Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 31 i Um það bil helmingur hópsins fór niður að Ingólfshöfða, þegar komið var niður af jöklinum. Álamir, sem ekið er yfir á leiðinni, reyndust erfiðir yfirferðar, þeim sem ekki héldu sig á réttri slóð. Hér hefur einn farið út af sporinu og verið er að undirbúa að draga hann upp. Eftir nokkrar tilraunir til að draga bílinn upp varð þrautalendingin sú, að taka á honum stóra sínum, „una, duo, —“ og þannig hafðist það. 1. Hetjur ferðarinnar, kokkamir, era ekki fyrr komnir á staðinn, en gengu síðastir til náða og voru fyrstir upp á morgnana, kvörtuðu aldrei síst úr íslenska lambakjötinu. Hér voru vaskir vikingasynir illa fjarri, annars hefði þessi italska blóma- rós ekki þurft að dúsa þarna úti i vatninu! Evrópumótið í brids: Islenska karlalands- liðið komið í 11. sæti Kvennaliðið vann fyrsta leikinn stórt Frá Guðmundi Hermannssyni blaðamanni Morgunblaðsins í Brighton, Engiandi. ÍSLENSKA karlaliðið lagaði stöðu sína á Evrópumótinu í brids með því að vinna Búlgari og gera jafntefli við Spánveija í 6. og 7. um- ferð mótsins og voru eftir það í 11.-12. sæti með 111 stig. Islenska kvennaliðið vann það finnska 24-6 í sínum fyrsta leik. Bæði liðin fengu 18 stig fyrir yfirsetu í 8. umferð sem spiluð var í gærkvöldi en fyrir þá umferð voru Pólveijar efstir á mótinu. Karlaliðið vann það búlgarska 21-9 í 6. umferð eftir að hafa verið 15 impum yfír í hálfleik. Lokatöl- umar voru 78-41. Guðlaugur, Öm, Aðalsteinn og Ásgeir spiluðu fyrri hálfleikinn en Jón og Sigurður komu í þann seinni fyrir Ásgeir og Aðalstein. Sömu pör hófu leikinn geng Spánveijum í 7. umferð og spiluðu vel, sérstaklega Guðlaugur og Öm. ísland var yfir 45-20 í hálfleik og Hjalti Elíasson fyrirliði hélt því óbreyttu liði. Spánveijamir stilltu þá upp Joel Tarlo sem er 83 ára og sennilega elsti spilari sem hefur tekið þátt í Evrópumóti í brids. Tarlo er Breti sem spilaði fyrir England á ámm áður og vann með- al annars Evrópumót árið 1963. Spánveijamir vom heppnir í seinni hálfleiknum, fengu m.a. stóra sveiflu þegar þeir komu slemmu í rétta hendi. Þeim tókst að vinna upp muninn frá fyrri hálfleik og lokatölumar vom 68-68 eða 15-15 í vinningstigum. Kvennaliðið hóf sitt mót í gær geng Finnum. Dröfn Guðmunds- dóttir og Erla Siguijónsdóttir sem nú spila á sínu fyrsta aiþjóðamóti hófu leikinn ásamt Kristjönu Steingrímsdóttur og Höllu Berg- þórsdóttur og áttu ágætis leik. Staðan í hálfleik var 25-17 fyrir ísland. Esther Jakobsdóttir og Val- gerður Kristjónsdóttir komu í seinni hálfleik fyrir Erlu og Dröfti og eft- ir þéttan leik beggja - paranna, sérstaklega Höllu og Kristjönu, endaðj leikurinn 80-27 eða 24-6 fyrir ísland. Það bar helst til tfðinda í þessari umferð að fínnar, sem fram að þessu höfðu fengið heldur rýra upp- skera, tóku ítali í karphúsið á sýningartöflu. ítölunum gekk illa að eiga við passkerfíð sem eitt fínnska parið notar og það var oft lítil reisn yfír lokasamningum ítal- anna. Þá fékk einn spilari Luxem- borgar botnlangakast í miðjum leik gegn Svíum og var fluttur á spítala. Pólveijar virðast ætla að verða erf- iðir andstæðingar hér á Evrópumót- inu og eftir 7 umferðir vom þeir komnir með 138 stig. Svíar vom í 2. sæti með 127,5 stig og Frakkar vom komnir í 3. sæti eftir rólega byijun með 124 stig. ísland var í 11.-12 sæti ásamt Portúgal með 111 stig. Grasvöxtur lélegur um Strandasýslu Morgunblaðið/Siguröur H. Þorsteinsson Það er oft þröngt í heita pottinum við Gvendarlaug, en hann er gerður af náttúrunnar hendi, sem hefir holað sandstein. Uppstreymi heita vatnsins er notalegt vöðvanudd. miðbik Laugarhóli, Bjarnarfirði. EFTIR að sláttur hófst hér hef- ir tíð verið heldur rysjótt, en þó alltaf sólardagar inn á milli. Mikið hefir verið að gera á hót- elinu og meðal gesta hafa verið starfsmenn Orkustofnunar, sem unnið hafa að viðnámsmæling- um og tekið sýni úr vatnsbólum. Þá var fjölmennt ættarmót um verslunarmannahelgina. Sláttur hér í Bjamarfirði hófst seint og er raunar ekki farið að slá á öllum bæjum enn. Sláttur er hins vegar hafínn á báðum Kaldrananesbæjunum og á Svans- hóli. Grasvöxtur er lélegur um nær allt miðbik Strandasýslu og er gras víða bmnnið af þurrkum og hitum, svo að ekki mun vaxa á þessu sumri. Þó hefur verið nokk- ur vætutíð að undanfömu og oft sólarlitir dagar. Samt hafa komið dagar með glampandi sól og þeir gestir sem verið hafa á sumar- hótelinu hér þá hrósað happi og hraðað sér norður á Strandir í náttúrafegurð og góða fjallasýn. Sumarhótelið á Laugarhóli hefír aldrei verið betur sótt en í sumar og em nokkrar pantanir út ágúst- mánuð. Meðal gesta sem dvalist hafa á hótelinu em starfsmenn Orku- stofnunar, sem hér hafa unnið að viðnámsmæiingum í jörðu, sem gefa hugmyndir um jarðlög og staði til borunar eftir heitu vatni. Þá vom hér einnig tekin sýni af neysluvatni og einnig víðar á Vest- flörðum. Aðalvandinn við neyslu- vatn hér er mikill jarðleir og svo að erfítt er að ná köldu vatni. Blandast allt vatn meira og minna með heitu vatni er hér kemur svo víða upp. Um verslunarmannahelgina var hér mikill fólksfjöldi á ættarmóti. Um 150 manns gistu hér í öllum herbergjum og í sal og kennslu- stofum en einnig í tjöldum á svæðinu. Segja má að nú bregði mönnum nokkuð við eftir allan hitann og sólskinið sem hér var fyrri hluta sumars. Þó hjálpar mikið að hér heyja menn mikið til á votheyshlöður, svo rekja veldur ekki ýkja mikilli röskun á slætti. - SHÞ Heimsmeistaramót unglinga: Anand frá Indlandi sigurvegari Heimsmeistaramóti unglinga í skák sem fram fór í Baguio-city á Filippseyjum er nú lokið með sigri Anand frá Indlandi. Mótið var einungis ætlað unglingum yngri en 20 ára og fyrir hönd Islands kepptu Þröstur Þórhalls- son og Hannes Hlífar Stefánsson. Lokastaða mótsins er sú að Ind- veijinn Anand stendur uppi sem sigurvegari með 10 vinninga. í öðm sæti varð Ivan Chuk Sovétríkjunum með 9 V* vinning, í þriðja sæti Ser- per frá Sovétríkjunum og fjórða Wolff frá Bandaríkjunum báðir með 9 vinninga. í 6. til 11. sæti var ásamt öðmm Norðmaðurinn Agde- stein með 8 vinninga. Þröstur Þórhallsson hafnaði í 18. sæti með 7 vinninga en Hannes Hlífar Stefánsson i því 45. með 5 vinninga. Að sögn Guðmundar Sig- uijónssonar stórmeistara og farar- stjóra íslensku piltanna stóð Þröstur sig nokkuð vel en Hannes átti við oijarla að etja þar sem hann var einn af yngstu keppendum mótsins aðeins 15 ára gamall. Guðmundur sagði það frekar óvenjulegt en skemmtilegt að Ind- veiji skyldi vinna þetta heimsmeist- aramót og skjóta þannig öllum sterku Sovétmönnunum ref fyrir rass.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.