Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C fftttmliffiMfr STOFNAÐ 1913 169.tbl.75.árg. FIMMTUDAGUR 30. JULI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frönsk flotadeild til Persaflóa í dag París, Washington, Glbraltar, Reuter. FLOTI fjögurra franskra her- skipa lætur úr höfn í dag um klukkan tíu að íslenskum tínia og er honum ætlað að vera til reiðu á Persaflóa ef í odda skerst. Flotadeildin samanstendur af flugmóðurskipinu Clemenceau og þremur fylgdarskipum þess, tveim- ur tundurspillum og birgðaskipi. Á skipunum eru 3.000 menn. Talið er að það muni taka skipin um hálfan mánuð að sigla til Persaflóa. Á Indlandshafi hafa Frakkar þrjú herskip fyrir. Jaques Chirac, forsætisráðherra Frakka, sagði í gær: „Leiðangur til Indlandshafs til þess að vernda franska hagsmuni er nauðsynlegur . . . við höfum ekki áras í huga, en við krefjumst virðingar." Með þessum orðum ítrekaði Chirac þá skoðun margra Frakka, að írönum skuli ekki leyfast yfirgangur, þrátt fyrir stjórnmálasambandsslit ríkjanna. Bandaríkjamenn ákváðu í gær að styrkja flota sinn á flóanum með átta stórum þyrlum til tundurdufla- leitar. Þyrlurnar verða fluttar til Perú: Allir bankar þjóðnýttir Liimi, Reuter. ALAN Garcia, forseti Perú, hóf í gær þriðja ár sitt á valdastóli með því að leggja til að allir bankar og lánastofnanir í landinu verði þjóðnýtt. Garcia, sem þykir vinstri sinnaður, sagði að til þessara aðgerða væri gripið gegn bönkunum vegna þess að þeir hefðu mismunað fólki í útlánum og væru þar að auki valdir að fjár- magnsflótta út úr landinu. Hann sagði að þegar bankar opnuðu aftur á morgun yrðu þeir undir „hand- leiðslu" ríkisins og þannig yrði málum háttað þar til þingið hefði samþykkt tillögur hans. Ekki var tekið fram hvort útibú sex erlendra banka yrðu einnig sett undir miðstýringu ríkisins, og í gærkvöldi efuðu menn að svo yrði. Bandarískir bankamenn segja að slíkt myndi einungis einangra landið enn frekar frá heimsmark- aðnum en þegar er orðið. Á þeim vettvangi er nú þegar litið á landið sem svarta sauðinn, enda hafa Perúmenn neitað að greiða skuldir sínar við erlenda banka, sem nema um 560 milljörð- um króna. Fyrir tveimur árum tók Carcia forseti upp þá stefnu að láta aðeins 10% innflutningstekna renna til greiðslu skulda. Perústjórn hefur einnig snúið baki við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, safnað ógreiddum skuldum og mun ekki fá ný lán. Sjá einnig „Deilur um einstök mál..." á síðu 28. flóans á þyrluskipinu Guadalcanal, sem er statt á Indlandshafi, og búist er við að þær verði komnar í gagnið við tundurduflaleit í byrjun næstu viku. í gær tilkynnti skipaskráningin á Gíbraltar að vöruflutningaskipið Modhi frá Kuwait myndi væntan- lega fá leyfi á morgun til þess að sigla undir fána Gíbraltar. Þar sem Gíbraltar er bresk nýlenda mun skipið njóta verndar breska flotans á Persaflóa. Bresk skip fá þó ekki samfylgd herskipa aílan tímann sem þau eru á flóanum eins og skip Kuwait, sem sigla undir fána Bandaríkjanna. Sjá einníg „Ráðumst á stöðvar Bandarikjamanna . . ." á síðu 28. Sri Lanka: Gandhi gengur á imdan Jayewardene á leið til forsetahallarinnar í Colombo, þar var undirrítað. Fyrir niiðju er kona Gandhis, Gonya, en frú Elina Jayawardene stendur Reuter sem samkomulagið að baki manns sins. Sáttargjörð undirrituð Fimmtán falla í óeirðum Colombo, Reuter. RAJIV Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, kom í gær til Sri Lanka og undirritaði ásamt Juniusi Jayewardene, forseta eyríkisins, friðarsamning sem binda á enda á ófriðinn milli tamíla og sinhala á eyjunni. Óánægju gætti með samkomu- lagið meðal fólks af báðum þjóðflokkum, og féllu fimmtán manns i óeirðum víðs vegar um eyjuna í gær. Útgöngubann var á Sri Lanka í allan gærdag, en þrátt fyrir það fóru tugir þúsunda í mótmæla- göngur í bæjum og þorpum. Víða var kveikt í lögreglustoðvum og opinberum byggingum, og í höf- uðborginni Colombo loguðu miklir eldar, að sögn sjónarvotta. Lög- reglan fékk skipanir um að hika ekki við að hleypa af skotum og Reuter Andi brautryðjendanna MARGRÉT Thatcher, forsætisráðherra Breta og Francois Mitt- errand Frakklandsf orseti sjást hér í Elysée-höll f Parf s, þar sem þau undirrituðu i gær staðfestingu á samningi rikjanna um gerð jarðgangna undir Ermarsund. Ef jarðgangnagerðin stenst áætlun, verða járnbrautargöngin tilbúin í mai 1993, en gerð þeirra hefur verið til umræðu i nærri tvær aldir. Thatcher sagði í ræðu sinni i gær: „Of oft hefur andi brautryðjenda verið kæfður í skriffinnsku, þröhgsýni eða einfaldlega ótta við hið óþekkta. Ég vona að i þetta sinn getum við hafið okkur yfir hik fortíðarinnar." táragas var notað til að dreifa mannfjöldanum. Samkvæmt samkomulaginu, sem Gandhi og Jayewardene und- irrituðu, gengur vopnahlé milli skæruliða tamíla og stjórnarhers- ins í gildi á morgun. Skæruliðar eiga að gefast upp og afvopnast innan þriggja sólarhringa undir eftirliti innlendra og indverskra starfsmanna Rauða krossins. í staðinn munu stjórnarhermenn hörfa til stöðva sinna, og tamílar í norður- og austurhéruðum lands- ins munu fá takmarkaða sjálf- stjórn. I austurhéruðunum verða síðar greidd atkvæði um framtíð svæðisins, þar sem múslimar og sinhalir eru þar einnig fjölmennir, þótt tamílar telji landið sitt. Helstu skæruliðasamtök tamfla, „Tígrarnir", hafa enn ekki samþykkt samkomulagið, en á fréttamannafundi í gær sagðist Gandhi hafa rætt við leiðtoga þeirra, Velupillai Prabhakaran, í Delhi í fyrradag og væri vongóður um samþykki hans. Skæruliðafor- inginn hefur áhyggjur af öryggi manna sinna, leggi þeir niður vopn. Hann mun eiga annan fund með Gandhi í dag. Fjölmargir sinhalir eru óán- ægðir með samkomulagið og telja að eftirgjöfin við tamfla sé alltof mikil. Stjórn Jayewardenes klofn- aði vegna málsins og forsætisráð- herrann, Ranasinghe Premadasa, og landbúnaðarráðherrann virtu heimsókn Gandhis að vettugi. Indverjar lofa að hjálpa til við tryggingu friðar á Sri Lanka með því að senda stjórninni friðar- gæsluhersveitir ef hún óskar þess. Afvopnunarviðræðurnar í Genf: Lítil hrifning yf - ir nýjum tillögum Genf, Waahington, Reuter. SOVÉTMENN lögðu i gær fram uppkast að algjöru banni við geimvopnum á fundi samninga- nefnda risaveldanna i Genf. Þeir boðuðu einnig nýjar tillögur um fækkun langdrægra kjarnorku- eldflauga eftir fáeina daga, en tóku fram að geimvopnabann væri afdráttarlaust skilyrði fyrir samkomulagi um slfkt. Reagan og Gorbachev voru nærri samkomulagi um fækkun lang- drægra flauga á Reykjavíkurfund- inum en það strandaði á fastheldni Reagans við geimvarnaáætlun sína. í gær sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, Charles Redman, að ekkert væri nýtt i til- lögum Sovétmanna og að ekki kæmi til greina að hætta við geim- varnaáætlunina. Sovétmenn létu heldur ekki í ljós mikla hrifningu yfír tillögum, sem Bandaríkjamenn lögðu fram í Genf i gær um fækkun meðaldrægra eld- flauga. Obukhov, varaformaður sovésku samninganefndarinnar í Genf, sagði á fréttamannafundi: „Ég les í blöðunum um „nýjar tillög- ur Bandaríkjanna". Hvaða nýju tillögur? í þeim er orðalagið svo óljóst, að jafnvel með smásjá væri engar breytingar hægt að finna." Reagan forseti lét svo ummælt í fyrrakvöld að í tillögunum væri komið til móts við kröfur Sovét- manna, til dæmis um að eldflaugum af Pershing 2-gerð yrði ekki breytt í annars konar vopn, heldur eytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.