Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 Sýning Wiederbergs Myndlist Valtýr Pétursson í Norræna húsinu stendur nú yfir sýning á verkum eins þekkt- asta listmálara Norðmanna. Það er stutt milli mikilla viðburða í sölum Norræna hússins um þessar mund- ir. Nýlokið merkilegri sýningu myndhöggvarans Jóns Gunnars og sjálfur Asger Jorn ekki langt undan. Sýningin á verkum Frans Wider- bergs er mikill viðburður í listalífi hér í borg og mjög forvitnileg fyrir þá, er vilja vita eitthvað um hvað er að gerast meðal frænda vorra Norðmanna. Oftar en einu sinni hefur verið minnzt á það hér í blað- inu, að kynning á því, sem er á seyði í listum frændþjóðanna, væri og bæri að vera snar þáttur í starf- semi Norræna hússins, og mörgu höfum við fengið að kynnast, sem aðeins var unnt að koma á fram- færi fyrir milligöngu Norræna hússins og eiga forráðamenn þess miklar þakkir skildar fyrir. Frans Widerberg mun vera í fremstu víglínu núlifandi málara í Noregi, og hefur hróður hans borizt út fyrir landamærin, og þá hefur hann einkum og sér í lagi hlotið viðurkenningu í Bretlandi. Tveir listfræðingar komu með þessari sýnigu þaðan úr sveit, og hélt ann- ar fyrirlestur um verk listamanns- ins, en hinn mun hafa séð um fyrirkomulag á upphengingu verk- anna. Þetta sýnir okkur, að mikið er haft við málarann, og er það vel. Widerberg er á besta aldri, fæddur 1934, og hefur öðlazt skjót- an frama í heimalandi sínu, bæði sem málari og svartlistamaður, en sýnishorn af grafík hans er einnig á þessari sýningu í Norræna hús- inu. Nokkrar vatnslitamyndir eru þarna einnig og tuttugu og tvö olíu- málverk. Af þessu ætti að vera auðvelt að fá nokkuð góða mynd af vinnubrögðum listamannsins, og hvert og eitt verk á þessari sýningu virðist valið af kostgæfni. Sem sagt, mjög vandað sýnishom, sem gefur sterka og heillega mynd af mynd- listarmanninum Widerberg. Widerberg er áræðinn og sterkur málari. Hann er rómantískur og skáldlegur. Ljóskraftur litameð- ferðar hans er sérkennandi fyrir verk hans í heild, og teikning hans er full af lífi og krafti. Hann minnir á stundum nokkuð mikið á landa sinn Muneh, og einnig bregður fyr- ir áhrifum frá Bonnard í þessum verkum. Widerberg spennir liti sína í hæstu tóna og nær sterkum áhrif- um, þegar bezt lætur. Hann er nokkuð hrár í litum sínum, og sann- ast sagna finnast mér það lýti a' mörgum verka hans. Óneitanlega vantar hina sterku mýkt Munchs í öll þessi verk og því um mjög ólíka listamenn að ræða, þrátt fyrir allt. Engu að síður tekst Widerberg að miðla krafti og þekkingu í list sinni. Það er eins og norrænn frumkraft- ur geisli af þessum verkum Wider- bergs, og sólgeislar hans eru vart af þessum heimi. Það mætti ýmis- legt fleira segja um þennan merka málara, en ég legg til, að fólk fari í Norræna húsið og kynnist þessum verkum af eigin raun og njóti. Það er ekki oft, sem slikar sýningar ber á fjörur hérlendis, en þegar það gerist, má fólk ekki láta þær fram hjá sér fara. Þessari sýningu fylgir rit um listamanninn, gert í Bretlandi og skrifað af öðrum listfræðingnum, sem kom með sýningu þessa. Þar má lesa útskýringar á þessum verk- um, og eru þær nokkuð fræðilegar. Fjölmargar myndir eru í þessu riti, og það kostar ekki mikið, 200 krón- ur, ef ég man rétt. Að lokum vil ég þakka Frans Widerberg fyrir að hafa gert þessa sýningu mögulega. Þetta er stór viðburður í sýning- arlífí Reykjavíkurborgar, og það gustar af honum. Sýningin stendur út þennan mánuð. Hvaða baekur eigum við að lesa í sumarleyfinu? JÓHANNA KRI.STJÓNSDÓTTIR , Vera Cowe: Fortunes Útg.Fontana/Collins 1987 Nú er mikil tízka, að skrifa hisp- urslausar skemmtibækur upp á nokkur hundruð síður og Fortunes er ekki undantekning, hún fer hátt í sex hundruð. Og má ekki öllu meira vera. Enda efnisþráðurinn dálítið hlaðinn. Og fulllangt gengið. Söguþráðurinn er í stuttu máli sá, að Charles Despard, frægur og mikill listaverkasali og uppboðs- haldari er nýlátinn. Stjúpdóttir hans Dominique hefur verið að læra list- ina í nokkur ár og hún vonar eindregið, að hún fái að taka við fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur að- albækistöðina í London, en auk þess í New York, Hong Kong og víðar. Það kemur Dominique illilega á óvart, þegar erfðaskráin er opnuð og Charles Despard hefur ákveðið, að Kate dóttir hans af fyrra hjóna- bandi taki við fyrirtækinu í London. Auk þess eiga þær stöllur að fá eitt ár til að keppa sín á milli, hvorri tekst að sýna meiri arð af fyrirtækinu á einu reikningsári? Sú snjallari tekur þá yfir eiginlega allt. Það er eiginmaður Dominique, Blaise Chandler, stórbisnissmaður og göfugmenni inn við beinið, sem á að sjá um að fara yfir tölur og fylgjast með. En Kate áttar sig ekki framan af á brögðum stúpsyst- urinnar, sem er hið ferlegasta flagð, þótt hún sé öðrum konum fegurri og þokkafyllri í útliti. Kate er þó ekki dóttir föður síns fyrir ekki neitt, hún hefur greinilega tileinkað sér þekkinguna sem þarf til og svo er það bara, hvort henni tekst að vera nógu snör í snúningum að læra það sem á vantar. Blaise Chandler og greifyjan amma hans, reynast Kate betri en enginn og Rollo Bellamy, aldurhniginn hommi og verndari Kate um árabil sömu- leiðis. Það er samt varla von, að þau gruni Dominique um alla þá klæki sem hún hefur í frammi, meðal annars hefur hún flækzt inn í glæpasamtök Hong Kong og þar er heil verksmiðja að framleiða fomgripi fyrir hana, sem hún selur svo á „uppboði aldarinnar." Það lítur út fyrir, að Dominique og henn- ar óþokkalegu fylgdarsveinar hafi látið ráðast á Rollo gamla og hálf- drepa hann í Hong Kong og sennilega hefur hann verið kominn á slóð þorparanna. Sem betur fer hefur Kate fengið gamalt höfð- ingjasetur á Englandi til að selja og það er troðfulit af gersemum. Dominque deyr ekki ráðalaus, hún lætur kveikja í setrinu, og vonar að allir dýrgripirnir verði eldi að bráð. Og eru nú góð ráð dýr. Þetta er ágætis afþreyingabók, sem er fljótlesin, þegar maður er búinn að átta sig á út á hvað þetta gengur. Það tekur ekki mjög langan tíma heldur. Frásagnargleði Veru Cowie er verð allrar virðingar. En hún hefði mátt stytta mál sitt veru- lega. Og þótt það sé líka vinsælt að búa til svona bækur með bara svörtum og hvítum persónum, hefði ekki skaðað, þótt hún hefði sett eins og eina jákvæða æð einhvers staðar í Dominque. En eins og vera ber fer allt vel að lokum og góða fólkið nær saman og fyrirtækið blómstrar. - John Buchan: The Dancing Floor Útg. Penguin 1987 Þessi bók kom fyrst út 1926. Frásagnarmaður í bókinni er Sir Edward Leithen. Hann kynnist ung- um manni Vernon Milboume og hann segir honum kynduga sögu um draum, sem unga manninn dreymir á hveijum páskum. Þessi draumur virðist í fyrstu vera hinn hræðilegasti fyrirboði. En svo kem- ur að því, að ungi maðurinn álítur, að einhvers konar þáttaskil verði í lífi sínu, þegar hann dreymir drauminn í síðasta sinn. Með Leithen og Milbourne tekst vinskapur og sá fullorðni fylgist af íhygli með unga manninum og hvernig hann muni standa sig. Því að enn eru nokkur ár, þangað til draumlokaárið rennur upp. Heims- styijöldin fyrri kemur í veg fyrir eins mikil samskipti og áður og að henni lokinni hefur viðhorf Leithens að mörgu leyti breytzt og gildis- mat. Hann er ekki jafn uppveðraður af draumum sem áður. Nú væri ráð að snúa sér að alvöru lífsins. Ung og ógeðfelld stúlka Koré snýr sér til hans og biður hann ásjár. Hún á gríska eyju Plakos, sem afi hennar og faðir höfðu búið á um hríð og nú vill hún setjast þar að. Allir reyna að telja henni hug- hvarf og leiða henni fyrir sjónir, að á eynni búi trúarruglað ofstækis- fólk og sennilega ætlar það að fóma henni. I bókstaflegri merkingu. Sir Edward fer á staðinn. Eftir að hafa hugleitt málið rækilega og komizt að ýmsu, sem honum þykir benda til, að stúlkan hafi rétt fyrir sér í því sem hann taldi heilaspuna og vitleysu. Það er út af fyrir sig ekki þörf á að rekja söguþráðinn frekar. Þetta er saga, sögð af magnaðri tækni og leikni. Og þarf auðvitað ekki að koma á óvart, þegar í hlut á jafn ágætur höfundur og Buchan. Sagan er sannarlega í fullu gildi, þótt hún hafi nú mjakað sér yfir á sextugsaldurinn. Gwen Davis: Silk Lady Útg. Bantam Books 1987 Það er talið þessari bók til fram- dráttar, að metsöluhöfundurinn Jackie Collins telur hana meirihátt- ar framlag til kynlífsbókmenn- tanna. Og vitnað er í Timc og þar er enda Davis líkt við Jackie og Judith Krantz. Þetta ætti auðvitað að duga til, að annað hvort dregur úr manni allan mátt ellegar fyllist fítungsanda og les þessar rúmlega 400 blaðsíður með áfergju. Hvorugt gerðist nú almennilega hjá mér, en í gegnum bókina fór ég. Og komst að þeirri niðurstöðu, að hún gæti verið góð lesning fyrir svefninn: það var eins og við mann- inn mælt, það fóru að þyngjast á mér augnlokin eftir svona fimm til tíu blaðsíður. Samt er þetta ekkert vitlausari afþreyingabók en hver önnur, en sennilega þarf maður að vera jákvæðari til að hafa verulega gaman af ýmsum sjúklega breng- luðum athöfnum persónanna. En Miranda Jay er aðalpersónan. Dularfull, ægifögur og allir karl- menn falla fyrir henni. Þeir dýrka hana og dá og ausa í hana gjöfum. Hún er sannkallaður eiginkvenna- skelfir og lætur sig ekki muna um, að halda við eiginmann beztu vin- konu sinnar. Og það er með honum, sem hún mætir sínum endalokum. Það lítur út fyrir, að þau hjúin hafi ákveðið að fremja sjálfsmorð og flestum er hulin ráðgáta, hver ástæða gat legið að baki þessu ótta- lega athæfi. Því er nú svo komið, að Miranda Jay er dáin og bókin varla byijuð. Svo að höfundur tekur til óspilltra málanna að rekja lífshlaup Miröndu Jay, sem hét auðvitað ekki Miranda í upphafi. Lífsreynslan sem hún hefur gengið í gegnum er ekki neitt smáræði og alla tíð hefur hún til dæmis verið að bagsa við að fá til sín dóttur sína, sem hún átti ung. Og var hálfpartinn neydd til að láta frá sér. En hún hefur einhvern veg- inn lag á því líka, að lenda í slagtogi með undarlegustu mönnum, sem misnota hana og misbjóða henni sýknt og heilagt. Inn í allt þetta blandast fjöldinn allur af persónum og það liggur ekki alltaf í augum uppi, hvort viðkomandi eiga nokk- urt erindi inn í söguþráðinn. Það er sennilegt, að Gwen Davis geti skrifað afþreyingabækur, en hún mætti nú vera aðeins gagn- rýnni á bæði sjálfa sig og persón- urnar sínar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.