Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
Lífeyrissjóðasamböndin
saman í samningagerðinni
Framkvæmd haf-
inn vegna stækk-
unar Háskólabíós
JARÐVEGSFRAMKVÆMDIR
og ýmis undirbúningur eru nú
að hefjast vegna fyrirhugaðrar
stækkunar Háskólabíós. Ætlun-
in er að bæta við þremur
fyrirlestrar- og kennslusölum,
sem munu rúma samtals um 700
manns. Ætlunin er að þeir verði
einnig notaðir sem bíósalir á
kvöldin og þar að auki sem ráð-
stefnuaðstaða. Vonir standa til
að hægt verði að hefja kennslu
í einhverjum af nýju sölunum í
árslok 1989.
„Það er fyrst og fremst verið
að leysa úr aðkallandi þörf Háskól-
ans á stórum kennslusölum,
þ.e.a.s. sölum sem rúma yfir 100
manns í sæti,“ sagði Þórir Einars-
son, formaður byggingarnefndar,
í samtali við Morgunblaðið.
„Skortur á slíkum sölum er búið
að vera viðvarandi og knýjandi
vandamál í skólanum. Við höfum
meira að segja þurft að kenna í
stóra salnum í Háskólabíó og feng-
um þar reynslu af því að hægt er
að nota svona sali undir kennslu.
Það verður mikil bót af þessari
fjölgun sala, sér í lagi fyrir fyrstu
árgangana í stóru deildunum."
Svona er ætlunin að viðbótin við
Háskólabíó tengist aðalbygging-
unni. Við bætast þrír salir sem
samtals munu rúma um 700
manns.
Ríkið gerði sjóðunum tilboð um 6,25% vexti af skuldabréfum
FULLTRÚAR fjármálaráðuneytisins hafa afhent fulltrúum
Sambands almennra lífeyrissjóða sama tilboð I skuldabréf
lífeyrissjóðanna og fulltrúum Landssambands lífeyrissjóð-
anna hafði áður verið afhent. Fulltrúar sambandsins tilkynntu
á fundinum að þetta tilboð væri ófullnægjandi. Ekki hefur
verið boðaður annar fundur um þetta mál en aðilar voru
sammála um nauðsyn þess að hraða samningagerð en samn-
ingum um þetta á að vera lokið fyrir 1. október samkvæmt
lögum.
Morgunblaðið/Kristján
Jarðvegsframkvæmdir og ýmis undirbúningur eru nú að hefjast
vegna stækkunar Háskólabíós.
Minníspemngar í tilefni
afmælis Olafsvíkur
um leið þátt í því að kaupa flygil í
Fulltrúar ' lífeyrissjóðasam-
bandanna áttu með sér fund á
miðvikudag þar sem ákveðið var
að standa saman að þessari samn-
ingagerð. Áður höfðu fulltrúar
Sambands almennra lífeyrissjóða
neitað að mæta á fund með full-
trúum fjármálaráðuneytis og
Landssambands lífeyrissjóðanna
á mánudag til að mótmæla þeim
orðum Péturs Blöndal formanns
landssambandsins í frétt í Morg-
unblaðinu sl. sunnudag þess efnis
að ekkert samband hefði verið
haft við lífeyrissjóðina við gerð
Atlantshaf sf lug:
Tekur eldsneyti
á íslenzku skipi
IHÓP þeirra flugmanna sem ætla
að leika eftir afrek Charles Lind-
bergs og fljúga yfir Atlantshafið
er skoski verkfræðingurinn Jim
Montgomerie. Farkostur hans
verður „gyrokopti11, lítil þyrla
sem ber einn mann. Hyggst Mont-
gomerie lenda á þilfari skipa frá
Færeyjum, Grænlandi, Kanada og
íslandi og taka eldsneyti í hafi.
Frá þessu er greint í nýjasta tölu-
blaði breska tímaritsins Flight
International. Þar segir að þyrla
verkfræðingsins verði knúin hreyfli
af Limbach gerð. Ekki er greint frá
því hvenær Montgomerie ætlar að
leggja af stað.
Tímaritið segir einnig frá fyrir-
hugaðri flugferð Eppo Harbrink
Numan. Ætlar hann að fljúga frá
Rotterdam í Hollandi til Oshkosh í
Bandaríkjunum. Numan ferðast í
„flygildf‘, örsmárri flugvél úr fis-
léttum gerviefnum. Fjórtán fyrirtæki
styrkja ferðina og meðal þeirra vöru-
tegunda sem Numan hefur með-
ferðis verður skammbyssa frá Smith
& Weston af tegundinni 357 Magn-
um.
nýja húsnæðislánakerfisins.
Tilboð ríkisins hljóðar upp á
6,25% vexti umfram verðbólgu á
næsta ári eða þá sömu og gilda
á þessu ári. Áður hafði verið sa-
mið um 5,9% vexti af þessum
bréfum en samið er til tveggja
ára í senn, með endurskoðunará-
kvæðum. Þá bauð ríkið 6% vexti
af skuldabréfunum fyrir árið
1989 og 5,75% vexti fyrir árið
1990. Áður höfðu fulltrúar lífeyr-
issjóðanna kynnt fulltrúum ríkis-
ins hugmyndir um að vextir af
skuldabréfunum keyptum á
næsta ári yrðu 7,5%.
Hrafn Magnússon fram-
kvæmdastjóri SAL sagði að þetta
tilboð ríkisins gæti ekki orðið að
samkomulagi eins og það væri
borið fram og þessir vextir sem
í tilboðinu fælust væru óraun-
hæfir miðað við lánsfjármarkað-
inn.
í tilefni 300 ára verslunarafmælis
Ólafsvíkur og 100 ára samfelldrar
barnafræðslu á staðnuni hefur
Rotaryklúbbur Ólafsvíkur látið
útbúa minnispeninga.
í fréttatilkynningu frá Rotary-
klúbbi Ólafsvíkur segir að takmarkið
sé að gefa öllum íbúum og velunnur-
um Ólafsvíkur tækifæri til þess að
eignast þessa minnispeninga og taka
nýtt félagsheimili staðarins.
Minnispeningamir eru seldir sam-
an í öskju á kr. 2.800 og stakir á
kr. 1.500. Eftirtaldir aðilar taka á
móti pöntunum: Landsbanki íslands
Ólafsvík, Sparisjóður Ólafsvíkur,
Póstur og sími Ólafsvík, Magnús
Eiríksson, Siguijón Bjarnason og
Stefán Jóhann Sigurðsson í Ólafsvík.
Tillaga unnin á vegum Þingvallanefndar:
Vilja fjarlægja allar bygg-
ingar austan Almannagjár
LÖGÐ hefur verið fram tillaga að skipulagi þjóðgarðsins á Þing-
völlum, unnin að tilhlutan Þingvallanefndar. Þar er gert ráð fyrir
að útvíkka vemdarsvæði þjóðgarsins á næstu árum. Allar bygging-
ar austan Almannagjár eiga að hverfa að kirkjunni og bænum
undanskildum. í stað þeirra á að reisa menningarmiðstöð vestan
gjárinnar sem gegnt geti fjölþættu hlutverki. Þingvallanefnd sem
þeir Þorsteinn Pálsson, Hjörleifur Guttormsson og Þórarinn Sig-
urjónsson skipa hefur fyrir sitt leiti fallist á tillöguna. Er nú
leitað umsagna svo taka megi ákvörðun um aðalskipulag svæðis-
ins. Þeim ber að skila til þjóðgarðsvarðar, Heimis Steinssonar.
Heildarskipulag þjóðgarðsins
hefur ekki legið fyrir fram að
þessu. Við afgreiðslu fjárlaga fyr-
ir árið 1985 var hálfri milljón
króna veitt til þessa verks og þeir
Reynir Vilhjálmsson og Einar
Sæmundsen ráðnir til að annast
það.
Höfundar segjast hafa gefið sér
þær forsendur að nauðsynlegt sé
að vemda á öruggan hátt náttúru
og menningarsögu Þingvalla. Það
verði meðal annars gert með því
að fræða gesti um gildi staðarins
og virkja þá í vemdun hans. Stór
hluti skipulagsvinnunnar fólst í
gagnasöfnun um ferðavenjur
gesta, staðhætti og náttúm stað-
Menningarmiðstöð
við Kárastaðastíg
í tillögunni eru dregin mörk
svæði sem lúta ber forræði Al-
þingis og Þingvallanefndar að
mati höfunda. Eiga þessir aðilar
að hafa íhlutunarvald hvað varðar
byggingarframkvæmdir, jarðrask
og ræktun.
I tillögunni er lagst gegn starf-
semi vestan Almannagjár, í
sigdældinni, þar sem náttúruleg-
um verðmætum sé stefnt í hættu
vegna átroðnings. Betur gæfist
að reisa menningarmiðstöð við
Kárastaðastíg, vestur af hringT
sjánni. Þar sé nóg rými fyrir
miðstöðina, ráðstefnuhús, hótel,
bílastæði og íbúðir starfsfólks
þjóðgarðsins. Höfundar telja að
sameiginlegt hús Alþingis og
kirkju mætti einnig tengja menn-
ingarmiðstöðinni.
„Svæðið vestan Almannagjár
hefur ekki aðdráttarafl í augum
almennings eins og stendur, en
þegar nánar er að gáð hefur svæð-
ið upp á ýmislegt að bjóða...Unnt
er að gera reiti innan þessa svæð-
is hlýlegri með skjólbeltarækt, t.d.
við tjaldstæði," segir í tillögunni.
Bent er á að vænta megi árang-
urs borunnar eftir heitu og köldu
vatni á þessum stað.
Ákvæði sett um
sumarbústaðina
Samningar um sumarbústaði í
þjóðgarðinum renna út á næstu
árum. Lagt er til að þeir verði
ekki framlengdir nema til fimm
ára í senn. Ákvæði verði sett um
hámarksstærðir húsa, hindruna-
rlausa umferð og forkaupsrétt
þannig að þjóðgarðurinn geti
eignast þau mannvirki sem æski-
legt væri vegna skipulagsins. Þá
á ekki að leyfa girðingar um-
hverfis sumarbústaðina.
Höfundar vilja hlúa að forn-
minjum í þjóðgarðinum með
ýmsum hætti. Gamlar tættur og
grónar rústir liggja víða í göngu-
leið og þarf að leggja stíga
framhjá þeim. Einnig þarf að
grisja gróður þar sem tijárætur
geta eyðilagt fornleifar í jörðu.
Til þess að létta á tjaldsvæðinu
á Leirunum vilja höfundar skipu-
leggja nýtt svæði við Hrútagils-
læk. Þar er mólendi í skjóli
hrauns. Lagt er til að hefja tijá-
rækt á svæðinu fljótlega til þess
að undirbúa það og gera skjól-
betra. í greinargerðinni segir að
veiðimenn sem tjaldi á sama
staðnum við vatnið ár eftir ár
hafi valdið spjöllum. Þurfí að
bregðast við því með því að loka
ákveðnum svæðum en hlúa betur
að öðrum.
Höfundar gera einnig grein
fyrir hugmyndum um breytta legu
girðingar um þjóðgarðinn, þjóð-
vegarins við Gjábakka og vegar-
ins að Skógarhólum. Þá eru settar
fram tillögur um veg með bíla-
stæðum upp með Hrafnagjá,
bílastæði á Hofmannaflöt og við
Amarfell til þess að auðvelda
umferð ferðamanna.