Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 Guðrún Þórarinsdóttir líffræðingur: 9 til 10 tegundir eitraðra þör- unga hafa fundist við Island „UM ÁTTATÍU tegnndir svifþör- til tíu þeirra fundist við ísland. greinst að ekki hefur stafað nein unga eru þekktar sem taldar eru Það hefur þó verið það lítið hætta af þeim. Þessir þörungar geta valdið eitrunum og hafa níu magn af hverri tegund sem hefur tilheyra flestir skoruþörungum, HiÍSaFJlLI ‘i 987 VERZLUNARMANNAHELGIN 31. júlí - 3. ágúst iióáskáldiá SJÖN Arú, ^ huómsveit^^^1 UPPLÝSINGAR OG SKRANING I SiMA 91-623100 ALIAN SÓLARHRINGINN. % ^VNNINGU t % 'tóso/v MARAÞON TÓNLISTARFLUTNINGUR ÖLL KVÖLD OG ALLAR NÆTUR Forsala aðgöngumiða fyrir Húsaf ellshátíðina '87 ✓ Reykjavík.......................BSI, c/o Sæmundur. Borgarnes.................Sérleyfisbílar Sæmundar. Snæfellsnes..............Sérleyfi Helga Péturssonar. Akureyri.........................Öndvegi c/o Gylfi. Suðurnes......Víkingaferðir Holtsgötu 49, Njarðvík. Selfoss..............Sérleyfisbílar Selfoss c/o Þórir. sem eru hluti af svifþörunga- flóru hafsins. Alls þekkjast um 1.200 tegundir skoruþörunga,“ sagði Guðrún Þórarinsdóttir líffræðingur í samtali við Morg- unblaðið. Guðrún, sem undanfar- ið hefur starfað við rannsóknir á kræklingaræktun, er nú á leið til Noregs á námskeið í greiningu á eitruðum svifþörungum. Þar mun hún meðal annars rannsaka þörungasýni sem tekin hafa ver- ið í Hvalfirði. „Svifþörungar geta valdið tvenns konar eitrunum. Annarsvegar svo- kallaðri DSP-eitrun og hinsvegar PSP-eitrun. DSP-eitrun verður þeg- ar kræk’ingur innbyrðir vissar þörungategundir. Hún er ekki hættuleg kræklingnum heldur veld- ur magaverk og niðurgangi hjá þeim sem borða kræklinginn. PSP- eitrun er eitrun af völdum þörunga sem leggjast á taugakerfi fólks ef það borðar fisk eða krækling sem þörungarnir eru í. Það hafa fundist þörungar hér við land sem hugsan- lega geta valdið DSP-eitrun og jafnvel er mögulegt að ein þörunga- tegund, sem greinst hefur í sjónum umhverfis Island, geti valdið PSP- eitrun. Þörungar eiu ekki hættulegir ef þeir eru í litlu magni. Þegar verður svifþörungablómi, en þá safnast gífurlegur fyöldi af einni tegund saman, geta sumar tegundir valdið eitrun. Eg tel til dæmis að það gæti hafa verið blómi hjá þörunga- tegundinni Gyrodimium aureoleum sem varð valdur að dauða 9.500 laxa um mánaðamótin maí/júní hjá Fiskeldisfélaginu Strönd hf. við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þegar kvartanir bárust þaðan um að fiskar væru að deyja í stöðinni var verið að athuga svifþörunga í sjónum hinum megin í firðinum. Þar taldist gífurlegur fjöldi þessarar þörungategundar og magn litbera, sem þörungarnir ljóstillífa með, var mjög mikið. Sjórinn litaðist rauð- brúnn og skyggni í honum var mjög lélegt." Guðrún sagði að þó hún teldi að þessi tegund hefði verið á ferðinni í Hvalfirði væri mjög erfitt að greina þörunga til tegunda. Sýni höfðu verið tekin vikulega á þessum stað í rúmt ár en aldrei hefði orðið vart við þessa þörungategund nema í mjög litlu magni. „Þegar laxarnir sem drápust voru skoðaðir í smásjá kom í ljós að frumubreytingar höfðu orðið í tálknunum þannig að súrefni komst ekki í blóðið úr sjónum og fiskarnir kafnað. Þar sem þetta Morgunblaðid/Ámi Sæberg Guðrún Þórarinsdóttir líffræð- ingur. gerðist á sama tíma og blómi leiði ég líkur að því að þörungarnir séu valdir að fiskadauðanum. Skoruþörungar eru mest áber- andi í svifinu á sumrin en mynda ekki blóma reglulega heldur ein- ungis þegar sérstök skilyrði eru til staðar. Sjór verður til dæmis að vera næringarríkur og er möguleiki að mengun frá fiskeldisstöðvum leggji þar til næringu. Hann þarf einnig að vera hita- eða seltulags- skiptur. Þegar þessar aðstæður myndast þá getur orðið mikill blómi en það er háð tilviljunum hvaða tegund er á staðnum hverju sinni og myndar hann. Fyrstu heimildir um Gyrodimium aureoleum eru frá árinu 1957 við austurströnd Bandaríkjanna en þör- ungsins varð ekki vart í svifum Norðvestur-Evrópu fyrr en 1966 þar sem hann er nú orðinn algeng- ur. Mjög algengt er að þörungar valdi usla í nágrannaríkjunum og hefur þetta valdið miklum vandræð- um í fiskeldisstöðvum t.d. í Færeyjum og Noregi. Blómi hjá þörungum hefur ekki valdið tjóni hér á landi áður en það er fyrst og fremst vegna þess að fiskeldi hefur ekki verið stundað í miklum mæli nema síðustu ár. Þó að skoruþörungablómi hafi oft orðið hefur hann ekki vakið neina at- hygli fyrr en nú er hann veldur svona miklu tjóni. Sem dæmi um blóma fyrr á árum má nefna að í ferðabók Eggerts og Ólafs er getið um litaðan sjó á sautjándu öld og heimildir eru um eitrun af völdum skelfisksáts sem gæti hafa stafað af eitruðum þörungategundum. Nú þegar fiskeldi er farið að verða al- geng atvinnugrein er orðið nauð- synlegt að fylgjast mjög vel með þörungum í sjónum við landið og verðum við því að auka rannsóknir á þessu sviði.“ Aðalforstjóri Alþjóða- kjarnorkustófnunar- innar hingað í heimsókn DR. HANS Blix, aðalforstjóri Alþjóðakjarnorkumálastof nun- arinnar í Vínarborg kemur í opinbera heimsókn til íslands i boði utanríkisráðherra dagana 29.—31. júlí 1987, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Dr. Hans Blix er sænskur, lög- fræðingur að mennt og háskóla- kennari. Hann tók virkan þátt í stjórnmálum og gegndi ýmsum op- inberum störfum áður en hann tók við stöðu aðalforstjóra Kjarnorku- málastofnunarinnar árið 1981. Þar á meðal var hann ráðherra þróunar- aðstoðar 1976—1978 og aftur 1979-1981. Dr. Hans Blix var ut- anríkisráðherra Svíþjóðar 1978-1979. Hans Blix mun eiga fund með utanríkisráðherra og með heilbrigð- isráðherra. Hann heimsækir stofn- anir sem notið hafa tækniaðstoðar Kjarnorkumálastofnunarinnar á undanförnum árum og starfsmenn þeirra. Ennfremur mun Hans Blix flytja fyrirlestur á ensku um starfsemi Kjamorkumálastofnunarinnar, kjarnorku og Chernobyl. Verður hann haldinn í Háskóla íslands, stofu 101 í Odda, fimmtudaginn 30. júlí kl. 17.15. Óllum er heimill aðgangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.