Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
31
Ólafsvík:
Gestum boðið á Snæfellsjökul
ólafsvík.
BÆJARSTJÓRN Ólafsvíkur
bauð gestum sínum er komu til
afmælishalds um síðustu helgi
í ferð á Snæfellsjökul.
A sunnudeginum hafði verið
ráðgerð ferð kringum jökulinn en
hún féll niður vegna annarra við-
burða í heimsókninni. Kl. 04.00 á
mánudagsmorgun var því lagt
upp. Ekið var frá Ólafsvík upp
að snjólínu. Þar tók við dráttar-
tæki er flutti fólkið hærra. Loks
var svo síðasti brattinn genginn.
I ferð þessari voru meðal annarra
Friðjón Þórðarson alþingismaður
og kona hans, Kristín Sigurðar-
dóttir, Kristján Pálmason bæjar-
stjóri, Guðmundur Tómasson
fyrrverandi bæjarstjóri og kona
hans Hjördís Harðardóttir, auk
bæjarstjómarmanna og starfs-
Morgunblaðið/Bjöm Amaldsson
Hér má sjá Friðjón Þórðarson alþingismann við sprungu er varð á
vegi ferðafólksins.
manna jökulferðanna. Veður var
hið besta og að sögn Friðjóns
Þórðarsonar sem mun vera fýrsti
starfandi alþingismaðurinn sem
gengur á jökulinn var sólaruppr-
ásin tignarleg og ferðin ógleyman-
leg.
- Helgi.
Sest niður og dáðst að útsýninu.
Starfsmenn Véla og þjónustu, f.v. Matthías Sturluson, Pétur
Óli Pétursson og Sveinn M Sveinsson.
Stærsta dráttar-
vélin á Bú ’87
Á sýningarsvæði hjá Vélum og
þjónustu hf. á Bú ’87 er nú til
sýnis stærsta dráttarvél sem
flutt hefur verið inn til lands-
ins. Vélin er af gerðinni Case
International 4449 með drifi á
öllum hjólum. Jafnstór hjól eru
að framan og aftan og er stýr-
ing á báðum öxlum. Dráttarvél
þessi er 9 tonn að þyngd og er
með 213 ha. dísilvél.
Pétur Óli Pétursson, fram-
kvæmdastjóri Véla og þjónustu,
sagði í samtali að ekki væri gert
ráð fyrir að selja margar slíkar
vélar til íslensks landbúnaðar en
hins vegar hefði þegar verið seld
ein slík vél til línubygginga og
viðhalds hjá Rafmagnsveitum
ríkisins.
Varðandi sölu á landbúnaðar-
dráttarvélum almennt sagði Pétur
að salan hjá Vélum og þjónustu
hefði verið mjög mikil að undanf-
ömu og t.d. hefði Vélar og
þjónusta selt fleiri dráttarvélar
fyrstu sjö mánuði þessa árs en
allt árið í fyrra.
Einnig sagði Pétur athyglisvert
að á árinu 1986 hefði Case Intem-
ational náð þeim áfanga að vera
mest selda v-evrópska vélin á ís-
landi — með lítið eitt fleiri vélar
en Massey Ferguson.
VÖRN GEGN VEÐRUN
Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast.
Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað
járn eigi að veðrast áður en það er málað. Þannig
hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á
skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun.
Með réttum HEMPELS grunni má mála strax
og lengja þannig lífdaga bárujárns veruiega.
HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn
og hefur frábært veðrunarþol.
íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en
veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar
aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega
vegna frostþíðuskemmda.
Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum.
Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr-
stein og eldri málningu. Hefur afbragðs þekju og mikið veðr-
unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að
dofna.
SIIPPFEIAGIÐ
Dugguvogi4 104 Reykjavik 91-842 55