Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 54
TPTTf)Á ftf ®TpAOin,tTWfí fTKTA UJMnr\5TnM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
+ *
Utvegsbanki Islands hf
Vilja kaupa öll
hlutabréf ríkisins
Jóni Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, afhent tilboðið.
Morgunblaðið/KGA
FULLTRUAR 33 aðila í sjávarút-
vegi, þjónustu, Iðnaðarbanka og
Verzlunarbanka gengu á fund
Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráð-
herra, klukkan 15.00 í gær og
afhentu honum tilboð í 76%
hlutafjár Útvegsbanka íslands
hf. og er það allt hlutafé sem enn
er í eigu ríkissjóðs. Ef af kaupun-
um verður er stefnt að því að
Útvegsbankinn og Iðnaðarbank-
inn sameinist á næsta ári og
hugsanlega einnig Verziunar-
bankinn.
Síðastliðinn föstudag lagði Sam-
band íslenskra samvinnufélaga og
þrjú fyrirtækja þess fram tilboð í
67% hlutafjár Útvegsbankans. Und-
anfama mánuði hafa aðilar í
sjávarútvegi, undir forustu Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna,
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
og Sölusambands íslenskra físk-
framleiðenda, unnið að því að safna
hlutafé fyrir meirihluta í bankanum.
Tilboð Sambandsins kom þessum
aðilum á óvart en þegar fréttist um
það komst verulegur skriður á hlut-
aQársöfnun þeirra. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins höfðu
safnast loforð fyrir 645 milljónum
króna þegar á laugardagsmorgun.
Eftir það samþykktu bankaráð Iðn-
aðarbankans og Verzlunarbankans
að leggja fram 50 milljónir króna
hvor banki. Þá bættust einnig fleiri
aðilar í hópinn. Á fundi sem haldinn
' var á skrifstofu LÍÚ kl. 11.00 í
gærmorgun var endanlega gengið
frá tilboðinu. Og kl. 15 gengu full-
trúar tilboðsgjafa á fund viðskipta-
ráðherra, eins og áður segir.
Áttu ekki von á tilboði
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði þegar hann var spurður
um ástæður þess að tilboð þessara
aðila hefði ekki verið lagt fram fyrr
og áður en Sambandið gerði sitt
tilboð: „Vegna þess að okkur hafði
ekki unnist tími til að safna þessu
hlutafé. Viðskiptaráðherra fyrri
ríkisstjómar gaf okkur frest til 15.
nóvember nk. til þess að ganga frá
þessu máli. Við áttum ekki von á
því að það mundi berast tilboð í
meirihluta hlutafjár innan þess
tíma. Við teljum að þeim sem tilboð-
ið gerðu hafi verið kunnugt um það
að við höfðum rætt þetta og að
stjóm LÍÚ samþykkti 11. maí að
leggja fram 50 milljónir króna til
að stuðla að samstöðu um kaup á
þessum bréfum."
I tilkynningu sem forsvarsmenn
tilboðsgjafa lögðu fram á blaða-
mannafundi í gær segir orðrétt:
„Þegar sett vom lög um stofnun
hlutafélagsbanka um Útvegsbanka
Islands sl. vor, var eftir því leitað
af síðustu ríkisstjóm að sjávarút-
vegurinn keypti meirihluta í hinu
nýja hlutafélagi, enda var sett
ákvæði í hin nýju lög, að heimila
Fiskveiðasjóði Islands að kaupa
20% af hlutafénu, sem stjóm Fisk-
veiðasjóðs samþykkti með sam-
hljóða atkvæðum að nýta.
I framhaldi af því samþykkti
stjórn LÍÚ á fundi sínum 11. maí
sl. að leggja fram 50 milljónir króna
til kaupa á hlutafé og hafa forystu
um, ásamt Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna og Sölusambandi ísl.
fiskframleiðenda, að safna hlutafé
fyrir meirihluta í bankanum.
Var þegar hafíst handa við þetta
verk, en viðskiptaráðuneytið hafði
veitt frest til 15. nóvember í haust
til kaupa á hlutafé.
Nú hafa þeir atburðir gerst sem
knýja á um að ljúka málinu fyrr.
Heftir það leitt til þess að 33 aðilar
hafa bundist samtökum um að
kaupa allt óselt hlutafé ríkissjóðs í
Útvegsbanka íslands hf. að fjárhæð
760 milljónir króna að nafnverði.
Hefur verið leitað til mikilvægra
viðskiptavina sjávarútvegsins og
nokkurra annarra aðila um að gera
þessi kaup möguleg.
Eins og áður er að vikið er boð-
ist til að kaupa allt óselt hlutafé
ríkissjóðs og greiða það á 5 árum
eins og óskað er eftir í útboðstil-
kynningu viðskiptaráðuneytisins
frá því í júní sl. Ennfremur að
greiða nú þegar 6% af hlutafénu í
stað 5% sem óskað er eftir í út-
boðstilkynningunni og hefur ávísun
fyrir þessari upphæð að viðlögðu
álagi vegna vísitöluhækkunar sam-
tals að upphæð kr. 47.822.385,-
verið afhent viðskiptaráðuneytinu."
Eimskip annar stærsti
hluthafinn
Að þessu tilboði standa 33 aðilar
í sjávarútvegi, þjónustu, tveir bank-
ar og einstaklingar. Ef viðskipta-
ráðherra tekur tilboðinu verður
Eimskip annar stærsti hluthafínn í
Útvegsbankanum með 10% hluta-
§ár. Stærstur verður Fiskveiðasjóð-
ur íslands sem á þegar 20%
hlutafjár. Þriðji stærsti hluthafinn
verður Lífeyrissjóður verslunar-
manna. Hér til hliðar er birtur listi
yfír þá sem standa að tilboðinu og
þar má sjá að 5 fyrirtæki bjóða
hvert um sig í 50 milljónir króna.
„Með þessu erum við að veija
stöðu okkar í útflutningi á sjávaraf-
urðum og flutningum á aðföngum
fyrir fískvinnsluna," sagði Þórður
Magnússon, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Eimskips þegar hann
var spurður um ástæður þess að
félagið hefur ákveðið að falast eftir
100 milljónum króna af hlutafé
Útvegsbankans. „í annan stað vilj-
um við stuðla að aukinni hag-
kvæmni í bankakerfinu með
sameiningu banka og stærri rekstr-
areiningum." Ákvörðun Eimskips
um hlutafjárkaupin var tekin þegar
síðastliðinn föstudag, eftir að tilboð
Sambandsins lá fyrir.
Sameining banka
Á blaðamannafundi sem forustu-
menn SÍS héldu eftir að þeir höfðu
afhent viðskiptaráðherra tilboð sitt
gerði Guðjón B. Ólafsson forstjóri
þess mikinn greinarmun á tilboðinu
og kaupum aðila í sjávarútvegi á
hlutabréfum í Útvegsbankanum:
„Það er verulegur munur á því hvort
slíkir aðilar sameinast um að kaupa
hlut í bankanum, eða eins og í því
tilfelli sem hér um ræðir, að það
sé annar banki sem sameinast Út-
vegsbankanum." Ætlun Sambands-
ins er að sameina Samvinnubank-
ann og Útvegsbankann, eignist það
hlutabréfín í Útvegsbankanum. Þá
lýsti Valur Arnþórsson stjórnar-
formaður SIS yfir áhuga á að
Alþýðubankinn tæki þátt í þeirri
sameiningu.
Tilboðsgjafamir 33 og bankaráð
Iðnaðarbankans hafa hins vegar
gert með sér samkomulag þar sem
gert er ráð fyrir að Útvegsbankinn
og Iðnaðarbankinn sameinist á
næsta ári, eða þegar reikningsupp-
gjör bankanna fyrir þetta ár liggur
fyrir. Samkomulagið hljóðar orð-
rétt: „Það er ásetningur undirrit-
aðra, að beita sér fyrir því, að
Iðnaðarbanki Islands hf. og Útvegs-
banki Islands hf. sameinist. Miðað
er við að sameiningin eigi sér stað
í kjölfar ársuppgjörs fyrir árið
1987.“ Undir þetta rita Kristján
Ragnarsson fyrir hönd tilboðsgjafa
og Davíð Sch. Thorsteinsson for-
maður bankaráðs Iðnaðarbankans
hf.
Samhliða þessu samþykkti
bankaráð Verzlunarbankans bókun
sem opnar möguleika á enn frekari
samvinnu og sameiningu. Bókunin
hljóðar svo: „Bankaráð samþykkir
að kaupa hlutafé fyrir allt að 50
milljónir króna í Útvegsbanka ís-
lands hf. í því skyni að efla einka-
banka og einkarekstur.
Jafnframt opnast möguleikar á
enn frekara samstarfí milli bank-
anna í framtíðinni, sem þannig geti
skapað grundvöll fyrir sameiningu
einkabanka."
Á síðari hluta 1986 fóm fram
viðræður um sameiningu Iðnaðar-
banka, Verzlunarbanka og Útvegs-
banka. Upp úr þessum viðræðum
slitnaði, eins og kunnugt er. Nú er
afstaða Verslunarbankans til sam-
einingar ekki jafn eindregin og
Iðnaðarbankaps og var spurt um
ástæðu þess. Árni Gestsson formað-
ur bankaráðs Verzlunarbankans
sagði að hlutabréfakaupin nú bæri
að með allt öðmm hætti en viðræð-
umar síðastliðið ár: „Þetta er miklu
breiðari fylking sem stendur að
þessu og það er búið að tryggja
sölu þess hlutafjár sem óselt var.
Þannig að þetta lítur allt öðmvísi
út en þá. Auk þess em skilmálam-
ir sem em boðnir af ríkissjóði aðrir
og hagstæðari en fyrir áramót
vegna þess að ríkissjóður tekur á
sig skuldbindingar bankans og þær
skuldir sem ekki fást greiddar.
Þetta var ekki svo þegar rætt var
um sameiningu bankanna."
Davíð Sch. Thorsteinsson for-
maður bankaráðs Iðnaðarbankans
sagði að afstaða Iðnaðarbankans
væri óbreytt frá því í janúar sl.
Hann vitnaði í bréf bankans til
Seðlabankans 19. janúar eftir að
slitnað hafði upp úr viðræðunum
við Verzlunarbankann: „Iðnaðar-
bankinn er hins vegar reiðubúinn
til að ræða aðra kosti í endurskipu-
lagningu bankakerfísins sem leitt
gætu til aukinnar hagkvæmni."
í þessu sambandi benti Kristján
Ragnarsson formaður LIÚ á að
báðir bankamir legðu fram 50 millj-
ónir króna: „Það verður að teljast
áhersluatriði í þessu sambandi."
Hann tók einnig undir með Árna
Gestssyni að allur viðskilnaður
ríkisins við bankann væri skýr með
lögunum um Útvegsbanka Islands
hf.
Jón Baldvin
Hannibalsson,
fjármálaráðherra:
Ríkið geri
ekki upp á
milli aðila
„MENN verða að átta sig á því
að það er grundvallaratriði að
ríkisvaldið geri ekki upp á milli
aðila, að það sé farið að viður-
kenndum reglum og viðteknum
viðskiptaháttum í svona málum,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráðherra, þegar hann
var spurður um álit hans á nýja
tilboðinu.
„Eg lét hafa það eftir mér vegna
tilboðs Sambandsins og samstarfs-
aðila þess að það væri tilboð sem
ekki væri hægt að hafna af ein-
hverjum pólitískum ástæðum,"
sagði Jón Baldvin og bætti við: „í
raun og vem eru höfuðatriðin ein-
föld. Ríkið hefur ákveðið að bjóða
hlutabréf sín í Útvegsbankanum til
kaups og auglýst þá ákvörðun og
kveðið á um verð og kjör. Það sem
gerðist var að Sambandið og sam-
starfsaðilar þess gerðu tilboð í þessa
eign og fullnægðu áður auglýstum
skilmálum. Þegar annar aðili leggur
fram tilboð sem í fljótu bragði virð-
ist ríkinu hagstæðara verður að
skoða það vandlega. En jafnframt
verða menn að hugsa til málsmeð-
ferðarinnar, þ.e.a.s. þegar vara er
boðin til kaups á ákveðnum skilmál-
um og einhver aðili býðst til að
kaupa og fullnægir settum skilyrð-
um, hver verður réttur hans við það
að annar bíður betur. Ég held að á
þessu stigi þurfí að fara vandleg
athugun á því hver sé réttarstaða
aðila.“
_ A
Tilboð í Utvegsbankann
UM LEIÐ og fulltrúar 33 aðila
í ýmsum starfsgreinum lögðu
fram nýtt tilboð í hlutabréf
ríkisins í Útvegsbanka íslands
hf. voru greiddar fram 6% út-
borgun af andvirði hlutabréf-
anna.
. Samband íslenskra samvinnu-
félaga og þijú fyrirtækja þess
lögðu fram tilboð í hlutabréf Út-
vegsbankans síðastliðinn föstu-
dag. Tilboðin eru þó í mörgu ólík.
Sambandið bauð í 67% hlutafjár
bankans eða 670 milljónir króna
á nafnverði. Tilboðið í gær hljóðar
hins vegar upp á 76% hlutafjár
eða 760 milljónir króna. Með öðr-
um orðum 90 mjlljónum króna
hærra en tilboð SÍS.
Þegar Sambandið lagði fram
tilboð sitt voru greiddar 33,5 millj-
ónir króna eða 5% nafnverðs sem
útborgun. Hins vegar greiddur
aðstandendur síðara tilboðsins 6%
af andvirði hlutabréfanna eða
i 47,8 milljónir króna þegar nafn-
verð hefur verið reiknað sam-
kvæmt hækkun lánskjaravísi-
tölunnar.
I útboði ríkisins er gert ráð
fyrir að þeir sem kaupi hlutabréf
fyrir er fyrir lægri upphæð en 100
þúsund krónur staðgreiði. Ef
keypt er fyrir hærri upphæð en
fyrir minna en eina milljón geta
kaupendur fengið 95% lánað til
þriggja ára. Aðilar sem kaupa
hlutafé fyrir meira en eina milljón
geta fengið 95% lánað til allt að
5 ára. Ef keypt eru hlutabréf fyr-
ir hærri uphæð en 10 milljónir
króna getur kaupandi samið um
sérstök greiðslukjör. Sambandið
og fyrirtæki þess fóru fram á
slíkar viðræður og eins og kom
fram í frétt Morgunblaðsins
síðastliðinn laugardag hafði SÍS
lagt til að greiða hluta hlutaíjár-
ins á fímm árum en hluta á sjö
árum. Síðara tilboðið gerir hins
vegar ráð fyrir að hlutaféð sé allt
greitt á fímm árum. í útboði ríkis-
ins er ákvæði um að eftirstöðvar
séu verðtryggðar og beri meðal-
vexti verðtryggðra skuldabréfal-
ána.
Hér á eftir er tilboð aðilanna
33ja:
Undirritaðir aðilar gera hér með
svofellt kauptilboð í hlutabréf
Ríkissjóðs Islands í Útvegsbanka
íslands hf.
1. Gert er tilboð um kaup á
hlutabréfum, samtals að fjáhæð á
nafnvirði 760.000.000 — sjö
hundruð og sextíu rnilljónir króna
— með lánskjaravísitöluálagi nú
4,87365 stig, samtals nú að and-
virði kr. 797.039.740 — sjö
hundruð níutíu og sjö milljónir
þijátíu og níu þúsund sjö hundruð
og fjönitíu krónur.
2. Útborgun verði 6% af and-
virði hlutabréfanna að Qárhæð á
nafnvirði 45.600.00 — fjörutíu og
fímm milljónir sex hundruð þús-
und krónur — með lánskjaravísi-
töluálagi 4,87365 stig, samtals
að andvirði kr. 47.822.384 — fjör-
utíu og sjö milljón átta hundruð
tuttugu og tvöþúsund þijú hundr-
uð áttatíu og fjórar krónur.
3. Eftirstöðvar kaupverðsins
verði lánaðar til 5 ára og bundnar
lánskjaravísitölu miðað við kaup-
dag og beri vexti, sem eru
meðaltal vaxta verðtryggðra útl-
ána á hveijum tíma samkvæmt
auglýsingum Seðlabanka íslands.
Gjalddagar verði misserislega, í
fyrsta sinn hinn 30. apríl 1988.
4. Hver og einn tilboðsgjafa um
sig mun gera sérstaka grein fyrir
þeim tryggingum, sem hann mun
leggja fram til tryggingar eftir-
stöðvum kaupverðs þeirra hluta-
bréfa, sem hann skuldbindur sig
að kaupa.
5. Tilboðsgjafar gera þann fyr-
irvara, að um fleiri kaupendur og
tilflutning á íjárhæðum milli aðila
geti orðið um að ræða frá því sem
í tilboði þessu greinir.
6. Nöfn þeirra aðila, er standa
að tilboði þessu og fjárhæð hluta-
bréfa, sem hver þeirra gerir tilboð
um kaup á, er sem hér á eftir
greinir:
Reykjavík, 17. ágúst 1987.
Nafn tilboðsgjafa.Nafnverð í millj.
Eimskipafélag ísl. 100
Lífeyrissj. verslunarmanna 60
Iðnaðarbanki íslands 50
Landss. ísl. útvegsmanna 50
Sölumiðst. hraðfrystih. 50
Tiyggingamiðstöðin hf. 50
Verzlunarbanki íslands hf. 50
Olíufélagið Skeljungur hf. 40
Hraðfiystist. Vestmannaeyja 35
H. Jónsson arkitekt 25
Thor Ó. Thors forst. 25
Ögurvík hf., Reykjavík 25
Grandi hf., Reykjavík 20
Síldar- og fiskimjölsverksm. Rvk. 20
Hraðfrystistöðin í Rvk. 15
ísfélag Vestmannaeyja 15
Andri, Reylqavík 10
Fiskanes, Grindavík 10
Hekla hf., Reykjavík 10
Hraðfry stihús Eskifj arðar hf. 10
Hrönn hf., ísafirði 10
Miðfell hf., Hnífsdal 10
Sjóvátryggingafélag Isl. 10
SoffaníasCecilssonútgm., 10
Fiskveiðahlutaf. Venus 10
Globus hf., Reykjavík 5
H. Benediktsson hf., Reykjavík 5
Kristján Guðmundss. útgm., Rifi 5
Magnús Gamalíelsson hf., Ólafsf. 5
Mjölvinnslan hf., Hnífsdal 5
Siglfirðingur hf., Siglufírði 5
Útgerðarfélag Flateyrar hf. 5
Þorbjöm hf., Grindavík 5
Samtals 760