Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 Holiday Inn tekið til starfa: Fyrsta hótel keðjunn- ar á Norðurlöndum Morgunblaðið/Einar Falur I þrengslunum á Landspítalanum hefur orðið að koma þessum sjúklingi fyrir i sturtuklefa. Ófremdarástand á sjúkrahúsum: Ekki hægt að sinna miklu meiru en bráðaþjónustu NÝTT hótel sem ber nafn Holiday Inn-keðjunnar tók til starfa í gær við Sigtún í Reykjavík. Guðbjörn Guðjónsson er eigandi hótelsins en Jónas Hvannberg veitir því forstöðu. Þetta er fyrsta Holiday Inn- hótelið á Norðurlöndum og það fyrsta hér á landi sem tengist erlendum aðilum með þessum hætti. Þar eru 100 gistiherbergi, tveir veitingastaðir, tvær vinstúkur og þrír fundarsalir. Húsið allt tekur mið af stöðlum veitingahúsakeðjunnar en arki- tekt þess er Gunnar Hansson. Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst á síðasta ári og nemur kostnaður við þær um 270 millj- ónum króna. Samgönguráðherra, Matthías A. Mathiesen, opnaði gistihúsið form- lega. Frá og með deginum í dag tengist hótelið bókunarkerfí Holiday Inn-keðjunnar sem tekur við 3,5 milljónum bókana árlega. í hótelum sem bera þetta nafn eru 312.000 herbergi í 50 löndum. Tveggja manna herbergi í hótel- inu við Sigtún eru 87 talsins og kostar gistingin yfir nóttina 5.100 krónur fyrir tvo. Eins manns her- bergi eru tíu og verð þeirra 3.800 krónur á nóttu. Heldri herbergi, eða „svítur", eru þrjú og þarf að reiða út rúmar 6.000 krónur til þess að nátta þar. Baðherbergi, sjónvarp, sími og útvarp fylgja þeim öllum. Á hótelinu verða hárgreiðslu- og rakarastofa, minjagripaverslun og ferðaskrifstofa. Veitingastaður í anddyri er opin á morgnana og j hádegi en sá stærri að kvöldi. I kjallara er aðstaða til vöru og list- sýninga, fundahalda og sam- kvæma. - segir Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri á Landspítalanum ÁSTANDIÐ á Landspítalanum er svipað og á Borgarspítalanum, þar er hvert rúm skipað og rúm- um hefur verið komið fyrir í öllum krókum og kimum, jafnt á göngum sem á baðherbergjum, að sögn Sigríðar Snæbjörnsdótt- ur hjúkrunarforstjóra. Margar af deildum Landspítalans eru lokaðar á meðan á sumarleyfum stendur og kvartað hefur verið yfir að sjúklingar séu sendir of snemma heim. Þær upplýsingar fengust hjá Margréti Þorvarð- ardóttur, hjúkrunarfram- kvæmdastjóra við heimahjúkrun á Heilsuverndarstöð Reylgavík- ur, að álag hefði aukist á heimahjúkruninni vegna þessa. Sigríður sagði að rétt væri að meðallegutími styttist jafnt og þétt, en ekki gæti hún fallist á að fólk væri sent of snemma heim. En vegna lokunar á deildum og skorts á starfsfólki væri ekki unnt sinna miklu meiru en bráðaþjónustu og slíkt ástand krefðist þess að sjúkl- ingar losuðu rúmin eins fljótt og unnt væri. Hún sagði að í sumar hefði verið lokað um 80—90 legu- plássum á Landspítalanum og það væri svipað og í fyrra. Hins vegar hefði enginn séð fyrir hve annir yrðu óvenjumiklar í sumar. „Starfsfólkið hefur staðið sig al- veg stórkostlega en það eru bara takmörk fyrir hvað hægt er að láta hlutina ganga lengi með þessu móti. Við höfum orðið að biðja fólk að leggja á sig miklu meiri vinnu en góðu hófí gegnir og fengið fólk í sumarfríum til að koma aftur til vinnu. Oðruvísi getum við ekki mannað vaktir allan sólarhringinn. En ég held að allir séu lagðir inn sem verulega þurfa á því að halda, en eins og er bíður það sem beðið getur. Ég vil þó meina að við sjáum fullkomlega um bráðaþjónustu," sagði Sigríður. Hún sagði að venjulega myndi þessu ástandi linna í lok ágúst þeg- ar sumarleyfum lyki, en breytingum sem átt hefðu sér stað á undanföm- um árum hefði ekki verið mætt sem skyldi. „Álagið á sjúkrahúsunum hefur breyst mjög mikið á undan- fömum árum og þó við séum með sama sjúklingafjölda núna og fyrir fímm til tíu árum þá erum við með veikara fólk og það em aðrar kröf- ur til okkar gerðar. Við veitum miklu flóknari meðferð og þjónustu en áður, bæði má nefna lyfjameð- ferð og skurðaðgerðir sem ekki vom gerðar fyrir nokkmm ámm, og allt þetta krefst miklu meiri mannafla fyrir utan aukinn kostnað ' 'Orí Borgarfjörður; Laxi sleppt í afmörkuð veiðihólf í Norðlingafljóti VEIÐIFÉLAGIÐ Norðlingur hef- ur hafið flutning á fullorðnum hafbeitarfiski, frá laxeldisstöðinni Lárósi, í Norðlingafljót i Hvítár- siðu. Þar er laxinum sleppt á afgirt svæði i ánni og verða veiði- leyfi seld innan skamms. „Við sleppum fískunum á fjögur svæði sem em mismunandi að stærð. Það minnsta er tveir kflómetrar að lengd, tvö em flórir kflómetrar og það stærsta er um fímmtán kflómetr- ar að lengd," sagði Sveinn Jónsson, einn aðstandenda veiðifélagsins, í samtali við Morgunblaðið. „Fiskurinn er fluttur að ánni í þar til gerðum flutningatækjum og emm við búnir að sleppa á einu svæði til að byija með. Það vom 100 laxar á bilinu 5-14 pund. Fiskinum var leyft að hvfla sig í eina viku en tilrauna- veiðar hófust um síðustu helgi. Þeim hefúr verið haldið áfram í þessari viku og eru þegar 15 laxar komnir á land. Önnur sending, 150 laxar, kemur í næstu viku.“ Sveinn sagði sölu veiðileyfa hefj- ast eftir verslunarmannahelgina en þau kosta 5.000 krónur á stöng í laxveiði og 1.000 krónur í silungs- veiði þar sem möguleg er laxveiði. við rekstur. Við þurfum fleira starfsfólk en áður til að sinna sama fjölda sjúklinga. Biðin eftir plássi hefur lengst og í auknum mæli hefur verið farið að raða verkefnum í forgangsröð,“ sagði Sigríður að lokum. Á Landakoti fengust þær upplýs- ingar að þar væri einnig mikið álag, sér í lagi á þeim dögum sem sjúkra- húsið annast slysa- og bráðavaktir. Á Landakoti hefur deildum ekki verið lokað þótt sjúkrarúmum hafí verið fækkað í sumar. Frá opnun Holiday Inn í gær. Morgunblaðið/BAR Guðmundur J. Guðmundsson segir sig úr Alþýðubandalaginu: Ástæðumar persónuníð og óheilindi milli manna GUÐMUNDUR J. Guðmunds- son, formaður Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar og Verkamannasambandsins og fyrrum alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið, sagði sig úr flokknum í fyrradag eftir 43 ára veru þar og forvera þess, Sameiningarflokki alþýðu, Só- síalistaflokknum. Guðmundur staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið i gær. „Eg er ekki að hefja neina styij- öld. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók fyrir löngu og hef orðið æ staðfastari í með tíjnanum og tel mig geta varið. Ástæðan fyrir úrsögninni er margþætt. Það ríkir leiðinlegt andrúmsloft í Alþýðu- bandalaginu og óheilindi á milli manna. Menn, sem hafa miklum skyldum að gegna, verða að gefa sig að öðru en þrætubókarlist og persónusvívirðingum," sagði Guð- mundur um ástæðumar fyrir úrsögninni. Mér líður ósköp vel og tel þetta ekki merkan atburð í lífí mínu eða að ég hafí fómað til einskis svo og svo mörgum ámm ævi minnar. Fjarri því. Það er ákaflega mikið af góðu fólki í flokknum og ekki síður kjósendur í gegnum tíðina, sem ég ber mikla virðingu fyrir, og ætla aldeilis ekki að fara að fjandskapast við. Ég vona að þeir sem hafa verið vinir mínir í flokknum til þessa verði það áfram. Ég tel einfaldlega tíma mínum betur varið öðmvísi og vil ekki vera undir neinum flokksaga hjá ýmsum núverandi foiystu- mönnum Alþýðubandalagsins. Ég tel mig vinna betur fyrir verka- fólk með því að vera ekki að sóa tíma mínum á þennan hátt í von- laust karp,“ sagði hann ennfrem- ur. Guðmundur hefur verið félagi í Alþýðubandalaginu og áður Só- síalistaflokknum frá 17 ára aidri og er nú sextugur. Hann lét af þingmennsku í vor eftir að hafa setið á Alþingi frá árinu 1979. Þá var hann borgarfulltrúi flokks- ins í Reykjavík í eitt kjörtímabil og í þijú ár varaborgarfulltrúi, auk þess að sitja í miðstjóm og framkvæmdastjóm og gegna öðr- um trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn í fjöldamörg ár. Guðmundur hefur ekki sótt fundi í flokknum frá því í aprfl í fyrra, en studdi hann í síðustu kosningum, án þess að beita sér í kosningabarátt- unni. Að eigin sögn vildi hann ekki segja sig úr flokknum fyrir kosningamar eða meðan á stjóm- armyndunarviðræðunum stóð. „Eg er með alveg óbreyttar lífsskoðanir. Ég varð ekki jafnað- armaður og sósíalisti á einni nóttu. Ég er alinn upp í sjó- manna- og verkamannahverfi hér f bæ og ég hef haft ákaflega sterka löngun til þess að vinna fyrir þetta fólk. Allar mínar skoð- anir eru óbreyttar og ég ætla ekki að hefja neinn hemað gegn Alþýðubandalaginu. Þeim hug- Guðmundur J. Guðmundsson. sjónum sem Alþýðubandalagið hafði er ég fylgjandi, en ég vil ekki vera undir flokksaga Al- þýðubandalagsins eða ýmissa þeirra manna sem þar skipa for- ystu. Hins vegar vil ég ekki nefna nein nöfn í því sambandi, því ég hef ekki ástundað það persónuníð, sem gengur þar í sveit. Ég hef geysilega mikið að gera og mun einhenda mér að mínum verkefn- um. Ég tel fijórra að vinna fyrir verkafólk á þeim vettvangi sem ég er kjörinn til,“ sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.