Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
15
ekki almennilega grein fyrir munin-
um á taifæmi og framburði.
.Nemendur okkar hafa viðunandi
framburð. Það sem þá vantar er
að geta brugðist fljótt við, að hafa
orðin sem þarf að segja til reiðu í
huganum og að mynda réttar setn-
ingar án þess að hugsa mikið um
það. Á þessu sviði þarf að þróa
kennsluefni. Það vitum við — og
það gerum við.
Skóladanskan
gengnr vel
Ef ég færi út í skóla og spyrði
nemendut hvort þeir vildu læra
bókfærslu á undan algebru eða
öfugt, er ég viss um að 55% svar-
aði já. Allir vilja tilbreytingu, ekki
síst þegar tilbreytingin hefur engar
afleiðingar. Við kennum dönsku
með því markmiði að ná tengslum
við hin Norðurlöndin. Til þess er
danska nákvæmlega jafn vel fallin
og sænska og norska. Er þá ástæða
fyrir okkur foreldra og skattgreið-
endur til að láta henda því mikla
verki sem unnið hefur verið með
að þróa námsefni og mennta kenn-
ara, eða til að vinna sama verk í
annað og þriðja sinn, því það er
ekki til vottur af námsefni eða einn
stakur kennari sem hefur menntun
til þess að kenna sænsku eða norsku
íslendingum sem hafa ekki forsend-
ur fyrir í tungunni.
Ég fæst ekki við að pína nemend-
ur. Ég þekki aðeins nemendur sem
eru áhugasamir og velviljaðir og
bera þá virðingu fyrir Skandinavíu
sem ég get verið ánægður með.
Sumir hafa meiri áhuga á fótbolta
eða efnafræði en dönsku; þó það
nú ,væri. Sumum gengur ver en
öðrum að læra. Sumir hafa orðið
fyrir barðinu á kennaraskortinum í
landinu og hafa lært lítið fyrir.
Einn og einn nemanda minna
hefur búið í Svíþjóð eða Noregi eða
talar sænsku og norsku heima hjá
sér. Hann getur fengið að sleppa
dönsku og læra sænsku eða norsku
í staðinn. Þannig geta allir nemend-
ur fengið að byggja áfram á því
sem þeir kunna fyrir. Það er ekki
minnsta ástæða til að gera meira
í þeim efnum. Ekki höfum við val-
frelsi milli Bandaríkja-ensku og
Bretlands-ensku.
Æskufólk kann dönsku betur í
dag en fyrir tæpum 20 árum þegar
ég kom fyrst til landsins. Það er
engin hætta á að við hættum að
ræða við frændþjóðir okkar.
Höfundur er magister í norrænum
málum, dönskukennari og kon-
rektor Menntaskólans viðSund.
Landakot og bílageymsla
eftirÓlaf Örn
Arnarson
Í Morgunblaðinu 15. ágúst sl. er
greint frá tillögum teiknistofu Guð-
rúnar Jónsdóttur, arkitekts, um
endurskipulagningu gamla bæjar-
ins í Reykjavík. Tillögur þessar
munu hafa verið unnar að beiðni
borgaryfirvalda og skilað nú í vor.
Margt athyglisvert kemur fram í
tillögum þessum og sjálfsagt ýmis-
legt til bóta. Eitt atriði þeirra tel
ég mér hins vegar skylt að gera
athugasemd við. Þar segir m.a.:
„Eins og önnur hverfi í gamla mið-
bænum, þjakar mikil umferð íbúana
og bílastæði skortir. Ekki er raun-
hæft að reisa bílastæðishús eða
malbika stór bílaplön á svæðinu þar
sem byggðin er fastmótuð. Við
Landakotsspítala er þó eygður
möguleiki á bílageymslu á bak við '
lóð sem létt gæti á umferðarþunga
nágrennisins."
Ekki veit ég hvemig í ósköpunum
höfundum tillagnanna hefur dottið
þetta í hug. Hugmyndin hlýtur að
byggjast á algeru þekkingarleysi á
sögu Landakotsspítala og þörfum
hans nú og í framtíðinni.
Kaþólska kirkjan mun hafa keypt
Landakot upp úr miðri síðustu öld.
Starfsemin fór hægt af stað en fyr-
ir síðustu aldamót var kominn vísir
að spítalastarfsemi á staðnum.
Flestum er kunnugt um framlag
St. Jósefssystra til heilbrigðismála.
Bygging gamla spítalans árið 1902
var mikið afrek og hann var eini
spítalinn sem því nafni var hægt
að nefna allt til þess er Landspítal-
inn var byggður 1930. Bygging
vesturálmu 1935 og austurálmu um
1960 voru einnig mikil afrek og
höfðu afgerandi þýðingu fyrir heil-
brigðismál í þessu landi. í bygging-
aráætlun systranna var alltaf gert
ráð fyrir að þjónustuálma yrði
byggð aftan við spítalann og er
hann þvi ekki fullbyggður.
Þegar Sjálfseignarstofnun St.
Jósefsspítala tók við rekstri hans
1977 var hafíst handa við frekari
undirbúning málsins og húsameist-
ari ríkisins, Garðar Halldórsson,
fenginn til að kanna hvemig hægt
Likan af fyrirhugaðri þjónustubyggingu við Landakotsspítala.
„Ef arkitektar þeir,
sem settu fram þessar
hugmyndir um bíla-
geymslu á lóð Landa-
kotsspítala, hefðu haft
fyrir því að kynna sér
þá starfsemi, sem nú
fer fram á spítalanum
og þær áætlanir, sem
stjórn spítalans er með
á prjónunum, efast ég
um að þeir hefðu nokk-
urn tíma sett þær
fram.“
væri að fullnægja þörfum spítalans
á þeim reiti, sem takmarkast af
Túngötu, Hrannarstíg, Öldugötu og
Ægisgötu. Spítalinn hefur nú að
mestu náð umráðarétti yfír öllum
lóðunum nema lóð Vesturbæjar-
skólans, sem losnar væntanlega á
næstunni með byggingu nýs skóla-
húss við Hringbraut. Eðlilegt hlýtur
að teljast að þessi reitur nýtist sem
best í þágu heilbrigðiskerfísins.
Gerð hafa verið frumdrög að þjón-
ustubyggingu, sem ætlað er að
rúma röntgendeild, rannsóknarstof-
ur og skurðstofur án þess að um
fjölgun sjúkrarúma sé að ræða.
Mikið af byggingunni er ætlað fyr-
ir starfsemi í þágu utanspítalasjúkl-
inga, sem geta sótt þangað ýmsa
þjónustu án þess að leggjast inn á
spítalann, en slík starfsemi ætti að
geta dregið verulega úr kostnaði.
Stjóm spítalans gerir sér fulla
grein fyrir þeim vanda, sem við er
að glíma í sambandi við bflastæði
á Landakotshæð og því áiagi sem
starfsemi spítalans veldur í því efni.
Með endurskipulagningu á þeim
reit, sem að ofan greinir og breyt-
ingum á Hrannarstíg, sem hvort
tveggja þarf að gera í nánu sam-
starfí við borgaryfírvöld, má veru-
lega bæta hér um og tillaga
arkitekts spítalans gerir einmitt ráð
fyrir því.
Ef arkitektar þeir, sem settu
fram þessar hugmyndir um bfla-
geymslu á lóð Landakotsspítala,
hefðu haft fyrir því að kynna sér
þá starfsemi, sem nú fer fram á
spítalanum og þær áætlanir, sem
stjóm spítalans er með á pijónun-
um, efast ég um að þeir hefðu
nokkum tíma sett þær fram. Nærri
aldar gömul hefð fyrir rekstri
spítala á þessum stað og þarfír
þeirrar þjónustu í framtíðinni hlýtur
að hafa forgang fram yfir bfla-
geymsluhús „til að létta á umferð-
arþunga nágrennisins“.
Höfundur eryfirlæknir á Landa-
koti.