en hjá því starfa um 40
manns, 15 sjómenn og 25 manns
í landi.
Heimir sagði að hefbundinni
djúprækjuveiði lyki í ágúst og fram-
haldið væri mjög óljóst. Ef þeir
fengju skip á leigu yrði hægt að
halda uppi vinnslu í stöðinni, en að
öðrum kosti gæti þurft að loka frá
október og fram í janúar. Rækju-