Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 27 Heitir og kaldir hafstraumar í yfirborðslögum á norðanverðu Norður-Atlantshafi og í Norðurhafi. alls um 6 milljón króna framlagi. Auk þess leggja íslenskar rann- sóknastofnanir til um 3-4 milljónir króna í launum, rekstri og tækjum. Islensku stofnanirnar eru Hafrann- sóknarstofnunin, Veðurstofa Is- lands, Náttúrufræðistofnun íslands, Háskóli íslands, Geislavarnir ríkis- ins, Landhelgisgæslan og Rann- sóknaráð ríkisins. b. Tilgangur þessara rannsókna er að kanna samspil hafíss, sjávar- strauma og lofthjúps og áhrif þeirra á veðurfar, sjávarskilyrði og lífríki á svæðinu. Hafsvæðið milli Austur- Grænlands, Svalbarða og Jan Mayen þykir einkar áhugavert í þessum efnum þar sem ríkja kaldir og heitir hafstraumar, hafís, djúp- tæk lóðrétt blöndun, allt atriði í nánu sambandi við lofthjúpinn. Svæðið hefur ákaflega mikla þýðingu fyrir þjóðir við norðan og austanvert Atlantshaf, og ekki síst beina hagræna þýðingu fyrir íslend- inga, Grænlendinga, Dani og Norðmenn vegna fiskveiðihags- oiir rum muna og áhrifa á veðurfar á svæðinu. Annars hafa níu lönd kom- ið sér saman um þessar rannsóknir. Þau eru Kanada, Danmörk, Vest- ur-Þýskaland, Finnland, Frakkland, ísland, Noregur, Bretland og Bandaríkin. Áætlunin var undirbúin á vegum „Arctie Ocean Science Board" (AOSB). Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins hefur tekið þátt í störfum þeirrar stofnunar f.h. íslands, ásamt dr. Svend-Aage Malmberg hafeðlisfræðingi og dr. Þór Jakobs- syni veðurfræðingi. Aðrir íslenskir þátttakendur eru haffræðingarnir Jón Ólafsson og Stefán S. Kristmannsson, Þórunn Þórðardóttir og Hafsteinn Guðf- innsson þörungafræðingar, dr. Ólafur S. Ástþórsson sjávarlíffræð- ingur og rannsóknamennimir Sigþrúður Jónsdóttir, Guðmundur Sv. Jónsson og Jóhannes Briem, öll frá Hafrannsóknastofnun, Erik Buch og Peter Sloth, haffræðingar frá grænlensku hafrannsóknunum, dr. Ævar Petersen fuglafræðingur og Ib Petersen frá Náttúrufræði- stofnun og Bjöm Erlingsson haf- fræðingur (Norsk Polar Institutt) fyrir Veðurstofu íslands. Að lokum og ekki síst, í áhöfn á „Bjarna_Sæmundssyni“ verða Sig- urður Árnason, skipstjóri, stýri- mennirnir Kristján Jónsson og Guðbjartur Gunnarsson, vélstjór- arnir Bjarni Sveinbjörnsson og Sveinn Kristinsson, dagmaður Gunnar Valdimarsson, loftskeyta- maður Svanur Þorsteinsson, bryti og kokkur Einar Jóhannesson og Jóhannes S. Þorvarðarson, báts- maður Þorsteinn Auðunsson, netamenn Sigurður Kristmannsson og Kristján Kristjánsson og hásetar Ólafur P. Rafnsson og Sigurður P. Sigurðsson. c. Með samstilltu átaki og full- komnustu rannsóknartækjum þátttökuþjóðanna fást upplýsingar sem ekki er hægt að afla á annan hátt. Er það undirstaða þess að þróa megi líkan af náttúruferlum á þessu svæði með það fyrir augum að skilja betur breytingar á ýmsum þáttum veðurfars, sjávarástands, hafíss og lífríkis. Með þátttöku gefst Islendingum gott tækifæri til að öðlast betri skilning en nú er fyrir hendi á eðli hafsvæðis sem hefur glfurlega mikil áhrif á árferði í landinu og afkomu þjóðarbúsins í heild. d. Upplýsingar um þann hluta Islandshafs sem rannsakaður verð- ur á „Bjama Sæmundssyni" eru mjög takmarkaðar. Engar athugan- ir hafa farið fram á grunnþáttum lífríkisins né lífferlar kannaðir. Hins vegar hafa nýjar rannsóknir á sam- bærilegum norðlægum svæðum sýnt að í námunda við ísinn þrífast oft mjög ríkuleg vistkerfi. I stórum dráttum svipar straumum og sjó í hafinu milli íslands og Jan Mayen (íslandshaf) til Norður-Grænlands- hafs, þar sem megináhersla þessa alþjóðarannsóknaverkefnis er. Rannsóknir íslendinga og Dana munu væntanlega varpa ljósi á tengsl og mismun þessara tveggja norðlægu hafsvæða. e. Fyrsti rannsóknarleiðangur Islendinga og Dana vegna þessa verkefnis verður þannig á rann- sóknaskipinu „Bjarna Sæmunds- syni“ 1.-25. september n.k. Á þeim árstíma er hafís í lágmarki og mest- ur möguleiki til þess að komast megi greiðlega um rannsóknasvæð- ið. I leiðangrinum er stefnt að því að taka um 10 svokölluð snið með alls um 100 stöðvum þar sem gerð- ar verða sjó-, veður og líffræðirann- sóknir. Þá er ætlunin að rannsaka sérstaklega sjó- og líffræðilega ferla við ísjaðarinn. Annars eru helstu þættir rann- sóknanna þessir: Straummælingar Ætlunin var að leggja út sírit- andi straummæla við dufl í kalda sjónum við Grænland en það verður að bíða til næsta árs eftir að aðrar aðstæður liggja fyrir sem verða kannaðar nú. Við úrvinnslu verður lögð áhersla á samanburð við mæl- ingar sem hafa verið í gangi síðan 1985 á vegum Hafrannsóknarstofn- unarinnar á innstreymi hlýsjávar um Grænlandssund. Hita- seltu- og næring- aref namælingar Til að fá upplýsingar um eðli og uppruna sjógerða verða sýni tekin til greininga á hita, seltu, næringar- efnum og uppleystu súrefni o.fl. efnaþáttum á rannsóknastöðunum á völdum dýpum frá yfirborði til botns. Síritandi hita- og seltunemar verða notaðir til að kanna ítarlega skil og blöndun sjógerðanna. Með sýnatöku af andrúmslofti og yfir- borðssjó verður kannaður flutning- ur koltvísýrings milli lofts og sjávar. Isotopa- og geisla- virknismælingar Til könnunar á uppruna og sögu hafíss verður aflað sýna af hafís og snjó til mælinga á ísotopahlut- föllum vetnis og súrefnis. Þessar mælingar verða gerðar á Raunvís- indastofnun Háskóla íslands (pró. Bragi Ámason og próf. Unnsteinn Stefánsson). Einnig verður safnað sýnum fyr- ir Rannsóknastofnunina í Riso í Danmörku og Geislavarnir ríkisins á Islandi til mælinga á geislavirkum efnum í sjónum (dr. Asker Aarkrog, dr. Sigurður M. Magnússon). Þörungarannsóknir Áhersla verur lögð á að afla upp- lýsinga um gróðurástand þömng- anna og hvernig það tengist umhverfisþáttum. Gerðar verða mælingar á frumframleiðni, blað- grænu og birtu. Einnig verða gerðar samanburðarmælingar á frumframleiðni um borð í rann- sóknaskipinu og í sjónum. Dýras vif srannsóknir Rannsóknir á dýrasvifi mun bein- ast að magnmælingum og athugun- um á tegundasamsetningu og tengslum við hinar óíku sjógerðir. í þeim tilgangi verður lóðréttum hafsýnum safnað frá 50 m dýpi til yfirborðs og frá 200 m dýpi til yfir- borðs. Þá verður einnig fylgst með átulóðningum á bergmálsmælum og stærð þeirra mæld og tegunda- samsetning rannsökuð. Fiskar Fylgst verður með lóðningum bergmálsmæla á rannsóknarsnið- unum og togað er þurfa þykir til þess að fá vitneskju um magn og samsetningu lífveranna (áta, fiskar) er orsaka endurvarpið. Haf ís- og veður- athuganir Af hálfu Veðurstofu íslands er stefnt að rannsóknum á hafísnum, fylgst verður með hreyfingum hans, myndun og bráðnun, í tengslum við ástand sjávar og lofts. Þá verða gerðar almennar veðurfræðiathug- anir á lofthita, raka, loftþrýstingi og vindi. í tengslum við leiðangur- inn fer fram ískönnunarflug bæði frá Grænlandi og íslandi og áhersla er lögð á veðurtunglamyndir frá svæðinu á athugunartímanum. Fuglarannsóknir Fylgst verður með fuglum í leið- angrinum, þeir taldir og jafnvel safnað sýnum á magainnihaldi o.fl. Lokaorð Umræddar rannsóknir á „Bjarna Sæmundssyni" í hafínu milli Jan Mayen, Austur-Grænlands og Is- lands munu væntanlega skila mörgum gagnlegum upplýsingum bæði fræðilegum og hagnýtum, ekki síst vegna tengsla þeirra við umfangsmiklar rannsóknir margra stærri þjóða norðar. Jafnframt tryggir samstarfið upplýsingaflæði til Islands frá rannsóknum hinna. Frá sjónarhóli íslendinga er hafís og veðurfar mikilvægur þáttur rannsóknanna. Eins er slóðin sem rannsökuð verður á „Bjarna Sæ-. mundssyni" fæðuslóð íslensku loðnunnar á sumrin og haustin, loðna sem skilar sér bæði í veiðum og sem meginfæða þorsks á Is- landsmiðum. Ytarlegar upplýsingar um ástand sjávar, þörungagróður og átuskilyðri á rannsóknarsvæðinu auka því væntanlega skilning á vist- fræði tveggja helstu nytjafiska okkar, loðnu og þorsks. Það er von okkar og stefna, að framhald geti orðið á komandi árum á þessum rannsóknum af Islands hálfu í samfloti við rannsóknir ann- arra þjóða i „Grænlandshaf norður rannsóknunum" (Greenland Sea Project) svo kanna megi breytileika eða sveiflur í vistkerfi Norðurhafs og orsakir þeirra. Stuðningur Al- þingis íslendinga í fjárlögum 1987, Norðurlandaráðs, Grænlensku haf- rannsóknanna í Kaupmannahöfn og Nuuk, íslenskra rannóknastofnana og Rannsóknarráðs ríkisins við verkefnið hvetur til framhalds á rannsóknunum næstu árin. Þannig getur rannsóknaskipið „Bjami Sæ- mundsson“ orðið fljótandi rann- sóknastöð þar sem vísindamenn frá öllum Norðurlöndunum gætu lagt sitt að mörkum í rannsóknum á því jaðarsvæði Norðurhafa sem af- markast af Jan Mayen, Austur- Grænlandi og íslandi. Höfundur er haffræðingur á Haf- rannsóknastofnun. Hann erfull- trúi íslands í skipulagsnefnd rannsóknanna í Norður-Græn- landshafi og stýrir rannsóknunum á „ fíjarna Sæmundssyni 150° 170* 170* 150* 130* IIO* Nafngiftir Norðurhafa (Unnsteinn Stefánsson, Hafísinn Alm. bókafél. 1969).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.