Morgunblaðið - 21.08.1987, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
Flugslysið í Detroit:
V oru vængbörð-
in í láréttri stöðu?
Washington, Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR bandarísku
flugmálastofnunarinnar rann-
saka nú hvort mannleg mistök
hafi valdið flugslysinu við Detro-
it á sunnudag. Tala látinna er
enn ekki fulljós en vitað er að
rúmlega 150 manns fórust er
þotan sem var af gerðinni Mac-
Donell Douglas hrapaði niður á
hraðbraut fáeinum sékúndum
eftir flugtak frá flugvellinum í
Detroit.
Forráðamen flugmálastofnun-
unnar vildu ekki staðfesta að verið
væri að rannsaka hvort flugmönn-
um þotunnar hefðu orðið á mistök.
Hins vegar sögðu ónanfgreindir
heimildarmenn að grunur léki á um
að vængborð vélarinnar hefðu ekki
verið stillt sem skyldi. Hefðu þau
ekki verið sett niður svo sem vaninn
er við flugtak og lendingu. Allen
McArtor, yfírmaður bandarísku
flugmálastofnunarinnar, kvaðst að-
spurður kannast við orðróm þennan
en neitaði að tjá sig um hann svo
sem fyrr segir. Hefðu vængbörðin
verið í láréttri stöðu sagði McArtor
að þotan hefði þurft bæði meiri
hraða og lengri flugbraut í flugtaki.
Sérfræðingar flugmálastofnun-
arinnar hafa skýrt frá því að þotan
hafí verið fullhlaðin er hún fórst.
Þeir hafa og látið að því liggja að
hún hafí þurft lengri flugbraut en
ella þar eð óvenju heitt hafi verið
daginn sem slysið varð.
Talsmenn flugfélagsins North-
west Airlines segja að 154 hafí
farist en Öryggismálaráð sam-
gönguráðuneytisins bandaríska
telur að 153 menn hafi týnt lífi.
Aðeins einn farþeganna komst lífs
Moskva, Reuter.
SOVÉSK lög sem banna samkyn-
hneigð að viðlagðri þungri refs-
ingu, allt að fimm ára fangelsi,
verða ef til vill numin úr gildi.
Þetta sagði lögfræðingur sem tek-
ur þátt í víðtækri endurskoðun
refsilöggjafar Sovétríkjanna í við-
tali sem birtist á miðvikudag.
Sofía Kelina sagði ennfremur í við-
talinu við Moscow News að afnema
ætti lög sem bönnuðu andsovéskan
róg, og ekki ætti lengur að líta á
vændi og eiturlyfjanotkun sem glæpi.
Afplánun refsingar í fangabúðum
skyldi einnig endurskoðuð. Að sögn
Kelinu sem er meðlimur sovésku
vísindaakademíunnar miða endurbæ-
turnar á hegningarlögunum að því
að gera þau mannúðlegri. Mörgum
lagakrókum er þar ofaukið og 200
breytingar hafa verið gerðar síðan
núverandi löggjöf tók gildi árið 1960.
Auk þess að þyngja refsingar hafa
breytingamar yfírleitt víkkað skil-
greiningu refsiverðs athæfís.
af, fjögurra ára gömul stúlka sem
fannst á lífi í örmum látinnar móð-
ur sinnar.
Kelina sagði að réttarsalurinn væri
ekki rétti vettvangur baráttunnar
gegn vændi þó vændishúsarekstur
og annað skipulagt vændi yrði enn
sem fyrr refsivert. Hún sagði að ekki
væri óhjákvæmilegt að líta á notkun
fíkniefna sem glæp hvað þá heldur
samkynhneigð þó öll þvingun til sam-
ræðis yrði áfram refsiverð.
Aðspurð um lögin gegn skoðunum
í andstöðu við ríkið sagðist hún nokk-
uð sannfærð um tilverurétt ákvæðis
sem bannar andsovéskt athæfí og
undirróður. Aftur á móti væri ákvæði
sem bannar munnlegan óhróður um
Sovétríkin, að viðlagðri þriggja ára
fangavist, óþarft. Almennt séð væri
nauðsynlegt að milda refsingar,
skipta föngum eftir því hvort um
síbrotamenn eða ekki væri að ræða
og hætt skyldi að stinga mönnum inn
fyrir minni háttar afbrot líkt og
óspektir á almannafæri og spellvirki
af minna taginu.
Sovétríkin:
Refsilöggjöf
í endurskoðun
Byssumaður
truflar útsendingu
Los Angeles, Reuter.
MAÐUR með byssu í hendi gekk
í fyrrínótt inn í uptökusal KNBC
sjónvarpsstöðvarínnar sem er
systurfyrirtæki NBC. Maðurinn
rak byssuna i bak David Horow-
itz sem var að lesa fréttimar og
skipaði honum að lesa yfirlýs-
ingu um CIA, bandarísku leyni-
þjónustuna. Nokkram sekúndum
síðar rufu tæknimenn útsend-
inguna og sýndu þess ( stað
merki stöðvarinnar og auglýs-
ingar. Þegar Horowitz hafði
lokið lestri yfirlýsingarinnar
sem var að sögn áheyrenda sam-
hengislaust bull, lét Gary Stoll-
man, en svo hét hinn óboðni
gestur, byssuna síga. Fréttamað-
ur stöðvarinnar John Beard
þreif þá vopnið af manninum og
kom í Ijós að um leikfangabyssu
var að ræða. Stollman sem sagð-
ist vera sonur fyrrverandi
starfsmanns stöðvarinnar yfirg-
af bygginguna (fylgd lögreglu.
NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ!
SKEIFUNNI KJÖRGARÐI AKUREYRI NJARÐVIK