Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
7
MEÐALEFNIS
i KVÖLD
23:20
SENDIRÁD
(Embassy). Yfirmaður banda-
ríska sendiráðsins i Róm og
ástkona hans komast á slóð
hryðjuverkamanna og njósnara.
Myndin er bönnuð bömum.
ÁNÆSTUNNI
rnimmmi
mmmTTTi
Laugardagur
TILGANQUR LÍFSINS
(Meaning of Life). Breskmynd
frá 1983, gerðafhinum fræga
MontyPython hóp sem sam-
anstendur af John Cieese,
Graham Chapman, TerryGilli-
am, Ericldleo.fi.
immirmn
20:00
Sunnudagur
FJÖLSKYLDUBÖND
(Family Ties). Alex tekurað sér
að gæta litlu systur sinnar og
býður henni með sór og kunn-
ingjunum að spila póker.
A uglýsingasími
Stöðvar 2 er 67 30 30
Lykllinn fœró
þúhjá
Heimillstsokjum
Heimilistæki hf
S:62 12 15
Húsnæðiskaupendur í greiðsluerfiðleikum:
4 tíl 500 milljónir þarf
til að leysa vandann
Ráðstafanir gerðar til skuldbreytinga á skammtímalánum
ÁÆTLUÐ heildarfjárhæð til að
leysa vanda þeirra húsnæðis-
kaupenda sem nú eiga í greiðslu-
erfiðleikum er 400 til 500
milljónir króna. Þetta er niður-
staða yfirlits sem Ráðgjafarstöð
Húsnæðisstofnunar hefur tekið
saman að beiðni félagsmálaráð-
herra og jafnframt hefur
ráðherra gert ráðstafanir til að
koma til móts við þennan hóp
með skuldbreytingum lána.
í frétt frá félagsmálaráðuneytinu
segir að þeim, sem lent hafa í
greiðsluerfiðleikum með lán vegna
öflunar íbúðarhúsnæðis á undan-
fömum árum gefist, samkvæmt
stjómarsáttmálanum, kostur á end-
urfjármögnun slíkra lána með
vaxtakjömm húsnæðislánakerfis-
ins. Hluta af ráðstöfunarfé
Húsnæðisstofnunar verði varið í
þessu skyni en jafnframt leitað
samninga við viðkomandi lána-
stofnanir um kaup á skuldabréfum
Byggingasjóðs ríkisins.
Félagsmálaráðherra hefur kynnt
niðurstöður yfírlits Ráðgjafarstöðv-
ar Húsnæðisstofnunar fyrir fiár-
málaráðherra og ríkisstjóm og
jafnframt lagt 'til að ráðstafanir
verði gerðar til að þessar skuld-
breytingar geti sem fyrst átt sér
stað. Félagasmálaráðherra mun í
samráði við viðskiptaráðherra leita
eftir viðræðum við lánastofnanir um
skuldbreytingu skammtímalána í
samræmi við ákvæði í stjómarsátt-
máJanum.
í yfirliti Ráðgjafarstöðvarinnar
kemur fram að samtals hafi 2265
umsóknir borist Húsnæðisstofnun
árið 1986 um lán vegna greiðsluerf-
iðleika. Af þeim hlutu 1985
umsækjendur lán samtals að upp-
hæð 575 milljónum króna. Af
þessum umsóknum vom 1003 frá
umsækjendum sem keyptu eða
byggðu íbúðarhúsnæði á ámnum
1980 til 1983 en 1065 umsækjend-
ur keyptu 1984 og síðar.
Til jafnaðar vom skuldir þeirra
sem keyptu 1980-1983, misgengis-
hópsins svokallaða, 2 milljónir
króna á núverandi verðlagi. 80%
skuldanna eða 1,6 milljón króna
vom langtímaskuldir en 20% eða
400 þúsund skammtímaskuldir.
Ráðgjafarstöðin áætlar að saman-
lagðar skammtímaskuldir misgeng-
ishópsins sem aðstoðar þurfi nemi
um 400 milljónum króna.
Greiðsluvandi þeirra sem keyptu
1984 og síðar stafar ekki af mis-
gengi lánskjara og launa eins og
misgengishópsins. Þeir sem keyptu
eldra húsnæði lentu í erfiðleikum
með afborganir af eftirstöðva-
skuldabréfum. Kaupendur ný-
byggðra íbúða reiknuðu oftast ekki
með verðtryggingu lána sem bygg-
.ingaraðilar útveguðu og þeir sem
byggðu sjálfur fóm flestir hraðar
en greiðslugetan leyfði.
Að meðaltali skulduðu umsækj-
endur í þessum hópi 2,15 milljónir
króna og þar af vom 1,65 milljón
langtímaskuldir en 500 þúsund
skammtímalán. Ráðgjafarstöðin
telur samanlagðar skammtíma-
skuldir þessa hóps 500 milljónir
króna.
gíxjáj#:
•M&
.
iíiÍŒSíS
.
;:vý.vX;X;X;£;;