Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 35 Jóhannes F. Jóns- son - Kveðjuorð Fæddur 26. febrúar 1926 Dáinn 15. júlí 1987 Ég mun alltaf hugsa til Jóhannes- ar F. Jónssonar, tengdaföður míns, með mikilli virðingu og þakklæti. Hann var gefandi persóna og góður drengur. Ég man aldrei eftir að hafa hitt hann illan eða í leiðu skapi. Það er mikils virði að fá þá góðu lund og hlýlega framkomu sem hann fékk í vöggugjöf. Það er sjaldgæft að hitta menn eins og hann, sem bar svo mikið til- lit og virðingu til annarra. Sérstaklega er mér ofarlega í huga hversu bamgóður hann var. Eftir að hafa sjálfur eignast og alið upp sjö böm ásamt konu sinni, Guðrúnu Þórhallsdóttur, átti hann alltaf næga ástuð handa bamabömunum og okk- ur hinum. Hann var einlægur og stoltur af öllu sínu fólki og var fyrstur manna til að taka málstað annarra ef í harð- bakka sló. Þannig menn þykir mér vænt um. Það var aldrei erfitt að umgang- ast Jóhannes. Hann tók menn eins og þeir komu fyrir og hlaut þannig viðurkenningu og ástúð þeirra. Ég syrgi hann innilega og ég vona að mér veitist gáfur og þroski til þess að nýta mér allt það góða sem hann miðlaði mér. Einnig vona ég að allir góðir vættir megi styðja og styrkja hans nánustu í þeirra sorg. Kaupmannahöfn í júlí. Rut Indriðadóttir Minning: Sverrir Arason Fæddur 13. febrúar 1946 Dáinn 20. júlí 1987 Miðvikudaginn 27. júlí var vinur minn og æskufélagi, Sverrir Arason, til moldar borinn, aðeins 41 árs. Það er mikið sárt að sjá vin sinn á besta aldri skilja við lífið. Það var svo mik- ið ógert. En vegir Guðs eru okkar og enginn veit sína ævidaga. Það er svo stutt, en fyrir 30 ámm stigum við okkar fyrstu æskuspor saman. Æskan, sem er okkur ölium svo kær, var minnisvarði vinar míns, allt til dauðadags. Hreinskilinn, jákvæð- ur, trúr og sannur. Uppsprettan er það sem við sáum og þar geymdi Sverrir sína gimsteina. Veikindin, sem hann barðist við í nær 2 ár, talaði hann aldrei um, en héit sínu striki ótrauður eins og alltaf, sann- færður um lífsins tilgang. Minningin um þennan góða dreng mun hjálpa mér um ókomin ár, að sætta mig við hið óhjákvæmilega. Guði þakka ég fyrir að hafa gefið mér þó alltof stutta samveru við vini mínum. Sorg- in er þungbær, en viðhorf Sverris til lífs og dauða gefa okkur, sem þekkt- um Sverri, styrk til að horfast í augu við staðreyndir lífsins. Ingrid og svo sonum Sverris, Lasse og Robert, votta ég mína dýpstu samúð. Ég bið Guð að blessa Ara Agnarsson, Rúnar og Benna og hans fjölskyldu, sem reyndust Sverri ómetanleg, á þessum erfíðu tímum. Ei spyr ég neins, hver urðu ykkar kynni er önd hans, Dauði, viðjar sinar braut, og þú veizt einn hve sál hans hinzta sinni þann sigur dýru verði gjalda hlaut En bregztu þá ei þeim, er göngumóður og þjáðri sál til fúndar við þig býst 0, Dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þér lízt (Tómas Guðmundsson) Össi Endurprentum minningargreinar gamlar og nýjar upp úr blöðum og tímaritum við hóflegu verði. Sigurgeir Þor- grímsson, ættfræðingur, sér um upptöku greinanna og pró- farkalestur. Beiðnum (með dánardegi) er veitt móttaka í Bókavörðunni, Vatnsstíg 4, Reykjavík. Letur hf., Hamraborg 1, Kópavogi. Jóhann lét örygg- ið sitja í fyrirrúmi Skák Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson gerði i gær jafntefli við bandaríska stórmeistarann Joel Beiyamin í fjórtándu umferð millisvæða- mótsins í Szirak. Skák þeirra varð aðeins ellefu leikir. Benj- amin, sem hefur átt við mótlæti að stríða upp á síðkastið, bauð jafntefli. Jóhann er ennþá einn í efsta sæti á mótinu, því helsti keppinautur hans, Englending- urinn John Nunn, varð að sætta sig við að skák hans við neðsta mann mótsins, Allan frá Kanada, færi í bið í mjög jafn- te flislegri stöðu. Jóhann hefur nú IOV2 vinning af 14 mögulegum, en Sovétmað- urinn Salov er nú kominn í annað sætið með 10 vinninga. Nunn er í þriðja sæti með 9V2 og biðskák- ina við Allan. Ungveijinn Lajos Portisch er fjórði með 9V2 v. en Alexander Beljavsky, skákmeist- ari Sovétríkjanna er dottinn niður í fimmta sætið og hefur 9 v. Það eru nú aðeins þessir fimm skákmenn sem eiga möguleika á að hreppa eitt af efstu sætunum þremur sem gefa rétt í áskorenda- keppnina. Sú skák sem langmesta at- hygli vakti í fjórtándu umferðinni var viðureign þeirra Beljavsky og Portisch. Ollum á óvart tefldi Ungveijinn hina hvössu Ben-Oni byijun með svörtu því venjulega velur hann rólegar byijanir. Nú var hins vegar að duga eða drep- ast og Portisch olli löndum sínum ekki vonbrigðum því hann tefldi hratt og vel og vann glæstan og mikilvægan sigur. Önnur úrslit urðu þau að Salov vann mikilvæg- an sigur á Velimirovic og stendur mjög vel að vígi. Milos vann De la Villa, en jafntefli gerðu Ljubojevic og Bouaziz, Andersson og Todorcevic, Flear og Adoijan, Christiansen og Marin. Úrslit dagsins í dag styrktu því enn möguleika Jóhanns og það var mjög skynsamlegt að freista ekki gæfunnar gegn Benjamin, þótt Jóhann hafí reyndar farið með sigur af hólmi í þremur síðustu viðureignum þeirra. Ungi Sovétmaðurinn, Valery Salov, má einnig vel við una eftir sigurinn í dag, því hann á létta andstæð- inga í tveimur síðustu umferðun- um, þá De la Villa og Bouaziz. Því má búast við að hvorki Jóhann né Salov tefli á tvær hættur þeg- ar þeir mætast innbyrðis á morgun. Hins vegar verður áireið- anlega barist til síðasta blóðdropa í skák þeirra Nunn og Beljavsky. Möguleikar Englendingsins minnkuðu verulega eftir slaka frammistöðu hans í dag, því hann á eftir erfíða menn, þá Beljavsky, Portisch og Christiansen. Við skulum nú líta á vinnings- skák Jóhanns gegn Brazilíumann- inum Milos frá því í fyrradag: Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Milos (Brazilíu) Aljekinsvöm I. e4 - Rf6 2. e5 - Rd5 3. d4 - d6 4. Rf3 - Bg4 5. Be2 - e6 6. 0-0 - Be7 7. c4 - Rb6 8. Rc3 - 0-0 9. Be3 - d5 10. c5 - Bxf3 II. gxf3 - Rc8 12. f4 - f5!? Upp er komin lokuð staða þar sem hvítur hefiir öllu meira rými. Svarta staðan er hins vegar mjög traust og ekki auðvelt að komast áfram. 13. Khl - Hf7 14. Hgl - g6 15. b4 - Rc6?! Staða svarts er þröng, en hún batnar þó síst við að þessi riddari hrekist til a5, þar sem hætt er við að hann verði að skotspæni hvita liðsins. 16. b5 - Ra5 17. Da4 - b6 18. Hacl - Bh4 19. Rbl - De8 20. Db4 - Hg7 21. Rd2 - Bd8 22. Rf3 - Re7 23.Rg5-Rc824.Rf3 Jóhann hafði eytt miklum tíma í byijuninni og leikur mönnum sínum fram og til baka til að nálg- ast tímamörkin í 40.1eik. 24. - Re7 25. Hg3 - Dd7 26. c6 - De8 27. Rg5 - Rc8 28. Rf3 Hvítur hefur haldið yfírburðum sínum í rými og Milos hefur með næsta leik sínum viljað flækja taflið á meðan Jóhann væri naum- ur á tíma. Það er skiljanlegt að svartur vilji taka af skarið, því bíði hann lengur átekta gæti hvítur vikið drottningu sinni und- an og leikið síðan Bd2 og unnið peð þar sem riddarinn á a5 á enga undankomuleið. Það var þó skárra en að opna taflið hvíti í hag eins og Milos gerir. 28. - a6? 29. bxa6 - Ra7 30. Da4 - Be7 31. Bd2 - R5xc6 32. Bb5 - Rxb5 33. Dxb5 - Rb4 34. Dxe8+ - Hxe8 35. Hxc7 - Bf8 Eftir 35. - Rxa6 36. Ha7 - Rb8 37. Hb7 verður hvítur peði yfír í endatafli. 36. Hb7! - Hxb7 37. axb7 - Rc6 38. Hgl - He7 39. Hcl - Rb8 40. Hc8 - Hxb7 og Milos gafst upp, því hvítur leikur auðvitað 41. Bb4 - Hf7 42. Rg5. Biðstaðan í skák þeirra Allan og Nunn er þannig: Hvítt: Allan: Kf3, Dc8, Rf4, b3, f2, g3, h4. Svart: Nunn: Kg7, De5, Bb6, a7, f7, g6, h5. Hvítur lék biðleik. TlT- ILL S TIG- 1 2 3 V 5 ó 7 g ‘l 10 ii 12 15 /v 15 15 ii 18 V/NN. 1 TOLORCEVtC (Mínakí) fí 2VSS /z 0 i i O 0 O 0 0 i i 4 O e> 2 LTUQ0TEVIC cnaJ) S Zt>ZO 4 1 i 4 4 1 /z i O 4 0 4 4 i 4 8 3 M/LOS (Bmsi/íu) fít 2y» s 1 0 w i '/z 1 0 0 0 4 0 1 •u 4 i ? 1 BENJfiMlNCBa^L,.) S 2sbS O 4 o i ‘U i 4 o 0 4 1 4 4 /z S/tfí 5 SALOV ( Sovít*ílc/iHi*m) s 2550 O '4 /z /z i i i 4 /z i 1 i 4 1 1 iO í ALLfíN (/fanacfa) fí> 2210 o o o O 0 i 0 4 4 O 4 o O O IUI 7 BEL Jfí VSky (Sov-íir.) s ZStJ i 'A 1 4 0 L m O i i 4 4 4 i 4 <? 2 POfí T/SCH (UnqrtrjNj s Zb/O 1 P 1 i 4 /z i Y/A 4 /z 4 /z 1 i 4 94 9 NUNN (Er\t/ la*.di) s 2585 i i 1 1 /z /x. 1 4 1 i 0 4 i O 10 ve l imikovic (jn^sl) s 2 53S i 4 /z O 0 Í % 0 4 1 O 1 0 6+1 11 JÓUfíNN UTfíRTfífisOtÍ s 2555 1 i i '/z 4 4 4 W 1 i 4 O i 1 i ÍO/l 12 T>E Lfí VtLLfí (Spi.ni) A l'/SO 0 % o 0 4 0 i O y/A O 4 4 4 Vz /z ZZt 13 BOUfíi/i (TJn/s) A 2210 O '/z /z 0 4 0 o o i m 4 O 4 o o 34 ij fíNÞE/tssON (SV,J>;iá) S 2ÍOO /z O 1 4 4 i 4 4 4 Zz i 4 4 i 8/z 15 fíPOfíTfíN ((Mrrr/J) s ZSEO O 0 4 4 O 4 C> i 4 1 a 4 4 0 5 1í MfíRlN (Rú**t»'u) A 2vy 5 4 4 4 1 4 O O 1 0 4 4 'A k 4 64 17- FLEfíR (fni/a~J) s 2WS O 4 4 O 1 O 4 1 O o 4 i 4 4 m 6 18 Cfífí/ST/fíNSe(í (fía^cár) s 2575 í 'A O 4 o 1 'Á 1 o Zt 1 42 i 4 i 24 Útsala — Útsala — Útsala Útsalan hefst í dag Dömupeysur — Herrapeysur — Barnapeysur — Dömubuxur — Dömublússur. Verslunin opin daglega 9-18, laugardaga 10-16. Prjónastofan tðunn hf., Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.