Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
23
Flugvél sem Hafrannsóknarstofnun leigði til að telja hvali úr lofti.
Hún er sérútbúin til þess starfa, segja má að nefið sé allt úr gegnsæju
trefjaplasti.
Morgunblaðið/Ásdis
Þrjú íslensk skip voru notuð við talningar við ísland í sumar. Leiðir þeirra eru valdar af handahófi
og dregnar í beinni línu milli tvegga punkta. Á grundvelii þeirra gagna sem aflað er með þessum hætti
má áætla dreifingu og heildarfjölda hvala á þessu hafsvæði.
V
A _
V
Skírnir
Keflvíkingur
Árni Friðrikssoi
skipunum voru auk Jóhanns, Þor-
valdur Gunnlaugsson og Michael
Payne frá Bandaríkjunum. Fimm
aðrir erlendir vísindamenn tóku
þátt í rannsóknunum. Skipstjóri á
Skírni var Þórður Eyþórsson, á
Keflvíkingi Einar Guðmundsson
og þeir Ingi Lárusson og Guð-
mundur Bjarnason á Árna Frið-
rikssyni. Greg Donovan frá
Bretlandi stjómaði talningu úr
flugvél.
Texti: BS
Myndir: Jóhann Sigurjónsson
og Hjálmar Halldórsson
Morgunblaðið/Hjálmar Halldórsson
Hnúfubakur. Hnúfubakar hafa verið friðaðir frá árinu 1955.
Hnýðingavaða séð úr lofti. Hnýðingurinn er af höfrungaætt. Hann verður 2—3 metrar að lengd. Erfitt
getur verið að greina höfrunga á sjó, en þessa einkennir hvítt nefið.
Hnúfubakur veifar sporði í kveðjuskyni er hann kafar. Gerð hefur
verið tilraun til að safna myndum af neðri hluta sporðblöðku hnúfu-
baka kerfisbundið. Þar ber hver hvalur persónulegt einkenni sem
nota má til að greina einstaklinga. Með því að bera saman myndir
vísindamanna frá öllum heiminum tókst að rekja ferðir hnúfubaks
frá Puerto Rico á miðin við ísland. Hvalurinn lagði af stað i janúar
árið 1981 og fannst við ísland 5. júlí sama ár.
Langreyður blæs. Dýr af þessari tegund þurfa að koma upp á yfir-
borðið á 5—10 mínútna fresti. Hvalir endurnýja súrefnisforðan á
níu tíundu hlutum við hverja öndun, landdýr aðeins að tíunda hluta.
Blóðrauði þeirra varðveitir súrefni nífalt á við landspendýr. Súref-
nið nota hvalirnir aðeins til nauðsynlegustu þarfa, eins og starfa
hjarta og heila.