Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 30

Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 „Hænufet stigið í lausnarátt“ — segir Úlfar Björnsson, skrif- stofustjóri fræðsluskrifstofunnar SIGURÐUR Hallmarsson, áður skólastjóri á Húsavík, hefur verið settur fræðslustjóri Norð- urlandsumdæmis eystra. Um fræðslustjórastöðuna hefur staðið mikill styrr siðan i vetur, er Sturlu Kristjánssyni, þáver- andi fræðslustjóra, var vikið úr embætti, og starfsmenn fræðsluskrifstofunnar hafa ekki verið allskostar ánægðir með allan framgang mála. Blaðamaður Morgunblaðsins leitaði álits tveggja þeirra í gær eftir að ljóst var að Sigurður Hallmarsson hefði verið skip- aður i stöðuna. „Okkar skoðun er sú að endan- leg lausn á þessu máli sé ekki ennþá fundin, en hún finnst ekki fyrr en búið er að koma málum Sturlu á hreint,“ sögðu þau Úlfar Björnsson, skrifstofustjóri, og Katrín Ragnarsdóttir á fræðslu- skrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra. „Það má hins vegar segja það að með þessari ákvörðun að setja Sigurð Hallmarsson í stöðuna sé verið að stíga í áttina til lausnar málsins, en það er okkar álit að þar sé ekki nema hænufet stigið í lausnarátt," sagði Úlfar. „Við höfum litið á Ólaf Guð- mundsson, sem hér hefur gegnt fræðslustjórastöðunni, sem sér- stakan mann Sverris Hei-manns- sonar, en það eitt að setja annan mann í hans stað er engin endan- leg lausn. Við lítum svo á að Sturlu hafi verið fórnað í þessu Úlfar Björnsson máli, en auðvitað hefði átt að byija á því að leysa hans mál,“ sagði Katrín. Þau sögðu að það að ráða Sig- urð í starfið væri það fyrsta í þessu máli sem gert hefði verið með fullu samþykki heimamanna og væri litið svo á að hann væri hlutlaus aðili í málinu, öfugt við Ólaf, og því yrði engin andstaða við hann í þessu starfi. Katrín Ragnarsdóttir „Það er hins vegar ekki búið að bíta úr nálinni, og við eigum eftir að sjá hver eftirleikurinn verður, og reyndar held ég að ýmis teikn séu á lofti um að viðun- andi lausn finnist," sagði Úlfar. Katrín bætti við að svo virtist sem menntamálaráðherra, Birgir Isleifur Gunnarsson, hefði gert sér grein fyrir því hver vandinn væri, og væri vonandi reiðubúinn að finna á honum lausn. Yinnuslys í Slipp- stöðinni VINNUSLYS varð í Slippstöðinni í gærmorgun um klukkan niu. Maður sem var að störfum við vél sem klippir járn klemmdist með fingur á milli með þeim afleiðingum að flytja varð hann á spítala. Meiðsli hans voru þó ekki talin mjög alvar- leg. Frystitogarinn Mánaberg: Aflaverð- mæti orðið 110 milljón- ir króna Frystitogarinn Mánaberg kom i gærmorgun til Ólafsfjarðar með 170 tonn af þorskflökum og er áætlað aflaverðmæti um 21-22 milljónir króna. Fiskmarkaður Norðurlands: Sex fiskverkunaraðilar hafa sótt um tengingu SEX fiskvinnslustöðvar á Norð- urlandi hafa nú þegar sótt um að tengjast Fiskmarkaði Norð- urlands hf. en stefnt er að því að tíu aðilar tengist markaðnum til að byrja með og er búist við að þeir verði allir tengdir honum um næstu mánaðamót. Þeir fiskverkendur sem þegar hafa ákveðið að tengjast fjar- skiptamarkaðnum eru Fiskiðjan á Sauðárkróki, Þormóður Rammi á Siglufirði, Hraðfrystihús Magnús- ar Gamalíelssonar á Ólafsfirði, Kaldbakur á Grenivík, Fiskiðju- samlag Húsavíkur og Hraðfrysti- hús Þórshafnar. „Á meðan þeir sem tengjast verða ekki fleiri en 10 er stefnan sú að þeir gefi iiðrum fiskkaupend- um kost á að fylgjast með og bjóða í afla og síðar meir reiknum við svo með að þeim fjölgi sem tengj- ast fjarskiptamarkaðnum,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri fiskmarkaðsins. Hann sagði að á næstu dögum hefði hann samband við fleiri aðila á svæðinu og sagði að reynt yrði að gefa stærstu fiskkaupendunum tækifæri til að tengjast. Kostnað- ur, sem er um 40 þúsund í heildina, felst aðallega í kaupum á mótaldi en tengigjaldið sjálft er um 14 þúsund krónur. í byijun september verður síðan haldið námskeið fyrir þá aðila sem fjarskiptamarkaðnum tengjast og um miðjan mánuðinn er gert ráð fyrir að allt verði til- búið fyrir uppboð á fískafla. Eðlilegt að dreifa afla í g-egnum fiskmarkað „Við lítum fyrst og fremst á þennan fj'arsiptamarkað sem til- raunastarfsemi og vonum að þar eigi eftir að fara fram blómleg við- skipti,“ sagði Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks á Grenivík, í samtali við Morgun- blaðið. „Fjarskiptamarkaður af þessu tagi virðist vera eina færa leiðin fyrir eðlilega markaðsdreif- ingu á fiski fyrir þetta svæði og gefur miklu betri raun heldur en gólfmarkaður. Reyndar höfum við hér á Grenivík ekki átt í neinum vand- ræðum með að losa okkur við afla þegar við höfum viljað því mest af okkar afla er bátafiskur, en ekki togarafiskur, og því meira að gera hjá okkur á vissum árstímum en hjá öðrum fiskverkendum. Ég álít hins vegar að það sé eðlilegra að dreifa aflanum í gegnum mark- að, þar sem mörgum aðilum gefst kostur á að bjóða í hann, en það er hins vegar alveg Ijóst að það þarf tvö til þijú ár til þess full- reyna þetta fyrirkomulag," sagði Knútur. Fáum upplýsing'ar sem okkur vanhagar um Fiskiðjan á Sauðárkróki mun tengjast fiskmarkaðnum og þar mun fiskverkendum á Skagafjarð- arsvæðinu gefast kostur á að fylgjast með og taka þátt í upp- boðum. „Fiskverkendur hér í Skagafirði hafa haft með sér ág- ætt samstarf um dreifingu afla; við fáum 40% togaraaflans, en Skjöldur og Hraðfrystihúsið hf. á Hofsósi hafa skipt afgangnum jafnt á milli sín,“ sagði Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki. „Okk- ur vantar stundum hráefni, en stundum eigum við fullt í fangi með að vinna allan aflann, og því sjáum við þann meginkost við að tengjast fiskmarkaðnum að geta fengið þar upplýsingar á hveijum tíma sem okkur vanhagar um. Við vitum náttúrlega ekki ennþá hvernig þetta kemur til með að ganga; það vill oft verða þannig að þegar vel veiðist gengur það svo að segja jafnt yfir alla, og því vantar yfirleitt alla fisk eða allir hafa nóg að gera,“ sagði Marteinn. Hráefnisöflun með stuttum fyrirvara Jóhann Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar, sagði að meiningin væri að tengjast fiskmarkaðnum og sjá hver framvindan yrði. „Kosturinn við markaðinn verður sá að með einu símtali er hægt að koma skila- boðum til allra fiskverkenda á svæðinu að afli sé til sölu og verð hans ræðst síðan af framboði og eftirspurn, sem hlýtur að vera eðli- leg aðferð við að selja fiskinn og ákveða verðið,“ sagði Jóhann. „Út- gerðin og fiskverkunin verður að aðlaga sig nútímanum og tileinka sér nýja tækni og það er það sem við erum að gera með því að tengj- ast markaðnum. Þetta býður upp á þá möguleika að það ætti að vera hægt fyrir fiskverkendur að verða sér úti um hráefni með stutt- um fyrirvara, eða losa sig við það ef þeir hafa of mikið af því,“ sagði hann að lokum. Þetta var 5. veiðiferð togarans síðan hann var keyptur til Ólafs- ijarðar í apríl síðastliðnum og er aflaverðmæti hans samtals orðið um 110 milljónir króna. Jón Þorvaldsson skrifstofustjóri útgerðarfélagsins sagði að þorsk- kvótinn væri að verða búinn hjá þeim; ekki væru eftir nema um 200-300 tonn af honum. „Við verð- um því að geyma okkur þorskkvó- tann svolítið en förum á ufsa- og karfaveiðar í staðinn," sagði Jón. Hásetahluturinn í túrnum, sem tók 23 daga, er áætlaður vera um 200 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.