Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið: Nafnleynd umsækjenda um prestaköll fær ekki staðist DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að nafnleynd meðal umsækjenda prestakalla standist ekki lögum samkvæmt. í úrskurði dómsmálaráðuneytis- ins segir meðal annars: „Um val á sóknarpresti eru ákvæði í 1. kafla laga um veitingu prestakalla nr. 44/1987. Þar segir meðal annars í 3. gr. að kjörmannafundur sé lokað- ur, að umsagnir biskups um umsækjendur sé algjört trúnaðar- mál og að atkvæðagreiðslan sé leynileg. Ekki er að flnna í lögunum önnur ákvæði um leynd þegar val á sóknarpresti fer fram. Ofangreind ákvæði um leynd verða að teljast eðlileg til að kjör- mannafundur geti starfað í næði að vali sóknarprests en hins vegar segir það ekkert um það að leynd skuli hvfla yflr því hveijir sóttu um prestakallið eða yflr því hvemig atkvæði kjörmanna skiptust á um- sækjendur. Benda má á 4. gr. laganna þar sem segir meðal annars að kynna skuli að loknum kjörmannafundi hveijir umsækjenda um prestakall hafí hlotið flest atkvæði sé valið eigi bindandi. Þá má benda á 3. Guðmundur Páls- son, leikari, látinn GUÐMUNDUR Pálsson, leikari, varð bráðkvaddur aðfaranótt miðvikudags í Alcoy á Spáni þar sem hann var staddur í sumar- leyfi. Guðmundur var rétt tæplega sextugur að aldri. Guðmundur Pálsson fæddist í Bolungarvík hinn 22. ágúst 1927, sonur hjónanna Ingibjargar Guð- fínnsdóttur, verkakonu, og Páls Sólmundssonar, sjómanns. Guð- mundur varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á ísafírði 1944 en stundaði síðan almenn verslunarstörf í heimabæ sínum og síðar í Reykjavík. Hann stundaði nám í Leiklistarskóla Ævars Kvar- an 1950-52 og við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins þaðan sem hann útskrifaðist 1954. Að auki var hann við framhaldsnám í Vínarborg 1955-56. Hann lék nokkur hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu að námi loknu en réðst síðan til Leikfélags Reykjavíkur þar sem hann lék sam- fellt í hátt á fjórða áratug. Guðmundur varð gjaldkeri í stjóm Leikfélags Reykjavíkur 1957 og sfðan framkvæmdastjóri félags- ins frá 1963-75 samtímis því að leika með félaginu. Guðmundur var í stjóm Leikfélagsins og leikhúsráði er hann féll frá. Þá var hann full- málsgrein 8. gr. laganna þar sem verið er að fjalla um almennar prestkosningar. Þar kemur meðal annars fram að prófastur skuli aug- lýsa hveijir séu í kjöri, það er hveijir sóttu um prestakallið. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið telur að nafnleynd umsækjenda um prestakall hvort heldur er fyrir eða eftir val kjörmannafundar fái ekki samrýmst lögum um veitingu prestakalla nr. 44/1987. Álit sitt byggir ráðuneytið á texta laganna og því sjónarmiði að sóknarböm í prestakalli skuli vera í sömu að- stöðu og kjömefnd til að meta umsækjendur um prestakall að öllu leyti öðru en því er varðar umsagn- ir biskups um umsækjendur. Ef sóknarböm í prestakalli hefðu ekki þennan möguleika verður að telja rétt þeirra til að óska eftir almenn- um prestkosningum skertan. Um það atriði með hvaða hætti skuli kynna sóknarbömum presta- kalls niðurstöður kjörmannafundar er vísað til 4. gr. laga um veitingu prestakalla nr. 44/1987.“ Morgunblaðið/KGA Jón Sigurðsson formaður sókn- amefndar Hólaprestakalls við kirkju Fella- og Hólasóknar en nöfn þeirra sem sóttu um Hóla- prestakalli voru kynnt söfnuðin- um með auglýsingu á hurð kirkjunnar. Nöfnum umsækjenda ekkí haldið leyndum fyrir sóknarbörnum - segir sr. Ólafur Skúlason dómprófastur Guðmundur Pálsson trúi Leikfélagsins í byggingamefnd Borgarleikhússins frá upphafl. Einnig gegndi hann trúnaðarstörf- um fyrir Félag íslenskra leikara. Guðmundur var kvæntur Sigríði Hagalín, leikkonu, og lætur eftir sig dóttur og stjúpdóttur. „ÞAÐ hefur aldrei staðið á upp- lýsingum til sóknarbama um hverjir sóttu um prestaköllin,“ sagði sr. Ólafur Skúlason dóm- prófastur þegar úrskurður dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins um nafnleynd umsækjenda um prestaköll var borinn undir hann. Sr. Ólafur sagði að á kirkjudyrum Fella- og Hólakirkju hefðu nöfn umsækjenda verið auglýst að göml- um sið. „Það er því alger fjarstæða að við höfum verið að halda nöfnum umsækjenda leyndum fyrir sóknar- bömum. Við vomm einungis að biðja íjölmiðla um aðstoð við að komast hjá þeim hamagangi sem alltaf hefur einkennt prestskosning- ar. Bæði til að hlífa sóknarbömum við hatrömmum deilum og svo er ekki gaman fyrir prest að hverfa heim aftur eftir að honum hefur verið hafnað," sagði sr. Ólafur. í samráði við sóknamefndimar var því þessi háttur hafður á við kjör prestanna að þessu sinni enda gera lögin ráð fyrir því að aðalregl- an verði sú að sóknamefnd velji presta. Sr. Ólafur sagði að ef íjórð- ungur atkvæðisbærra sóknarbama sætti sig ekki við úrskurð sóknar- nefnda gætu þau óskað eftir almennri kosningu. Slík ósk verður að berast innan viku eftir að sóknar- nefnd hefur kosið prest. Frestur til að bera fram mótmæli rann út í Hjallaprestakalli í gærkvöldi og rennur út í Hólabrekkusókn í kvöld. „Það hefur ekkert óánægt sókn- Icescot/ísskott Töpum stórfé á þess- um físksöluviðskiptum arbam snúið sér til mín. Þegar þessir söfnuðir vom stofnaðir í vor vom þeir kynntir, hvar þeir væm og hvaða verkefni lægju fyrir stofn- fundi en það var meðal annars að kjósa sóknamefnd og að fyrsta verkefni hennar væri að kjósa prest," sagði sr. Ólafur. „Þegar síðan er verið að tala um að ákveðna fulltrúa vanti í sóknamefnd þá er það vegna þess að viðkomandi aðil- ar kærðu sig ekki um að koma á stofnfundinn og ráða þar hveijir yrðu til að velja prestinn. Ég get því ekki séð að úrskurðurinn breyti neinu.varðandi kjör prestanna. Lög- in em hinsvegar meingölluð eins og þau em nú og þau þarf að endur- skoða hið fyrsta." Um Hjallaprestakall í Kópavogi sóttu auk sr. Kristjáns Einars Þor- varðarson, sem sóknamefndin kaus, sr. Guðmundur Öm Ragnars- son, sr. Torfí Hjaltalín Stefánsson og Kristján Bjömsson guðfræði- kandidat. Um Hólabrekkusókn sóttu sr. Guðmundur Karl Ágústs- son sem sóknamefndin kaus, sr. Gylfi Jónsson og sr. Ólafur Jó- hannsson. - segir Alan McColl einn af skosku eigendunum Glasgow Skotlandi. Frá Kristni Benediktssyni fréttaritara Morgunbladsms „EFTIR AÐ ísafold hafði komið með sex ferðir af fiski til Malla- ig síðastliðinn vetur varð mér ljóst að hlutirnir höfðu farið gjörsamlega úr böndunum," sagði Alan McColl, einn af skosku eigendum Icescot og talsmaður þeirra er fréttaritari Morgun- blaðsins hitti hann að máli í Fort William í Norður-Skotlandi gær. ist að þetta fjármagn, sem komið er frá okkur hér í Skotlandi, sé tapað að mestu. Við höfum hins- vegar sent málið til lögfræðinga á íslandi og í framhaldi af því óskað eftir rannsókn hjá rannsóknarlög- reglunni á íslandi á fjárreiðum framkvæmdastjóra Icescot, en hann ber ábyrgð á fjármálastjóm fyritækisins á Islandi," sagði Alan. Kr.Ben. „Tonnatalan sem okkur hafði verið gefín upp yfír keyptan físk frá íslandi og sú tonnatala sem kom frá skipinu og vigtaðist úr því á mörkuðum í Hull og Grimsby stönguðust svo gjörsamlega á að við sáum að eitthvað róttækt yrði að gera. í framhaldi af því létum við stöðva ísafold í Goole enda hlóðust upp skuldir vegna skips- ins,“ hélt Álan áfram. „Við höfðum sent fjögur hundr- uð þúsund pund, eða sem samsvar- ar tuttugu og fjórum milljónum króna, til íslands vegna viðskipta fyrirtækisins þar og átti þessi upp- hæð að greiða físk og kostnað vegna skipsins auk annarra við- skipta. í okkar huga átti þessi upphæð að greiða þessi viðskipti að fullu, en eftir að hafa farið ofan í saumana á hlutunum skilst mér að skuldimar séu um tvö hundruð þúsund pund til viðbótar, eða um tólf milljónir króna. Rekst- ur fyrirtækisins hefur verið stöðvaður í bili svo hægt sé að átta sig á skuldur.um og fínna leið til að greiða þær svo enginn skuldunautanna skaðist. Mér sýn- Jóhann enn efstur JÓHANN Hjartarson gerði jafn- tefli við Benjamin frá Banda- ríkjunum í fjórtándu umferð millisvæðamótsins f Szirak í gær. Jóhann hefur þar með hlotið IOV2 vinning og er enn í efsta sæti á mótinu, því skák hættuleg- asta keppinautar hans, Nunn, fór í bið. Önnur úrslit í toppbaráttunni urðu þau að Sovétmaðurinn Salov vann Velimirovic, Júgóslavíu, og Ungveijinn Portisch vann Sovét- meistarann Beljavsky. Salov er nú annar með 10 v., Nunn hefur 9Vz v. og biðskák, Portisch hefur 9V2 v. og Beljavsky er fímmti með 9 v., en hann leiddi mótið lengi fram- an af. Þeir Jóhann og Salov, sem bezt standa að vígi á mótinu, tefla innbyrðis í fimmtándu umferðinni í dag og hefur Jóhann hvítt. Þijár umferðir eru eftir á mótinu, en því lýkur á mánudag. Sjá á bls. 35 grein um milli- svæðamótið. Lánsfé hús- næðismála- stofnun- ar uppurið í FRÉTT frá félagsmálaráðu- neytinu um stöðu húsnæðislána- kerfisins segir að búið hafi verið að ráðstafa öllu lánsfé stofnunar- innar 12. mars síðastliðinn en þá var hætt að gefa út frekari láns- loforð. Þar kemur og fram að af 6000 umsóknum séu ekki færri en 15% umsækjenda eigendur að skuld- lausri eign að verðmæti meira en 3 milljónir króna. Af þeim hugðust einungis 2% minnka við sig hús- næði. Þá eru þess dæmi að umsækjandi sem átti fyrir fimm íbúðir hafi sótt um lán til kaupa á þeirri sjöttu - og fengið lánsloforð. Sjá frétt á bls. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.