Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
Sigurður Tómas Garðarsson
til að kasta rýrð eða tortryggni á
umrædd samtök, enda staðreynd
að hjá þeim er valinn maður í
hvetju rúmi og öll verk unnin af
elju og heilum hug. Þessi orð eiga
að sjálfsögðu einnig við um önnur
sölusamtök sem hér starfa. Það sem
balsir við í þessari umræðu er sú
staðreynd að í flestum tilfellum (ég
þori hérumbil að segja í 99% til-
fella) vinna sölumenn og kaupmenn
almennt verk sín af heilum hug og
samviskusemi. Við stöndum hins-
vegar frammi fyrir þeirri pólitísku
kreddu að stjómmálamenn hafi
meira vit á viðskiptum en kaup-
sýslumenn. Við stöndum einnig
frammi fyrir þeirrri pólitísku kreddu
að íslenskir fiskframleiðendur séu
aðeins hæfir til að kaupa fískinn
sem þeir framleiða, en þeir séu
óhæfir til að selja hann.
Það er ódrengilegt af Guðmundi
H. Garðarssyni að upphefja islensku
sölusamtökin með þessum hætti og
nudda um leið salti í sár þeirra
manna er lent hafa í óhöppum eða
verið rændir. Ef einhver íslenskur
fiskframleiðandi vill gerast félagi í
sölusamtökum til að láta þau sjá
um sölumál sín, þá er það gott mál
og ekkert við það að athuga. Á
sama hátt ætti ekkert að vera við
það að athuga, ef einhver annar
framleiðandi vill sjá um söluna sjálf-
ur eða fá einhvern _ annan en
sölusamtökin til þess. Eg get verið
sammála Guðmundi í fyrirsögn að
grein hans, um að íslendingar eigi
sjálfir að annast fisksölur erlendis,
en innreið ferskra hugmynda og
ævintýri í útlöndum eru ekkert
slæm mál, eins og látið er að liggja,
og eru reyndar ekki síður en önnur
atriði grundvöllur að eflingu þjóðar-
hags.
Höfundur er framkvæmdastjóri
fiskvinnslu í Vogum.
Selfoss:
Ný lögfræði-
stofa opnuð
Selfossi.
NÝ lögfræðiskrifstofa var ný-
lega opnuð við Tryggvagötu 2a
á Selfossi, í húsnæði Bakka sf.
Það er Ingimundur Einarsson
héraðsdómslögmaður sem rekur
lögfræðiskrifstofuna. Hann vann
áður sem bæjarlögmaður hjá bæjar-
sjóði Hafnarfjarðar og var þar áður
bæjarstjóri á Siglufirði.
Ingimundur tekur að sér öll al-
menn lögfræðistörf og segir lög-
fræðistofuna hafa farið vel af stað.
Hjá Bakka sf. þar sem lögfræðistof-
an er til húsa er rekin bókhalds-
og uppgjörsþjónusta ásamt fast-
eignasölu.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ingimundur Einarsson lögfræð-
ingur á lögfræðistofu sinni á
Selfossi.
Góðhesta- og kynbóta-
sýningar 20.-23. ágúst.
Hrossamarkaður, 14 af
bestu hrossum landshlut-
anna boðin upp.
Fiskirækt og margar fleiri
nýjar búgreinar.
Einstakt tækifærí fyrir
bömin til þess að komast
í snertingu við dýrin - og
fyrir þá fullorðnu til þess
að kynnast landbúnaði
nýrra tíma.
OPIÐ:
Kl. 14-22 virka daga,
kl. 10-22 um helgar.
Strætisvcigncir 10 og 100
stoppa í grennd við BÚ ’87.
Hittumst
íVíðidal!
Það er hægt að gera
feiknargóð kaup á BÚ ’87.