Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 3 Aida aft- ur á svið í Operunni SÝNINGAR á AIDU hefjast aftur S haust í íslensku óperunni, en engin ný verk verða sett upp á þessu ári. Framkvæmdastjóri verður ráðinn að óperunni á næstu dögum. Aida var sýnd við mikla aðsókn á síðasta vetri og verða ekki aðrar sýningar í gangi í íslensku ópe- runni fyrri hluta vetrar. Fjárhags- örðugleikar leyfa ekki uppsetningu á nýju verki, að sögn talsmanns íslensku óperunnar. Hins vegar stendur til að frumsýna óperuna Pagliacci eftir Leon Cavallo síðla janúarmánaðar. Pagliacci er klukkustundarlöng ópera í flutningi og er fyrirhugað að sýna aðra styttri óperu með. Hver hún verður hefur ekki verið ákveðið enn. Auglýst hefur verið eftir fram- kvæmdastjóra við íslensku óperuna og hafa allnokkrar umsóknir borist. Höfundar- réttar fræðing- ar funda í Hótel Örk NORRÆN ráðstefna höfundar- réttarlögfræðinga verður haldin í Hótel Ork í Hveragerði í næstu viku og hefst 26. ágúst. Þetta er 5. norræna ráðstefnan um höf- undarréttarmál sem haldin hefur verið og sú fyrsta sem haldin er hér á landi. Að sögn Þórunnar Hafstein deildarlögfræðings í menntamála- táðuneytinu munu fremstu höfund- arréttarlögfræðingar Norðurland- anna sækja þetta þing og verður þar rætt um þau mál sem efst eru á baugi í höfundarréttarmálum. Aðalefnið verður, að sögn Þórunn- ar, umræður um útvarpssendingar um gervihnetti og kapla, en einnig verður rætt um höfundarrétt mynd- listarmanna, framvindu höfundar- réttar á Norðurlöndum, upplýsinga- tækni og höfundarrétt, höfundargjald vegna bókasafna og Rómarsáttmálann svokallaða sem nær til hljómlistarflytjenda. Þórunn sagði að Norðurlöndin væru mjög framarlega í höfundar- réttarmálum og fyrirmynd annara þjóða í þessu efni. Einnig hefði sam- vinna verið mjög góð milli Norður- landanna og stöðugir samráðs- fundir væru milli ráðuneyta og félaga höfunda á Norðurlöndum. „Þetta er ef til vill það réttarsvið þar sem norræn samvinna hefur skilað bestum árangri," sagði Þó- runn Hafstein að lokum. Lánskjaravísitalan: Verðbólg- an 26,9% Lánskjaravísitalan hefur hækk- að um 2,01% frá síðasta mánuði samkvæmt útreikningum Seðla- bankans fyrir september 1987 en umreiknuð til árshækkunar hefur breytingin síðasta mánuð verið 26,9%. Umreiknuð til árshækkunar hefur breytingin á lánskjaravísitölunni ver- ið 26,9% ef miðað er við síðasta mánuð, 23,4% miðað við síðustu 3 mánuði, 21,4% miðað við síðustu 6 mánuði og 19,7% miðað við síðustu 12 mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.