Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 23 Skyndibitastaðir St. Davids Hall í Cardiff. fognuðu áhorfendur ákaft og hljóm- sveitin stappaði í gólfíð. Að síðustu risu áhorfendur úr sætum og sungu þjóðsöng Wales og var það áhrifamikil stund. Viðburðaríkri viku var lokið, sex glæsilegir tónleikar og eftirminni- legar móttökur sjónvarpsins í Wales. Þátttakendur bjuggu á nýju og glæsilegu Holiday Inn hóteli og var allt gert til að þátttakendum liði sem best. Flest kvöld voru boð eftir tónleikana, borgarstjórinn í Cardiff hafði móttöku og flesta daga voru á boðstólum skoðunar- ferðir um landið. Yfirmaður sjónvarpsins í Wales, Garreth Price og hugmyndasmiður keppninnar, Mervyn Williams, ásamt starfsfólki keppninnar gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að dvölin yrði sem þægilegust. Dómnefndin í dómnefnd voru Sir Geraint Evans, Helen Watts og Brian McMaster frá Wales, finnski bassa- söngvarinn Kim Borg, ungverska söngkonan Judit Sandor og kínverski prófessorinn Shen Xiang. Þess má geta að tveir keppend- anna eru ekki með öllu ókunnir dómnefndarmönnum; Fan Jingma var nemandi kínverska prófessors- ins og Ibolya Verebics er góð vinkona og nemandi Judit Sandor, en þær sáust ævinlega í sömu andránni keppnisdagana. Þetta set- ur óneitanlega blett á heiður dómnefndarinnar og á í raun aldrei að setja dómnefnd í þann vanda að dæma sína eigin sköpun. Þó ekki sé haldið fram að þessir tilteknu dómnefndarmenn hafi greitt nem- endum sínum atkvæði, þá er ekki ólíklegt að þessi greinilegu tengsl hafi áhrif á aðra dómnefndarmenn, en gott samband myndast gjaman milli nefndarmanna í slíkri keppni. Dómnefndin er einnig sett í þá aðstöðu að þurfa að velja sigurveg- ara á hverju kvöldi, sem í raun er fráleitt, því það gefiir auga leið að ekki er hægt að velja bestu söngvar- ana fyrr en allir hafa sungjð. Ég ræddi þessi mál við þá Garr- eth Price og Mervyn Williams og þeir voru sammála mér um að eitt- hvað þyrfti að gera fyrir keppnina 1989. Eignm við að taka þátt í keppninni 1989? Ég held að þessi keppni sé ómet- anlegt tækifæri fyrir unga söngvara að kynnast starfsbræðrum sínum í öðrum löndum, auk þess sem sjón- varpsupptakan af hveijum tónleik- um er sýnd á besta útsendingartíma í BBC 2 og víðar um lönd. Kristni Sigmundssyni hafa t.d. borist 4 tilboð, sem eingöngu má þakka þátttöku hans í keppninni, sem kemur engum á óvart eftir glæsilega frammistöðu hans. Ég hef haft þá ánægju að fylgja þremur söngvurum í þessa keppni í Cardiff, þeir hafa allir verið landi sínu til sóma og því veit ég að „Croesco" (verið velkomin) mun hljóma þegar við mætum til leiks að nýju árið 1990. Ég hef þá trú að reglum verði breytt á þann veg að allir geti vel við unað. Samvinna sjón- varpsstöðva Sjónvarpinu berast mörg tilboð um samvinnu við gerð sjónvarps- þátta. Við höfum nú þegar haft samvinnu við 15 lönd um gerð jóla- þáttar og vonandi verður þeirri samvinnu haldið áfram. Walesbúar bjóða til samvinnu við gerð 6 kór- þátta og verði þeir teknir upp 1988, belgiska sjónvarpið heldur upp á keppni í óperusöng og býður okkur að senda tvo söngvara til keppni á næsta ári. Hollendingar bjoða til keppni fyrir hljóðfæraleikara, 18 ára og yngri. Þetta eru tilboð sem ætti að at- huga vel. Eg ætla að enda þessa grein á að skjóta hugmynd að háttvirtum menntamálaráðherra, Birgi ísleifi Gunnarssyni. Væri ekki ráð að senda hóp íslenskra listamanna út í heim til að kynna land og þjóð. Þetta yrði frábær landkynning því við eigum mikið af ungu og glæsi- legu listafólki, sem fengi þama kynningu og reynslu. íslensku sendiráðin og ræðismennimir yrðu virkjaðir í þágu þessa verkefnis, sem væri besta og ódýrasta land- kynning sem hægt væri að fá. Höfundur starfar lyá sjón varpinu. Oregon pine útihandzid <i\*' fráÁrfeKli - Fyrír tröppurnar, veröndina og svalirnar. * ' Möguleiki er á að koma fyrir fallegum blómakössum og innbyggðum raflögnum i handriðin. - * « t \ * Þú velur lit og lögun. Við komum, mælum og gerum verðtilboð, sé þess óskað. Höfum einnig skemmtilega innistiga og handrið. Sumarbúðir starf- ræktar án leyfa ÞAÐ hefur ekki verið gripið til þess að loka stöðum sem ekki hafa leyfi. Þetta er nokkuð erfitt viðureignar vegna þess hve seint kom i ljós að öryggis- atriðum væri ábótavant," sagði Guðjón Bjarnason fram- kvæmdastjóri Bamaveradar- ráðs, en nýlega var farið á vegum ráðsins í skoðunarferð um landið. Þá var meðal annars kannað hvort sumarbúðastarf- semi væri á þeim stöðum sem synjað var um leyfi í sumar. Tólf af tuttugu og þremur umsækjendum fengu ekki leyfi og mun þorri þeirra engu að síður hafa starfað í sumar. Bamaveradarráð er nú í sum- arfríi og kemur næst saman 13. ágúst. Það hefur ekki farið fram á lokanir á neinum stöð- um. Þá era starfandi tólf heimili sem í fyrra fengu leyfi til tveggja ára. Guðjón sagði þá staði sem rekn- ir eru án leyfa vera mjög misjafna hvað húsnæði og öryggisútbúnað varðar. Á meðan ekkert væri hægt út á suma að setja væru aðrir staðir sem krefðust mikilla brejrtinga eða væru jafnvel óhæfir fyrir starfsemi af þessu tagi. Mætti nefna timburhúsnæði þar sem útgönguleiðir væhi ófiill- nægjandi. „Menn hafa tekið ábendingum og athugasemdum mjög misjafn- lega. Sumir bregðast skjótt við og en aðrir hirða ekkert um lag- færingar og úrbætur. Það hefur borið á því að þeir sem reka heim- ilin séu afskaplega argir út í okkur og finnist illa vegið að sumarbúða- starfsemi. Ég get alveg fallist á að reglumar séu strangar, en hvort of miklar kröfur eru gerðar er umdeilanlegt. Það hefur mikið starf verið unnið í sumar við að athuga hvemig eldvömum sé háttað og það var vissulega tíma- bært. í framtíðinni verður grannt fylgst með að þær breytingar verði gerðar sem Bmnamála- stofnun telur nauðsynlegar." ORKIN/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.