Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Skólasiónvarp Or framvinda í vísindum og tækni hefur gjörbreytt veröldinni og samfélaginu, sem við lifum í, á fáum áratugum. Hvert ár, sem líður, er eins og hraðfleyg stund en skilar mannkyni engu að síður dijúg- um áleiðis á þessum vettvangi. Mikilvægt er að fræðslukerfíð haldi í við tæknina og miðli þekkingu, gamalli og nýrri, til fjöldans eftir skilvirkustu leið- um hvers tíma. Ekkert er mikilvægara, hvorki einstakl- ingi né þjóð, en víðfeðm alhliða menntun, sem stendur traust- um fótum í samansafnaðri rejmslu kynslóðanna, en gjör- nýtir engu að síður til góðs nýjustu gjafír tækni og vísinda. Rétturinn til náms og þekk- ingar er mikilvægt undirstöðu- atriði almennra mannréttinda, eins og þau eru skilgreind nú til dags. Almenn og fagleg menntun og þekking eru og beztu fáanleg vopn í lífsbaráttu þjóðar, sem búa vill að velmeg- un og varðveita menningarlegt, efnahagslegt og stjómarfars- legt fullveldi sitt til framtíðar. Hvert sem litið er í veröldinni blasir við sá veruleiki að vel- megun og farsæld þjóða helzt í hendur við almenna og fag- lega menntun og þekkingu. Á síðasta þingi kom fram tillaga til þingsályktunar, þess- eftiis, að fela Háskóla íslands „að stofna og starffækja fjar- kennsludeild, opinn háskóla", sem gerði hinum almenna borg- ara kleift að stunda háskóla- nám í heimahúsum með aðstoð útvarps og sjónvarps, mynd- banda og tölvutækni. Tilgang- urinn er margþættur, en ekki sízt sá að veita áhugasömu fólki, fjarri menntastöðvum, aukin tækifæri til æðri mennt- unar, og byggja upp áfanga- kerfí fyrir nemendur sem ekki uppfylla formleg menntunar- skilyrði háskóla. Nýting útvarps og sjónvarps, myndbanda og tölvutækni, get- ur komið að gagni við alla miðlun fróðleiks og þekkingar, ekkert síður til hinna yngri en eldri. Þessvegna ber að fagna könnun á sjónvarpsefni fyrir böm og unglinga, sem fyrir- tækið Skáís, Skoðanakannanir á íslandi, vann í umboði Ríkisútvarpsins. Könnunin leiddi í ljós verulegan áhuga yngri áhorfenda á skólasjón- varpi, ekki sízt í tengslum við heimanám. 80% bama, yngri en sjö ára, létu í ljós áhuga á kennslusjónvarpi. Sama máli gegndi um 70% sjö til níu ára bama og 50-60% í aldurs- hópum að sextán ára aldri. Rúmlega 60% þeirra, sem áhuga hafa á skólasjónvarpi, vilja að kennsla fari fram frá þijú miðdegis til sjö síðdegis. Tæplega 20% óska eftir kvöld- kennslu en innan við 10% morgunkennslu. Fram kemur augljós fylgni milli þess tíma, sem böm og unglingar lesa heima, og þess tíma er þeir telja æskilegastan fyrir skóla- sjónvarp. Mestur var áhugi á kennslu í tungumálum, íslenzku, ensku og dönsku, landafræði, stærð- fræði, bókmenntum, íslands- sögu og sögu almennt. En það vakti ekki síður athygli að milli 60-70% bama og unglinga telja æskilegt að taka upp kynningu á starfsgreinum. Þennan áhuga á tvímælalaust að nýta, m.a. til að koma á framfæri fræðslu um helztu starfsþætti þjóðar- búsins. Ef efnt verður til skólasjón- varps fyrir böm og unglinga, sem áhugi þeirra stendur til, þarf sjónvarpsskólinn að hafa sjálfstæði innan Ríkisútvarps- ins og lúta faglegri stjóm, þ.e. óháðri stjóm stofnunarinnar um fagleg efni. Ekki væri óeðli- legt að menntamálaráðherra skipaði sérstaka skólastjóm sjónvarpsskólans. Það er vissu- lega verðugt verkefni nýs menntamálaráðherra að leiða hugmyndina um sérstakan sjónvarpsskóla frá umfjöllun til veruleika. Útvarp, sjónvarp, myndbönd og tölvutækni hafa opnað nýja möguleika í miðlun fróðleiks og þekkingar. Framsæknar þjóðir keppast við að nýta þessa möguleika til að búa þegna sína sem bezt undir framsókn til betri tíðar: menningarlega, efnahagslega og stjómarfars- lega. Tæknin hefur opnað nýjar kennsluleiðir til allra aldurs- hópa þjóðarinnar. En þær á ekki sízt að nýta í miðlun fróð- leiks og þekkingar til yngstu borgaranna. Niðurstöður í um- ræddri könnun á sjónvarpsefni fyrir böm og unglinga standa til þess að skólasjónvarp sé ekki Qarlægur möguleiki í íslenzka fræðslukerfínu. Hér er hópurinn að búast til brottferðar, eftir næturgistingu á Skálafellsjökli. Hjá mörgum var sú jökul dvöl hápunktur ferðarinnar og aðaltilgangur ferðalagsins í heild. Safari-ferð ítalanna um ísland: Gisting á Skála- fellsjökli hápunkt- ur ferðarinnar FERÐ ítalanna 170 um ísland lauk á þriðjudagskvöldi, er þeir komu til Reykjavíkur. í aðalatriðum gekk ferð þeirra vel, ef frá er talið leiðinda veður siðari hluta ferðarinnar. Sl. fimmtudag fóru þeir lengsta áfangann, frá ísafirði til Akureyrar og þaðan um Mývatns- sveit til Öskju á föstudag. Síðan hélt hópurinn austur um Hérað og á laugardag fór allur hópurinn upp á jökul við Smyrlabjargaárvirkj- un og gisti þar uppi um nóttina. Ekki gekk þó ferðin algerlega áfgallalaust, tveir bilanna lentu í óhöppum og má þar kenna um ókunnugleika á islensku vegunum. Sléttur og rennilegur vegur, varla heppnast. lausamöl dreifð yfír hann allan, beygja og brú. Þessa lýsingu þekkja flestir íslendingar og geta því var- ast hættuna, sem fylgir of hröðum akstri á slíkum vegi. Því miður varð eldri hjónum í hópnum það á, að reikna ekki með lausamölinni og misstu þau stjórn á bílnum í beygju að brúnni yfír Botnsá í Mjóa- fírði við Djúp. Billinn lenti á brúarstólpa og skemmdist það mik- ið, að hann var óökufær eftir, en fólkið sakaði ekki, enda í bflbeltum. Varahlutir voru í þjónustubflum, sem voru einhvers staðar á undan. Með góðri aðstoð lögreglunnar á Hólmavík tókst að stoppa þá og nálgast varahlutina. Gert var við bflinn og nutu ítalimir þar aðstoðar Einars Ingólfssonar, bónda í Botni, en hann lánaði þeim tæki og að- stöðu. Vilja þeir koma á framfæri þakklæti til Einars fyrir hjálpina, án hans aðstoðar hefði viðgerðin Efst í Jökuldal varð annað óhapp, ökumaðurt missti þar stjóm á bflnum, með þeim afleiðingum, að hann fór út af veginum og valt nið- ur u.þ.b. 15 metra háan kant. Ökumaðurinn meiddist illa á fæti, en farþegi, sem var dóttir hans, um tvítugt, slapp án meiðsla. Bfllinn er talinn ónýtur. Fólkið var flutt á sjúkrahús í reykjavík, með flugvél frá Egilsstöðum. Þess má geta, að nokkrir bifvélavirkjar fylgja hópnum og einnig læknir. Mikil ánægja ríkti í hópnum með ferðina, einkum leiðina upp að Öskju og dvölina á jöklinum. Tveir aðrir hópar eiga eftir að fara um landið á sama hátt. Sá fyrri fer sömu leið og þessi fyrsti, en þriðji hópurinn fer styttri hring og ekur síðan um borð í feijuna Norrænu og heldur ferð sinni áfram á bflun- um alla leið til ítaliu. Síðasti áningarstaðurinn, Skaftafel matargerðin er komin á skrið. Þeir og elduðu stórkostlegan mat, ekki i Margur er knár, þótt hann sé smár. Litlu Pöndukrilin skondruðu yfir allar torfærumar í ferðinni og í vatninu stóðu þær sig vel, nokkrar stoppuðu þó vegna ónógrar vatnsvarnar, en þessi lét ágjöfina ekkert á sig fá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.