Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 23 Blóðbaðið í Hungerford: „Guði sé lof að hann skaut sig - bæjarbúar hefðu ekki leyft honum að lifa“ Hungerford, Englandi, Reuter. BÆRINN Hungerford á Englandi var í lamasessi í gær eftir að tuttugu og sjö ára gamall íbúi þar gekk berserks- gang, myrti fjórtán menn og særði fimmtán. Féll hann að lokum fyrir eigin hendi. Fánar voru dregnir í hálfa stöng og heimsókn Margaretar Thatcher fór framhjá flestum. Hér á eftir fara lýsingar nokkurra sjónarvotta að voðaverk- um morðingjans Michaels Ryan og ummæli bæjarbúa. Breski hermaðurinn Carl Harri- honum tókst að sleppa út um es stóð augliti til auglitis við Ryan bakdyr Tugir lögreglumanna með og slapp naumlega undan byssuk- úlum hans. Harries var í heimsókn hjá foreldrum sínum og þegar blóðbaðið hófst reyndi hann að hjálpa særðum. Skyndilega horfði hann beint í augu Ryans, sem var klæddur grænum hermannafötum og með alvæpni: „Ég sá mann standa nokkra metra í burtu með band eða merki á enni. Hann hélt á byssu og hafði eitthvað um ö_x- lina, sem ég sá ekki rétt vel. Ég beið ekki boðanna og stakk mér inn í runna. Þá heyrði ég nokkrum skotum hleypt af,“ sagði Harries. Hann greindi einnig frá því að nokkrum mínútum áður hefði hann farið inn í hús eitt og komið þar að öldruðum manni, sem lá á gólfinu. „Þetta var blóðbað. Gamli maðurin hafði greinilega reynt að forða sér út um bakdyrnar. Kona hans lá örvingluð ofan á honum. Hann hafði verið skotinn mörgum skotum," sagði Harries. „Ég tók sérstaklega eftir því að hann hefur verið staðráðinn í að komast inn í húsið og hafði skotið upp lása á öllum hurðurn," bætti hann við. Hendur Harries voru enn þaktar blóði þegar blaða- maður Reuters talaði við hann og brast hann í grát áður en hann gat sagt frá því er hann reyndi stöðva blæðingar eins fórnar- lambs og konu, sem hafði verið skotin í brjóstið og lá upp við bif- reið sína: „Mér heyrðist hún gefa frá sér hljóð og reyndi að hjálpa, en þá kom maður og sagði mér að hún væri látin.“ Allir þekktu alla í Hungerford búa fimm þúsund manns og ber þar yfirleitt fátt til tíðinda. Én á miðvikudag hófst harmleikurinn. Ryan myrti móður sína og kveikti í húsi þeirra. Lög- reglumenn komu að húsinu, en byssur og kraftmikla, sjálfvirka riffla voru um allan bæinn og beindu íbúum frá miðbænum. Fréttamenn flykktust líka til Hungerford og greindu skelfingu lostnir íbúar þeim frá reynslu sinni. Amanda Grace var að gæta barna þegar hún sá Ryan hefja skothríð í átt að sér. „Ég heyrði hvern skothvellinn á eftir öðrum og þegar ég leit út var hann rétt hjá mér. Hann var í kakí-fötum og hélt byssu fyrir framan sig, sem hann skaut úr viðstöðulaust. í fyrstu vissi ég ekki hvað var að gerast, en þá gerði ég mér grein fyrir að hann var brjálaður.“ Fjórtán manns létu lífið og fjórtán særðust áður en Ryan batt enda á voðaverkið og stytti sér aldur. „Allir eru felmtri slegn- ir,“ sagði Christine Sandford, eigandi raftækjaverslunar í Hun- gerford. „Þetta er lítill bær og allir þekkja alla. Vist er að við þekkjum öll fórnarlömb þessa bijálæðings." Hungerford í lama- sessi Ibúar Hungerford virtust vera í losti þegar þeir gengu um götur bæjarins í gær. Roger Sandford, sem rekur myndbandaleigu í bæn- um, kvaðst hafa fjarlægt allar „Rambó", „Commando" og aðrar myndir, „sem vegsama ofbeldi", úr hillum sínum. „Ég geri þetta ekki vegna reiði. Ég er einfaldlega viss um að þessar myndir höfðu áhrif. Verst að það er of seint að gera þetta núna.“ Margaret Thatcher forsætis- ráðherra kom til bæjarins í því skyni að hugga þá, sem særðust. Hún lofaði lögregluna og sagði að hún hefði gert sitt besta. En bæjarbúar voru tóku vart eftir heimsókn forsætisráðherrans, áfallið eftir fjöldamorðið var enn ekki farið að fjara út. „Við eigum ekki orð í ensku til að lýsa því, sem hérgerðist," sagði Thatcher. „I Hungerford gerist aldrei neitt. Konum er ekki nauðgað og fólk er ekki rænt,“ sagði Sally Parry, sem rekur stórmarkað nokkrum metrum frá húsinu, þar sem Ryan myrti móður sína og kveikti í heimili þeirra. „Ég veit að það er ljótt að segja þetta, en Guði sé lof að hann skaut sig — bæjarbúar hefðu ekki leyft honum Reuter Eitt fórnarlamba mannsins, sem skaut fjórtán til bana í Hunger- ford á Englandi á miðvikudag, liggur í blóði sinu í eldhúsinu heimilis síns. Maðurinn reyndi að komast út um bakdyr hússins, þegar hann var skotinn til bana. að lifa,“ sagði Parry. Maðurinn með ísvagninn seldi vöru sína skammt frá skólanum, þar sem Ryan skaut sig kvöldið áður: „Lögreglan sagði mér að koma hingað. Þeir sögðu að því fyrr sem hlutirnir kæmust í eðli- legt ástand hér, því betra.“ Fj öldamorðinginn lifði í draumaheimi Hungerford, Reuter. MAÐURINN, sem myrti fjórtán manns í bænum Hungerford á Englandi á miðvikudag, sóttist hann mjög eftir skotvopnum og sýndi þeim ástríðufullan áhuga. Rannsóknarlögreglan kannaði í gær hvað hefði leitt til þess að maður, sem bjó hjá móður sinni og sagt er að hafi verið kyrrlátur og blíður, gekk berserksgang með áðurnefndum afleiðingum. Fjórtán manns særðust og barð- að fyrsta skotið reið af féll hann ist ein kona fyrir lífi sínu í gær. Hún hlaut nokkur skotsár. Lögregla sagði að blóðbað sem þetta ætti sér ekki fordæmi á Bret- landi. Aftur á móti hafa menn framið fjöldamorð með skotvopn- um í Bandaríkjunum, Belgíu og Ástralíu. Michael Ryan framdi fyrsta morðið í skógi skammt frá heimabæ sínum. Þar skaut hann móður til bana, sem hafði farið í skemmtiför með tveimur börnum sínum. Þeim þyrmdi morðinginn. Næst lét hann til skarar skríða í bensínstöð á leið heim til sín og særði þai' afgreiðslumann. Þegar heim var komið skaut hann móður sína og fjölskylduhundinn og lagði því næst eld að húsinu. Slökkvilið komst ekki að til að ráða niðurlög- um eldsins vegna skothríðar frá húsinu. Ryan slapp út um bakdyr húsins og gekk hann þá berserks- gang í miðbæ Hungerford. Hann var umkringdur í skóla þar skammt frá og hálftíma eftir fyrir eigin hendi. Lögrelga sagði að hún hefði komið áð honum látnum. Var hann klæddur hermannafötum að hætti „kvikmyndapersónunnar Rambó" og lágu skotvopn allt umhverfis hann. Lögregluþjónn einn, sem bjó í nágrenni Ryans, sagði að hann hefði lifað í draumaheimi og aug- ljóslega séð nokkrar „Rambó- myndir". Lögregla segir að Ryan hafi verið einfari og nafn hans sé ekki að finna á sakaskrám. Að sögn nágranna var hann kurteis, hljóð- látur og blíður. Lögregluforingi í Hungerford sagði: „Hann barst lítið á og lenti aldrei í vandræð- um.“ Maður, sem unnið hafði með Ryan í byggingai-vinnu, kvaðst hafa haldið að hann væri kveif: „Hann var ekki sú manngerð sem lendir í handalögmálum. Ég hefði ekki trúað honum til að þora upp stiga.“ Ryan, sem bresk götublöð köll- uðu „Rambó-morðingjann“ á forsíðum sínum í gær, notaði so- véskan rifil af gerðinni Kalas- hnikov AK-47 og sjálfvirka skammbyssu. Hann hafði byssulefi fyrir fimm skotvopnum. Sérfræðingar vilja komast að því hvernig Ryan komst yfir AK-47 riffil, sem úr má skjóta sex hundr- uð skotum á mínútu. „Kúla úr þessu vopni hlykkjast í loftinu og myndar lítið sár þegar hún hittir það sem fyrir er, en stórt sár þar sem hún fer út,“ sagði sérfræðing- ur. „Þetta vopn er ekki notað til veiða: þetta er morðvopn." Þingmenn kröfðust þess i gær að breskum lögum um byssuleyfi yrði breytt nú þegar. Byssulög á Bretlandi eru einhver þau ströng- ustu í heimi. Paul Devonshire glæpasálfræð- ingur sagði að erfítt væri að segja hvers vegna maður fremdi íjölda- morð. Víst væri að þegar fyrsta morðið hefði verið framið væri er- fitt að stöðva mann, sem gripinn væri æði. John Hamilton, sálfræðingur og yfirmaður Broadmoor fangelsis- sjúkrahússins, sagði að Ryan hefði örugglega verið tmflaður á geði. V estur-Þýskaland: Jarðneskar leifar Hess fluttar til Bæjaralands Sijórnvöld búast við mótmælum öfgahópa Wunsiedel, Grafenwöhr, London, Vestur-Berlín, Reuter. JARÐNESKAR lelfar stríðsglæpamannsins Rudolfs Hess, sem framdi sjálfsmorð í Spandau-fangelsinu í Vestur-Berlín á mánudag, voru í gær fluttar til Bæjaralands. Þar verða þær geymdar á leynilegum stað þar til útförin fer fram í grafreit fjölskyldu hans í bænum Wunsiedel í Bæjaralandi. Enn er ekki vitað hvenær Hess verður borinn til grafar en bæjarstjóri Wunsiedel lét þess getið í gær að hann væri ekki fyllilega sáttur við að Hess yrði grafinn þar. Kvaðst hann óttast að öfgahópar tækju þá að venja komur sínar til bæjarins. Líkamsleifar Hess vom fluttar með herflugvél til herstöðvarinnar í Grafenwöhr, sem er um 40 kíló- metra suður af Wunsiedel. Þar tók sonur hans , Wolf-Rúdiger við þeim ásamt lögfræðingi fjölskyldunnar Alfred Seidl, sem í eina tíð var inn- anríkisráðherra Bæjaralands. Þeir hafa báðir látið í ljós efasemdir um að Hess hafi framið sjálfsmorð en svo sem fram hefur komið í fréttum fannst Hess liggjandi á gólfi garð- skýlis í Spandau-fangelsi með rafmagnssnúru vafða um hálsinn. „Hefði hann ætlað að fremja sjálfs- morð hefði hann skorið sig á púls,“ sagði sonur hans og lét þess getið að honum þætti tilkynning her- námsveldanna fjögurra um andlát föður síns vera tortryggileg í hvívetna. Skýrt hefur verið frá því að Hess hafi ritað sjálfsmorðsbréf áður en hann stytti sér aldur og kveðst sonur hans tæpast geta trú- að því. Talsmaður lögreglu sagði að ekki yrði skýrt frá því hvar jarðneskar leifar Hess eru í geymslu. „Ef við gerum það megum við búast við að bæði vinstri og hægri öfgamenn láti til sín taka,“ sagði hann. Stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi kváðust í gær vera undir það búin að öfgahópar jafnt til hægri sem vinstri myndu efna til mótmæla í tengslum við andlát og útför Rud- olfs Hess. I forystugreinum dag- blaða sagði að sú leynd sem hvílt hefði yfir andláti nasistaforingjans gæti leitt til þess að ný-nasistar byggju til goðsögn um Hess, líf hans og dauða. Oeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku í gær ungan mann nærri grafreit Hess-fjölskyldunnar í Wunsiedel. Hafði maðurinn með- ferðis dreifibréf þar sem hvatt var Reuter Hópur ný-nasista safnaðist saman við sendiráð Breta í Vínarborg á miðvikudagskvöld og hrópaði vígorð gegn Bretum og hernámsveld- unum í Vestur-Berlín. Fólkið bar skilti þar sem fullyrt var að Hess hefði verið m.yrtur og kveikt var í breska fánanum. til þess að Rudolf Hess yrði sæmd- ur friðarverðlaunum Nóbels. í fyrrakvöld safnaðist hópur svo- nefndra ný-nasista saman við Spandau-fangelsið, sem nú verður rifið. Fólkið söng í kór;„Við erum stolt af því að vera Þjóðvetjar“. Kveikt var á kertum og blómum dreift á götuna sem liggur að fang- elsinu. í Vínarborg mótmæltu meðlimir samtaka ný-nasista, sem nefnast „Minnningarnefnd Rudolfs Hess“, við sendiráð Breta í borg- inni. Kveikti fólkið í breska fánan- anum og hrópaði vígorð gegn hernámsveldunum, sem samtökin segja að beri ábyrgð á dauða Hess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.