Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.08.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1987 Svipmyndir úr borginni/óiafur Ormsson I vikunni fyrir versl- unarmannahelgina Magnús Kjartansson, hljómlist- armaður og hljómsveitarstjóri, lagði bíl sínum í upphafí vinnuviku í bílastæði neðarlega við Smið- justíginn á móts við Vinnufata- búðina og gaf tóninn með léttu flauti. Hann var á litlum, ljósum bfl með G-númeri og brosti út undir eyru. Umferð nokkur, enn þrír dagar í mestu umferðarhelgi sumarsins og hljómsveitarstjórinn afslappaður og greinilega í góðu skapi. Kominn af táningaaldrinum með ómetanlega rejmslu og yfír- sýn yfir sviðið og ekkert lengur sem kemur á óvart. Það var verið að slá upp sölutjöldum í Austur- stræti og við Lækjartorg, nokkrir erlendir ferðamenn á gangi um miðborgina og skoðuðu í búðar- glugga. Steinar Sigurjónsson, rithöf- undur í síðdegiskaffi á Hótel Lind við Rauðarárstíginn, þegar leið á þriðjudaginn. Bað um fullt mjólk- urglas og drakk út í einum sopa. Kveikti síðan í pípu, hallaði sér makindalega í stólnum, spennti greipar og horfði dreymandi augnaráði út í salinn. Ólafur, veit- ingamaður, kom með kaffíkönnu og enn kveikti Steinar í pípu sinni. í dökkbrúnum jakka, í dökkum buxum og þunnri peysu, með snoturt yfirvararskegg og greini- lega ekki að fara í útilegu um verslunarmannahelgina. Drakk hvem kaffíbollann af öðrum og bleytti í molasykri. — Hvað segja menn í fréttum? spurði Steinar þegar hann gekk í salinn og kom auga á mig við borð. — Ég get ekki svarað fyrir fólk svona almennt. Ætli sé ekki allt sæmilegt að frétta svona yfir- leitt þrátt fyrir styijaldir og glæpaverk víða um heimsbyggð- ina, svaraði ég og bað Óla veit- ingamann um örlítið meira kaffí. Á Hótel Lind er þjónusta ágæt og salarkynni vistleg. Á Rauðarárstígnum er töluverð umferð gangandi fólks og bif- reiða. Ólafur H. Ólafsson, skákmaður og þjálfari ungra afreksmanna í skákinni, á gangi, broshýr, enda árangurinn af starfí hans fyrir íslenska skákhreyfíngu að bera ríkulegan ávöxt. Matthías Viðar Sæmundsson, lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands, að versla í mjólkurbúð á homj Rauðarárstígs og Háteigsvegar. í ljósum, þunnum sumarframa utan yfír jakkafötin og enginn hávaði í kringum lektorinn. Líkast því að hánn biðjist afsökunar á því að þurfa að ónáða afgreiðslustúlk- umar. Kurteis maður og traust- vekjandi. Á Hlemmi beið hópur fólks eftir strætisvögnum. Þar sátu á bekk tvær unglingsstúlkur, á að giska fímmtán, sextán ára, og ræddu ferðalög um verslunar- mannahelgina. Sú, sem iíklega er árinu eldri, sagðist ætla í Húsa- fell með kærasta sínum, sautján ára pilti. — Veistu? Hann hefur aldrei séð prímus. Svo veit hann ekki hvar Húasfell er. Hann heldur að Húsafell sé austur á fjörðum. Hann hefur aldrei sofíð í tjaldi. — 0g samt ætlarðu með hon- um í útilegu. Er hann ekki ferlega hallærislegur? spurði sú yngri undrandi á svip. — Já, ég ætla með honum í útilegu og hann er sko ekkert hallærislegur. Hann er svo sætur og svo æfír hann í bflskúrsbandi, spilar á gítar. Og í því kom Grandi-Vogar og stúlkumar hlupu upp í vagninn. Bárður Tryggvason, sölumaður á fasteignasölu, var rólegur og yfírvegaður þegar ég leit inn um miðjan dag, á miðvikudegi fyrir verslunarmannahe'.gina. Fas- teignasalan númer eitt, tvö og þrjú, hin veraldlegu gæði í fyrirr- úmi. Engin áform um ferðalög, stutt í brosið og bjartsýnina. — Aldrei meiri sala, sagði hann þegar ég spurði hvemig gengi. Svo hringdi síminn og Bárður að ganga frá sölu á nýju einbýlishúsi. Það er orðið áliðið sumars. Haustið framundan með sinn sjarma, eins og aðrar árstíðir. Samkvæmislífíð senn að hefjast af fullum krafti og þá vænkast hagur ýmsra starfsstétta, t.d. klæðskera. Karl J. Lillendahl, ný- útskrifaður klæðskerameistari, bauð upp á kaffí og meðlæti í húsakynnum sem hann leigir í Garðastræti 2. Hann er að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur og mikið í húfí að vel sé að verki staðið. Við gengum um vinnustof- ur og skoðuðum vélar og verkfæri. Karl kom með fjölmörg sýnishom af margskonar fataefni í öllum regnbogans litum sem hann vinn- ur úr. Staka jakka, stakar buxur og svo auðvitað alfatnað með vesti. Meistarinn var stoltur af sínu efni og má vera það. Inn á stofuna til okkar kom maður á þrítugsaldri sem á marga alfatn- aði og verslar yfírleitt erlendis hjá klæðskerum á alþjóðamæli- kvarða. Hann gat ekki fundið neitt að efninu hjá Karl J. Lillen- dahi. Gaf því hin bestu meðmæli og er þó spar á lofíð þegar svo ber undir. Hann fékk að fara í einn jakka úr viðurkenndu ensku ullarefni og þegar hann leit í speg- il sagði hann: — Ég er ef til vill ekkert kven- nagull. En fötin skapa manninn, segja þeir sem vit hafa á. Nú er ég að fara á veiðar. í þessum jakka og ég tala ekki um buxum við jakkann, sem ég veit að hann Karl á nóg af, get ég sigrað kven- fólkið ekki síður en Casanova. Hann bað Karl að ganga frá jakk- anum og svo valdi hann buxur úr góðu efni. Hann borgaði út í hönd í beinhörðum peningum og svo var spáð í samkvæmislífið þegar fer að skyggja. Og aftur litið í spegil. Og orkureikningur- inn, rafmagnsreikningurinn, að koma í hús inn um bréfalúguna. Það kostar sitt að hefja sjálfstæð- an atvinnurekstur og þá þarf ýmislegt að athuga ... Yöfflur við allra hæfi Heimllishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er áreiðanlega óhætt að segja, að öllum þykja góðar volg- ar nýbakaðar vöfflur, en ef til vill bestar með sultu og þeyttum ijóma. En það er hægt að hafa með þeim annað meðlæti svo sem sykur, smjör/síróp, ost ofl., allt eftir því hvemig á stendur. Það er ekki flókið mál að útbúa vöfflu- deig, margir slá það saman eins og pönnukökudeig. í sumum upp- skriftum er þó gert ráð fyrir þeyttum eggjahvítum og líkast til er það deig enn betra og léttara. í enn öðram er þeyttur ijómi eins og t.d. í veislu-vöfflunum. Veislu-vöfflur 2 egg, 2 dl vatn, 3 dl hveiti, V4 tsk. salt, sykur eftir smekk, 3 dl ijómi, stífþeyttur. Egg og vatn er þeytt saman, hveitinu blandað saman við og að síðustu er þeyttum ijómanum hrært saman við. Deigið bakað á venjulegan hátt og úr verða ca. 10 vöfflur. Amerískar vöfflur 1 V2 bolli hveiti, 2 matsk. sykur, V*-l matsk. lyftiduft, V< tsk. salt, 2 egg, aðskilin, 1 V2 bolli mjólk, V2 bolli jurtaolía eða bráðið smörlíki. Hveiti, sykur, lyftiduft og salt sett í skál, sigtað, eggjahvítumar stífþeyttar. Eggjarauðumar hrærðar, mjólk og olíu hrært sam- an við og blandað vel. Gerð er hola í hveitiblönduna, mjólkinni hellt þar í og blandað vel, síðan era eggjahvítumar látnar varlega saman við. Deigið bakað á venju- legan hátt. Þetta verða ca. 6 vöfflur. En saman við þessa grannuppskrift er hægt að setja margt, breyta til og fá allt annað deig. Eplavöfflur: Saman við deigið er sett V2-I bolli rifín epli. Ostavöfflur: Saman við deigið er sett V2-V4 bolli rifínn ostur, helst bragðsterkur. Kryddvöfflur: Saman við deigið er sett 1 tsk. kanil! og V2 tsk. múskat. Það er bá sett saman við þurrefnin. Einfaldar vöfflur 3 dl hveiti, 3 dl ískalt vatn, 3 dl kaffíijómi, 3 matsk. olía eða bráðið smjörlíki. Hveiti og vatni hrært saman, deigið láti standa í ca. 20 mín. áður en olíu og ijóma er bætt í, þeytt vel á meðan. Deigið bakað á venjulegan hátt. Þetta verða ca. 10 vöfflur. Súkkulaðivöfflur 150 g hveiti, 50 g maizenamjöl, 2 tsk. lyftiduft, V2 tsk. salt, 200 g sykur, 25 g smjör eða smjörlíki, 40 g kakó, 2 kúfaðar tsk. skyndikaffí, 2 egg, 8A dl olía, 1 tsk. vanillusykur, 1 V2 dl mjólk. Hveiti, ljrftiduft og salt er sigtað saman, sykrinum blandað saman við. Smjör, kakó og kaffiduft sett í pott og hitað, hrært vel í á með- an. Eggin þejrtt með olíu, vanillu- sykri og mjólk, síðan sett saman við þurrefnin ásamt kakóblön- dunni. Bakað á venjulegan hátt, vöfflumar era mjúkar til að byija með en verða stökkar ef þær era aðeins látnar standa. 150 ára afmæli búnaðarsamtaka á íslandi: Málþing og sjóður til minningar um dr. Hall- dór Pálsson ALÞJÓÐLEGT málþing til minn- ingar um dr. Halldór Pálsson fyrrum búnaðarmálastjóra verð- ur haldið dagana 18. og 19. ágúst næstkomandi í tengslum við 150 ára afmæli búnaðarsamtaka á íslandi. Jafnframt verður stofn- aður Minningarsjóður dr. Halld- órs Pálssonar. Þrír fyrirlesarar frá Bretlandi og írlandi munu sækja málþingið og fjalla þeir um ýmsa þætti sauð- fjárræktar svo sem frjósemi, fóðran og kjötgæði. Fimm íslendingar fljrtja erindi og munu öll þessi er- indi gefa yfírlit yfír þá þætti íslenskra sauðfjárrannsókna sem Halldór starfaði við. Fýrirhugað er að gefa út bók á næsta ári sem hefur að geyma öll erindin sem flutt verða á málþing- inu auk ritgerðar um ævi og störf Halldórs og skrár um fræðiritgerðir hans. Nefndin sem séð hefur um undir- búning málþingsins er skipuð Hjalta Gestssyni, Leifi Kr. Jóhannessjmi, dr. Ólafí R. Dýrmundssjmi og dr, Sigurgeir Þorgeirssyni. I tengslum við 150 ára afmælí búnaðarsamtaka á íslandi verður einnig haldið 70. Búnaðarþingið og hátíðarfundur þann 15. ágúst næst- komandi. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.