Morgunblaðið - 18.08.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1987
57
Réri áður en vill nú á
þotubát yfir Atlantshafið
Færeyingurinn Ove Joensen
gerði sér lítið fyrir og réri frá
Færeyjum til Danmerkur á 21 feta
árabát með gamla færeyska laginu
í fyrra, eins og flestir muna sjálf-
sagt. Ove var 42 daga á leiðinni.
Hann sagðist í samtali við blaða-
mann hafa róið þegar hann hafði
þrek og löngun til, en ekki hafa
fylgt neinni áætlun þar um. Þegar
hann lagðist til svefns skreið hann
ofan í stokk sem rúmaði hann
nákvæmlega og lokaði vatnsþétt-
um hlera fyrir ofan höfuð sér, en
báturinn er yfirbyggður. Blaða-
manni fannst þetta eins og líkkista,
en Ove sagðist hafa sofið eins og
steinn í stokknum. í honum hafði
hann leiðsögutæki og talstöð. Að-
eins einu sinni á leiðinni hreppti
hann vont veður. Sagðist hann
ekki hafa verið hræddur um líf
sitt þá frekar en áður. Hefði hann
setið uppi í bátnum í flotbúningi á
meðan óveðrið geysaði og beðið
þess sem verða vildi. Hann hafði
með sér ýmiskonar niðursuðuvöru
til matar, að ógleymdu skerpukjöt-
inu, skerpuspiki og harðfíski, sem
hann sagði að hefðu gefið sér
meginkraftinn.
Ove Joensen er fæddur og upp-
alinn á Nólsey í um 300 manna
samnefndu þorpi. Þrátt fyrir smæð
sína hefur Nólsey alið þá tvo Fær-
eyinga sem líklega eru þekktastir
fyrir garpskap, Ove og Nólseyjar-
Pál, sem er orðinn þjóðsaga í
Færejjum og margir Islendingar
þekkja sögur af. Þegar Ove var
um fermingu fór hann burt úr litla
þorpinu sínu, á sjóinn. Síðan hefur
hafíð verið annað heimili hans og
hefur hann siglt víða um heim.
Hann er nú 39 ára og segist hafa
verið heima í Nólsey í um það bil
tvö ár síðan hann hélt að heiman
sem drengur. Aldrei hefur hann
Morgunblaðið/Jóhann Viðar ívarsson
Ove Joensen í stofunni heima hjá sér með tvo veglega bikara sem
hann hlaut fyrir það afrek að róa á milli Færeyja og Danmerkur.
Sá stærri er stærsti verðlaunabikar í Evrópu segir Ove.
Kominn á skrið á bátnum, sem er með hefðbundnu færeysku lagi
og likur víkingaskipi, enda lagið beint frá þeim komið segja Færey-
ingar.
Gömlu karlamir í Nólseyjarþorpi ræða horfumar á grindarvöðu.
Þeir safnast saman fyrir framan þetta gamla hús dag hvem og
hafa þaðan góða sýn yfir það sem allt snýst um, höfnina og sjóinn.
COSPER
Pabbi, það er héraa fiskur.sem hefur bitið á hjá mér.
gengið á stýrimannaskóla í landi,
en var háseti og síðar bátsmaður
á skólaskipum danska sjóhersins
um árabil. Segir hann þau betri
skóla en nokkum í landi, enda séu
bókfræðin ekki skilin útundan þar
frekar en í öðrum skólum.
Ove er heima hjá sér nú um
mundir og ætlar að gera upp gamla
heimilið, sem móðir hans býr enn
í, en hann býr ásamt bróður sínum
í húsi við hliðina. Hann á enn ára-
bátinn góða, en hyggst nú selja
hann. Vill hann fá ekki minna en
þijár milljónir danskra króna fyrir
hann eða um 16,3 milljónir íslensk-
ar krónur. Hefur hann ritað
færeyskum yfirvöldum bréf og
boðið þeim bátinn fyrir þessa upp-
hæð, en þau hafa ekki svarað enn.
Segist Ove hæglega geta selt bát-
inn á hærra verði til Englands eða
Bandaríkjanna, en hann vilji helst
að báturinn verði áfram í Færeyj-
um. Og víst er um það að ferð
hans vakti heimsathygli, um það
vitna frásagnir blaða úr flestum
heimshornum, sem Ove safnar og
sýndi blaðamanni.
Ef Ove valdi sér frumstæðasta
og hægasta mátann til að sigla
yfír Atlantshafíð í fyrra, þá vill
hann núna að prófa þann nýtísku-
legasta og hraðasta. Hann langar
nefnilega að þeysa á svokölluðum
þotubát í hina áttina yfír Atlants-
hafið, til Bandaríkjanna. Er hann
að leita að styrktaraðila, en hann
segir ferðina myndu verða mjög
dýra. Bátur af þessari gerð sé
auðvitað fokdýr og eldsneytis-
kostnaður yrði geysilegur.
Vonandi fær Ove Joensen ein-
hvem til að styrkja ferðina á
þotubátnum. Ef einhver íslenskur
auðmaðurinn eða fyrirtæki hefur
áhuga á því að styrkja hann og
hljóta mikla auglýsingu að launum,
er nóg að skrifa Ove Joensen,
Færeyjum utan á bréfíð, því hvert
mannsbam þar þekkir hann.
Hefurðu reynt nýju
200 ASA Gullíilmuna?
Verð til 1 ið taka eftir:
Bússur kr. 1.951 1
Mittisvöðlur kr. 2.750.- 1
Brjóstvöðlur kr. 2.990.- |
■Mrliií 0PIÐLA -rs < UGARDAGA FR SPORTl Á KL. 10-14 ' DURINN SÍMI 31290 nt Tónabíói)
MARKfl SKIPHOLTI 50C, (Nýja húsið geg
OSRAMh-4
HALOGEN BÍLPERAN
Útsölustaðir:
Helstu verkstæði, bensínstöðvar
og bifreiðaumboð.
Heildsölubirgðir:
[A] JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
Sundaborg 13, sími 688588.
Eftirtaldir bílaframleið-
endur nota OSRAM H-4
Halogen bflperur í sína
framleiðslu:
Mercedes Benz
— Audi — Volkswagen
— British Leyland
— Mitsubishi
— Volvo — Saab
— BMW — Mazda
— Nissan (Datsun)
— Ford — Fíat
- Opel (GM)
— Renault
— Toyota
— Honda
91.67