Morgunblaðið - 26.07.1987, Side 32

Morgunblaðið - 26.07.1987, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1987 marga meðaljóna í íslenskum kvikmyndaskrifum. Frumsýning nýrrar myndar eftir Stanley Kubrick er stórvið- burður í kvikmyndaheiminum. Ekki síst fyrir þá sök að maðurinn er með hægvirkustu ieikstjórum sögunnar, síðasta mynd hans, The Shining, leit dagsins Ijós fyrir ein- um sjö árum og meðal „meðgöngutími1* mynda hans er fimm ár. En einkum af þeirri grundvallarástæðu að maður- inn á skilið heiðursnafnbótina meistari, sem klínt er á svo Á dögunum kom svo nýj- asta afurð Kubricks í Ijós, stríðsmynd sem fjallar um átökin í Viet Nam og ber nafn- ið Full Metal Jacket. (Nafnið vefst örugglega fyrir mörgum, enda er það slangur fót- gönguliða flotans yfir fullhlað- ið riffilmagasín.) Myndin verður ekki sýnd utan Banda- ríkjanna fyrr en líða tekur á sumarið, reiknað er með henni í Bíóhöllinni í haust, en þær fréttir berast að vestan að hér sé um öndvegisverk frá hendi karls að ræða. Minni háttar spámenn í röðum gagnrýnenda tala um „bestu stríðsmynd sem gerð hefur verið" „ekkert minna en meistaraverk", „afburða vel gerð, mun betri en Platoon“, o.s.frv., en þeir vanari tala um „kvikmyndaverk ómælanlegs og einstaks hugmyndaríkis", mynd sem jafnist ekki á við bestu verk Kubricks en standi mun framan lökustu myndum hans. Og þá er ekki lítið sagt. Janet Maslin á New York Times skrifar að Kubrick nái heljartökum á áhorfandanum strax í upphafsatriðinu er ung- ir sjálfboðaliðar í landgöngu- liði flotans eru krúnurakaðir, samkvæmt venjunni. „Atriðið væri ósköp venjulegt, jafnvel klisja, ef ekki kæmi til svipur- inn á ungu mönnunum," segir hún. „í augum þeirra sjáum við nákvæmlega ekki neitt: engan beyg, ekkert sýndar- hugrekki, jafnvel ekki blinda hlýðni, aðeins tómleika líkama sem bíður þess að verða brot- inn. Skynjun algjörs, dýrslegs hjálparleysis, miðlað af hinu seytlandi, hvíta Ijósi og þeim skelfandi myndhornum, sem Kubrick skapar svo meistara- lega, er áfall. Hún er jafnframt áskorun til að minnast mann- gildis þessara manna þrátt fyrir þær hrottalegu og ómannúðlegu raunir sem þeir verða að ganga í gegnum." Samanburður hinna tveggja, nýju risamynda um Viet-Nam stríðið er óhjá- kvæmilegur. Maslin skrifar IAdam Baldwin og Matthew Modine í eldlínunni. m.a.: „Þrátt fyrir að báðar þessar myndir fái mikið á mann eru áhrif þeirra mjög ólík. Platoon miðlar hinni dag- legu, líkamlegu lífsreynslu manna í stríði af óvenjulegu raunsæi, en Full Metal Jacket er óhlutbundnari og í dæmi- gerðum, (Kubrick), úrfelling- arstíl. Á meðan Platoon byggir á tiltölulega hefð- bundnum frásagnarstíl hefur Full Metal Jacket aðskilinn formála, (líkt og 2001), og óákveðnari formgerð. Það er kannski mikilvægast að Plato- on er mynd, sem væntir og hagræðir viðbrögðum áhorf- andans, en Full Metal Jacket á hinn bóginn, þrátt fyrir að hún sé jafn grípandi, leyfir enga auðvelda búkhreinsun, enga þægilega málamiðlun. Að því leyti á hún meira skylt við eigin verk Kubricks sjálfs en fyrri myndir um Viet-Nam styrjöldina. David Denby hjá New York hefur ólíka skoðun á myndinni og kallar Kubrick m.a. „cont- rol freak“. Er þó á sama máli og Maslin hvað snertir upp- hafsatriðið, (sem stendur í þrjá stundarfjórðunga), sem hann telur einn lang besta kafla í nokkurri Kubrick-mynd. Leikstjórinn fann gamlan stríðshund, Lee Ermey, at- vinnuhermann, alvanan „drillsergerant", eða æfinga,,- þjálfa" og fer hann með hlutverk liðþjálfans Hartmans; sem brýtur nýliðana niður og leggur sitt af mörkum að gera þá að morðhundum, drápsvél- um. Þá fyrst telur hann hlutverki sínu lokið og „kjötið" reiðubúið að gegna skyldu sinni á blóðvellinum í Nam fyrir US Marines. Kubrick leyfir persónunum ekki að tala saman og skapar aðeins tvo einstaklinga úr hópi nýliðanna; hinn laglega Joker (Matthew Modine), sem sýnir nokkur merki sjálfstæðr- ar greindar, og hinn feita, ófríða og lánlausa, sem Hart- man þjakar og kallar Gomer Pyle (Vincent D’Onofrio). Jafn- framt því sem Hartman kúskar Pyle án nokkurrar mis- kunnar notar Kubrick kvik- myndavélina til að eyða D’Onofrio. Hvapholda og ólögulegur með augun blim- skakkandi undir þungum brúnum er D'Onofrio kretínsk- ur í augum áhorfandans frá upphafi. Og því meira sem hann er kvalinn því meira líkist hann hryllingsmyndarbrjá- læðing, lúna. Pyle þjáist, áhorfendur hlæja vandræða- lega. Að lokum, þegar Hartman er orðinn fyrsta flokks framleiðsla frá hendi Hartmans, blóðþyrstur hálf- viti, hlaðinn hefndarfýsn, er áhorfandinn frekar örvaður en í uppnámi. Denby vill meina að Pyle sé sjúklegur brandari, allt upphafsatriðið sé risavax- inn, sjúklegur brandari. Samkvæmt Denby þá er Joker eina persónan, sem kemur við sögu í næsta kafla, þá sem blaðamaður hjá mál- gagni landgönguliðanna, Stars & Stripes. Hann flækist um Da Nang-flugvöllinn, segj- andi kaldhæðnislega brand- ara á báða bóga. Hvorki með Lee Ermey sem Hartman liðþjálfi að móta morðhunda úr nýliðum. né á móti stríði. Og nú þykir Denby söguþráðurinn þynn- ast og gerir litið úr þeim fullyrðingum Kubricks, sem birtust fyrir skömmu í grein í NY Times, að hann væri und- irstaðan og hin langa leit að ákjósanlegu efni væri venju- legasta ástæðan fyrir litlum afköstum sínum í kvikmynda- gerð. Joker berst upp til Phú Bái og síðan til Hue, þar sem hann gengur í árásarflokk. Þegar Joker hreiðrarum sig í þessum félagsskap, sem m.a. telur félaga hans úr æf- ingabúðunum, Cowboy (Arliss Howard), kemur enn eitt gengi af nýjum persónum til sögunnar, það eru bardaga- jaxlarnir. Þessir menn eru einnig framleiðsla Hartmans. Þeir eiga enn mikið eftir, eru ánetjaðir stríðinu og gefa fjandann í allt og alla. Þeir hafa þegið með þökkum hlut- skipti sitt, að láta lífið í til- gangsleysi. Fréttahópur frá sjónvarpinu ræðir við þá og þar kemur fram að ekki einn einasti landgönguliðanna hafði hugmynd um hvers vegna hann var að berjast í Viet Nam. Maslin og Denby eru sam- mála um að lokakaflinn sé mergjaður. Hann fer fram í stríðshrjáðri Hue-borg. Hór standa menn frammi fyrir grimmd stríðsins í verstu mynd. í logandi borgarhverfi, umkringdir leyniskyttum, næsta ómennskum óvinum í flestöllu tilliti, mæta nýliðarnir ofjörlum sínum en í annarri mynd en hetjuþjálfunin hafði nokkurn tímann látið þá gruna. (heitnildir: N. Y. Times, New York Magazine. Sæbjörn Valdimarsson TILDRAPA -Af nýjustu mynd meistara Kubricks — Full Metal Jacket

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.