Morgunblaðið - 21.08.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 21.08.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 21 Ibúar vilja breyt- ingar á skipu- lagi í Kringlimni FORSTÖÐUMAÐUR borgarskipulag's Þorvaldur Þorvaldsson telur ástæðulaust að óttast umferðaröngþveiti í Kringlunni í framtíðinni. Hann segir að metaðsókn fyrstu dagana sem verslunarmiðstöðin er opin gefi ekki rétta mynd af umferð í Kringlunni í framtíðinni. Stjórn íbúasamtaka nýja mið- bæjarins telur brýnt að hefta umferð um Listabraut sem hefur vaxið stórum eftir opnunina. Samtökin hafa einnig beint þeim tilmælum til borgaryfirvalda að einstefna verði sett á akbrautina að baki verslunarmiðstöðinni og umferð að vörumóttöku byggingarinnar aðgreind betur frá íbúðar- húsunum. Að sögn Guðrúnar Eyjólfsdóttur formanns samtakanna voru þau ekki síst stofnuð með það í huga að gæta réttar íbúa vegna aukinn- ar bílaumferðar í hverfinu. Eftir opnun Kringlunnar hefur umferð eftir Listabraut, sem liggur út á Háaleitisbraut, aukist til muna. Telur stjórn samtakanna að við því þurfi að sporna. Besti kostur- inn sé að beina stærstum hluta umferðarinnar aftur út á Kringlu- mýrarbraut og Miklubraut, án þess að ekið sé í gegnum hverfið. „Við höfum lagt til að akbraut- in austan Kringlunnar verði gerð að einstefnuakstursgötu. í tillög- um okkar er einnig gert ráð fyrir því að gera umferðareyju meðfram húsinu þannig að bílum sem af- ferma vörur eða er lagt bak við húsið sé ekið um Miklubraut. Jafn- framt erum við fylgjandi hug- myndum um þriðju akreinina á Miklubraut. Það er þó fjarri því að verslunarhúsið sé okkur þyrnir í augum, íbúum finnst flestum ánægjulegt að fá aukið líf í Kringl- una,“ sagði Guðrún. „Að tala um umferðarvanda í Kringlunni eftir þessa fyrstu daga er álíka og að fárast yfir öng- þveiti í kringum Laugardalsvöllin eftir landsleik,“ sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður borgarskipulags. „Það hefur lengi verið vitað að umferð í Kringlunni yrði mikil. Þarf það ekki að koma neinum á óvart. Þetta er miðbær. Ibúarnir hverfisins hafa valið sér heimili með það í huga að vera í lifandi borgarhluta. Þeir njóta návista við Borgarleikhús og Kringluna meðal annars. íbúðirnar falla heldur ekki í verði þegar hverfið byggist upp. Við verðum að sjálfsögðu að taka tillit til þess að þetta er íbúð- arhverfi að hluta. Þeir sem það byggja eiga rétt á eðlilegu um- hverfi og við því þurfum við að bregðast," sagði Þoi-valdur. I aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir því að „slaufur" verði settar á öll gatnamót á Mi- klubraut. Umferð eftir Kringlu- mýrarbraut yrði leidd yfir eða undir Miklubraut við nýja mið- bæinn. Þá hefur lengi verið til umræðu að leggja þriðju akrein Miklubrautar í báðar áttir framhjá Kringlunni. Engin ákvörðun liggur fyrir um þessar framkvæmdir. Verða þær ekki teknar nema með hliðsjón af skipan annarra umferðaræða að sögn Þorvaldar. Telur hann að með lagningu Fossvogsbrautar væri hægj; að komast hjá því að gera breytingar við Kringlumýr- ina. Vegurinn séður frá Brúnklukkuhól til suðurs. Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson Húsavík-Akureyri: Varanlegt slitlag á leiðinni Húsavík. ^^ ^—* ^ Húsavík. Á LEIÐINNI Húsavík-Akureyri er komið varanlegt slitlag á veg- inn alla leið, að undanskildum '5' ^ ■ ' r** - - " Dýpkunarskip hóf uppmokstur úr botni hafnarinnar sl. laugardag. Raufarhöfn: Uppmokstur hafinn úr botni hafnarinnar Raufarhöfn. LANGÞRÁÐ skóflustunga var tekin hér í höfninni á Raufarhöfn síðastliðinn laugardag þegar dýpkunarskip hóf hér uppmokst- ur úr botni hafnarinnar, en lítið dýpi í höfninni hefur valdið því að hingað hafa stærri loðnuskipin ekki komist á undangengnum loðnuvertíðum og valdið öðrum stærri skipum erfiðleikum sem hér þurfa að hafa viðkomu. Þessi framkvæmd hefur verið á döfinni mörg undanfarin ár en ekki hafa verið til tæki til að framkvæma verkið fyrr en nú. Það eru nokkrir einstaklingar sem réðust í kaup á þessu dýpkunarskipi, tveim flutn- ingaprömmum og dráttarbát frá Noregi. Þeir stofnuðu með sér félag um fyrirtækið sem heitir Dýpkunar- félagið hf. og er Valbjörn Stein- grímsson frá Siglufirði forstjóri þess. Áætluð dýpkun úr innsiglingu er 34.270 m3 og innan hafnar 16.725 m3. Áætlað er að verkinu verði lok- ið 5. september nk. — Helgi Skýrslan talnaleikur o g ályktanir hæpnar - segja iðnrekendur um framleiðniátakið FÉLAG íslenskra iðnrekenda hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Iðntækn>slofnunar og iðnaðarráðuneytisins um framleiðni á íslandi. Forsvarsmenn iðnrekenda telja samanburð á framleiðni íslendinga og annarra þjóða hæpinn. „Það talnaefni sem birt er í skýrslu Iðn- tæknistofnunar leyfir alls ekki að dregnar séu svo afdráttarlausar ályktanir um framleiðni á íslandi í samanburði við önnur Iönd sem þar er gert,“ segir orðrétt í fréttatilkynningu. Athugasemdir iðnrekenda eru studdar þeim rökum að uppbygging atvinnugreina í hvetju landi sé ein- stök. Því ráði stærð fyrirtækja, fjárfesting og fleira. Fullyrt er að ekki liggi fyrir sam- bærilegur útreikningur á raungengi hérlendis og í öðrum OECD—lönd- um. Svokallaða kaupmáttarreikn- inga skorti. Sveiflur raungengis hafi verið mun meiri á íslandi en í öðrum iðnríkjum. Verðbólga hafi geysað langt umfram það sem tíðkast í öðrum löndum og geri þetta allar tölur ótryggari. Iðnrekendur segja að grunnár tveim vegarspottum í Ljósavatns- skarði. í sumar hefur verið unnið að því að undirbyggja það sem eftir er eða alls um 9 km og á að ljúka því verki á þessu sumri og fyrirhugað er að setja klæðningu á þessa kafla næsta sumar. Til að vetjast snjóum er vegurinn fluttur frá fjallsrótunum og út á vatnið á tveim stöðum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd flæðir vatnið yfir nýja veginn t.h. og þar virðist vegurinn liggja yfir óvænt dýpi, eða hyl. Við vinnu í sumar sökk jarðýta þarna niður svo að lítið meira en þakið stóð uppúr vatni. Fréttaritari Slysavarnaskóli sjó- manna að hefja störf SLYSAVARNASKÓLI sjómanna tekur til starfa nú að loknum sum- arleyfum í byijun september nk. Kennsla í skólanum fer fram með svipuðu sniði og áður, þ.e. einkum er lögð áhersla á endurlífgun, flutn- ing slasaðra, ráð til að halda lífi við erfiðar aðstæður og notkun björgun- artækja og búnaðar um borð í skipum. Einnig lög og reglur þar um. Svartir og Þá er kennd björgun með þyrlum, brunavamir og slökkvistörf. Ekki hefur verið hægt til þesss að sinna öllum beiðnum um nám- skeiðahald á vegum slysavamaskól- ans og er því þeim sem vilja komast á námskeiðin fyrir áramót bent á ac hafa samband við skólann hið fyrsta. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Slysavamafélags íslands. samanburðarins, árið 1973, hafi ekki verið skynsamlega valið. Það ár hafi um margt skorið sig úr. Raungengi hafi verið nálægt meðal- tali tímabilsins en ýmsar atvinnu- greinar hafi búið við mjög hátt raungengi það ár. „Þetta hefur af- gerandi áhrif á samanburðinn," segir í fréttatilkynningunni. „Það er öllum ljóst að við verðum að gera allt sem unnt er til að auka framleiðni íslenskra fyrirtækja á næstu ámm ef við eigum að stand- ast samkeppni við erlenda keppina- uta. Öll viðleitni til að stuðla að því er nauðsynleg, en talnaleikir gegna þar þó litlu hlutverki," segir orðrétt. Brúnir F*ETER Opið föstudaga til 20.00. Opið laugardga til 16.00. SCHUHMODE age Kringlunni, s. 689212.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.