Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir LARS LUNDSTEN
Finnland:
Stóru flokkarnir deila
um f ory stu hlutverkið í
finnsku ríkissljórninni
í FINNLANDI blasa nú við fyrstu átökin í þeirri „rauð-bláu“
stjórnarsamsteypu hægrimanna og jafnaðarmanna, sem setið
hefur við völd undanfarinn þrjá og hálfan mánuð. Hægriflokkur-
inn Kokoomus og Jafnaðarmannaflokkurinn deila nú um það
hvor eigi fyrst að komast að með sín stefnumál. Jafnaðarmenn
vilja endurskipuleggja vinnumarkaðinn, hægrimenn vilja endur-
skipuleggja skattakerfið.
Báðir helstu stjómarflokkarnir
hafa viðurkennt, að hvorki
vinnumálalöggjöfin né skattakerf-
ið séu auðveld viðureign. Kratar
og hægrimenn leggja áherslu á
að endurskoðunin muni taka lang-
an tíma, jafn langan kjörtímabil-
inu, sem er fjögur ár. Nú er aftur
um það deilt hvar eigi að byija.
Flokkarnir eru jafnsterkir og
hvorugur vill láta hinum eftir for-
ystuna.
Hægriflokknum og Jafnaðar-
mannaflokknum gengur reyndar
mjög vel saman í flestum málum,
t.d. varðandi fjárlagafmmvarp
ársins 1988. Stjómmálaskýrendur
í Helsinki hafa beðið eftir átökum
milli hægrimanna og krata, en
hingað til án árangurs.
A haustin hafa stjómarflokkar
ávallt farið í hár saman vegna
deilna um fjárlagafrumvarpið en
nú hefur Qárlagafrumvarpið þok-
ast áfram sem næst án deilna og
þrátt fyrir, að bæði Erkki Liikan-
en fjármálaráðherra og stjómar-
samsteypan í heild eru óreynd í
gerð fjárlaga. Fyrr á árum voru
stjómarflokkamir gjaman með
nokkur hundmð óákveðin mál í
fjárlögum um þetta leyti, en í ár
em aðeins 15—20 mál, sem bíða
eftir afgreiðslu í ríkisstjóminni.
Að undanfömu hafa samt kom-
ið upp nokkur mál, sem duga sem
átakamál innan ríkisstjómarinn-
ar. Kratar, og einkum verkalýðs-
armur flokksins, vilja sýna meiri
hörku í að koma á endurbótum á
vinnamarkaðinum. Jafnaðarmenn
í forystu alþýðusambandsins segj-
ast ekki nenna að halda áfram
viðræðum við vinnuveitendasam-
bandið og vilja láta ríkisstjómina
um að semja lög um aukna þátt-
töku starfsfólks í stjóm fyrirtækja
og um fleiri mál í þeim dúr. Hæg-
riflokkurinn segist ekki vera
reiðubúinn til að ræða um nýja
löggjöf, fyrst verði aðilar vinnu-
markaðarins að ræða málin betur.
Umbætumar á vinnulöggjöf-
inni snúast aðallega um starfsör-
yggi verkamanna og rétt
starfsmanna til að taka þátt í
stjóm fyrirtækisins. Ríkisstjómin
kvað á um það í stjómarsáttmála
sínum, að aðalverkefni hennar
yrði að auðvelda endursköpun
efnahagskerfísins. Það, sem átt
er við með „endursköpun efna-
hagskerfisins", er, að margar
iðngreinar í Finnlandi þurfa mik-
illar endurskipulagningar við á
næstu árum til þess að geta stað-
ið sig í alþjóðasamkeppni. Stjóm-
arflokkamir em sammála um að
taka fullt tillit til tækniþróunar í
heiminum en vilja þó ekki gleyma
atvinnuhagsmunum þeirra manna
sem vinna í úreltum verksmiðjum.
Undanfarin ár hefur mörgum
stómm verksmiðjum verið lokað,
einkum í málmiðnaði. Stéttarsam-
tök verkamanna hafa krafíst þess,
að ríkið komi til hjálpar þar sem
einkaframtakið getur ékki haldið
Harri Holkeri
forsætisráðherra.
Þinghúsið i Helsinki.
verksmiðjum starfandi en þeir
róttækustu hafa ennfremur kraf-
ist þess, að fyrirtækjum, og
einkum þá stórfyrirtækjum eins
og margir vinnuveitendur í málm-
iðnaðinum em, verði gert skylt
að koma í veg fyrir atvinnuleysi,
sem stafar af hagræðingn í fyrir-
tækjum eða öðm þess háttar.
Matti Puhakka vinnumálaráð-
herra (jafnaðarm.) hefur lýst því
yfír, að hann ætli að semja laga-
fmmvörp um endursköpun vinnu-
markaðarins strax í september.
Puhakka fór fyrir tæpri viku til
Svíþjóðar ásamt völdurn hópi
fréttamanna til þess að kynna sér
hvernig samstarfi starfsliðs og
stjómenda væri háttað í fyrirtækj-
um þar. Puhakka og flokksbræður
hans í Jafnaðarmannaflokknum
fullyrða nú, að samstarf vinnu-
veitenda og verkalýðs sé á stein-
aldarstigi í Finnlandi ef borið er
saman við fyrirkomulagið í
Svíþjóð.
Harka jafnaðarmanna í þessum
málum er skiljanleg, ekki síst
vegna þess, að stærsta aðildarfé-
lag alþýðusambandsins er mál-
miðnaðarsambandið. Þeir
málmiðnaðarmenn ganga að kjör-
borði nú síðar í haust og jafnaðar-
menn óttast, að kommúnistar geti
náð meirihluta á þingi málmiðnað-
armanna. Kommúnistar segja, að
jafnaðarmenn hafi svikið hugsjón-
ir verkalýðshreyfingarinnar með
því að fara í stjóm með hægri-
mönnum og ýmsir kratar eru
sammála þessu. Þess vegna verð-
ur Jafnaðarmannaflokkurinn nú
að sýna hörku í haust. Álit flokks-
ins í augum verkamanna þolir
ekki ásakanir um að krataráð-
herrarnir séu einungis taglhnýt-
ingar Harri Holkeris forsætisráð-
herra.
Holkeri og hægriflokkur hans
þurfa einnig að sýna fram á, að
þeir séu ekki allt of háðir krötum.
í fjárlagaviðræðum hafa engin
meiri háttar vandamál komið í ljós
og er það ekki síst því að þakka,
að félagslegar áætlanir hægri-
manna og jafnaðarmanna hafa
verið mjög álíka. Jafnaðarmenn
sæta stöðugum árásum frá kom-
múnistum og hægrimenn verða
að vara sig á spjótalögunum frá
Miðflokknum og nokkrum smá-
flokkum. Etir að ríkisstjómin í vor
ákvað að skera niður landbúnað-
arframleiðsluna hafa miðflokks-
menn ásakað Kokoomus um að
vera í „stjóm þeirra velefnuðu
borgarbúa", sem skilja ekki
vandamál sveitarinnar.
Ráðstöfun nk-
isins á gras-
kögglaverk-
smiðium
eftir Pál Ólafsson
í frétt á bls. 22 í Morgunblaðinu
28. júlí síðastliðinn, sem er nokkrar
línur, er sagt frá ráðstöfun ríkis-
valdsins á graskögglaverksmiðjum
í eigu þess, örlögum og niðurrifi.
Líklega er það tilviljun að fyrir ofan
þessa litlu frétt er frétt af hinu
svokallaða Hafskipsmáli, þar sem
ungir menn er börðust fyrir tilveru-
rétti fyrirtækis síns, eru látnir sæta
ábyrgð og bankastjórar fyriitækis'
þess voru ákærðir.
Þá er einnig frétt á næstu síðu
blaðsins, þar sem segir frá því að
Þingeyingar gráti að gi’asköggla-
verksmiðja í meirihluta eigu ríkisins
skuli ekki hafa verið reist þar. Allar
þessar fréttir hafa það sameiginlegt
að skattborgarinn hefur orðið að
borga eða átt að borga. I Hafskips-
málinu er engum hlíft, þar skulu
menn vera ábyrgir gerða sinna en
í gjaldþrota- og milljónatöpum hjá
graskögglaverksmiðjum ríkisins
eru allir hlutir fegraðir og beinlínis
sagt rangt frá, sennilcga til þess
að hlífa þeim mönnum sem hafa
valdið skattborgaranum milljóna-
tjóni.
I 23 ár hef ég búið við skipulag
í minni framleiðslugrein sem vel
gæti átt heima í löndum austan
járntjalds eða í þeim löndum S-
Ameríku, sem litla virðingu bera
fyrir lýðræði.
Ég finn mig því knúinn til að
upplýsa íslenska skattborgara
hvernig búið er að hlunnfara hann
og næstum eyðileggja framleiðslu-
gi-ein innan landbúnaðarins, sem
mikla framtíð átti fyrir sér.
Eins og fyrrnefnd frétt ber með
sér virðist sá aðili sem upplýsir
fréttaritara blaðsins álíta að öllu
sé búið að koma í lag hjá ríkinu
og það sé búið að draga sig út úr
þessari framleiðslugrein nema að
það eigi enn verksmiðjuna í Gunn-
arsholti. Þar verði engin framleiðsla
í ár og framtíðin í óvissu. En
hvílíkur málflutningur.
Staðreyndin er sú að aldrei hefur
framtíð ríkisverksmiðjunnar í
Gunnarsholti verið jafnbjört og nú,
eftir að búið er að leggja niður verk-
smiðjuna á Hvolsvelli, fullkomnustu
graskögglaverksmiðju landsins.
En hvað gerir það til þó rókið
eigi eina verksmiðju og reki. Að
vísu á það ekki að skapa aðra fram-
leiðendur, ef ríkið rekur hana á
eðlilegan hátt, en það hefur sjaldan
gerst í rekstri verksmiðjunnar í
Gunnarsholti. Stjórnendur hennar
hafa oftast notað aðra viðskipta-
hætti en aðrir og stundað undirboð
á framleiðsluna, þar sem því hefur
verið viðkomið, þó þeir hafi síst
haft efni á því. Sem dæmi hirti
fyrrnefnt fyrirtæki markað af mér
hjá fóðurblöndufyrirtæki í Sunda-
höfn með undirboðum í mái 1986
en í desember var Fóður og fræ svo
illa statt fjárhagslega að sögn fjár-
málaráðuneytisins, að ráðuneytið
greiddi fyrirtækinu kr. 5 milljónir.
Þessar greiðslur verður að líta á
sem beinar niðurgreiðslur á fram-
leiðslu fyrirtækisins. Fyrrnefnd
greiðsla ríkissjóðs er ekki eina
greiðslan sem ríkissjóður hefur
greitt á árinu ’86 til ríkisfyrirtækis
í þessari framleiðslugrein.
Til viðbótar þessari sérstöku fyr-
irgreiðslu ríkissjóðs til handa Fóður
og fræi í Grunnarsholti, sem stuðlað
hefur að því að knésetja önnur fyrir-
tæki í þessari framleiðslugrein
hefur Landgræðsla ríkisins verið
Páll Ólafsson
„Ég finn mig’ því knúinn
til að upplýsa íslenska
skattborgara hvernig
búið er að hlunnfara
hann og næstum eyði-
leggja framleiðslugrein
innan landbúnaðarins,
sem mikla framtíð átti
fyrir sér.“
gróflega notuð með því að lána því
allan áburð sem það notaði sumarið
’86.
Samkvæmt fyrirspurn minni til
Ríkisendurskoðunarinnar er þessi
gerningur staðfestur með bréfi 22.
september ’86.
Landgi-æðsla ríkisins starfar
samkvæmt sérstökum lögum nr.
17/165 og ég get ekki séð annað
en það sé siðleysi að nota stofnun,
sem starfar eftir ákveðnum lögum
að vissum verkefnum, til að fjár-
magna framleiðslufyrirtæki, jafn-
framt efa ég að það sé löglegt.
Staðan í markaðsmálum á gras-
kögglum er sú í dag að nú ganga
fulltrúar Landgræðslu ríkisins um
og bjóða framleiðslu Fóður og fræs
og Stórólfsvallarbúsins á verði sem
er langt undir framleiðsluverði,
væntanlega með samþykki land-
búnaðarráðuneytisins, þó tap á
rekstri Fóður og fræs í Gunnars-
holti hafi verið á annan tug milljóna
’86.
Ég mun ekki að þessu sinni ræða
um gagnrýnisverða ráðstöfun Stór-
ólfsvallarbúsins eða skýjaborgir
sem sagt er frá í fyrrnefndri frétt.
Höfundur er bóndi í Brautarholti
og rek urþar grasköggla verk-
smiðju.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!