Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 5 Könnun á viðhorfi og vitneskju um eyðni: Rangar hugmynd- ir um smitleiðir Samnorræn tilraun með lyf sem dregur úr einkennum eyðni í KÖNNUN á viðhorfum og- vitn- eskju fólks um sjúkdóminn eyðni, sem Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands vann fyrir Land- læknisembættið og Heilbrigðis- ráðuneytið, kemur fram að rangar hugmyndir um smitleiðir virðast vera útbreiddar. Að sögn Haraldar Briem sérfræðings í smitsjúkdómum á lyflækninga- deild Borgarspítalans er vitað um 32 einstaklinga með eyðni einkenni hér á landi en álitið er að auk þess séu 2 til 400 smitað- ir án þess að vita það. Akveðið hefur verið að ísland taki þátt í samnorrænni tilraun með nýtt lyf sem talið er að dragi úr eyðni- einkennum hjá smituðum sjúki- ingum. Eyðni smitast eingöngu við blóð- blöndun, samfarir og með óhreinum sprautunálum og virðast nær allir íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára gera sér grein fyrir því samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar. Rangar hugmyndir um aðrar smitleiðir virð- ast þó vera útbreiddar. Þannig telja tveir af hveijum þremur sem taka þátt í könnuninni að eyðni geti smitast með kossum og rúmlega einn af hverjum þremur að eyðni geti smitast við notkun almennings- salerna. Þá telur nærri einn af hverjum fimm að eyðni geti borist með sundlaugarvatni eða með hósta og hnerra og um 6% telja sjúk- dóminn geta borist með handa- bandi. Forvarnir og upplýsingar um eyðni til almennings eru helstu bar- áttuaðferðir gegn útbreiðslu sjúk- dómsins. Að sögn Guðmundar Bjamarsonar heilbrigðisráðherra sýna niðurstöðru skýrslunnar árangur kynningaherferðar í skól- um og á vinnustöðum. Ólafur Ólafsson landlæknir sagðist vera nokkuð ánægður með með niður- stöður könnunarinnar en benti á að þrátt fyrir að upplýsingabækl- ingi um sjúkdóminn hafi verið dreift á öli heimili í landinu hafa einungis um 43% íslendingar á aldrinum 18 til 25 ára kynnt sér hann. „Hér þarf að hnykkja á,“ sagði Ólafur. Fræðslubæklingurinn virðist hafa náð verr til karla en kvenna og hið sama má segja um íbúa landsbyggðarinnar samanborið við fólk í Reykjavík og á Reykjanesi. Þeir sem hafa lesið fræðslubækling- inn virðast í flestum tilvikum vera nokkuð betur að sér en aðrir um raunverulegar smitleiðir eyðni. Flestir telja sjónvarpið hafa veitt áreiðanlegustu vitneskjuna um sjúkdóminn, einkum í íslenskum fræðslu- og umræðuþáttum. Um 60% telja að fjölmiðlar hafi gert hæfilega mikið úr umræðunni um eyðni, en 30% að þeir hafi gert of Morgunblaðið/KGA Frá vinstri, Haraldur Briem og Sigurður Guðmundsson, sérfræðing- ar í smitsjúkdómum, Ólafur Olafsson landlæknir, Guðmundur Bjarnarson heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Ingimar Sigurðsson skrifstofustjóri. lítið úr henni. Um 90% telja smokk- inn öfluga vörn gegn eyðni og um 98% telja að aðrir en hommar geti fengið sjúkdóminn. Um 59% eru sammála því að smituðum einstakl- ingum ætti að vera bannað að vinna við matvælaframleiðslu, þrátt fyrir að sérfræðingar telja enga líkur á að eyðnismit geti borist í matvæl- um. Könnunin var gerð dagana 5. til 12. mars síðastliðinn og var leitað til 1500 manna á aldrinum 18 til 75 ára á öllu landinu. Svör fengust frá 74,3% eða 1115 manns. Full- nægjandi samræmi er milli skipt- ingar úrtaksins og þjóðarinnar allrar eftir aldri, kyni og búsetu. Einkareikningur Landsbankans er tékkareikningur sem tekur öðrum fram: Háir vextir, kostur á yfirdráttarheimildláni og margvís- legri greiðsluþjónustu. Reikningur sem er saminn að þínum þörfum í nútíð og framtíð. Með Einkareikningi sameinar Landsbankinn þau viðhorf í tengslum við Einkareikning gefst ennfremur kostur á sem ríkjandi eru í fjármálaviðskiptum um góða ávöxtun, láni að fjárhæð allt að 150.000 krónur í formi skuldabréfs til greiðsluþjónustu og sveigjanleika. allt að tveggja ára. Einkareikningur er um margt frábrugðinn hefðbundnum tékkareikningum. Vextir eru reiknaðir daglega og eru miklu hærri en áður hafa þekkst svo þú þarft ekki lengur að eltast við að millifæra á milli tékkareikninga og sparisjóðsbóka til að fá hærri vexti. Þeirfara ekki stighækkandi eftir upphæðum heldur eru jafnháir af öllum innstæðum. Einkareikningshafar geta sótt um yfirdráttarheimild, allt að 30.000 krónur, til að mæta aukafjárþörf ef á liggur. Einkareikningi fylgir bankakort sem þjónar tvennum tilgangi, annars vegar að vera ábyrgðarkort í tékkaviðskipt- um og hins vegar að vera aðgangskort að hraðbönkum. Bankakortiö gerir 16-17 ára unglingum fært að stofna Einkareikning þótt þeir hafi ekki aldur til að nota tékkhefti. Snúðu þér til næsta afgreiðslustaðar Landsbankans og fáðu nánari upplýsingar um þennan nýja reikning. Einkareikningur er tékkareikningur sem tekur öðrum fram. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.