Morgunblaðið - 21.08.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 21.08.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 29 Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson Séra Sigurður Guðmundsson biskup afhjúpaði minnisvarðann um fyrstu kirkjuna á Norðurlandi en hún var reist að Neðra-Asi í Hjaltadal árið 984. Hólum í Hjaltadal: Minnisvarði um fyrstu kirkjuna á Norð- urlandi afhjúpaður Húsavík. Skagafjörður: V egaframkvæmd ir á Vatnsskarði Varmahlíð, Skagafirði. AÐ LOKINNI Hólahátíð sl. sunnudag afhjúpaði biskup Is- lands, séra Sigurður Guðmunds- son, minnisvarða um fyrstu kirkjuna á Norðurlandi, sem reist var að Neðra-Ási í Hjalta- dal árið 984. Áletrunin á minnisvarðann er þessi: „Þorvaður Spak-Böðvarsson lét gera kirkju á bæ sínum í Ási. En kirkja sú var gerð 16 vetrum áður en kristni var í lög tekin á íslandi". Minnisvarðinn er reistur að til- hlutan og á kostnað hins þjóðkunna athafnamanns Gísla Sigurbjörns- sonar, Grund, til minningar um þessa fyrstu kirkju og jafnframt þess að faðir Gísla, séra Sigurbjörn Ásvaldúr Gíslason, er alinn upp að Neðra-Ási og naut þar í sveit sinnar fyrstu fræðslu hjá séra Zophoníasi Halldórssyni, prófasti í Viðvík, sem var mikilsmetinn klerkur á sinni tíð. — spb MIKLAR vegaframkvæmdir á Vatnsskarði hafa staðið yfir nú í sumar og sjálfsagt ekki farið framhjá neinum sem þar hefur farið um. Hér er um að ræða langstærstu vegaframkvæmd í þessum Iandshluta á þessu ári. Vegurinn nýi er að hluta til byggður ofan á gamla þjóðveg- inn norðan Vatnshlíðarvatns og fylgir honum að mestu leyti yfir háskarðið og vestur yfir. Það er vissulega fagnaðarefni að ráðist er í uppbyggingu vegar yfir Vatnsskarð, því á vetrum er skarð- ið einn helsti farartálmi á leiðinni Reykjavík—Akureyri sökum snjóa, en vegurinn liggur í 440 m hæð yfir sjávarmáli'þar sem hæst ber. Það er verktaki vestan frá Bol- ungavík sem annast framkvæmd verksins, Örnólfur Guðmundsson að nafni, og er vélakostur allur frá ísafirði. Það eitt gefur tilefni til að ætla að hart sé sótt í þessum verk- taka-„bransa“. Örnólfur sagði að verkið hefði sóst heldur seint fyrripart sumars og hefði margt komið til. Efnisnám- ur hefðu reynst verri en ráð var fyrir gert. Umferðin um þjóðveginn hefur verið a.m.k. þrisvar sinnum meiri en reiknað hefði verið með og í þriðja lagi, þó ótrúlegt sé á þessu veðurblíða sumri, klaki í jörðu, þ.e.a.s. í mýrlendinu hefði klaki reynst ótrúlega bölvaður viðfangs og það var ekki fyrr en nú um síðustu mánaðamót sem klakinn hvarf. „Það er allt farið að ganga mun betur núna síðustu vikurnar," sagði Örnólfur og var vongóður um að tækist að ljúka verkinu á tilsettum tíma, eða um miðjan október. Alls eru það 6,4 km sem byggðir verða upp í sumar og er þá eftir einn áfangi að vestan, Bólstaðar- hlíðarbrekkan, sem oft er mjög viðsjárverð í hálku. - P.D Morgunblaðid/Páll Daífbjartsson Örnólfur Guðmundsson verktaki annast framkvæmdirnar og kvaðst hann vongóður um að tækist að ljúka verkinu á tilsett- um tíma, eða um miðjan október. ÞAKRENNUR HENTA Á ÖLL HÚS '• suuitsíii Greiðlega gekk að slökkva eldinn en skemmdir eru miklar á húsinu. PLASTMO-rennurnar eru auöveldar í uppsetningu. PLASTMO-rennurnar passa viö gömlu járnrennurnar. PLASTMO-samskeytin endast eins lengi og rennurnar. PLASTMO-rennurnar fást í 3 stærðum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Eldhúsið þar sem talið er að eldurinn hafi kviknað. Þar brann allt sem brunnið gat. Hús Þroskahjálpar á Suðumesjum; Miklar skemmd- ir í eldsvoða Keflavík. MIKLAR skemmdir urðu í eldsvoða á húsi Þroska- hjálpar á Suðurnesjum á miðvikudagsmorgun. Slökkviliðið í Keflavík var kallað að húsinu, sem er timburhús, um kl. 6.00 og var þá mikill eldur í vesturálmu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en rjúfa varð þekjuna á einum stað við slökkvi- starfið. Kristinn Hilmarsson framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar á Suðumesjum sagði að engin starfsemi hefði verið í húsinu að undanförnu vegna sumarleyfa. Þarna hefði verið ðag- og sólarhringsvistun fyrir þroska- hefta. Kristinn sagði skemmdirnar miklar og ljóst væri að húsið yrði nánast fokhelt þegar búið yrði að hreinsa út úr því. „Ljóst er að við verðum að finna annað húsnæði þar til viðgerð hefur farið fram og verður allt kapp lagt á að finna lausn á húsnæðis- vanda okkar. Við höfum oft orðið að leita til einstakl- inga og félagasamtaka um aðstoð og svo mun einnig verða nú,“ sagði Kristinn ennfremur. Talið er að eldurinn hafí kviknað í eldhúsi og er rannsóknarlögreglan og rafmagnseftirlitið að kanna orsakir bmnans. _ BB PLASTMO-rennurnar fást (4 litum. PLASTMO-rennur eru sterkar og hafa frábært veörunarþol. PLASTMO framleiöir alla fylgihluti sem nota þarf. PLASTMO leysir öll þakrennu-vandamál. Hvort sem hús þitt er nýtt eöa gamalt þá henta PLASTMO-rennurnar þér. Útsölustaðir: BB byggingavörur hf„ Suöurlandsbraut og Nethyl, Reykjavík Málarinn hf„ Grensásvegi og Hólagaröi, Reykjavlk JL Byggingavörur sf„ Hringbraut og Ártúnshöföa, Reykjavlk Fittingsbúöin hf„ Kópavogi Parma byggingavörur hf„ Hafnarfirði Mál ni ngarþ jónustan hf„ Akranesi Jón Fr. Einarsson - Byggingaþjónustan, Bolungarvlk - og kaupfélögin víöa um land. --------------Plaslmo^?-------------------------------- m 4t$nnH MetsöluUad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.