Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 íslensku fiskmarkaðarnir; Meðalverð er yf- ir 40 kr. á þorski Verðsveiflur á Bretlandsmarkaði MEÐALVERÐ fyrir kílóið af þorski fór yfir 40 krónur á íslensku fiskmörkuðunum í gær. A Fiskmarkaðinum hf. í Hafnarfirði voru seld um 65,8 tonn að meðalverði 40,57 krónur. Á Faxamarkaði voru seld 24,4 tonn fyrir 40,30 krónur að meðalverði. Verð þetta samsvar- ar um 62 krónum á kíló í Bretlandi vegna meir kostnaðar við sölu þar. Svo hátt verð fékkst hins vegar ekki í Bretlandi í gær. Að sögn Helga Jónssonar hjá HF í Hull um 165 tonn af þorski Fiskmarkaðinum í Hafnarfirði er þetta í fyrsta skipti sem meðalverð á togaraþorski fer yfir 40 krónur og jafnframt fékkst þar í gær hæsta meðalverð fyrir karfa, sem fengist hefur hingað til, en það var 21,32 krónur á kílóið. Helgi sagði að upp- haflega hefði verið ráðgert setja megnið af þessum fiski í gáma og selja erlendis. Að sögn Bjarna Thors hjá Faxamarkaði samsvarar verðið, sem fékkst þar fyrir þorskinn í gær, í skilaverði um 62 krónum fyrir kílóið á Bretlandsmarkaði. Svo hátt verð fékkst hins vegar ekki í Bretlandi í gær, en þá seldi Ymir og var meðalverð 57,74 krónur á kílóið. Talsverðar verðsveiflur hafa ver- ið á gámafiski í Bretlandi undan- fama daga sem rekja má til þess að einu af leiguskipum Eimskips, sem flutti gámafisk á Bretlands- markað, seinkaði um einn sólar- hring. Fyrir bragðið var fremur lítið framboð á uppboðsmörkuðum á mánudag og verð tiltölulega hátt, en hins vegar óvenju mikið framboð á þriðjudag, sem lækkaði verðið talsvert. Verð fór svo aftur hækk- andi á miðvikudag. Á mánudag voru seld um 104 tonn af gámafiski í Bretlandi fyrir 7,8 milljónir króna og var meðal- verð 74,83 krónur á kílóið. Af þessum afla voru 58 tonn þorskur sem fóru á 72,67 kr. að meðalverði og 30 tonn af ýsu sem fóru á 81,83 kr. að meðalverði. Á þriðjudag voru I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR I DAG, 21.08.87 YFIRLIT á hádegi í gær: 1020 mb hæð var yfir Grænlandi en um 600 km suöur af Hornafirði var 1004 mb lægð að eyöast. Við vest- urströnd Skotlands var vaxandi 1000 mb lægð á hreyfingu norðaust- ur. SPÁ: I dag lítur út fyrir norð- og norðaustanátt á landinu. Skýjað verður um landið norðvestanvert og þokuloft á annesjum en yfir- leitt léttskýjað syðra. Hiti 7—10 stig norðanlands en allt að 17 stiga hiti syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Hæg norðau&tanátt — víða skýjað á Norður- og Austurlandi en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti 8—12 stig. x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur jT Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr aö ísl. tima hitl veður Akureyri 10 þoka Reykjavík 14 lóttskýjað Bergen 15 skýjað Helsinki 19 léttskýjað Jan Mayen 7 skýjað Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 13 skýjað Nuuk 6 súld Ósló 21 úrkoma Stokkhólmur 19 skýjað Þórshöfn 12 þoka Algarve 29 heiðskfrt Amsterdam 22 mistur Aþena 30 léttskýjað Barcelona 29 heiðskfrt Berlfn 19 léttskýjað Chicago 14 heiðskfrt Feneyjar 28 heiðskfrt Frankfurt 23 lóttskýjað Glasgow 18 rigning Hamborg 20 hálfskýjað Las Palmas 31 skýjað London 28 lóttskýjað LosAngeles vantar Lúxemborg 22 lóttskýjað Madrfd 33 heiðskírt Malaga 31 helðskfrt Mallorca 30 lóttskýjað Montreal 16 léttskýjað NewYork 23 lóttskýjað Parfs 27 ióttskýjað Róm 30 þokumóða Vín 23 lóttskýjað Washlngton 23 mistur Winnipeg 11 lóttskýjað seld 555 tonn af gámafiski fyrir 31,4 milljónir króna og fór meðal- verð þá niður í 56,61 krónur á kílóið. Af aflanum voru 261 tonn þorskur, meðalverð 53,72 kr. og 183 tonn ýsa, meðalverð 56,48. Á miðvikudag voru seld 247 tonn af gámafiski á 14,8 milljónir króna. Meðalverð var 59,64 krónur á kíló- ið. Af aflanum voru 84 tonn þorskur sem fóru á 63,16 kr. að meðalverði og 90 tonn af ýsu sem fóru á 57,39 krónur að meðalverði. Ennfremur seldi Gídeon VE í Hull á miðviku- dag 92 tonn fyrir 5,2 milljónir og var meðalverð 55,80 krónur á kílóið. Enginn gámafiskur var á Bret- landsmarkaði í gær svo vitað sé en þá seldi Ýmir HF 165 tonn fýrir samtals 9,5 milljónir króna eða 57,74 krónur að meðalverði eins og áður segir. Yfirburðasigur á skákmótinu í Gausdal: Margeir vann átta skákir af níu og hækkaði um 30 ELO-stig MARGEIR Pétursson vann síðustu skák sína við Svíann Ernst á skákmótinu í Gausdal í Noregi og sigraði með yfirburð- um á mótinu, fékk 8,5 vinninga af 9. Þröstur Þórhallsson náði sínum fyrsta áfanga að alþjóð- legum meistaratitli á mótinu. Margeir var búinn að vinna mót- ið þegar ein umferð var eftir en hann lét það ekki aftra sér frá að vinna Ernst með svörtu. Margeir beitti uppáhaldsafbrigði sínu af Sykileyjarvörn og eftir ónákvæmni Svíans og síðan afleik átti Margeir auðvelt með að innbyrða vinning- inn. Margeir fékk 8,5 vinninga eins og áður sagði, Þjóðvetjinn Sehner varð í 2. sæti með 7 vinninga og náði um leið áfanga að stórmeist- aratitli og Shussler frá Svíþjóð varð 3. með 6,5 vinninga. Þröstur Þór- hallson fékk 5,5 vinninga og Hannes Hlífar Stefánsson 5 vinn- inga en hann vann Heydal frá Noregi í síðustu umferð. Þetta er annað mótið á stuttum tíma sem Margeir vinnur og með þessum sigri hækkaði hann um 30 ELO-stig. Margeir sagði í samtali við Morgunblaðið að í Gausdal hefði honum einnig tekist að gera upp sakir við þrjá skákmenn sem hafa verið honum erfiðir: Ernst, Bretann Hepten, sem Margeir tapaði klaufa- lega fyrir síðast þegar þeir tefldu saman árið 1981, og Norðmanninn Tisdall, en allar fyrri skákir þeirra hafa endað með jafntefli þótt Mar- geir hafi verið kominn með vinn- ingsstöðu. Margeir fékk í vor leyfi frá störf- um hjá Búnaðarbankanum til að sinna skákinni betur og sagði hann að það hefði skilað árangri í sum- ar. Einnig hefði það að tefla á skákmóti í Sovétríkjunum opnað fyrir sér nýjan heim. Margeir mun næstu vikur vinna að verkefnum í bankanum en ráðgerir að tefla á íslandsmótinu sem hefst um miðjan september og síðan á tveimur er- lendum mótum í október og nóvember. Þegar Margeir var spurður hvort árangur Jóhanns Hjartarsonar á millisvæðamótinu í Ungvetjalandi setti ekki vissa pressu á hina íslensku stórmeistarana sagði hann að slíkt væri í raun ágætt. „Jóhann vísaði okkur veginn með því að verða fyrstur til að ná áfanga að stórmeistaratitli. Ég hef að vísu ekki trú á að við náum allir jafn langt og Jóhann en það er aldrei að vita,“ sagði Margeir Pétursson. Þröstur Þórhallsson: Náði áfanga að alþjóð- legum meistaratitli „ÞAÐ GEKK á ýmsu í þessari síðustu skák minni en ég varð að vinna hana til að ná áfangan- um og það hafðist að lokum,“ sagði Þröstur Þórhallsson 17 ára skákmaður sem náði sér í fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistara- titli á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi. Þröstur tefldi við Finnann Lindstedt í síðustu umferð og hafði hvítt. Finninn beitti afbrigði af spönskum leik og fómaði fyrst peði og síðan hrók fyrir sóknarfæri. En Þröstur náði að lokum að vekja upp nýja drottningu og vann skákina. Þröstur hefur verið víðförull í sumar. Hann fór beint til Noregs frá Filippseyjum þar sem hann tefldi á heimsmeistaramóti ungl- inga ásamt Hanr.esi Hlífari Stefáns- syni og þeir fara báðir til London þar sem þeir byrja að tefla á laugar- daginn í opnu skákmóti, kenndu við Lloyds. Áður höfðu þeir teflt á móti í Bandaríkjunum. Þegar Þröstur var spurður hvort hann væri ekkert orðinn leiður á skákinni svaraði hann því ákveðið neitandi: „Þetta er svo garnan!"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.