Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 38
2® MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 + atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Fjarskiptatæki — siglingatæki Tæknimaður með góða menntun á fjarskipta- tæknisviði óskar eftir framtíðarstarfi. Starfs- reynsla, m.a. sala og ráðgjöf. Tilboð óskast sent auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „R — 6050“. Offsetprentarar — skeytingamenn Okkur vantar offsetprentara á nýja tveggja lita prentvél og skeytingamann. Góð vinnu- aðstaða og mötuneyti. Upplýsingar á staðnum. Prentrún, Funahöfða 10, símar 686115 og 686110. FJÓRDUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Framtíðarstörf Óskum að ráða strax í eftirtalin störf: Hjúkrunarfræðinga Sjúkraliða Röntgentækni Starfsfólk í ýmis störf Uppl. veitir hjúkrunarforstjóri alla virka daga milli kl. 8.00-16.00 í síma 94-3014 eða -3020. Ymis störf Við viljum ráða nú þegar starfsfólk til ýmissa starfa í fyrirtækinu, en þau eru m.a. við: - afgreiðslu í SS búðunum, - afgreiðslu í söludeildum, - framleiðslu í kjötiðnaðardeild. í boði eru ágæt laun fyrir góða starfsmenn ásamt ýmsum fríðindum. Allar nánari upplýsingar um störf þessi veitir starfsmannastjóri á skrifstofu fyrirtækisins á Frakkastíg 1. Sláturfélag Suðurlands. Lausar stöður við námsbraut íhjúkrunarfræði við Háskóla íslands Eftirtaldar stöður við námsbraut í hjúkrunar- fræði við læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar: 1. Staða lektors í hjúkrun sjúklinga á hand- lækninga- og lyflækningadeildum. 2. Staða lektors (50%) í hjúkrun sjúklinga á handlækninga- og lyflækningadeildum. 3. Staða lektors (50%) í hjúkrunarfræði með hjúkrunarstjórnun sem aðalkennslugrein. 4. Staða dósents í sýkla- og ónæmisfræði, 37% staða til fimm ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og fyrri störf, skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Hverf- isgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 20. ágúst 1987. Menn tamálaráðuneytið, 27.júlí 1987. Varahluta- afgreiðsla Óskum að ráða röskan mann til afgreiðslu af varahlutalager og annara skyldra starfa. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „B — 4080“. Hálfsdagsstarf í fallegri gjafavöru- verslun Um er að ræða hálfsdags afgreiðslustarf, annan daginn fyrir hádegi, hinn daginn eftir hádegi. Tilvalið starf fyrir duglega húsmóðir sem vill hefja störf utan heimilisins. Æskileg- ur aldur 30-45 ára. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Falleg verslun — 4075“. Starf ásýningu Nokkrir sýnendur á sýningunni Veröldin ’87, sem verður í Laugardalshöll dagana 27. ágúst til 6. sept. nk., hafa óskað eftir því, að Kaupstefnan hf. verði þeim innan handar um að ráða sölufólk í sýningarbása þeirra. Við óskum því eftir að komast í samband við áhugasamt fólk á aldrinum 20-35, ára sem kemur vel fyrir og getur selt. Vinsamlegast sendið umsóknir merktar: „Sýning — 4078“ til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 6. ágúst nk. með upplýsingum um ald- ur, menntun, fyrri störf og Ijósmynd. Útflutningsfyrirtæki á fatnaði óskar eftir ráða starfskraft í fullt starf. í starf- inu felst: - Umsjón með öllum innkaupum fyrirtæk- isins, - ábyrgur fyrir öllum afhendingum til við- skiptavina, - umsjón með pökkun, - vinna við framleiðslu- og birgðabókhald fyrirtækisins í tölvu. Hér er um að ræða starf sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika en gerir jafnframt miklar kröfur til viðkomandi. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Á — 851“ fyrir 10. ágúst. Póllinn hf. ísafirði óskar eftir að ráða í eftirtalin störf: ★ Yfirverkstjóri á rafmagnsverkstæði. Æskileg er menntun raftæknis með reynslu í alhliða verkstæðisvinnu. Þarf að geta hafið störf í síðasta lagi um ára- mót. ★ Umsjón kæliverkstæðis. Umsjón, verk- stjórn og vinna á kæliverkstæði. Leitað er eftir manni vönum uppsetningum og viðgerðum kælitækja. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. ★ Rafvirkjar. Okkur vantar rafvirkja sem geta unnið sjálfstætt og eru vanir fjöl- breyttri vinnu og reiðubúnir að taka að sér verkstjórn eða umsjón verka. Góðir tekjumöguleikar fyrir duglega menn. Aðstoðað verður með útvegun húsnæðis og greiddur flutningskostnaður búslóðar. Upplýsingar gefur Óskar Eggertsson í síma 94-3092, heimasími 94-3082. Póllinn hf., Aðalstræti 9, ísafirði. T résmiðir óskast Óska eftir 1-2 trésmiðum. Mælingavinna. Upplýsingar í síma 75359. Erlendar bækur — afgreiðsla Óskum eftir að ráða röskan starfskraft í er- lendu bókadeildina. Upplýsingar á skrifstofunni. BÓKAVERZUUN, SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18, REYKJAVÍK RÍKISSPÍTALAR LAUSARSTÖÐUR Dagheimili Fóstra óskast til starfa á barnaheimilið Sól- bakka. Starfsmaður óskast einnig til starfa á dag- heimilið. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 29000-590. Vífilsstaðir Matartæknir og starfsst úlka óskast til starfa í eldhús Vífilsstaðaspítala frá 1. september nk. Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður í síma 42800. Reykjavík, 29. júlí 1987. Forstöðumaður matvælasviðs Sölustofnun lagmetis auglýsir eftir starfs- manni menntuðum á matvælasviði, til að undirbúa og veita forstöðu tæknideild, sem sett verður á stofn hjá S.L. og fyrirhugað er að hefji störf á næstunni. Aðalverksvið tæknideildarinnar verður: a. Vöruþróun. b. Aðstoð við tæknilega uppbyggingu í verk- smiðjum. c. Eftirlit með framleiðslu. d. Stöðlun vörutegunda og umbúða. Starf forstöðumanns mun fela í sér mikil samskipti við lagmetisframleiðendur og kaupendur og þar með talsverð ferðalög utanlands og innan. Sölustofnun lagmetis leitar eftir manni með staðgóða þekkingu og nokkra reynslu í mat- vælaiðnaði. Einnig með vakandi frumkvæði varðandi nýjungar og framfarir í framleiðslu og vilja til að tengja þær markaðsstörfum. Forstöðumanni mun verða falið að ráða tvo aðstoðarmenn í tæknideildina. Umsóknir sendist Theodór S. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis, Síðumúla 37,108 Reykjavík, fyrir 20. ágúst. ICEL4ND IMTERS SÖLUSTOFNUN LAGMETIS ICELAND WATERS CORP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.