Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
-1
Heimsókn í ætt-
bálkaþorpið í Nantou
Taiwan:
áfram, fram að hemámi Japana
1895, að þeir stöðvast nær alveg
fram yfir 1948.
Ættbálkafólkið lítur öðruvísi út
en við, sagði ung stúlka við mig
og taldi þann útlitsmun greinilega
ekki ættbálkafólkinu í vil. Hún
sagði, að það hefði yfirleitt stærri
augu og nánast ekki skásett. Það
er tvímælaus ókostur. Andlitsdrætt-
ir væru mjög ókínverskir. Sumir
ættbálkanna em hávaxnari en Ta-
iwanar, þegar á heildina er litið.
Þeir tala ekki heldur sama tungu-
málið. Síðan rak hana í vörðurnar
og hún var ófáanleg til að tjá sig
meira um málið.
Opinberlega má ekki líta niður á
ættbálkafólkið né mismuna því. En
það býr í sérstökum þorpum, yfir-
leitt sunnan og austan til á Taiwan
og það lætur lítið fara fyrir sér.
Þetta er iðjusamt fólk, vinnur margt
við tevinnsluna og hjá hrísgijóna-
bændum. Það er listfengt og
hannyrðir þess og handverk er frá-
brugðið því, sem maður sér í
minjagripabúðunum í Tapei. Máluð
teppi þeirra þykja til dæmis sérstæð
og útskurðurinn er gerólíkur hefð-
bundnum kínverskum tréskurði.
Hann er grófari og hrárri, en það
er í honum áleitni og húmor.
Sjálfsagt er alrangt að segja að
ættbálkafólkið búi við ofsóknir.
Taiwanar vilja að sönnu helzt ekki
umgangast það. En menn vilja
gjarnan skoða það úr fjarlægð. Eins
og til dæmis þama í ættbálkaþorp-
inu inn á milli fjallanna í Nantou á
Mið-Taiwan. Lítið umfram það. En
opinberlega er stefnan sem sagt
jafnrétti og væntanlega bræðralag
og auk þess má ekki gera lítið úr
Amifólk til sýnis
Taiwanar. Sagan segir, að flest
þessa fólks hafi komið frá Suður
Kína og þeir sem státnastir eru,
rekja ættir sínar til þriðju aldar.
Ekki mun þetta hafa verið ýkja
margt fólk, en á sjöttu og sjöundu
öld bættist í hópinn fólk frá öðrum
hlutum Suðaustur Asíu.
Taiwan varð vemdarsvæði
Kínverska keisaradæmisins rétt
upp úr 1200, og því segja Taiwan-
ar, að ættbálkafólkið sé óumdeilan-
lega af sama stofni og þeir. Þegar
Hollendingar gengu á land á eynni
árið 1624 voru þar fyrir um hundr-
að þúsund manns og töldu sig
Kínveija. Síðan héldu flutningar
TEXTI OG MYNDIR: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
Paiwakona við sauma
STÚLKUR í bláum kjólum, með bryddingum og pífum, stíga dans.
Hann er fjörlegur og allt að því kærulaus í fyrstu, en svo verða
hreyfingarnar hægari og dramatiskari, skapsmunir hitna og sveifl-
urnar aukast. En að lokum fer allt vel. Það er gott, því að inntakið
er leitin að ástinni og baráttan við óvininn. Sem má ekki tala um,
hver er. Það er viðkvæmt mál. Eins og margt er hér á Taiwan. En
þetta eru léttfættar, Iaglegar stúlkur og nokkur hundruð taiwan-
skir túristar klappa þeim lof í lófa. Svo er farið i hringdans og
áhorfendur taka þátt í honum og horfa með einbeitni niður á fætur
stúlknanna, hvemig þær bera sig til og hvenær eigi að lyfta vinstra
eða hægra fæti.
Þessar stúlkur em af Yamiætt-
bálknum og einu sinni á dag er
haldin danssýning fyrir gestina,
sem koma í „ættbálkaþorpið“ til að
skoða, hvemig fmmbyggjamir
höfðu það í gamla daga. Hvemig
þeir byggðu og skreyttu húsin sín,
borðuðu, hvemig þeir skemmtu sér.
Til dæmis með því að dansa eins
og bláklæddu stúlkumar.
Af tæplega tuttugu milljónum
íbúa Taiwan em um þrjú hundmð
svokallaðra fmmbyggja og þessir
fmmbyggjar em ekki aldeilis undir
einum og sama hattinum. Þeir
skiptast í níu ættbálka. Þar á með-
al er Sauættbálkurinn, sem hún var
af, hún yndislega gamla mín, sem
sigldi fýrr um daginn með mig á
bátnum sínum yfír Vatn hins milda
tungls og lífgefandi sólar.
Auðvitað getur maður ekki vitað
allt. Þá væri lítið spennandi. Og ég
hafði að vísu heyrt um einhveija
óskilgreinda uppmnalega íbúa Ta-
iwan, án þess að hugsa meira út í
það. En þegar farið er að spyija
kom margt mér á óvart.
Eins og hvílík stéttaskipting er
milli Taiwana, og þá er átt við eink-
um og sér í lagi það fólk, sem flúði
frá meginlandinu, eftir valdatöku
kommúnista í Kína. Og hins vegar
ættbálkanna níu. Ótrúlega lítil blóð-
blöndun hefur orðið milli þessara
aðila. Aðallega af því, að Taiwanar
líta á það með illa dulinni andúð.
Þetta er ekki fólk, sem við viljum
samneyti við, segir ljúft og elsku-
legt fólk, hvítt í framan af einlægni
og velvild. Það getur samt fáar
skýringar gefið á því, hver ástæðan
sé, því að í aðra röndina, gætir ein-
hvers konar öfundar í fmmbyggj-
anna garð. Maður spyr, hvort þeir
hafí kannski staðið með Japönum.
Þar gæti verið komin skýring. En
hún fær ekki staðizt heldur, því að
ættbálkafólkið hataði Japani jafnvel
meira en aðrir Taiwanar.
Ættbálkafólkið er blandaðra en
Húsin, hlaðin úr höggnum steini