Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.07.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987 GOLF / LANDSMÓTIÐ Vallarmetin slegin VALLARMETIN standa ekki lengi hér á landsmótinu á Jað- arsvelli. Inga Magnúsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar setti vallarmet í kvennaflokki þeg- ar hún lók á 79 höggum. Gunnar Sigurðsson úr Golf- klúbbi Reykjavíkur setti einnig vallarmet, lék á 70 höggum, einu höggi undir pari, en það stóð ekki lengi. lfar Jónsson, íslandsmeistar- inn úr Keili í Hafnarfirði, gerði sér lítið fyrir og lék völlinn á 69 höggum, tveimur undir pari. Úlfar kom inn stundarflórðungi á eftir Gunnari og átti Gunnar því vallarmetið um stund. Spennandi keppni framundan ALLT útlit er fyrir spennandi og skemmtilega keppni í meist- araflokki karla þá þrjá daga sem eftir eru af landsmótinu í golfi hér á Akureyri. ÆT Ulfar Jónsson kom inn í gær á besta skorinu, lék völlinn á 69 höggum sem er nýtt vallarmet. Úlfar lækkaði sig niður í plús 1 í WW^Wmm forgjöf fyrir bragðið Skúli Unnar og er það lægsta ''Sveinsson forgjöf sem íslend- skhfarfrá ingur hefur haft Lireyn Annar í röðinni í gær var Gunnar Sigurðsson úr GR en hann notaði einu höggi meira en Úlfar, og átti reyndar vallarmet- ið í um stundarfjórðung. Fjórum höggum á eftir Gunnari er Suðumesjamaðurinn Sigurður Sig- urðsson en hann lék á 74 höggum í gær. Jafnir í næstu sætum eru Magnús Birgisson úr Keili og Sig- urður Pétursson úr GR. Magnús er "*3onur Ingu Magnúsdóttur sem hef- ur forystuna í meistaraflokki Hannes Eyvindsson og Ragnar Ól- afsson, báðir úr GR, eru næstir í röðinni en þeir félagar notuðu 76 högg. Vinsæalasta talan í karlaflokki virð- ist vera 77 því níu kylfingar komu inn á 77 höggum í gær. Þetta eru þeir Amar Már Ólafsson, GK, Björgvin Þorsteinsson, GR, Einar L. Þórisson, GR, Eiríkur Guð- mundsson, GR, Guðbjöm Ólafsson, GK, Jón Karlsson, GR, Páll Ketils- son, GS, Sverrir Þorvaldsson, GA, og Tryggvi Traustason úr Keili. Trj'ggvi var talsvert óheppinn í gær. Hann hafði leikið mjög vel allan völlinn og þegar hann hafði lokið við 16. holuna var hann á pari. Sautjándu holuna lék hann á einu höggi yfír pari en síðan kom sjjrengjan. Atjándu holuna lék Tryggvi á 8 höggum en hún er stutt par þrír hola. Þrátt fyrir þessa útreið lék hann völlinn samtals á 77 höggum. Þetta sýnir best að golfleik er aldr- ei lokið fyrr en kúlan dettur niður í síðustu holuna. Ef, en það getur stundum verið nokkuð stórt EF, Tryggvi hefði leikið síðustu holuna á pari, eins og algengt er, hefði hann verið á 72 höggum og í þriðja sæti. Þess í stað er hann nú í 16. sæti þannig að það er stutt á milli efstu manna. Úlfar Jónsson: Ekki hægt að leika undir 70 við svona .* góðar aðstæður „ÞAÐ ER alveg vfst að ef það verður svona veður set ég ann- að met á morgun. Það er ekki hœgt að leika á meira en 70 höggum þegar aðstœðurnar eru eins og í dag,“ sagði Úlfar Jónsson brosandi þegar hann kom inn í gær á nýju vallarmeti. Ulfar lék vel í gær en hann á að geta betur því í gær var hann aldrei heppinn. Hann spilaði mjög örugglega og skorið hjá hon- um var frábært en eins og hann sagði sjálfur: „Ég lék þennan hring frekar jafnt og með smá heppni hefði skorið getað orðið betra. Að- stæður geta ekki verið betri en í dag og ef veðrið helst svona gott þá bæti ég ábyggilega metið,“ sagði Ulfar brosandi og af svip hans mátti ráða að hann ætlaði að gera sitt besta til að svo mætti verða. Úlfar sagði að hann væri kominn með plús einn í forgjöf og er það lægsta forgjöf sem íslendingur hef- ur haft í golfi. Þegar hann var spurður hverja hann teldi sigur- stranglegasta sagði hann: „Ég veit það ekki en ég á frekar von á að þetta verði skemmtilegt mót. Gunn- ar Sigurðsson lék vel í dag og hann verður örugglega í baráttunni. Aðr- ir sem verða þama verða líklega Hannes Eyvindsson, Sigurður Pét- ursson og Ragnar Ólafsson. Annars er ómögulegt að segja til um það,“ sagði Úlfar hinn ánægðasti með spilamennsku sína, enda ekki nema von. m. m m m m Símamynd/Kristián G. Arngrímsson A sigurbraut! Þau eru efst í sínum flokkum. Til hægri fagnar Ámý Lilja Ámadóttir góðu pútti á níundu flötinni, en hún hefur góða forystu fyrir síðasta daginn í 1. flokki kvenna. Vinstra megin er Hjörvar Jensson, GE, i 3. flokki karla. Ekki sanngjarnt ef ég héldi forystunni - sagði Inga Magnúsdóttir úr GA eftir fyrsta dagin.n „NEI, ég átti sko ekki von á þessu, ég var reyndar að hugsa um að vera ekki með í mót- inu,“ sagði Inga Magnúsdóttir úr Golf klúbbi Akureyrar eftir að Ijóst var að hún hafði leikið Jaðarsvöliinn á 79 höggum og sett þar meö vallarmet. Inga kom flestum á óvart, og sjálfri sér hvað mest, með því að vera í fyrsta sæti eftir fyrsta keppnisdag hjá meistaraflokki kvenna. „Eg hélt ég hefði ekki út- hald til að leika í mótinu en lét til leiðast og ég get ekki sagt annað en ég sé mjög ánægð með árangur- inn fyrsta daginn. Ég á samt ekki von á því að vera áfram meðal þeirra efstu. Þetta eru allt svo ungar stelpur að þær eiga að stinga okkur gömlu af. Það væri ekki sanngjamt ef ég héldi forystunni. Þetta var bara einn af þessum heppnisdögum þar sem allt gengur upp hjá manni. Stelpumar voru líka lélegar, en það var óneitanlega mjög gaman að ná fyrsta sæti og setja vallarmet. Það verður mikil barátta um efstu sætin hér og ég á alls ekki von á að ég verði þar í flokki, þó svo ég hefði ekkert á móti því. Hver vinn- ur veit ég ekki og treysti mér ekki til að spá um það,“ sagði Inga og var rokin til að draga fyrir Sólveigu dóttur sína, sem leikur í 2. flokki kvenna. Þess má að lokum geta að Inga gerir meira en hafa forystu í meist- araflokki kvenna og draga fyrir dóttur sína. Hún aðstoðar einnig í eldhúsinu í golfskálanum og ætlaði reyndar að vinna þar en hætti við þegar hún ákvað að keppa í mótinu. Átti vallarmetið í stundarfjórðung: „Anægðui4' Eg er bara nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá mér í dag. Ég klúðraði að vísu á síðustu hol- unni en það þýðir ekkert að fást um það,“ sagði Gunnar Sigurðsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir að hann hafði leikið Jaðarsvöllinn á 70 höggum sem var vallarmet. Vallarmetið stóð að vísu ekki lengi því Úlfar Jónsson úr Keili bætti það um eitt högg stundarfjórðungi síðar eins og Gunnar spáði reyndar. „Ég á nú ekki von á a eiga þetta met lengi. Það eru það góðar að- stæður að ég býst við að það komi einhveijir inn á lægra skori,“ sagði Gunnar um leið og hann skilaði skorkortinu sínu. Foreldrarnir aðstoða krakkana ÞAÐ gerist nú sífellt algengara að ungir krakkar stundi golf. Á landsmótinu í golfi hér á Akur- eyri eru fjölmargir sem eru að taka þátt í iandsmóti i fyrsta sinn. Foreldrarnir, sem oft og tíðum hafa sjálf verið í goifi, aðstoða þá krakkana því á stórmóti sem þessu getur ver- ið gott að hafa einhvern til að halla sér að þegar illa gengur eða vandamál koma upp. Fyrsti íslandsmeistari kvenna, Guðfinna Sævarsdóttir, og Sævar Sörensson eiginmaður henn- ar eru bæði vanir kylfingar. Sævar hefur tólf í forgjöf SkúliUnnar og Guðfinna hefur Sveinsson þrívegis orðið ís- skrifarfrá landsmeistari. ureyri Hvorugt þeirra er þó meðal keppenda á þessu móti. Þau eru það sem kallað er á erlend- um tungum „caddie", en það hefur verið nefnt kylfusveinn á íslensku. í því starfi felst meðal annars að draga kerruna með golfkylfunum í, þurrka kylfur og bolta þegar þess þarf með og síðast en ekki síst ráð- færa kylfingar sig oft við kylfu- sveina sína um hvaða kylfu sé best að nota, hvemig sé best að slá og fleira sem að gagni kemur. Þess má einnig jreta að móðir Ulf- ars Jónssonar, Islandsmeistarans í karlaflokki frá því í fyrra, dregur fyrir hann. Hún heitir Ragnhildur Jónsdóttir og dró einmitt fyrir strákinn í fyrra þegar hann vann titilinn og varð yngsti íslandsmeist- ari frá upphafi. Heilu fjölskyldumar leika hér líka. Inga Magnúsdóttir, aldursforsetinn í meistaraflokki kvenna, hefur for- ystu í sínum flokki eftir fyrsta dag keppninnar. Sólveig Birgisdóttir, dóttir hennar, leikur í 2. flokki kvenna og sonur Ingu, Magnús Birgisson, leikur í meistaraflokki karla. Fjölskyldufaðirinn, Birgir Bjömsson, handknattleiksmaður og þjálfari, leikur ekki í mótinu en hann fylgist grannt með framvindu mála. Staðan 3. flokkur karla Hjörvar Jensson, GE 86 84 93 263 Ámi K. Friðriksson, GA .... 85 90 92 267 Eiríkur Haraldsson, GA .... 87 93 91 271 Guðni Þ. Magnússon, GE .. 96 85 90 271 Þórir Sigurðsson, GÍ 88 94 89 271 Pálmi Þorsteinsson, GH .... 89 93 90 272 Ómar Jóhannsson, GS 93 90 90 273 Guðni Jónsson, GA 89 97 90 276 Haraldur Júlíusson, GA .... ...89 87 : 100 276 Jón Sveinsson, GS 89 96 91 276 2. flokkurkvenna Ámý L Ámadóttir, GA .... 90 i 92 90 272 Hildur Þoreteinsd., GK .. 94 94 96 284 Sóiveig Birgisdóttir, GA „102 89 93 284 Rósa Pálsdóttir, GA .. 94 102 92 288 Kristín Eide, NK .. 97 100 100 297 Bergiind Demusdóttir, GG.. .. 93 111 96 300 Steindóra Steinsdóttir, NK . „102 99 99 300 Auður Guðjónsdóttir, GK.... .. 96 102 105 303 Aðalheiður Alfreðsd., GA ... „105 101 98 304 SigurbjörgGunnared., GS .. „102 104 99 305 Jóhanna WaagQörd, GR „112 105 113 330 Pamela Thordareon, GR „113 108 117 338 1. flokkur karia J6n Ö. Sigurðsson, GR......................75 Haraldur Ringsted, GA......................76 Halldór Birgisson, GHH.....................78 Jón Þór Rósmundsson, GR....................78 Kristján Ástráðsson, GR.................. 78 Viðar Þorsteinsson, GA.....................78 Magni Karlsson, GA.........................79 Sveinbjöm Bjömsson, GK.....................79 Ómar Kristjánsson, GR......................79 1. flokkurkvenna Björk Ingvarsdóttir, GK...........88 93 181 JónínaPálsdóttir, GR..............91 94 185 EMa Adolfsdóttir, GG..............95 96 191 AðaIheiðurJörgensen,GR...........98 96 194 Andrea Ásgrfmsdóttir, GA.........100 97 197 GuðbjörgSigurðardóttir, GK.101 98 199 Melstaraflokkur kvenna Inga Magnúsdóttir, GA......................... 79 Jóhanna Ingólfedóttir, GR.......................82 Karen Sævarsdóttir, GS_______________________ 84 Kristin Pétursdóttir, GK........................86 Sjöfh Guðjónsdóttir, GV.........................86 Þórdís Geirsdóttir, GK..........................86 Kristín Páisdóttir, GK..........................88 RagnhildurSigurðardóttir, GR....................90 Ásgerður Sverrisdóttir, GR......................91 Kristin Þorvaldsdóttir, GK......................92 Alda Sigurðardóttir, GK.........................95 Meistaraflokkur karia Úlfar Jónsson, GK...........................69 Gunnar Sigurðsson, GR.......................70 Sigurður Sigurð8son, GS....................74 Magnús Birgisson, GK........................75 Sigurður Pétureson, GR......................75 Hannes Efyvindsson, GR......................76 Ragnar Óiafeson, GR.........................76 Amar Már Ólafsson, GK.......................77 Bjöigvin Þorsteinsson, GR..................„77 Einar L Þórisson, GR........................77 Eiríkur Guðmundsson, GR.....................77 Guðbjöm Ólafeson, GK.......................77 Jón Karisson, GR............................77 Páll Ketilsson, GS..........................77 Sverrir Þorvaldsson, GA.....................77 Tryggvi Traustason, GK....................._77 Gylfi Kristinsson, GS.......................78 Kari ó. Karisson, GR........................78 Kristján Hjálmarsson, GH....................78 Peter Salmon, GR............................78 Sigurður Sigurðaraon, GR....................78 Sæmundur Pálsson, GR........................78 Geir Svansson, GR„........................ 79 Guðmundur Sveinbjömsson, GK.................79 Bjöm Axelsson, GA...........................80 Helgi A. Eiríksson, GR.....................80 Siguijón Amarason, GR.......................80 Sigurður Hafeteinsson, GR...................80 Guðmundur Arason, GR.......................81 Friðþjófúr Helgason, NK.....................82 Sigurður Albertsson, GS.....................82 ómar ö. Ragnareson, GL......................82 Bjöm Knútsson, GK...........................83 Siguijón R Gíslason, GK.....................83 Þoreteinn Geirharðsson, GS..................83 Gunnlaugur Jóhannsson, NK................. 84 Þórhallur Pálsson, GA.......................84 Axel Reynisson, GH..........................85 Jónas Kristjánsson, GR......................85 Kristján H. Gylfason, GA....................85 2. flokkur karia Jóhann P. Andersen, GG..............81 81 162 Guðmundur Siguijónsoen, GA..........82 81 163 Rúnar Gíslason, GR..................83 82 165 Tryggvi Þ. Tiyggvason, GS...........84 84 168 Sigurður Aðalsteinsson, GK..........88 81 169 Víðir Bragason, GR.................88 81 169 Jón Péturason, GG...................87 83 170 Eftir tvo keppnisdaga fá aðeins 42 efstu að halda áfram og eru því fallnir úr keppni: Bjami Andrés- son GG, Guðmundur Pinnsson GA, Jón Ólafur Jónsson GS, Halldór Sigurðsson GR, Ágúst Ingi Jónsson NK, Bergur Guðnason GR, Stefán Hali- dórsson GR, Gunnar Haraldsson NK, Guðjón H. Sigurðsson, GA, Þórir Sæmundsson GR, Bald- ur Bijánsson GK, Jón Þ. Hallgrímsson NK, Ámi Bjöm Ámason GA, Sigurður Þ. Guðmundsson NK og Þoreteinn Halldórsson GA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.