Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.08.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAtíUR 6. ÁGÚST 1987 ©1967 UmvorMl Press Syndlcale „ Hafc5u þetta i herbeng'inu þinu, Vtð hcfum ek.lci ney%aj-átgan.g ást er... . . . að nudda hana. TM Reg. U.S. Pat. Otf — all rights reserved ©1986 Los Angeies Times Syndicate Héðan í frá verður ekkert skordýraeitur notað á þessu heimili, mamma min! HÖGNI HREKKVlSI FráÞórshöfn Fáir tannlækn ar úti á landi Gott út- varp frá- Akureyri Kveðja til útvarpsins á Akureyri Ég flyt ykkur þakklæti fyrir það hvað þið hugsið vel um okkur gamla fólkið með íslenskt efni. Ég tala nú ekki um þegar þið sjá- ið um harmonikkuþáttinn, þá fáum við alltaf að heyra í íslensk- um snillingum sem við fáum aldrei að heyra í á rás 1 í Reykjavík. Þeir ganga alltaf framhjá íslensk- um harmonikkuleikurum éins og snillingunum þeim Braga Hlíðberg og Örvari Kristjánssyni. Sérstakar þakkir sendi ég Ingu Eydal fyrir þáttinn laugardaginn 25.7. hann var dásamlegur, allt íslenskt efni.- Jóhann Þórólfsson í föstudagsblaði Morgunblaðsins 24.7. er grein um tannlæknaleysi á Akranesi. Auðvitað er það slæmt að tannlæknamir skuli ekki sam- ræma sumarfrí sín svo að fólk geti notið þess sem það telur sjálfsagða þjónustu. En er þessi þjónusta svo sjálf- Týndur köttur Kötturinn Tommi var að koma heim úr sveitinni eftir tveggja mánaða dvöl þegar hann tapaðist þann 28.7. frá heimili sínu, Birkigrund 21 í Kópavogi. Hann er hvítur og app- elsínugulur að lit og er mjög mannelskur. Ef einhver hefur séð eða fundið Tomma þá er hann vin- samlega beðinn um að hringja í síma 43908 eða síma 26158 og tala við Áslaugu. Áslaug sögð? Þið hafíð þó tannlækna í 10 til 11 mánuði á ári. Ég bý á Þórs- höfn og á þrjú böm, sem sagt fimm manna fjölskylda. Okkar næsti tannlæknir er á Húsavík, þriggja tíma keyrslu frá Þórshöfn og þar sem ekki keyra allir bíl (sumir eiga engan) fara margir til Akureyrar með flugvél. Allir hljóta að sjá hve óþægilegt þetta er fyrir utan það að vera mjög dýrt. Á meðan þeir sem hafa tannlækni á staðnum taka sér frí úr vinnu í eina klukkustund eða hluta úr degi (á launum?) tekur þetta okkur að minnsta kosti einn eða tvo daga og allmargar ferðir á ári því að við fáum ekki alltaf sam- liggjandi tíma fyrir alla fjölskylduna í einu. Enda bara frekja í þessu dreifbýlisliði að fara fram á það. Þar sem sumarfrí em framundan og þar með tannlæknisferðir vakti þessi grein mig til umhugsunar. Hvers eigum við að gjalda? Móðir þriggja tannpínugemlinga á Þórshöfn Leiðrétting í grein Dr. Benjamíns H. J. Eiríkssonar í Velvakanda miðviku- daginn 29. júli um misþyrmingu málsins hefur fallið niður hluti úr málsgrein. Svona átti þessi hluti greinarinnar að hljóða réttur: Um tíma hafa menn verið að bögglast með þýðingu á orðinu annual. Þeir hafa þýtt það á árs- grundvelli. Þetta hefur mörgum þótt vond latína. Vandi þýðandans er þama sá, að það þarf að koma skýrt fram, hvort átt sé við 12 mánaða tímabil aðeins, eða alman- aksárið, sem einnig er 12 mánuðir. Það þarf að greina á milli þess hvort átt sé við tímabilið frá maí til maí, svo að dæmi sé nefnt, eða við tímabilið frá janúar til janúar, almanaksárið, árið sem er að líða. I báðum tilfellunum er tímabilið eitt ár. Hver safnar úrklippum? Fyrir nokkru var sagt frá manni hér í dálkum Velvakanda sem sagð- ist taka að sér að safna úrklippum fyrir fólk ef það óskaði þess. Ég man því miður ekki hver þetta var og langar að fá upplýsingar um þennan úrklippusafnara. Við hvern get ég haft samband? Ég safna úrklippum um ákveðið efni en hef ekki almennileg tök á því. Ef ein- hver veit um þetta er hann beðinn að hafa samband við Velvakanda eða hringja í mig í síma 99—3799. Bryndís Ólafsdóttir Víkverji skrifar Víkvetja hefur borist eftirfar- andi frá Jóhanni Hjálmarssyni, blaðafulltrúa Póst- og símamála- stofnunar: „Víkvetji bendir á það nýlega í dálkum sínum að „ótrúlega erfitt" sé „að ná sambandi við 02 seint á kvöldin". Á kvöldin, oftast seint, hringir fjöldi manna í 02 og biður um að láta vekja sig að morgni. Talsíma- verðimir á 02 vekja að meðaltali um 1000 símnotendur virka daga. Það eru því miklar annir hjá talsímavörðum. Við bætist að símtöl innanlands sem greiðast af þeim sem hringt er til (collect) eru af- greidd af starfsfólki 02 og mikið er um slík símtöl á kvöldin. Meðal annars hefur beiðnum um slík símtöl fjölgað frá heilsuhælum og meðferðarstofnunum. Eftir að flest skip og bátar fengu farsíma sjá talsímaverðimir í 02 einnig um að afgreiða þau símtöl sjómanna sem greiðast af þeim sem hringt er til. Við afgreiðslu hjá 02 eru að jafn- aði 5-7 talsímaverðir á vakt, en virðist ekki nægja þegar álag er hvað mest. Víkveiji kvartar einnig yfir að „nánast ómögulegt" sé „að komast í samband við 06“ þegar mikið sé um að vera, t.d. fermingar og ann- að slíkt. Á annatímum, einkum vegna ferminga, er línum fjölgað hjá rit- simanum og að meðaltali eru þá 25 talsímaverðir að störfum. Hvert fermingarbam fær um það bil 10 símskeyti svo að það segir sig sjálft að álagið er mikið hjá talsímavörð- unum. Víkveiji lætur að því liggja að ekki séu nægilega margir starfs- menn við símtalaafgreiðslu á mestu annatímum. Eins og ljóst má vera er reynt að koma til móts við símnotendur, en alltaf má gera bet- ur. Póst- og símamálastofnunin hyggur á breytingar í þessum efn- um, einkum með aukinni tölvu- tækni, og verður áfram unnið að því að bæta það ástand sem angrað hefur Víkvetja og fleiri. Hvað varðar sundurliðaða síma- reikninga hafa þeir lengi verið til umræðu innan stofnunar og utan. Vænta má frétta um þetta efni inn- an skamms". Vegna umfjöllunar í Víkveija um langlínusamtöl hefur eftir- farandi ábending komið fram: „Allir gestir Hótel Sögu fá sundurliðaðan símareikning þegar þeir tékka út. Þar kemur fram m.a. nákvæmlega hvenær hringt er, í hvaða númer, hversu lengi í mín. og sek. og skref- um og síðan kostnaðurinn. Símstöð hótelsins var sett upp í vetur og er tengd við hóteltölvuna. Þetta var sett upp af tæknimönnum Pósts og síma og virðist því vera tæknilega mögulegt að setja þetta í símkerfið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.