Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 33 Burt úr bænum um lgina? fjarðar og borgfírska björgunar- sveitin Ok hafa nú að mestu lokið undirbúningi þeirrar hátíðar sem fram á að fara í Húsafelli um versl- unarmannahelgina. Þetta kom fram í samtali sem Morgunblaðið átti við Bjama Áskelsson gjaldkera björg- unarsveitarinnar. Hátíðin er haldin í samvinnu við Stuðmenn og munu þeir skemmta gestum hátíðarinnar ásamt fleirum. Hátíðin hefst á föstudagskvöldið með tónleikum og dansleik þar sem fram koma Stuðmenn, Bubbi Morthens, Stuðkompaníið, Bjami Arason látúnsbarki og Sveitin milli sanda. Á laugardagsmorguninn hefst útvarp Húsafell og kl. rúm- lega 11 verður svokallað Húsafells- hlaup. Fólk getur valið um þrjár vegalengdir og hlaupið einn, þijá eða sjö km. Síðdegis á laugardag verður hljómsveitakeppni en kvöld- dagskráin hefst með jasstónleikum. Síðar um kvöldið munu fjölmargir skemmtikraftar koma fram, þar á meðal Megas, MX 21 og Bubbi, Sveitin milli sanda, Stuðmenn, Stuðkompaníið og Addi rokk. Sunnudagurinn hefst á Gospel- messu kl. 11 þar sem Sr. Geir Waage predikar og Karl Sighvats- son leikur á orgel. Eftir hádegið verður „Jam Session" en fjölskyldu- dagskrá hefst kl. 16.00. Þar verður margt til skemmtunar og þeir sem koma fram eru Sjón, sem er heið- ursgestur hátíðarinnar, ýmsir fjöl- listamenn, látúnsbarkinn, Stuðmenn og fleiri. Þá verða einnig kynnt úrslit hljómsveitakeppninnar. Á sunnudagskvöldið munu Stuð- menn, Stuðkompaníið, MX 21 og Bubbi, Sveitin milli sanda og Addi rokk sjá um tónlistarflutning og skemmtiatriði fram eftir nóttu. Að sögn Bjama búast aðstand- endur hátíðarinnar við miklum §ölda gesta og er hreinlætisaðstað- an á staðnum ætluð fyrir á milli 10 og 12 þúsund manns. Fjórar björgunarsveitir verða fólki til að- stoðar og verður hjúkrunarfólk á slysavakt allan sólarhringinn. Inn á Húsafellshátíðina kostar 2.800 krónur en 1.500 ef fólk vill eingöngu mæta á fjölskylduhátíðina á sunnudag. Þar verður veittur sér- stakur ijölskylduafsláttur og borgar þá hver fjölskyldumeðlimur 750 krónur en frítt er fyrir böm undir fermingaraldri séu þau í fylgd með foreldrum sínum. Bjami vildi að lokum benda á að Ferðaþjónustan Húsafelli verður opin eins og venjulega og verða fyöl- skyldutjaldstæðin opin á meðan pláss leyfír. Hátíðin sjálf er í 6 km ijarlægð frá þessum tjaldstæðum og sagðist Bjami ekki eiga von á því að fólk þar yrði fyrir ónæði af hennar völdum. Klausturlíf '87 Á Kirkjubæjarklaustri verður fjölskylduhátíð um verslunar- mannahelgina og ber hún nafnið Klausturlíf '87. Þar verður reynt að bjóða upp á fjölbreytileg skemmtiatriði sem einkum eiga að höfða til yngri kynslóðarinnar. Skemmtunin hefst á fímmtu- dagskvöldið með unglingadansleik þar hljómsveitin 64U leikur fyrir dansi. Á föstudag verður almennur dansleikur og mun hljómsveit Stef- áns P. sjá um fjörið á þeim dansleik. Pollamótið '87 verður haldið um helgina og hefst skráning á föstu- daginn í upplýsingamiðstöðinni á staðnum. Þá verður einnig hægt að fara í útreiðartúr á leigðum hest- um. Eftir hádegi á laugardag verður ýmislegt við að vera og verður t.d. útimarkaður og fleiri uppákomur við upplýsingamiðstöðina. Þar fer einnig fram mini-golfmót og verður keppt til úrslita í því og pollamótinu á sunnudaginn. Þá verður einnig ratleikur fyrir unglinga og aðra áhugasama en einnig verða skipu- lagðar gönguferðir á sögufræga staði undir leiðsögn fylgdarmanns. Hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi bæði á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Skeljavíkurhátíð við Hólmavík Að Skeljavíkurhátíðinni við Hólmavík standa ýmis félagasam- tök í Hólmavík. Að sögn Magnúsar Hanssonar eins af forsvarsmönnum hátíðarinnar tókst hátíðin með af- brigðum vel í fyrra og væru aðstandendur hennar því bjartsýnir á að þátttaka yrði mikil um þessa verslunarmannahelgi. Dagskrá Skeljavíkurhátíðarinnar hefst með dansleik á föstudags- kvöldið og munu hljómsveitimar Dolby og Bítlavinafélagið leika fyr- ir dansi. Á laugardaginn hefst dagskráin eftir hádegi með hljómsveitakeppni. Magnús sagði að nú þegar hefðu fímm hljómsveitir skráð sig til keppninnar og von væri á aðrar fímm færu að dæmi þeirra. Kl. 16.00 á laugardeginum verða skemmtiatriði en þar koma fram Eggert Þorleifsson og Júlíus Bijánsson, Bítlavinafélagið ásamt Karli Sighvatssyni sem rifjar upp gamla bítlatakta á orgelið, Sverrir Stormsker, Jóhannes Kristjánsson eftirherma og fleiri. Sverrir Storm- sker mun síðan halda tónleika um kvöldið og á eftir leika hljómsveit- imar Dolby og Bítlavinafélagið fyrir dansi fram á nótt. Úrslitin í hljómsveitakeppninni verða eftir hádegi á sunnudag og þá verður einnig skemmtidagskrá með svipuðu sniði og á laugardegin- um. Þar koma fram Ómar Ragnars- son, Jóhannes Kristjánsson ogfleiri. Á sunnudagskvöldið verður varð- eldur og flugeldasýning og lýkur síðan hátíðinni á sama hátt og hún hófst þ.e. með dansleik þar sem Bítlavinafélagið og Dolby sjá um tónlistina. Magnús sagði að öll aðstaða fyr- ir gesti væri mjög góð. Hreinlætis- aðstaða væri á staðnum en auk þess væri baðaðstaða í Púlstofunni í Hólmavík. Björgunarsveitin á staðnum sér um gæslu og verða alltaf 50-60 menn á vakt. Flugfélagið Emir á ísafírði sér um flug þaðan á hátíðina en einnig verða sætaferðir á vegum Guð- mundar Jónassonar. Amarflug er með ferðir á Hólmavík og sætaferð- ir verða frá BSÍ á föstudaginn og frá Hólmavík alla daga helgarinnar. Varmaland í Borg-arfirði Krossinn mun nú um helgina halda mót að Varmalandi f Borgar- fírði. í fréttatilkynningu frá Kross- inum segir að þar verði fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna. Gestir mótsins verða Paul og Lilly Hanssen frá Nýja Sjálandi en Paul verður predikari þessa móts. í för með þeim verður innfæddur Nýsjálendingur að nafíii Timu-Timu og mun hann syngja við messum- ar. Hljómsveit safnaðarins leikur og ýmsir söngvarar koma fram. Mótið hefst með skemmtidagskrá á föstudagskvöldið og lýkur að morgni mánudags. í tilkynningunni kemur fram að öll aðstaða er með besta móti að Varmalandi í Borgar- fírði og vonast félagar í Krossinum til þess að sem flestir láti sjá sig. Vatnaskógnr - unglingamót „Einn á báti“ er yfírskrift ungl- ingamóts sem haldið verður í Vatnaskógi um verslunarmanna- helgina. Mótið verður haldið í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Það er Landsamband KFUM og KFUK sem skipuleggur mótið og er það ætlað unglingum 13 ára og eldri. Það hefst á föstudaginn og verður boðið upp á dagskrá bæði úti og inni alla dagana. Farið verð- ur í gönguferðir, stundaðar íþróttir, farið í leiki og fleira. Einnig gefst mótsgestum tækifæri á að vera á bátum á Eyrarvatni. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að á mótinu verði orð Guðs boðað eins og á öllum sam- komum á þeirra vegum. Vonast forsvarsmenn mótsins til þess að þátttaka verði góð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. VíkíMýrdal Ungmennafélagið Drangur og Björgunarsveitin Víkveiji efna til fjölskylduhátíðar í Vík í Mýrdal um helgina. Páll Pétursson forsvarsmaður hátíðarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið að tjaldstæðin, sem eru rétt fyrir utan Vík, væru á mjög fallegum og skjólgóðum stað. Dagskrá mótsins hefst á föstu- dagskvöldið með dansleik í félags- heimilinu á Vík. Hljómsveitin Lögmenn mun leika fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Á daginn verður boðið upp á skipulagðar gönguferðir, jeppaferðir, hestaleigu, jöklaferðir á snjósleðum og fleira. Að sögn Páls verður hægt að fá allar upplýs- ingar og láta skrá sig í ferðir í upplýsingamiðstöðinni á tjaldstæð- inu. Eftir hádegi alla daga verður boðið upp á bátsferðir út í Dyr- hólaey og Reynisdranga. Á kvöldin verður, auk dansleikjanna, útigrill og varðeldur. Ókeypis er inn á svæðið en fólki gert að greiða fyrir þær ferðir sem það hefur áhuga á að fara í. Páll vildi að lokum koma því á framfæri að á Mýrdalssandi væri 150 ferkflómetra fjórhjólasvæði fyr- ir þá sem kjósa að leika sér á þeim farartækjum um helgina. Þjóðhátíðí Vestmannaeyjum Þjóðhátíðin í eyjum er sennilega eista hátíð sinnar tegundar en hún hefur verið haldin fyrstu helgina í ágúst undanfarin 110 ár að sögn Þorsteins Jonssonar framkvæmda- stjóra hátíðarinnar í ár. íþróttafél- agið Týr í Vestmannaeyjum hefur veg og vanda af hátíðinni að þessu sinni og sagði Þorsteinn að undir- búningi væri nú að mestu lokið. Dagskráin hefst á föstudaginn kl. 14.00 með flutningi hátíðarræðu og guðsþjónustu. Þá mun kanadísk- ur kór halda tónleika og á eftir verður bamadansleikur. Á föstu- deginum gefst fólki einnig kostur á að prófa bjargsig að hætti Vest- mannaeyinga. Á laugardag og sunnudag verður stanslaus dagskrá allan daginn og þar koma m.a. fram Pálmi Gunnars- son, Halli og Laddi, Magnús Ólafsson, HallaMargrétÁmadóttir, Flosi Ólafsson, Jóhannes Kristjáns- son, Björgvin Halldórsson, Hjörtur Már Geirsson, Brúðubíliinn og Leik- félag Vestmanneyja. Einnig verður efnt til keppni í ýmsum íþróttum eins og reiptogi, lyftingum og frjáls- um íþróttum. Á kvöldin leika hljómsveitimar Greifamir, Eymenn og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar fyrir dansi á tveimur pöllum frá kl. 23.00 til 05.00. Þá tekur við diskótek sem dunar þar til þátttakendur gefast upþ- Útvarpsstöðin Stjaman verður á staðnum frá fímmtudegi og fram yfír helgi og í för með starfsmönn- um hennar verður bandaríska útvarpsstjaman Wolfman Jack. Hann mun ásamt starfsmönnum Stjömunnar sjá um diskótekið á staðnum. Af sérstökum atburðum nefndi Þorsteinn að á föstudagskvöldið yrði varðeldur, flugeldasýning á laugardaginn og bæði varðeldur og flugeldasýning á sunnudagskvöldið. Á sunnudaginn kl. 14.00 verður nýjung sem nefnist popp-messa í umsjá Samhjálpar og Hvítasunnu- safnaðarins. Þorsteinn sagði að snyrtiaðstaða á svæðinu væri góð og auk hennar verður boðið upp á baðaðstöðu í íþróttamiðstöðinni skammt frá svæðinu. Að iokum sagði hann að aðstandendur hátíðarinnar gerðu ráð fyrir 10 þúsund gestum en væm reiðubúnir að taka við fleirum ef svo bæri undir. Aðgangseyrir að Þjóðhátíðinni í eyjum er 2.500 krónur og er þá allt innifalið nema ferðir. Sætaferð- ir frá BSÍ til Þorlákshafnar verða alla næstu daga og Heijólfur mun síðan flytja hátíðargesti frá Þor- lákshöfn til Vestmannaeyja. • • Oræfagleði Hljómsveitin Crystal leikur fyrir dansi í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfasveit laugardags- og sunnu- dagskvöld um verslunarmannahelg- ina. í fréttatilkynningu frá sveitinni segir að Hofgarður sé nýtt félags- heimili skammt frá þjóðgarðinum í Skaftafelli. í félagsheimilinu hefur verið rekin veitingasala í sumar og þar em næg tjaldstæði. Þar segir einnig að þama gefíst fólki á öllum aldri kostur á að skella sér á sveita- ball og rifja upp gömlu ballróm- antíkina. Löggæsla um helgina Umferðarráð, lögreglan um allt land og Fararheill '87 munu starf- rækja upplýsingamiðstöð um versl- unarmannahelgina. Þangað verður safnað upplýsingum um hina ýmsu þætti umferðarinnar og öðm sem ætla má að geti orðið ferðafólki að gagni eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá Umferðarráði. Reynt verður að miðla upplýsing- um í síma 27666 en fólk er beðið um að hafa í huga að erfítt getur reynst að ná sambandi sökum mik- ils álags. Upplýsingamiðstöðin verður opin föstudag frá 13.00 til 22.00, laugardag frá 10.00 til 22.00, sunnudag frá 13.00 til 17.00 og mánudag frá 10.00 til 21.00. Þessa sömu daga verður útvarp- að frá upplýsingamiðstöðinni á báðum rásum ríkisútvarpsins eftir því sem tök verða á. Jafnframt mun upplýsingamiðstöðin miðla upplýs- ingum til útvarpsstöðvanna Bylgj- unnar og Stjömunnar og annarra §ölmiðla eftir þörfum. Umferðarráð hvetur fólk til þess að hlusta á þessa útvarpspistla því stefnt er að því að koma þar á fram- færi ýmsum fróðleik og leiðbeining- um fyrir vegfarendur. Vegaþjónusta Félags íslenskra bifreiðaeigenda verður einnig starf- andi um helgina og verður vegfar- endum til hjálpar á þjóðvegum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.