Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 48
e* 48 Y8e I LIÍJL ,08 HUOACIUTMMra ,QIgAJgVlUOaOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 Kveðjuorð: * Asgeir Bjarnason framkvæmdastjóri Ásgfeir Bjamason framkvæmda- stjóri, Ægisgötu 27, Reykjavík iést 19. júlí sl. Við Ásgeir vomm skóiabræður í Menntaskólanum í Reykjavík og samstúdentar 1946. Þá voru liðin 100 ár frá flutningi skóla okkar frá Bessastöðum og hátíðahöldin af því tilefni gerðu útskriftarhátíð okkar tilkomumikla og ógleymanlega. En það var fyrst rúmum 25 árum seinna, að við náðum svo rækilega saman að verða nánir samstarfs- menn í um 15 ár við byggingarfram- kvæmdir ríkisins á Landspítalalóð. Mikið var um það rætt í Yfirstjórn mannvirkjagerðar á Landspítalalóð 1973 hvaða kosti sá maður yrði að hafa, sem ráðinn yrði byggingar- stjóri hinna umfangsmiklu fram- kvæmda, sem fyrirhugaðar voru. Enskur ráðgjafi hafði sagt, að einna best hefðu reynst til slíkra starfa hershöfðingjar eða flotaforingjar, sem hefðu lofsverðan feril og væru nýlega komnir á eftirlaun. Svo sem augljóst er, var ekki auðvelt að finna mann með alia þá kosti, sem vísir ráðgjafar innlendir og erlendir höfðu í huga og töldu nauðsynlega fyrir farsælar framkvæmdir á Landspít- alalóðinni. Þeirri leit lauk með því, að Ásgeir Bjamason var ráðinn framkvæmdastjóri. Ásgeir hafði aflað sér mikillar reynslu við ýmsar tegundir rekstrar, fésýslu og byggingarframkvæmdir. Hann hafði unnið að hönnunarmál- um geðdeildar Landspítalans og starfað að velferðarmálum geð- sjúkra. Hann skaraði fram úr flest- um við að koma málefnum áleiðis og leiða þau til farsælla lykta, eftir því sem föng voru á. Það hefur verið ánægjulegt og lærdómsríkt að vinna með Ásgeiri að þessum stórfelldu ríkisfram- kvæmdum. Með öllu starfi sínu sýndi hann, að hann var af þeirri manngerð, sem leggur sig alla fram í starfi, hver sem í hlut á. Við erum margfir lækn- arnir á Landspítalanum, sem kveðj- um Ásgeir með þakklætishug fyrir samstarfið að byggingarmálum Landspítalans og ýmsu umbótastarfi á deildum hans. Það verður að játa, að varla er nokkur von til þess að við fáum nokkurn tíma mann á borð við Ás- geir, sem er eins þolinmóður og rausnarlegur á tíma fyrir þá list sem kallast á dönsku „brugerkontakt". Hann var fyrir löngu orðinn þekking- arbanki, sem allir, er létu sig varða byggingarmál Landspítalans, gátu leitað til. Eg tel mig hafa notið mikillar leiðsagnar hjá Ásgeiri öll þau ár, sem við höfum staðið í þessu bardúsi saman. Við hentum stundum gaman að því, að svo margir bekkjarbræður úr okkar júbílstúdentaárgangi frá 1946 ættu hlut að máli í sambandi við byggingarmál Landspítalans, að hér væri á ferðinni hið fræga þýska „bruderband". Oneitanlega getum við bekkjar- systkinin verið ánægð með frammi- stöðu okkar látna bekkjarbróður í þessum tröllauknu framkvæmda- málum ríkisins á sviði heilbrigðis- mála. Ásgeir hafði óvenju mikla þekk- ingu á fólkinu í bænum. Hann var þjóðfélagsfræðingur af guðs náð og var flestum fremri í að greina stétt og stöðu manna. Þessi þekking hans var án efa mikilsverð til að eiga samskipti við aðila og flýta af- greiðslu mála við mörg tilefni. Sjálfur átti hann til slíkra ætta og átthaga að rekja að hann bjó að miklu úr heimagarði. Við mörg tækifæri varð mér Ijóst, að hin undraverða atorka Ásgeirs við framkvæmdastjórastörfin átti sér bakhjarl í mikilli heimilisham- ingju. Hann gekk því glaður til starfs meðan heilsa entist. Við Erla sendum Kristínu, börn- unum og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. / Ólafur Jensson 160/172cm á!‘plg)dgler kr. 13.945,00 68/88cm ái-plexígler kr. 12.051,00 hvitt ál»plexlgler kr. 13.819,00 68/90cm 77/88cm ál-röndótt gler kr. 25.661,00 hvltt ál-röndótt gler kr. 29.473,00 77/88cm ál-hamrað gler kr. 20.556,00 hvltt ál-hamrað gler kr. 23.639,00 Sendm í pó&Krö/if, verá m M áffÞ. él-hamraðgier kr. 16.609,00 hvltt ál*hamrað gler kr. 19.118,00 ál-röndött gler kr. 21.266,00 hvttt áköndótt gler kr. 24.255,00 HÚSA SMIÐJAN 77/88cm ál-plexlgler kr. 12.691,00 hvltt ál-plexigler kr. 14.590,00 Steinunn Jóhannes- dóttir - Minning Fædd 30. september 1907 Dáin 24. júlí 1987 Loks er þöp, hún allt skal erfa, allra jarðlif varir skammt. Okkar bíður allra að hverfa, áfram lífið heldur samt. Nú er hún Steina, eins og hún var alltaf kölluð, horfin sjónum okar, síðar munum við sjá hana í sæluríki Guðs. Steinunn var fædd á Teigi í Döl- um. Hún var dóttir hjónanna Jóhannesar Guðmundssonar og Helgu Sigmundsdóttur sem bjuggu á Teigi. Steina ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt 4 systkinum. Þau voru Höskuldur, Halldór, Guðrún og Lóa Fanney, en Fanney er nú ein barnanna á lífi. Steinunn var heima hjá foreldrum sínum fram að tvítugsaldri, en móðir hennar dó árið 1927. Steina var á Núps- skóla 2 vetur. Eftir skólavistina fór hún að vinna fyrir sér og var víða í kaupavinnu og vist, hún var eftir- sótt vegna dugnaðar og trú- mennsku. Síðar fór hún til Reykjavíkur og var þar í vist. Henni var ætluð mik- il vinna þar sem hún var í vist. Steina var slitviljug, dygg og vand- virk að hveiju sem hún gekk, hún var ræðin, skýr og glaðlynd og hvers manns hugljúfi. Um þrítugt veiktist hún af berklum og var lengi sjúklingur á Vífilsstaðahæli og þá oft mikið veik. Hún var alltaf heilsu- veil eftir þetta og bjó að því alla ævi. Síðustu ár ævinnar var hún mög lasburða, fyrst heima, svo á Vífilsstöðum og síðast á Reykja- lundi, þar sem hún dó. Steina var alltaf ógift, hún bjó í Reykjavík, síðast á Bragagötu 32. Hún gekk ung í Fíladelfíusöfnuðinn í Reykjavík og var mjög áhugasöm í safnaðarstarfínu. Hún fómaði sér mikið fyrir söfnuð sinn, hún var sterktrúuð kona og treysti Guði í einu og öllu. Steinunn var elskuleg kona, sem mátti ekki vamm sitt vita og vildi öllum gott gera, mönn- um og málleysingjum, þá var hún mjög barngóð og lét sér annt um að gleðja þau. Hún sýndi börnum systkina sinna og systkinum mikla alúð og góðvild, hún hafði yndi af að gefa og gleðja aðra. Fanney, kona mín og systir Steinu, hafði alltaf náið samband við hana. Hún þakkar henni og við hjónin, alla hjálp, góðvild og tryggð og indæla samleið á lífsleiðinni, við eigum um hana ljúfar minningar og Fanney um elskulega systur. Ég veit að allir ættingjar og vin- ir sem þekktu Steinu þakka henni og eiga um hana ljúfar minningar. Nú hvílir látin vina á sólarströnd- um í sæludýrð. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstu með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Br.) Finnbogi Lárusson KUPPAN w ** IORUGGU SÆTI Klippan barnapúöinn og rúllu- öryggisbeltin eru nú fyrirliggjandi I allar geröir bifreiða. Púöinn hentar börnunum sem eru vaxin uppúrbarnabilstólnum, alltað 150 cm = 36 kg. Sölustaðir: Varahlutaverslun veltis Suöurlandsbraut 16 Olisstöðvar um land allt. Verö: Bamapúöinn kr. 1.378.- Rúllubelti kr. 1.779,- stk. mmœ HHBB Wam m 5UBURUS0SBRAUT 16 - SIMI 3521 SÚÐARVOG11-5 • 104 REYKJAVÍK SÍMI 687700- PÓSTHÓLF 4200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.