Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 48
Ok 48 MORGUNBLÁÐIÐ, ÞMáwUDAGmTísriGÖST' Í987 BETRI ARANGUR MEÐ ATLAS COPCO Öruggur búnaöur fyrir: 1. Mannvirkjagerð 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaðiönaö 4. Léttan iðnað Loftþjöppur með eða án loftkúts KOSTIR: Eftirlit auðvelt Fyrirferðarlitlar Margar stærðir FYLGIHLUTIR: Loftsíur Loftþurrkarar Þrýstiminnkarar Loftslöngur Slöngutengi Loftkælar Fullbúin LE B loftþjappa VERKFÆRI: Borvélar Slípivélar Herzluvélar Gjallhamrar Brothamrar Ryðhamrar Fræsarar Loftbyssur Sagir Klippur Sandblásturstæki Máln.sprautur Fylgihlútir Afköst 6-23 l/s — vinnuþrýstingur 10-30 bar ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækiö þekkir 'hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. ■■■^■■■1 Fyrirtæki með framleiðslu er ■■■■■■■ JttlasCopcc trygg'r Þér bætta arðsemi og JJtlasCopcc góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur (^LANDSSMIÐJAN HF. ^TasOLVHÓLSGÖTU 13 - REYKJAVÍK SIMI (91) 20680 VERSLUN: ÁRMÚLA 23 Reykjavíkurdeild RKI heldur námskeið í skyndihjálp Það liefst þriðjud. 18. ágúst kl. 20 í Ármúla 34 (Múlabæ) og stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr. 1000,- Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Öllum er heimil þátttaka. Athygli skal vakin á því að Reykjavíkurdeildin útvegar kennara til að halda námskeið fyrir félög, fyrirtæki og skóla. Rauði Kross íslands 35408 83033 '© Bladburöarfólk 1 óskast! I AUSTURBÆR ÚTHVERFI Laugavegur neðri Síðumúli Laugavegur Ármúli frá 101-171 Álftamýri Lindargata frá 40-63 HEIMAR Ingólfsstræti Álfheimar Oðinsgata Sólheimar Samtún Gnoðarvogur f rá 14-42 KOPAVOGUR Heiðargerði Borgarholtsbraut frá 2-124 Kópavogsbraut Holtagerði fyfofetfr Minning: Hrund Jónsdóttír Fædd 26. maí 1969 Dáin 11. ágúst 1987 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt. (V. Briem) Við viljum hér með fáum orðum minnast vinkonu okkar, Hrundar Jónsdóttur, sem var kölluð í burtu í blóma lífsins, aðeins átján ára gömul. Eftir stöndum við agndofa og spyrjum okkur, hvers vegna? En þeir sem guðimir elska deyja ungir og við trúum því að Hrundar bíði eitthvað mikilvægt. Við kynntumst Hrund í 5. bekk í bamaskóla og urðum góðar vin- konur. Strax tókum við eftir því hvað Hrund var dugleg og ákveðin við það sem hún ætlaði sér og að hún var sannur vinur vina sinna. Eftir 9. bekk lá svo leið okkar allra í Versló. Saman hossuðumst við í litlu bláu Hondunni í og úr skóla og áttum þá oft góðar stund- ir sem munu aldrei gleymast. En eftir áramót fór ferðum Hmndar með okkur sífellt fækkandi vegna þeirra veikinda sem báru hana að lokum ofurliði, þrátt fyrir hetjulega baráttu hennar. Hmndar verður sárt saknað í okkar vinahóp og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni og eiga hana að vinkonu. Foreldmm hennar, systkinum og öðmm vandamönnum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Anna Birna og Brynja Rut í dag er borin til hinstu hvíldar frá Hafnarfjarðarkirkju Hmnd Jónsdóttir, aðeins 18 ára gömul. Kynni okkar Hmndar hófust fyrir 11 ámm, þegar ég tengdist fjöl- skyldu stjúpföður hennar. Ég minnist hennar frá þeim tíma sem fallegrar 7 ára stúlku með stór augu og ljóst hár, sem settist mér við hlið, opnaði myndaalbúm og kynnti mig á þann hátt fyrir öllum í fjölskyldunni. Yfirbragð hennar var rólegt og yfirvegað en samt skynjaði maður þá festu og einurð, sem komu hvað best í ljós í löngu sjúkdómsstríði hennar. Hmnd var fædd í Hafnarfirði þann 26. maí 1969 og var hún ann- að barn foreldra sinna. Bróðir hennar, Vilhjálmur, er fæddur 22. október 1966. Foreldrar hennar vom hjónin Halldóra Valdimars- dóttir og Jón Vilhjálmsson. Aðeins þriggja ára gömul varð Hmnd fyrir þeirri miklu sorg að missa föður sinn, en hann dó árið 1972 eftir löng og ströng veikindi, aðeins 26 ára gamall. Má nærri geta, hverstu nístandi sorgin hefur verið hjá ungri konu að standa ein uppi með tvö ung böm. Halldóra gekk síðar að eiga mág minn, Val Svavarsson, og eignaðist með honum dóttur, Bjarney, sem fædd er 10. apríí 1977. Valur gekk Hmnd í föður stað og var ætíð mjög kært með þeim. Hmnd þroskaðist í unga og fallega stúlku, sem var umvafin ástúð og hlýju góðrar fjölskyldu og vina. Hún var mjög dugleg, bæði til náms og handmennta. Sýndu öll hin fallegu föt, er hún saumaði, að henni var margt til lista lagt, hafði hún næmt auga fyrir formi og lit- um. Árin liðu við nám og leik í Hafn- arfirði en svo kom að því að framhaldsskóli skyldi valinn og þá varð fyrir valinu Verslunarskóli Is- lands í Reykjavík. Rétt áður en skólagangan í Verslunarskólanum hófst kenndu hún þess sjúkdóms, er síðar varð henni að aldurtila. Má því segja, að öll ganga hennar þar hafi verið hulin dimmum skugga frá erfiðu sjúkdómsstríði. Þrátt fyrir þetta náði hún prýðileg- um námsárangri. Hún var vel gefín ung stúlka, afar samviskusöm og hafði mjög gaman af náminu. Það var þessi mikli áhugi hennar, sem fékk hana til að standa upp af sjúkrabeði aftur og aftur og gefast aldrei upp. Það var aðdáunarvert að fylgjast með, hversu vel móðir hennar setti sig inn í skólanámið. Kennari Hrundar sagði mér að það hefði verið hreint ótrúlegt, hversu miklu hún afrekaði á sl. vetri. Eftir miklar fyarvistir kom hún aftur og aftur í skólann sinn og skilaði góð- um prófum. Þessi góði námsárang- ur, þrátt fyrir hin erfiðustu skilyrði, var búinn að tryggja henni örugga skólavist á vetri komanda. En nú hefur sá dómari talað, sem engum þýðir að deila við, og því munu skólafélagar hennar sakna vinar í stað, þegar þeir á haustdögum safn- ast enn einu sinni saman til áframhaldandi náms og starfa. Fyr- ir um það bil 10 vikum ræddum við Hrund um það, hvaða valfög í 5. bekk skólans mundu færa henni mesta framtíðarmöguleika. Kjark- urinn var svo mikill, að þótt mátturinn væri nær allur, þá leit hún eingöngu fram á við. í júní rofaði til hjá Hrund og fjöl- skyldu hennar, þegar fréttist af nýju lyfi í London, sem ef til vill gæti haldið sjúkdómnum í skefjum. Með nýjan vonameista í bijósti hélt hún utan með móður sinni og stjúp- föður. í för með þeim voru góðar fyrirbænir okkar allra. Því miður var sjúkdómurinn kominn á það stig, að enginn mannlegur máttur fékk ráðið við hann. Spor hennar inn á sjúkrahúsið urðu þyngri og þyngri en þau gekk hún ekki einsömul. Hún átti yndis- lega fjölskyldu, sem gekk við hlið hennar á þessari löngu og erfíðu ferð. Móðir hennar vék vart frá henni og það var yndislegt að sjá, hversu nærgætin og vakandi hún var við að heimsækja hana dag hvem og hafði Hrund sérstaklega orð á því við mig, þegar við hitt- umst í síðasta skiptið. Þótt æviár Hmndar yrðu ekki mörg, mætti margur eldri læra mikið af henni. Sá einstæði kjarkur og æðruleysi, er hún sýndi, munu verða minnisstæð okkur öllum, sem þar urðum vitni að. Síðast þegar ég hitti hana, þá sárþjáða á sjúkra- húsinu, aðeins þrem vikum áður en kallið kom, vorum við aftur að skoða myndir. í þetta skipti var ég að sýna henni myndir af nýjum heimkynnum mínum og fyölskyldu minnar í Þýskalandi. Eins og endra- nær bar hún sig eins og hetja og sló á létta strengi. Þegar hún yrði frískari sagðist hún mundu koma í heimsókn til mín til þess að læra meira í þýsku. Það var einlæg von mín, að okkur mætti auðnast að taka á móti henni, en það átti ekki að verða. Þess í stað fór hún í ann- að og lengra ferðalag til þeirra heimkynna, sem okkur eru öllum búin um síðir. Ég, maðurinn minn og bömin mín þökkum Hrund Jónsdóttur fyr- ir góð kynni. Minningar okkar um hana munu ætíð verða umvafðar fegurð og ljóma æskunnar. Kjark hennar og æðruleysi munum við aldrei gleyma. Söknuður okkar er mikill en mest er þó sorgin hjá þeim sem henni stóðu næstir — ástkærri móður og stjúpföður, systkinum, iHHf ömmum, afa og vinkonum. Við biðrj- um góðan Guð að styrkja ykkur öll og blessa ykkur minningarnar um Hrund. í dag hefðum við viljað standa yfír moldum hennar, þegar hún verður lögð til hinstu hvíldar í bænum sínum við fjörðinn bláa. Þess í stað kveðjum við hana úr fyarska með orð Reykjavíkurskálds- ins í huga: Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfír, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifír? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki - Frankfurt am Main í ágúst 1987. Hrafnhildur Sigurðardóttir Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmungá og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, míns, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært Þú lifðir góður Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) I dag kveðjum við vinkonu okkar og frænku, Hrund Jónsdóttur sem lést eftir löng og erfíð veikindi. Erfítt er að sætta sig við þetta því ætíð var vonin um bata yfír- sterkari allri hugsun um dauðann. Það er aðdáunarvert hve Hrund barðist gegn veikindunum, og var hún ákveðin í að sigrast á þeim. Ávallt var Hrund tilbúin að taka þátt í leik og starfí og í grunnskóla stundaði hún íþróttir af kappi og gekk henni þar mjög vel, eins og í öllu öðru sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að Hrund lauk grunn- skóla lá leið hennar í Verslunar- skóla íslands og þar stundaði hún nám í tvo vetur, og stóð hún sig þar með stakri prýði þrátt fyrir að hún hafí misst mikið úr vegna veik- inda. Þar sem Hrund var voru gleðin og kátínan ávallt í fyrirrúmi, og áttum við margar góðar stundir með henni sem seint munu gleym- ast. Við þökkum Hrund allar þær ánægjulegu og skemmtilegu sam- verustundir, sem við áttum með henni. Söknuðurinn er sár og erfítt er að sætta sig við það að svo ungt fólk sé kallað burt úr blóma lífsins. Foreldrum hennar, systkinum og öðrum vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Lilja, Jóhanna og Helga Björk t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og út- för móöur okkar, EINARÍNU SUMARLIÐADÓTTUR, Laugalœk 25. Tómasína Einarsdóttir, Þorbjörg Á. Einarsdóttir, Óskar Einarsson, Vilhelmína Þ. Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.