Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
atvinna — atvinna —- atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Blaðberar óskast
Óskum eftir blaðberum víðs vegar í
Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi
meðal annars til sumarafleysinga.
Sjá auglýsingu annars staðar i' blaðinu.
HtangtmfrlfiMfe
Ágætu móðurmáls-
kennarar
Nemendur 7., 8. og 9. bekkjar grunnskólans
í Þorlákshöfn vantar tilfinnanlega kennara í
íslensku. Einnig kennara 12 ára barna. Góð
vinnuaðstaða. Ódýrt húsnæði í boði og við
erum aðeins í 50 km fjarlægð frá höfuð-
borginni.
Vinsamlegast hringið og leitið upplýsinga hjá
skólastjóra í síma 99-3910 eða 99-3621, eða
formanni skólanefndar, í síma 99-3789.
ST. JÓSEFSSPÍTALI,
LANDAKOTI
Ritari
Ritara vantar á læknisfræðibókasafn 1. sept-
ember nk.
Upplýsingar veittar í síma 19600-264 til kl.
16.00 daglega.
Reykjavík,
20. ágúst 1987.
Grunnskólinn í
Hveragerði
Við skólann er laus ein kennarastaða.
Kennslugreinar eru: Hannyrðir og kennsla
yngri barna.
Upplýsingar í síma 99-4326.
Skólastjóri.
Apótek vantar
starfskraft
Kópavogsapótek óskar eftir lyfjatækni eða
manneskju sem vill vinna afgreiðslustörf í
apóteki. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00 eða
eftir samkomulagi. Æskilegt að viðkomandi
geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veitir yfirlyfjafræðingur í síma
40100.
Kópavogsapótek.
Skrifstofustarf
Garðabær
Við óskum eftir að ráða í skrifstofustarf hjá
fyrirtæki sem staðsett er í Garðabæ. Um er
að ræða starf við skráningu, sölu, auk ann-
arra skrifstofustarfa.
Við leitum að frambærilegum starfsmanni
og æskilegt væri að viðkomandi hefði reynslu
í skrifstofustörfum og vinnu við tölvuskjá.
Þarf að hefja störf sem fyrst.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna-
stjóra er veitir upplýsingar um starfið.
$
SANIBANDÍSL.SAMVINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALD
Frá menntamála-
ráðuneytinu
Lausar stöður við framhaldsskóla
Umsóknarfrestur um áður auglýstar kenn-
arastöður við nýstofnaðan Framhaldsskóla
Austur-Skaftafellssýslu, Nesjaskóla, er
framlengdur til 27. ágúst nk.
Meðal kennslugreina eru stærðfræði og
raungreinar: Eðlisfræði, efnafræði, líffræði
og tölvunarfræði. Ennfremur vantar kennara
í ensku við sama skóla.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 27. ágúst.
Starfsfólk óskast
Vegna mikilla anna óskar Hard Rock Cafe
eftir starfsfólki í sal og eldhúsi. Vinsamleg-
ast komið til viðtals milli kl. 14.00 og 17.00
laugardaginn 22. ágúst á Hard Rock Cafe,
Kringlunni 8-12.
LONDON — NEW YORK — STOCKHOLM
Framreiðslunemar
óskast
til starfa sem fyrst.
Upplýsingar á staðnum frá kl. 13-15 og 18-20
næstu daga.
íslenskt-franskt
eldhús
Vegna mikilla anna óskum við eftir að ráða
starfskraft í kjötvinnslu, getur verið um
sveigjanlegan vinnutíma að ræða. Einnig
óskum við eftir starfsfólki við þrif.
Upplýsingar á staðnum.
íslenskt-franskt eldhús, Völvufelli 17,
sími 71810.
Endurskoðun
Við auglýsum eftir starfsmönnum til endur-
skoðunarstarfa. Við leitum að viðskiptafræð-
ingum af endurskoðunarkjörsviði og viljum
helst fá menn með nokkra reynslu af bók-
halds- og uppgjörsstörfum. Viðskiptafræði-
nemar af fjórða ári koma einnig til greina.
Við bjóðum upp á fjölbreytt störf við endur-
skoðun, reikningslega og skattlega aðstoð
við stóran viðskiptavinahóp okkar.
Umsóknir með nauðsynlegum upplýsingum
sendist okkur fyrir 31. ágúst. Farið verður
með umsóknir sem trúnaðarmál, verði þess
óskað.
EndurskoÓunar-
mióstöóin hf.
N.Manscher
Höfðabakki 9
Pósthólf 10094
130 REYKJAVÍK
Heilbrigðisfulltrúi
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar auglýsir laust
til umsóknar starf heilbrigðisfulltrúa.
Starfssvið er heilbrigðiseftirlit og eftirlit með
mengunarvörnum samkvæmt ákvæðum laga
um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Starfs-
svæðið er Bessastaðahreppur, Garðabær
og Hafnarfjörður.
Umsækjendur skulu hafa lokið námi í heil-
brigðiseftirliti eða skyldum greinum. Laun
eru samkvæmt samningi Hafnarfjarðarbæjar
og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.
Umsóknir skal senda til héraðslæknis
Reykjanesshéraðs, formanns svæðisnefndar
um heilbrigðiseftirlit, Strandgötu 8-10, 220
Hafnarfirði, fyrir 15. september nk.
Nánari uppiýsingar um starfið veitir fram-
kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins, Strand-
götu 8-10, Hafnarfirði, sími 651881.
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðarsvæðis.
fjOlbrautasxúunn
BREIÐHOLTI
Frá Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti
Stundakennara í efnafræði og íslensku vant-
ar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Uppl. á skrifstofu skólans í síma 75600.
Skólameistari.
Ef þú ert vélvirki
eða sambærilegur
og vilt vinna við nýsmíði á björtum og snyrti-
legum vinnustað við vélaniðursetningar í
báta hafðu þá samband við okkur. Ef þú
getur unnið sjálfstætt, ert duglegur og snyrti-
legur þá færðu góð laun.
Mótun hf.,
Dalshrauni 4, Hafnarfirði.
Járnamenn óskast
Vanir menn óskast í járnalagnir við Blöndu-
virkjun.
Upplýsingar í síma 82276, eftir kl. 18.00.
Kennarar
Sérkennara vantar að Bústaðaskóla í
Reykjavík. Smíðar/bóknámsgreinar.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 33000 og
33628.
Starfsfólk óskast
Óskum eftir að ráða duglegt og áreiðanlegt
fólk í eftirtalin störf:
Við afgreiðslu,
við uppvask á leirtaui,
við uppvask peldhúsi.
Vaktavinna. Góð laun í boði.
Upplýsingar á staðnum og í símum 36737
og 37737.
Múlakaffi