Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 47
47 urskoðun. Lauk hann prófí í þeim greinum frá Institute of Bookkeep- ers í London, 1935. Sama ár ræðst hann sem skrif- stofustjóri hjá Félagsprentsmiðj- unni hf. og vann þar í 30 ár. Síðustu 10 ár þess tímabils var hann jafn- framt framkvæmdastjóri Analíns- prents hf. og frá 1953-64 var hann einnig framkvæmdastjóri Bursta- gerðarinnar, sem faðir minn stofn- aði og rak til dauðadags, en hann dó 1953.1964 stofnaði Sigurbergur fyrirtækin Bikarbox hf., Plastbox sf. og Litprent sf. og er fram- kvæmdastjóri þeirra frá því ári. Hann var í mörg ár kennari við kvöldskóla KFUM og við Náms- flokka Reykjavíkur. Kenndi hann bókfærslu. Hann skrifaði kennslu- bók í bókfærslu sem var afbragðs góð. Kom út í fyrsta sinn 1940 og fjórða útgáfa her.nar kom út 1961. Sigurbergur var einn af stofn- endum Bókagerðarinnar Lilju (1943) og var gjaldkeri í stjóm hennar til 1956. Hann var einn af stofnendum Gideon-félagsins (1945) og í stjóm þess frá 1948-65. Hann var einnig í stjóm sumar- starfs KFUM í mörg ár. í sóknar- nefnd Hallgrímskirkju var hann frá 1962 til dauðadags. Hann var einn- ig virkur meðlimur í Kristniboðs- félagi karla í Reykjavík og sótti trúfastiega fundi hjá þeim löngu eftir að hann fór að lasnast af þeim sjúkdómi, sem leiddi hann að lokum til dauða. Sigurbergur var feikilega starfs- samur og starfsglaður maður. Hann var að öllum stundum. Ég sé hann fyrir mér á sífelldum hlaupum, allt- af fullur áhuga og allur í því, sem tók hugann hverju sinni. Við móðir mín og systkini viljum tjá þakklæti okkar fyrir allt það, sem hann gerði fyrir okkur, þegar faðir okkar dó, 1953. Þá vorum við öll ung að ámm og ekkert okkar tilbúið að veita Burstagerðinni, sem faðir okkar átti og hafði sett á stofn, forstöðu. En þá kom Sigur- bergur sem bjargvættur. Með öllu öðru sem hann hafði að gera veitti hann Burstagerðinni forstöðu í mörg ár, eða þar til fjölskyldan gat alveg tekið við. Ég held að við höf- um verið of ung til að skilja fyllilega gildi þess þá, hversu miklu Sigur- bergur fómaði til að gera mömmu og okkur kleift að halda Bursta- gerðinni. En seinna, eftir að við komumst til vits og ára, hefur margt lokist upp fyrir okkur. Einn- ig, hversu oft Lydía hefur orðið að sjá af manni sínum til allra þessara starfa. En við getum ekkert gert annað en þakkað og beðið Guð að launa allt það góða, sem Sigurberg- ur gerði fyrir okkur fyrr og síðar. Að lokum vil ég þakka fyrir það, að hann gekk mér í föður stað, þegar ég gifti mig. Þá var hann svaramaður minn og leiddi mig upp að altarinu. Brúðkaupsveislan var síðan haldin heima hjá Lydíu og Sigurbergi, á fallega heimilinu þeirra. Fyrir þetta viljum við hjónin þakka og fyrir svo margt og mikið, sem ekki er hægt að rifja upp hér. Lydía, kona Sigurbergs, er Pálm- arsdóttir, ísólfssonar, hljóðfæra- smiðs og bróður Páls ísólfssonar tónskálds. Við þökkum Guði fyrir hana og biðjum góðan Guð að styrlqa hana og hugga í söknuði og trega. Einnig vottum við sonum Sigurbergs okkar dýpstu samúð og öllum þeirra ástvinum. Sigurbergur var hagmæltur vel. Átti hann ótrúlega mikið af ljóðum og sálmum í fórum sínum. Það síðasta, sem hann orti var bæna- vers, sem lýsir þeim fjafsjóði, sem hann átti í trúnni á Drottin Jesúm. Þetta bænavers söng hann aftur og aftur síðustu vikumar, sem hann lifði: Ó, Jesús Kristur, líf mitt og ljós, líknsami Drottinn heyr mig nú, ó, veit mér náð að vera þitt hrós, vegsama þig í lífi og í trú. Ó, veit mér náð að vera þitt bam, vegsama þig um lífsins hjam. Og nú er hann kominn heim og fær að líta Hann augliti til auglitis sem hann trúði á hér, og vegsama Hann um alla eilífð. Við þökkum Guði fyrir líf hans og vitnisburð. Margrét Hróbjartsdóttir MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987 Sigurbergur Ámason, sem í dag er til moldar borinn, var fæddur í Reykjavík 27. febrúar 1910 og vann hér allt sitt ævistarf. Hann var son- ur Ama Runólfssonar, fyrrum bónda, og konu hans, Margrétar Hróbjartsdóttur. Ungur að árum gekk hann til liðs við starf séra Friðriks Friðrikssonar í KFUM, hins mikla æskulýðsleiðtoga, og helgaði sig því málefni alla tíð. Bræður hans, Helgi, Hróbjartur og Ingvar, og systir, Guðlaug, voru öll vígð hinni sömu hugsjón. Helgi, sem dó ungur, var náðargjöfum hlaðinn. Sigurbjöm Einarsson biskup hefur sagt frá því að Helgi hafí skrifað sér, ungum dreng, austur í Meðal- land og haft mikil áhrif á lífshlaup sitt. (Drengurinn, 11 ára, hafði skrifað grein í Ljósberann, sem Helgi ritstýrði.) Hróbjartur (í Burstagerðinni) er mér minnisstæð- ur frá drengjaárum mínum. Hann var kappsmaður mikill og glaðvær og var af honum sögð sú gaman- saga, að væri hann að flýta sér niður í bæ teymdi hann reiðhjólið og stikaði sínum löngu skrefum á ógnarhraða niður Laugaveginn. Ingvar, síðar verkstjóri hjá sand- námi bæjarins, var andstæða Hróbjarts, kyrrlátur, og geislaði af honum íhugul góðsemi. Sigurberg- ur var hláturmildur og hugmynda- ríkur til allra verka, fremur smávaxinn, lék fallega á orgel. Hann var sveitarstjórinn minn í KFUM, og er mér minnisstætt er þeir bræður fóm með sveitir sínar í gönguferð „út í sveit" í nágrenni bæjarins og kom úrhellisrigning. Flýðu þeir þá með okkur drengina inn í fjárhús eitt á sveitabæ, það hefur kannski verið Breiðholt eða Bústaðir eða annað býli í nágrenni Reykjavíkur, og þar sagði Hróbjart- ur skemmtisögur (sem ég man enn) svo við strákamir veltumst um af hlátri og öll rigning gleymdist. Ég hef verið 9 eða 10 ára. Sigurbergur gerðist strax versl- unarmaður. Enda var það einkenni á KFUM í þá daga, að félagsskapur- inn varð til þess að menn leituðu sér menntunar og urðu miðstéttar- menn. Menn tömdu sér kurteisi í allri framgöngu. Sigurbergur lauk prófí 17 ára gamall úr Kvöldskóla KFUM og þrem ámm síðar úr Verzlunarskóla íslands. Ári síðar hélt hann til frekara verslunamáms í Birmingham og síðar Brighton og lauk prófí í bókhaldi og endurskoð- un í London 1935, en jafnhliða þessum námsdvölum var hann starfandi verslunarmaður í Reykja- vík og stofnaði heildverslun og rak 1932—34 (S. Ámason og Co.). Svæði Sigurbergs sem sveitar- stjóra í KFUM var Hverfísgatan innanverð og götumar í kring. Ég þáði strax boð hans að koma á yngstu deildar fundi, sem vom eft- ir hádegið á sunnudögum. Þar var opið bókasafn fyrir fund og lágum við strákamir í dönsku blöðunum og lásum Willys og Knold og Tot þar til hringt var til fundar. Mikið sungið, sögur sagðar, bænir lesnar og prédikað. Fjör og æskugleði. Ég hef verið að fullna fyrsta tuginn er þetta hófst. Hef ég verið þar meðlimur síðan. Ég fékk leikfélaga mína, Alla og Svenna, með mér á sunnudagsfundina og man ég hve Svenna brá í brún í fyrsta sinn er sungið var „í öllum löndum iið sig býr“, „rís upp með fjöri og stíg á stokk og streng þess heit að ijúfa’ ei flokk" og allir stukku á fætur sem einn maður með ógurlegum gauragangi við orðin „rís upp með fjöri". Séra Friðrik talaði við okkur drengina í stuttum og lifandi ræð- um, krydduðum smásögum, hann talaði alltaf (að mér fannst) um „að gefa Jesú hjarta sitt“, sem ég skildi ekki þá. Sigurbergur réðst til Félags- prentsmiðjunnar 1935 sem skrif- stofustjóri. Fannst mér mikið til um þá undraveröld, Félagsprentsmiðj- una, ekki síst stimplana. Gaf hann mér einn með skrifletri og gat ég nú stimplað nafnið mitt á bækur mínar fegurra en ég gat skrifað. Einnig kynntist ég Hafliða Helga- syni prentsmiðjustjóra, þeim mæta manni, er einnig hafði verið í KFUM á sínum yngri árum, og tók hann mér ætíð af mikilli ljúfmennsku. Æskuvinur minn, Steinar Magn- ússon (Ólafssonar bílstjóra, síðast á BSR, sem enn lifír nærri 100 ára, en Steinar dó ungur) var nú kominn í hópinn og tók Sigurbergur okkur með sér í Komahlíð sumarið 1937, en þá voru sumarbúðir KFUM þar og ekki í Vatnaskógi vegna sauðfjárveikivama. Var það ógleymanlegur tími og stendur ljómi af þeim fagra stað og foringj- anum, séra Magnúsi Runólfssjmi, í æskuminningunni. Eitt sinn kom í heimsókn til Sig- urbergs vinur hans, enskur læknir frá Brighton. Var hann í Bræðra- söfnuðinum að mig minnir. Hann bauð mér að dvelja hjá sér og fjöl- skyldu sinni í Brighton, en þá var kreppan í algleymingi, og foreldrar mínir treystust ekki til að bera kostnaðinn af slíkri för. En samtöl- in við þennan geðfellda lækni voru fyrsta snerting mín við hinn stóra heim og á ég það ásamt mörgu öðm frá æskudögum Sigurbergi að þakka. En ég má ekki gleyma ensku söngvunum. Þegar farið var upp á Akranes með Fagranesinu vom oft allir sjóveikir, en Sigurbergur söng með okkur enska keðjusöngva, hvem á fætur öðmm og menn vörð- ust sjóveikinni með því að standa á dekki frammi við lúkar og syngja sig hása. Þegar séra Sigurbjöm Einarsson kom til Reykjavíkur sem prestur í Hallgrímssókn 1941 tók veröldin á sig ævintýralegan blæ. Nú kvað við nýjan tón og bækur og bókmenntir komust í brennidepil. Sr. Sigurbjöm stofnaði Bókagerðina Lilju 1943 ásamt nokkmm vinum úr KFUM (þar sem hann hafði verið ungur drengur), og sá Sigurbergur um fjármálin. Lagði hann þar fram ómælda sjálfboðavinnu. Ég gerðist þýðandi og horfði með aðdáun á hina eldri, sem gáfu út Kaj Munk, Hallgrím Pétursson, Ronald Fang- en, Niemöller, séra Friðrik, Bo Giertz, Guðrúnu Lámsdóttur, C.S. Lewis. Og ræður séra Sigurbjöms fóm að koma út, sumpart hjá Lilju en aðallega hjá öðmm (Setberg t.d.). Þegar hér er komið sögu hafði Sigurbergur stofnað heimili. Þau Lydía Pálmarsdóttir (hljóðfæra- smiðs í Reykjavík ísólfssonar) giftu sig 1939 og settu á stofn fallegt heimili í Helgadal, nettlegu húsi sem enn stendur nálægt Skipholti, en var þá umgirt stómm túnum. Þau buðu mér í mat, ég var þá 15 eða 16 ára, og þótti mér þetta ákaf- lega rómantfskt. Lydía þótti mér kvenna fegurst, og þykir enn. Þau eignuðust fjóra mannvænlega syni. Eftir stríð, þegar opnuðust leiðir, hóf ég undurbúning að því að fara til Uppsala til náms og einnig þá kom Sigurbergur við sögu. Hann og nokkrir vinir skutu saman pen- ingum til þess að styrkja mig til fararinnar, en aldrei fékk ég að vita hveijir vom í hópnum. Einn þeirra sem „mig gmnaði" var Egill Th. Sandholt, nú nýlátinn. Nú fækkaði fundum og elfur lífsins bar gamla vini sinn hvora leið. Sigurbergur tókst af dugnaði sjnum, lagni og glaðlyndi á við margvísleg verkefni í iðnaði, varð framkvæmdastjóri Anilínprents, stofnaði fyrirtækin Bikarbox hf., Plastbox sf., Litprent sf. og Forverk sf. Hann gaf út Kennslubók í bók- færslu og var í sóknamefnd Hall- grímskirkju, svo eitthvað sé nefnt. Þegar við vomm að hreinsa til í Hallgrímskirkju sl. vor til undirbún- ings fullnaðarfrágangs að innan var Lydía þar með Sigurberg sinn. Hrömunarsjúkdómur hafði lagst á hann. Nú var hann líkastur fallegu bami. Lífíð hafði farið sinn hring. Og oft hitti ég þau Lydíu við guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju, þar er hún leiðandi kona. Velgjörðarmaður minn frá æskudögum hlaut þá umbun að eiga sér traustan lífsföm- naut sem annaðist hann þegar dimmu dagamir komu, eins og hann hafði áður veitt öðmm af glaðværð sinni og trúnðartrausti. Uns lífíð slokknaði. Síðustu mánuðimir urðu honum þrautasamir. Sigurbergur var ungur að áram er hann „gaf Jesú hjarta sitt“ og hefur nú séð réttlætissólina skína frá ísraels fjöllum. Þórir Kr. Þórðarson t Faðir minn, bróðir okkar og fósturbróðir, GUNNAR FRIÐLEIFSSON, sem lést 28. júlí veröur jarðsunginn föstudaginn 7. ágúst kl. 13.30, frá kapellunni í Fossvogi. Steinfríður Gunnarsdóttir, Anna Friðlelfsdóttlr, Sólveig FriSleifsdóttlr, Rakel Loftsdóttlr, Aðalheiður Stefánsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, GÍSLI FRIÐRIKSSON, verður jarðsunginn föstudaginn 7. ágúst kl. 11.30 frá Akranes- kirkju. Sigrfður Bernódusdóttir, Friðrik Gfslason, Jónfna S. Gfsladóttir, Orri Gíslason, Ragnheiður Gfsladóttir, Jónfna S. Gfsladóttir og systkini hins látna. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, SIGURBERGS ÁRNASONAR, fyrrv. f ramkvœmdastjóra, Eskihlfð 5, Reykjavfk, fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans er bent á Hallgrímskirkju. Lydia Pálmarsdóttir, Pálmar Á. Sigurbergsson, Jóhanna Snorradóttir, Ólafur V. Sigurbergsson, Sólrún Jónasdóttir, Grétar Sigurbergsson, Kristfn Hallgrfmsdóttir, Friðrik Sigurbergsson, Árný Sigurðardóttir, Guðlaug Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÁRNÝ JÓNA PÁLSDÓTTIR, . Lyngbrekku 7, Kópavogi, lést þann 27. júlí 1987 á Borgarspítalanum. Hugheilar þakkir þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát hinnar látnu. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Stefán Stefánsson, Ólöf Sveinsdóttir, Birgir Ragnarsson, barnabörn og aðrir ættingjar. t Hjartans þakkirtil þeirra fjölmörgu sem heiðruðu minningu manns- ins míns, SR. SIGURÐAR PÁLSSONAR, meö blómum, skreytingum og gjöfum til kirkna. Sérstakar þakkir til bæjarstjórnar Selfoss, Sjúkrahúss Suðurlands, trésmíðaverk- stæðis Selós og allra í söfnuði hans sem kvöddu fyrsta heiðurs- borgara sinna með virðingu og þökk. Guðs blessun fylgi ykkur. Stefanfa Gissurardóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, tengdasonar, afa og bróður okkar SKÚLA INGVARSSONAR, Nýbýlavegi 50, Kópavogi. Elfsabet Sveinsdóttir, Sigurður Skúlason, Sveinn Skúlason, - Skúli Skúlason, Guðný Pátursdóttir, barnabörn og systklni. Valgerður Brynjólfsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir, Steinunn Pótursdóttir, Birna Guðbjartsdóttir, Sveinn Ólafsson, t Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og útför dóttur minnar SIGRÍÐAR DÓRU INGIBERGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss V.M. Ágústa Jónsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUNNARSINGÓLFS KRISTÓFERSSONAR frá Gfslabæ. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.