Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
Útgefandi mfrlftfeffe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjöm Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald
550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Rannsóknaskipið „Bjarni Sæmundsson" i Grænlandssundi.
Eftirbátar
í framleiðni
Hafrannsól
í Norðurhöl
Fjölmiðlar birtu á dögunum
skýrslu Iðntæknistofnunar
um framleiðni vinnuafls. Hún
sýnir að íslendingar eru eftirbát-
ar viðmiðunarþjóða, bæði austan
hafs og vestan, hvað framleiðni
varðar. Við stöndum verulega
að baki velmegunarþjóðum, að
þessu leyti, hvort heldur notaður
er samanburður landsfram-
leiðslu á hvem íbúa eða lands-
framleiðslu á hvem vinnandi
einstakling. Raunar hefur lands-
framleiðsla á hvem vinnandi
mann hvergi aukizt jafn lítið —
í viðmiðunarríkjunum — og hér
á landi.
Það blasir við eftir þessar nið-
urstöður að gera verður stórátak
til að auka framleiðni hér á landi
til þess að íslenzkir atvinnuvegir
verði samkeppnisfærir — og
megnugir þess að rísa undir jafn
góðum lífskjörum og bezt þekkj-
ast annars staðar. Almenn
lífskjör ráðast fyrst og fremst
af þeim verðmætum, sem til
verða í þjóðarbúskapnum, ásamt
þeim kjömm í milliríkjaverzlun,
sem okkur tekst að ná. Verð-
mætasköpun og viðskiptakjör
em meginuppsprettur þjóðar-
tekna. Þær setja okkur síðan
eyðslumörk, bæði í einkaneyzlu
og samneyzlu. Ráða raunar einn-
ig ferð í sparnaði okkar og
fjárfestingu.
Hvemig stendur á því, kann
einhver að spyrja, að „láglauna-
land“, eins og ísland er af
sumum talið, er ekki samkeppn-
isfært í verðsamkeppni fram-
leiðslu við aðrar þjóðir? Við
skulum gefa okkur tilbúið og ýkt
dæmi til að auðvelda skýringu.
Tímakaup við einhvers konar
framleiðslu, til dæmis á striga-
pokum eða einhverri annarri
vöm, getur verið hið lægsta í
veröldinni, en greitt kaup á
hvem framleiddan poka eða ein-
ingu hið hæsta, ef framleiðnin
er nógu lítil. Og staðreyndin er
sú að framleiðni er hér vemlega
minni en í samkeppnislöndum
okkar. Raunar er framleiðni
hvað minnst í höfuðatvinnuveg-
um þjóðarinnar.
Astæður minni framleiðni hér
en annarsstaðar, em efalítið
margskonar. Ein ástæðan,
máski meginástæðan, er óða-
verðbólga áttunda áratugarins
og fyrstu ára þess níunda — og
sá óstöðugleiki í efnahagsmálum
og á vinnumarkaði, sem í kjölfar
hennar fylgdi. Á verðbólguámn-
um bjuggu atvinnugreinar og
fyrirtæki við hallarekstur, ár
eftir ár, gengu á eignir og söfn-
uðu skuldum. Innlend sparifjár-
myndun hmndi og þröngur
lánsfjármarkaður laut um of
pólitískri stýringu, stundum
fremur en arðsemissjónarmið-
um. Við slíkar kringumstæður -
sem og ofsköttun á sumum svið-
um - gátu fyrirtæki ekki byggt
sig upp eða tæknivæðst til sam-
ræmis við öra framþróun at-
vinnurekstrar þar sem
vaxtarskilyrði hans vóm hvað
bezt.
Fleira kemur sjálfsagt til, eins
og vanmat á gildi rannsókna í
þágu atvinnuveganna, sem em
minni hér en víðast annars stað-
ar, ónóg sérhæfing, of lítill
sveigjanleiki í rekstri, sums stað-
ar lök stjórnun og loks launa-
kerfi sem er alltof sjaldan vinnu-
eða afkastahvetjandi.
Það ber að fagna því að ríkis-
stjómin hefur ákveðið að veita
þremur milljónum króna til
framleiðniátaks í iðnaði, gegn
því að vinnuveitendur leggi fram
sömu upphæð til átaksins. Hér
er stigið skref rétta átt. Fleiri
þurfa að fylgja á eftir vegna
þess að „aukin framleiðni er far-
sælasta leiðin til þess að nýta
auðlindir, tækni og vinnuafl á
sem beztan hátt... til að efla
atvinnulíf og bæta lífskjör", eins
og segir í skilgreiningu Fram-
leiðnimiðstöðvar Japans á
framleiðnihugtakinu.
Mergurinn máls er þó sá að
búa íslenzkum atvinnugreinum
og fyrirtækjum þau rekstrarskil-
yrði, sem gera þeim kleift að
byggja sig upp og tæknivæðast
til jafns við hliðstæðan atvinnu-
rekstur annarsstaðar. Það þarf
jafnframt að stórefla hverskonar
rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna, innan fyrirtækja, atvinnu-
greina og hjá opinberam
rannsóknarstofnunum. Mestu
máli skiptir þó að slaka ekki á
verðbólguvömum. Verðbólga
áttunda áratugarins var sá
Þrándur í Götu framfara í
íslenzku atvinnulífí, sem mest
hefur skaðað okkur. Verðbólga
gengins áratugar er meginorsök
minni framleiðni, hægari hag-
vaxtar og lakari lífskjara hér en
í þeim ríkjum, sem lengst hafa
náð á þessum vettvangi.
eftir Svend Aage
Malmberg
Gíbraltar Norðurhafa
Heimsókn fjölda stórra hafrann-
sóknaskipa til Reykjavíkur nú í
ágúst á vegum NATO og ráðstefna
í Hveragerði um flotastöðu stór-
veldanna nyrst í Norður-Atlantshafi
og í Norðurhöfum syna glöggt
áhugaverða legu íslands í hafinu.
Landið er á mörkum stærsta inn-
hafs heimshafanna, Norðurhafa
(Norður-íshaf og Norðurhaf). Þetta
stóra innhaf (12 millj. km 2nær frá
Beringsundi milli Alaska og Síberíu
að íslandi og Færeyjum sem em
eins og klettar í hafinu eins og
Gíbraltar við mynni Miðjarðarhafs-
ins gamla, Mare Nostmm Róm-
verjanna.
„Föðurland vort
hálft er hafið“
í lofti og legi við Island takast á
kaldir og hlýir loft- og hafstraum-
ar, freri norðursins og sólvarmi
suðursins. Þessum staðháttum við
neðansjávarhryggi og víðáttumikið
landgrunn fylgja gjöful fiskimið
sem em undirstaða lífs á landinu.
Þau em annað tveggja lífbelta
landsins eða eins og skáldið kvað
„Föðurland vort hálft er hafið“.
Alþj óðahafrannsóknir
Hafrannsóknir Islendinga snúast
að vonum einkum um fiskinn í sjón-
um. Eins var með rannsóknir
annarra þjóða á íslandsmiðum, en
með 200 sjómílna efnahagslögsögu
breyttist þetta og dró úr þátttöku
annarra þjóða um leið og Islending-
ar efldu sínar rannsóknir. Aðrar
hafrannsóknir við ísland og í ná-
lægum höfum hafa aftur í vaxandi
mæli orðið alþjóðlegar vegna þýð-
ingar þessara hafsvæða fyrir skiln-
ing á veðurfari, hafsbotnsferlum og
gerð jarðar, og öðmm eðlis- og
efnahvörfum á jörðinni. Það em því
ekki aðeins rannsóknir í þágu hem-
aðar sem fara fram í hafinu við
ísland og á nálægum hafsvæðum,
góðu heilli, þótt óneitanlega veki
þær athygli og ugg fyrir hvað þær
virðast vera stórfelldar. Mjög
áhugavert væri reyndar að komast
í þessi gagnasöfn frá NATO.
Alþjóðahafrannsóknaráðið
stendur þannig t.d. fyrir um-
fangsmiklum rannsóknum í Norð-
urhafí og norðanverðu Atlantshafi
(NANSEN Project) til könnunar á
eðlis- og efnabúskap hafsins á þess-
um slóðum, sem hafa þýðingu fyrir
þróun veðurfars á jörðinni allri. ís-
lendingar em þátttakendur í þessu
verkefni bæði á heimaslóð (Græn-
landssundi) og í samnorrænu
verkefni við Færeyjar. Mörg önnur
samvinnuverkefni íslenskra og er-
lendra stofnana um rannsóknir í sjó
og lofti mætti upp telja auk hefð-
bundinna fískirannsókna að
ógleymdum hvalrannsóknum. Yfir-
leitt reynum við að standa með
öðmm þjóðum í rannsóknum á
Norðurhöfum og öðmm nálægum
hafsvæðum til aukins skilnings á
aðstæðum á heimaslóð þar sem lífíð
er í svo ríkum mæli háð umhverfís-
aðstæðum, um leið og við beinum
áhrifum okkar á rannsóknirnar
vegna sérstöðu okkar.
Rannsóknir í Græn-
landshafi norður
a. Tilgangur þessa pistils er ann-
ars að ljalla um sérstakt alþjóðlejgt
verkefni í Norðurhafi þar sem Is-
lendingar verða virkir þátttakend-
urí Þetta em rannsóknir í
Norður-Grænlandshafi frá Sval-
barða að Jan Mayen og suður undir
Grænlandssund. (Greenland Sea
Project). Þessar rannsóknir hófust
í ár (1987) og standa þær í 5 ár
til að byrja með. Rannsóknaskipið
„Tilgangur þessa pistils
er annars að fjalla um
sérstakt alþjóðlegt
verkefni í Norðurhafi
þar sem Islendingar
verða virkir þáttakend-
ur. Þetta eru rannsókn-
ir í Norður-Grænlands-
hafi frá Svalbarða að
Jan Mayen og suður
undir Grænlandssund.
(Greenland Sea
Project). Þessar rann-
sóknir hófust í ár (1987)
og standa þær í 5 ár til
að byija með.“
„Bjami Sæmundsson" verður þann-
ig í september n.k. við rannsóknir
frá Jan Mayen og Scoresbysundi á
Austur Grænlandi að Grænlands-
sundi. Rannsóknimar fara fram í
samvinnu við danska vísindamenn
frá Grænlensku fiski- og umhverfis-
málastofnuninni sem verða með í
fömm. Verkefnið er stutt af sér-
stakri fjárveitingu í íslensku fjár-
lögunum, af Norðurlandaráði og
grænlensku hafrannsóknunum með
Grænlandshaf norður rannsóknir. Yfirlitsmynd af hafstraumum og
sjógerðum í Norðurhöfum. Þessi höf greinast í Norður-íshaf og
Norðurhaf, sem aftur greinist í Grænlandshaf norður, íslandshaf
og Noregshaf.