Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 61 ÍÞRÓTTAGETRAUN MORGUNBLAÐSINS Þórarinn Jóhannsson á Eyrarbakka hlýtur þriðja farseðilinn til Lundúna Fylgst með leik úrvaliðs Bobby Robson og „heimsliðs" Terry Venables. Leikur Maradona? ÞÓRARINN Jóhannsson, 15 ára á Eyrarbakka, var sá heppni er dregið var í þriðja hluta íþróttagetraunar Morg- unblaðsins, síðasta hluta Júlígetraun. Svarseðill hans var sá fyrsti rétti sem dreginn var, og hlýtur hann því ferð til Lundúna, þar sem fylgst verður með knattspyrnuleik á Wembley-leikvanginum frœga. Að vanda voru dregin út þrjú nöfn og, auk Þórarins, voru það Þórarinn Ólafsson, 13 ára til heimilis að Austurbrún 18 í Reykjavík, og Kjartan Sigur- bjartsson, 12 ára til heimilis að Lindarseli 3 Reykjavík, sem hljóta viðurkenningu. Setningin sem leitað var að að þessu sinni var þessi: Æfingin skapar meistar- ann. Þremenningamir sem hljóta ferð til Lundúna á vegum Morgun- blaðsins eru því eftirtaldir. Fyrir maígetraun: Sigurður Samúels- son, 13 ára, Brautarholti 11 Isafirði, fyrir júnígetraun: Haukur Harðarson, 12 ára, Hvítárbakka Biskupstungum og fyrir júlíget- raun: Þórarinn Jóhannsson, 15 ára, Túngötu 54, Eyrarbakka. Farið verður utan föstudaginn 7. ágúst næstkomandi og komið heim þriðjuydaginn 11. ágúst. Upphaflega var áætlað að fylgjast með leik Everton og Coventry um Góðgerðarskjöldinn, árlegan leik Englandsmeistara og bikarmeist- ara í upphafi keppnistímabils, en nú er ljóst að svo verður ekki. Sá leikur fer fram næstkomandi laugardag, 1. ágúst. Þremenning- amir fara hins vegar á völlinn viku síðar, laugardaginn 8. ágúst, og sjá þá marga af snjöllustu knattspymumönnum eigast við í leik sem fer fram í tilefni 100 ára afmælis enska knattspymusam- bandsins. Þar mætast annars vegar úrvalslið Bobby Robson, landsliðsþjálfara Englands — valið úr hópi þeirra leikmanna sem leika í ensku 1. deildinni — og hins vegar úrvalslið Terry Vena- bles, þjálfara spánska liðsins Barcelona; heimsliðið. Þama verða margir af snjöllustu knatt- spymumönnum heims. Hugsnlegt er að Diego Maradona verði heim „heimsliðinu" en það kemur í ljóst á næstu dögum. Hann hefur gefíð jákvætt svar einn daginn en neitt þann næsta. Terry Venables, framkvæmdastjóri Barcelona og liðsstjóri „heimsliðsins“, er orðinn langþreyttur á framkomu Mara- dona. Hann sagði að stórstjömur hefðu siðferðislegum skyldum að gegna gagnvart íþrótt sinni og þeir yrðu að vera gott fordæmi. Venables sagðist ætlast til þess að Maradona langaði til að taka þátt í kappleik af því tagi, sem fram fer á Wembley 8. ágúst. Venables vildi ekki staðfesta fregnir þess efnis að Maradona hefði verið boðin 100 þúsund sterlingspund, eða jafnvirði rúmra 6 milljóna ísl. króna, fyrir að mæta í leikinn. „Við höfum boðið honum háa greiðslu, miklu meiri peninga en ætlunin var að borga,“ var það eina sem Venables vildi segja, samkvæmt fréttaskeytum. Auk Maradona em eftirtaldir leik- menn í liði Venables; Markverðir: Rinat Dassaev Sovétríkjunum, Andoni Zubizarreta Spáni; varn- armenn: Josimar og Celso Braz- ilíu, Terry Butcher Englandi, Thomas Berthold Vestur-Þýzkal- andi, Julio Alberto Spáni; miðju- menn: Glen Hysen Svíþjóð, Michel Platini Frakklandi, Alexander Zavarov Sovétríkjunum, Salvatori Bagni Ítalíu, Lajos Detari Ung- verjalandi; framheijar: Igor Belanov Sovétríkjunum, Gary Lineker Englandi, Paolo Futre Portúgal, Preben Elkjær Dan- mörku og Maradona. KNATTSPYRNA MorgunblaðiA/Skapti Hallgrímsson Arftaki Ole Quist? Hermann Haraldsson (í miðið) ver mark íslenzka unglingalandsliðsins í leik gegn Tékkum í Evrópukeppnini í fyrrahaust. Hermann til KB •v HERMANN Haraldsson, fyrr- um leikmaður KA og unglinga- landsliðsins í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við danska 1. deildarliðið KB (Ko- benhavns Boldklub). Hermann, sem er 22 ára, lék með danska liðinu Næstved, en fékk sig iausan þaðan 30. júní sl. Þegar þjálfari KB frétti að Her- mann hyggðist stunda nám í Kaupmannahöfn var hann fljótur til og náði samkomulagi við hann. „Við vildum styrkja hópinn ef Ole Qvist, fyrrum landsliðsmarkvörður, ákveður að leggja skóna á hilluna í haust,“ er haft eftir Karl Aage Skouborg, aðstoðarþjálfara KB í frétt danska blaðsins Aktuelt um félagaskipti Hermanns. Qvist verður áfram aðalmarkvörður iiðsins og varamaður hans, Peter Madsen, þykir hafa staðið sig'mjög vel þegar hann hefur komið inná. Hermann mun hins vegar veita honum harða samkeppni um sæti í liðinu segir blaðið. Verður Her- manni haldið í leikæfíngu fyrst um sinn með því að láta hann leika með Humlebæk, sem skrimtir á botninum í svokallaðri Danmerk- urseríu. í viðtali við Aktuelt þóttist Nieis Sorensen, þjáifari Humlebæk og fyrrum leikmaður KB, hafa himinn höndum tekið með því að fá Her- mann til sín. Kvaðst hann hafa séð nokkrum sinnum til hans og að hann væri fyrirtaks markvörður. KNATTSPYRNA / 2. DEILD 1.DEILD Önijggt ÍBÍ vann hjálBV Einherja fBV vann öruggan sigur, 2:4, á Breiðabliki á Kópavogsvelli. Leikurinn var ágœtlega spilað- ur af hálfu Eyjamanna en Blikar voru daufir. Ejamenn tóku fljótt öll völd. Elí- as Friðriksson kom þeim á bragðið með góðu marki eftir mis- tök í vörn Breiðablik. Lúðvík Bergvinsson og Andrés Hlynur Stefánsson Pétursson skoruðu svo, að vísu skrifar með hjálp varnar- manna Breiðabliks. Staðan í hálfleik því 0:3. Blikamir reyndu að klóra í bakkann eftir hlé og varnarmaðurinn Magnús Magn- ússon skoraði fljótlega 1:3. Nú héldu áhorfendur að Breiðablikslið- ið myndi hressast við en annað kom á daginn. Tómas Tómasson skoraði gott mark einungis tveimur mínút- um síðar. Blikamir minnkuðu svo muninn með fallegu marki Olafs Bjömssonar úr víti en vörn Eyja- manna og Þorsteinn Gunnarsson í markinu sáu til þess að mörkin urðu ekki fleiri. Hrósa verður Eyja- mönnum fyrir góða baráttu í leiknum og unnu þeir vel saman sem liðsheild. Blikaliðið var slakt í leiknum og ætti það að vera þeim umhugsunarefni að af 14 mörkum sem liðið hefur skorað hafa vamar- mennimir séð um 9 þeirra. Maður leiksins: Omar Jóhannsson, iBV. ÍBÍ vann sinn annan sigur í 2. deildinni a sumar er liðið iagði Einherja 3:2 fyrir vestan t gœr- kvöldi. Leikurinn var fjörugur; og sigur heimamanna ekki ósanngjarn, þó svo hvort liðið sem var hefði getað sigrað miðað við tækifœri. Stefán Tryggvason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍBÍ strax á 8. mín. Hann komst einn inn fyrir vömina og skoraði ömgg- lega. Á 40. mín. Frá Rúnari Má jafnaði Einheiji — Jónatanssyni Viðar Siguijónsson áisafirði skoraði af stuttu færi. Besta færi fyrri hálfleiksins fékk Einar Run- ólfsson, Einheija, en hann þmmaði yfír markið af markteig eftir horn. Strax eftir leikhlé skoraði Guð- mundur Jóhannsson með skalla fyrir ÍBÍ. Adam var ekki lengi i Paradís því á sömu mínútu jafnaði Guðmundur Helgason fyrir aust- fírðingana — skoraði einnig með skalla. Einheiji sótti heldur meira í síðari hálfleiknum. Hallgrímur Guð- mundsson fékk mjög gott færi við ísafjarðarmarkið, en markvörður- inn varði frá honum af stuttu færi. Tveimur mín. fyrir leikslok slapp Ólafur Petersen inn fyrir vöm Ein- heija og skoraði lagjega í mark- homið, sigurmark ÍBÍ. Maður leiksina: Stefán Tryggvason, ÍBÍ. Leifturá toppnum Selfyssingar náðu jafntefti, 1:1, gegn Leiftrl í 2. deild á Ólafs- firði t gærkvöldi. Engu að síður trónir Leiftur nú eitt á toppi 2. deildar. KS-ingar töpuðu Siglfirðingar biðu sinn fyrsta ósigur á heimavelli í 2. deild- ínni í sumar er þeir töpuðu 1:0 fyrir Þrótturum úr Reykjavík í gærkvöldi. KR-Fram fkvöld TVEIR síðustu Seikir 1. deild- er karla í knattspyrnu verða í fcvöld. Annars vegar er oim íoppbaróttuleik að ræða, en hins vegar viðureign neðstu Eiðanna og hefjast báðir feik- irnir klukkan 20. Leiftursmenn áttu að gera út um leikinn í fyrri hálfleik en mistókst að skora og var staðan 0:0 í leikhléi. Selfyssingar náðu ■■■■■■ undirtökunum í JakobÁgústs- leiknum í seinni son skrifar frá hálfleik og Gylfí Siguijónsson skor- aði mark gestanna á 65. mínútu. Leiknismenn tóku hins vegar öll völd síðasta kortérið og áttu mjög góðan kafla. Jöfnuðu þeir með fal- legu marki Helga Jóhannssonar 5 mínútum fyrir leikslok. Maður leiksins: Halldór Guð- mundsson. Leikurinn var góður og brá oft fyrir mjög hröðu og góðu spiii af hálfu beggja liða. Siglfírðingar áttu þó mun meira í leiknum og voru úrslitin mjög ósanngjöm. Mark sitt skomðu Þróttarar á 85. mínútu. Kristján Svavarsson átti gott skot að marki, knötturinn lenti í vamarmanni Sigl- firðinga, breytti um stefnu og kom Axel Gomez, markvörður KS, eng- um vömum við. Maður leiksins: Baldur Benónýsson KS. Frá Rögnvaldi Þórðarsyni á Siglufirði AKR-velli leika KR og Fram. KR er ósigrað á heimavelli í sumar, en Fram hefur aðeins tapað einum leik á útivelli á tímabilinu — fyrir Þór á Akureyrarvelli. í Garðinum leika Víðir og FH. Víðir hefur ekki unnið leik í deildinni, gert sjö jafntefli og tapað fjóram leikjum, þeim síðasta 6:0. FH sigraði ÍÁ og KR í síðustu tveimur umferðum og er komið úr neðsta sætinu. POLLAMÓTIÐ HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig LEIFTUR 11 5 1 0 12 : 2 1 1 3 4 : 6 16 : 8 20 ÍR 12 3 2 1 12 : 6 3 0 3 11 : 11 23: 17 20 PRÓTTUR 12 3 0 3 13: 12 3 1 2 11 : 9 24: 21 19 SELFOSS 12 5 0 1 13 : 6 0 4 2 10 : 15 23 21 19 VÍKINGUR 12 4 1 1 12 : 8 2 0 4 7 10 19 18 19 EINHERJI 12 5 1 0 9 : 4 0 2 4 6 14 15 18 18 ÍBV 11 3 2 0 12 : 7 1 2 3 7 12 19 19 16 UBK 12 2 1 3 8 : 9 3 0 3 6 7 14 16 16 KS 12 3 2 1 11 : 8 1 0 5 8 14 19 22 14 ÍBÍ 12 2 0 4 10: 14 0 0 6 6 14 16 28 6 Guðmundur leikur með ÍA, ekki KR Markahæstu leikmenn B-liða í úrslitakeppni pollamótsins vora Haukur Hrafnsson Stjömunni og Guðmundur Kr. Kristinsson ÍA, en ekki KR eins og stóð í blaðinu í gær. Guðmundur er beðinn vel- virðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.