Alþýðublaðið - 09.05.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1932, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hollar og bjartar íbúðir handa 54 alþýðuf jðlskyIdum. Verkamannabústaðirnir teknir til afnota. VerkaTnannabiisiaöirair eru nú *ð mestu fuHgerðir og fjölskyld- «mar eru þegar nrargar fluttar í þá. Verkamannabústaðárnir eru 14 öus sambyg'ð. Þau eru tvílyft eg teru í þeiin 54 íbúðir alls, en auk þess tvær sölubúðir, önnur fyrir mjólk og brauð (Alþýðubrauð- ger'ðin), og hin fyrir nýlenduvör- «r, og mun Kaupfélag alþýðu taka þar til starfa innan skamms. fbúðirnar skiftast þanndg eftir verði: 22 (3 herb.) kostar hver 11000 kr. 5 — -.......- 10 500 — 27 (2 herb.) - — 3 400 — Hverri íbúð fyigir: eidhus, baðherbergi með keri og „W. C.“ og þvottaskál, enn fremur fataskápur í ganginum og ©eymsla í kjallara. innri iorstofa er og í hverri íbúð. Þvotíahús og þurkherbergi (með uita-þurkun) er í kjalliara, og er það samieiginlegt fyrlr hvert hús (4 íbúðir). Hitaleiðsila er sarneig- Hnlieg fyrár öll húsin og er heita vatnið knúð áfram með ratdæl- juim. í öllum eidhúsunum er heitt og kalt vatn. Uppdrættifnir voru geröir hjá kúsaroeistana rikisins, aðailega af Binari Eriendssyni. Verkinu veitt: Jorstöðu Þorlákur öfeigsson byggingameistari. Verkstjórii við múrsmíði var Aibert Ólafsson, við trésmíði Böðvar S. Bjarnason, en vtð gröft og ýmsa verikamanna- vinnu’ aðra Stefán J. Björnsson. Byrjað var að grafa fyrir hús- wnurn 18. júlí síöastliðinn og var steypuvinnunni lokið að mesxu fyri,r jói. 1 daglaunavinnu var unnið við gröft, steypmnötasmíði, jxök, innanhússtrésmiÖi a'ð nokkru ieyti,, og fleira. 1 ákvæðisvinnu var unnið við hitalögn og hrein- iætistæki, raflagnir um húsin, inn- anhússmúrsléttun, eldhússkápa og þess háttar, enn fremur máltir ingu, veggfóðrun og dúklagning- Byggingarkostnaðurinn mun, ar, ísetning hurða, húsbúnað sölubúða o. fl. eftir því sem út lítur nú, verða eitthvað náLægt áætLunarverði, þó ekki þar .yfir. Stærð í bú'ðanna er sem hér segir: Uriggja herbergja íbúðir: Herbergi 3,00x2,70 = 8,10 ferim. Stofa 4,00x3,60 = 14,40 — Svefnhb. 3,00x3,60 = 10,80 — Eldhús 3,00x2,60 = 7,80 — , Baðherb. 1,50x2,00 = 3,00 — Gangur 1,30x3,00 = 3,90 — 0,90x1,20 = 1,08 — Skápur 0,50x1,00 = 0,50 — ög geymsla í kjalLara. Þurkher- beigi, þvottahús og stigagangur er saineiginlegt fyrir 4 fjölskyldur. Tveggja herbergja íbúðir: Stofa 3,70x3,60 = 13,32 ferto. Svefnhb. 3,00x3,80 = 11,40 — Eldhús 3,00x2,50 = 7,50 — Baðherb. 2,00x1,50 = 3,00 — Gangur 1,50x1,50 = 2,25 — Skápur 0,40x0,75 = 0,30 — ' 1 kjallara er svo alt eins ag7 með 3 herbergja íbúðum, en þó ált heldur minna. Öll gólf eru auövitað lögð með linóleum, en í baðherbergjum era gúmmídúkar. Hverju húsi á að fylgja smá- garður, en ault þess verður sér- stakur barnialeikvöllur. Bústaðina hefir Byggingarféiag verkamanna bygt. Var það stofn- a'ð 17. maí 1930, samkvæmt Lög- unum um verkamannabústuði. í félaginu eru nú á 3. hundraö fé- Jagar. Og í stjórn þess eru Héð- inn Vakiimarsson fórmaður, Pét- ur Kraunfjörð ritari og Stefán J. BjöTnsson gjaldkeri. Er Stefán og - ráðinn umsjónarmáður hús- anna, og verður sikrifstofa hans við hlið nýlenduvöruverzlunarinn- ar. Þieir einir, sem eru í Byggimg- arfélagi vérkamanna, koma tii gneina með að kaupa íhúðir. Skulu þeir hafa greitt 25x> af ver’ði íbúðar sinnar áður en þeir taka þær til afraota, en síðan 6 o/a af 85o/o verðs íbúðariinnar. Er enn ekki hægt að segja hve man- aðargjald verði hátt fyrir hverja íbúð, en talið er líklegt, að fyrir 3 heroergja íbúðir verði það am 65 kr. á miánuði og fyrir tveggja herbergja um 50 kr., en þetta ier þó að eins ágizkun. — Með mánaðargjaldinu á að telja alla skatta, en hiti og Ijós er auöviiað ánnheimt sér. Þeir, sem kaupa i- búðirnar, greiða alt það fé, sem þeir borga fyrir þær, I eigin vasa, auðvitað að frádregnum vöxtum af láninu. Byggingarfélag verka- manna sér um alt viðhald utan- húss og í öllu satnieiginlegu, en eigenöur íbúðanna sjá um við- hald imianhúss, hver hjá sér. Eng- inn gaíur selt íbúð sína eða leágt nierma með ihlutun Byggingarfé- lagsins. Þannig mun því varraað, að húsin lendi í braski. Ef eim- lxver vill selja íbúð sína, kaupir Byggingarfélagið íbúð hans, og fær liann þá alt það fé greitt, sem hann hefir Lagt fram í upp- hafi og mánaðarLega, þó að frá- dregnum lánsvöxtum og viðhalds- áætjun. Ef einhver vill leigja her- bregi út frá sér, ákveður stjórn Byggingarfélagsins Leiguverðiið, og verður það reiknað út frá verði iDúðarinnar. Munn sumiir brasknáttúrmnenn ef til vili telja hér gripiö fram fyrir hendur ein- staklingsframtaksins svonefnda, en það mun þó sýna sig, að þetta verður heildmni að gagni, og það er pefta, sem lögin um verka- maranabústaði, sem jafnaðarmenn hafa siamið, stefna að. Hér að framan hefir Verka- mannabústöðunum verið lýst að nokkru. Munu flestir sjá að hér er stört spor stigið í þá átt, að útrýma óhoIJum híbýlum og ’stemma stigu fyrir því okti, sem undanfarin ár hefir verið látið viðgangast með húsnæði. Samtök alþýðufólksins í þess- ari borg liafia orðið að heyja langvinna og harðvítuga baráttu til að fá lögin um verkamanna- bústaðina samþykt. Fulltrúar þessara samtaka, bæði í bæjar- stjórrr og lednnig á þingi, hafa fund eftir fund liamráð á því hve brýna nauðsyn bæri til að •ráðiin yrði bót á hinu afarslæma húsnæðisástandi. En allar kröfur þieirra voru að eragu hiafðar og hið tina, sem íhaldsmeáiúhiuti bæjarstjórnaTinnar getur sýnt sem dæmi upp á afrek sín í þessn nnesta vandamáli þorra Reykvík- ingá eru liinir svomefndu „Pólar" og Selbúðir. En hið fyrsta, sem maður rekur augun i við að Mta á þessa minnisvarða íhaldsins, er, að þeir eru reistir mieð það eitt fyrir augum, að énginn vilji vera í þenn, raema þeir, sem eru ái- gerlega neyddir til þess. Þannig hafa leigusalar verið trygðir meS íhlutun bæjarfélagsins og verirð því einráðir um verð á húsnæði og útbúnað þess. — ihaldsroönnmn hefir fundist, áð með íögum sem verkataannabú- staðalögunum væri verið aö bindö hendur^ einstaklingsfram- taksins. Þeir hafa að eins einhlínt á hagsinuni fárra húseigenda, en ekki gætt þess, að hinar slæmu íbúðir hér í borginmi hafa undan- farin ár eyðilagt þrótt fjölda manna, gert æskuna heimiiisræka út á götuna, skapað heimilisó- frið og sjúkdóma. Og svo hafa þeir verið starblindir fyrir því, sem verða mætti heildinni að gagni, að þeir greiddu atkvæði gegn verkamararaabústaðalögum er þau voru samþykt. En það er ef til vill eigi rétt að tala meira um það, sem að luraden er gengið. Sagan er alt af eins: Hugsjórair og velferðarmál vinnast ekki fram raemia með ára- raos baráttu. Dauðu öflin í þjóð- félögunmn, broddborgaraháttur- inn cg tregðan eru erfiðir hjailar á braut mannkynisins, en íólkið keimöt þó að lokum þangað, sem hugsjórárnar hafa bent. Af þessum 54 fjölskyldmu, sem fá íbúðiir í verkamannabúsitöðunr um, munu að eins 7 hafa haft í- buðir, sem talist geti sæmiegir mannabústaðir. Hinar 47 hafa orðið að sætta sig við íbúðir, sem í raun og veru ætti að bianna rnieð lögum, og mun sumt þess- ara fjölskyldna hafa búið í íbúð- ium, sem aru bcmmlSar med lög- um, þótt því hafi ekki verið framfylgt. Þessu fólki finst nú, um Leiö og það flytur iran í VeTkamanna- bústaðina, eins og þiað sé kcvmið á aðra stjörnu. Tökum dæmi. Hjðn mieð fjögur börn hafa bú- jið í kjallara, tvö herbergi mjög' Iítil og eldhús, götubrúnin, skarnt rrá glnggum, nemur við rúmlega miðjar gluggarúðurnar. Dyrnar liggja út i inoldargarð. Vatn kemiur upp um góilfiö á vetruro, slagi. Börnin hafa flest verið veik í kirtlum í brjóstinu. Verð fyrir íbúðina 65 og 70 krónur. — Þessf hjón flytja nú í Vieiikamiannabú- staðina. Þau fá tvö herbeTgi, eld- hús o. s. frv., alt eins fullkomíð og nútíminn krefst frekast. Fyrá" þietta munu þau eiga að grei'ðœ um 50 kr. á mánuöx, sem er a'ð langmestu leyti afborgun á íán* þeiira sjálfra, þ. e. féð rennur ’a'ð raestu leyti, í þeirra eigira sjóð. Ein fjölsikyldan helir leigt 12 herbergi og eldhús. Það er særoi- leg íbúð, þótt ekkert bað fylgl henni. Verð 95 krónur. Nu keyptns þessi hjón priggja herbergja íbúið. Leigan (greidd að miestu í eágiilir vasa) verður kringum 65 króraur, Þessi dæmi eru að eins gripin af handahófi, og þau verstu er« ekki tálin. Það var von allra félaga fc Byggingarfélagi verkamanna, að í sumar myndi verða hægt að byggja aðrar 54 íbúðir, lóð er til fyrir þær i framhaldi af hán- um byggingunum. En þetta verð- ur ekki hægt. Alt er skorið nið- ur. Jafnvel það, sem er lífssptrrs- mál fyrir fjöida alþýðuheimila. Þetta atriði er óþarfi að rekja mieir. Mönnum er kunnugt tun framkomu íhaldsflokkanna beggja . á þingi nú. En krafan er: Fleiri verkanianasaLústaði. Og þessari kröfu verða allir að fylgja fast, ekki eimmgis þeir,. sem þegar eru í Byggingarfélag- inu, heldur og allir leigjendur I Reykjavík, því bygging verfca- mannabústaða lœkkar leiguna í ölluro húsium hér í borginni. Búataðimir eru „verk, sem tala“. Þeir sýna hvað einhuga samtök geta, þegar þeim er réíti- lega stýrt. Þeir eru dómur utn það, hvort alþýðan getur ekki bætt kjör sín, ef hún oilt sjálf. Þeir eru dóm-ur urn vehk þeirra manna, sem alþýöan hefir valið sér fyrir trúnaðar- menn. Þeir eru bending um það.. hvernig berjast skulá, hvort að eins skuli nota pólitík ábyrgðar- leysisins og steikra slagorða. Venkamaninabústaði'mir eru ekki einungis beint hagsmunamá) þeirra manna, sem eru svo Ián- samir að fá þá, þeir eru um leið eitt stærsta heilbrigðiismiál, sem sfoínað hefir verið til, þeir eru ’Uppeldisstofnun fyrir alþýðuæsk- una, þeir eru menningarmál. Heill sé þeim, sem barist hafa fyrir þessu máli á midanförnaní árum, heilí s.é blöðum verkalýðs- ins, sem haldið hafa því á lofti dag eftir dag og ár eftir ár.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.