Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 14

Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 14
14______________MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987_ Enn þarf að kveða niður gamlan draug Ibess** pSsS' S^Sífc - "yienda DanZ y]an r*V'»n rnönnUrn erkur. —r wi-acrauis uons«unn- , MWe/njm ^SgfcfetS eftirPétur Rasmussen Fyrir tíu árum samdi ég nokkrar greinar um mál sem ekki ætti að vera þörf á að fjalla um yfirleitt. Ég útskýrði þá hvers vegna það væri tímasóun og skaðlegt að eyða orku í að ræða um hvort það væri e.t.v. aðeins betra að kenna sænsku eða norsku í skólum landsins í stað dönsku. Danskan er kennd hér og þjónar sínu hlutverki vel sem lykill fyrir okkur íslendinga að norrænu málsamfélagi. Nú birtist aftur þessi gamli sundrungadraugur í gervi sænsk- menntaðs fjölmiðlafræðings að nafni Adolf H. Petersen á heilli blaðsíðu í Morgunblaðinu laugar- daginn 15. ágúst — meira að segja í tilefni þess að hér var haldin ráð- stefna þar sem fjallað var um hvemig mætti styrkja tengsl Is- lendinga við grannþjóðir okkar. Ég skal hér einu sinni enn kveða niður þennan draug og sýna fram á að öll rök gegn dönskukennslu í íslenskum skólum, og að það sem eftir stendur í grein hana, verður óhjákvæmilega dæmt „sem eitt- hvert hlutdrægt píp“ svo notuð séu orð hans sjálfs. Danska er skýr og hefur ekki breyst Sú danska sem töluð er í dag í stærri borgum í Danmörku hefur lítið breyst síðastliðin 70 ár. íslend- ingar sem notuðu sína „skandinav- ísku“ fyrir stríð í Danmörku töluðu í eyrum Dana nákvæmlega jafn afbrigðilega og þeir sem gera það í dag. Reyndar hafa hljóðfræðileg sér- kenni við tungumál sára lítið að segja þegar á að ræða um hvort það sé erfitt eða auðvelt að læra það. Til að mynda eru „styttingar á hljóðum og latmælska“ mjög áberandi sérkenni í ensku, sem er trúlega það tungumál í Vestur- Evrópu þar sem eru hvað minnst tengsl milli framburðar og stafsetn- ingar. Ég hef ekki orðið var við að það stæði íslenskum unglingum áberandi fyrir þrifum í viðleitni þeirra til að nema það mál. Viss atriði í dönskum framburði eru ólík íslenskum framburði. Þau atriði eru flest ekki í norskum eða sænskum framburði. Hins vegar eru önnur atriði í sænsku og aftur önnur í norsku sem eru ansi frá- brugðin íslenska hljóðkerfmu. Ef við ætluðum okkur að gera strang- ar kröfur um réttan framburð hjá nemendum okkar, yrði við sams konar erfiðleika að stríða hvort sem tungumálið væri danska, norska eða sænska. Hér skal ég vara eindregið við að menn ræði um hvort þetta eða hitt tungumálið sé „skýrara“. Adolf H. Petersen segir að sænska sé skýr. Málið er auðvitað að hann hefur dvalist í Svíþjóð nokkuð lengi og skilur sænsku vel. Ég aftur á móti ólst upp í Kaupmannahöfn, á mun auðveldara með að skilja dönsku heldur en sænsku. Ég á auðvelt með að skilja suður- sænsku, því samskipti um Eyrar- sund eru tíð, en mér fínnst Gautaborgar- og Stokkhólms- sænska afar torskildar. Sumir tala skýrt og aðrir óskýrt, stundum tölum við öll óskýrt — en það er ekki eðli nokkurs tungumáls að vera skýrt. * Danska Islendinga skilst vel Norðmenn skilja Svía betur en Dani og öfugt, enda eru þeir ná- grannar. Skánveijar eiga hins vegar mun auðveldara með að skilja Dani en Norðmenn, af sömu ástæð- um. Adolf H. Petersen tilgreinir rann- sókn sem fjallar um hvemig Skandinavar skilja aðrar Skand- inavíutungur. Sú rannsókn kemur okkur bara ekki við. Hún ljallar um tungurnar eins og innfæddir tala þær. Þrjú afbrigði af Norðurlandamál- um skiljast hins vegar öðrum framar, það er danska eins og Færeyingar tala hana, sænska eins og finnskumælandi Finnar tala hana og danska eins og íslendingar tala hana. Það dettur engum dönskukenn- ara í hug að „pína“ nemendur sína — að segja slíkt er „hlutdrægt píp“. Og við erum ekki með fullkomnis- kröfur í framburði. Má vera að nemendur kalli dönskuna sína skandinavísku. Það sem þeir tala er auðvitað danska með íslenskum hreim og vissum (fáum) íslenskum villum. En mér finnst það fagnaðar- efni að þeir — og Adolf — skuli kalla þessa tungu skandinavísku til merkis um það að þeir telji að hún sé gjaldgeng alls staðar í Skand- inavíu — sem hún líka er. Mér finnst það fagnaðarefni sem Adolf tilfærir, að 54% unglinga 15—16 ára árið 1983 töldu sig færa um að bjarga sér á Norður- landamáli í Danmörku; það hátt hefði hlutfallið ekki verið 15 árum áður. Góð dönskukunnátta Trompið hjá Adolf H. Petersen á að vera könnun sem var gerð árið 1983. Islenskir unglingar voru spurðir til vegar á dönsku, sænsku og norsku og viðbrögð þeirra skráð. Adolf H. Petersen tilfærir milli- reikninga þar sem heildartölumar eru það lágar að mismunurinn milli tungumálanna er ómarktækur. Heildarniðurstaðan í þessari könn- un Ullu Börestam er hins vegar athyglisverð: 2A aðspurðra unglinga skildu það sem spurt var um, V3 skildi það ekki (eða gafst upp vegna þess að hann vissi ekki svarið). V 3Unglinganna var einnig fær um að svara á meira eða minna fullkom- inni dönsku, en V3 skildi en svaraði á ensku. Þetta verður að telja mjög já- kvætt og reyndar í fyllsta samræmi við útkomuna í samræmdu grunn- skólaprófi í dönsku. Nokkuð stór þáttur í því prófi er skilningur á mæltu máli. Hver sá sem ber saman samræmdu prófin síðastliðin 7—8 Pétur Rasmussen „Við kennum dönsku með því markmiði að ná tengslum við hin Norðurlöndin. Til þess er danska nákvæmlega jafn vel fallin og sænska og norska.“ ár, sér hvernig þessi þáttur hefur þyngst verulega, en samt er stiga- hlutfallið nokkurn veginn óbreytt. í skilningi á mæltri dönsku, sænsku og norsku hefur orðið stórfengleg framför sem má rekja til bættra kennsluaðferða og notkun hljóm- banda. Grunnskólaprófið sýnir að 70% nemenda í 9. bekk — á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi — skilur aðalatriði þess sem sagt er við þá á dönsku sem er töluð aðeins hægar en innfæddir tala hana sín á milli. Hins vegar er ástæða fyrir okkur dönskukennara til að vera óánægð- ir með talfærni nemenda okkar. Hér er þörf á bættum kennsluað- ferðum. Fjölmiðlasprengingin sem hefur dunið yfir okkur sl. 15 ár hefur verið svo til eingöngu á ensku. Henni má þakka að ungliogar okk- ar geta talað nokkuð góða ensku í dag — og er það ejcki líka framför miðað við það sem var? Dönsku- kennslan fær ekki þessa stoð í umhverfinu; þess vegna verðum við dönskukennarar að sinna talfærn- inni sérlega vel. En ég er hræddur um að Adolf H. Petersen geri sér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.