Morgunblaðið - 21.08.1987, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
Minning:
Guðmundur Pálsson
Jórunn Svava Arna-
dóttir — Minning
Fólk kemur og fer, og sumt fólk
er erfiðara að kveðja en annað, eink-
um þegar ekki er vitað hvenær
endurfundir verða. En sjaldnast er
þó á kveðjustund hugsað um að ef
til vill verði engir endurfundir.
Þegar ég kvaddi frænda síðast þá
hugsaði ég ekki um hvort eða hvenær
ég hitti hann aftur, heldur gekk ég
að því sem vísu að ég, að lokinni
árvissri sumardvöl minni í Bolung-
arvík færi á Fjörugrandann til að
hitta „foreldra" mína í Reykjavík,
elsku Siggu og frænda. En svo ge-
rist hið óvænta, — dauðinn — og
alltaf eru allir jafn óviðbúnir banki
* hans.
Sem böm vissum við systkinin á
Þjóðólfsvegi af bróður hennar
mömmu og konunni hans sem voru
leikarar í Reykjavík en þekktum þau
raunar lítið, nema í gegnum útvarp-
ið. Við kölluðum hann aldrei annað
en „frænda" og ætluðumst til þess
að þegar við töluðum um hann að
þá vissu allir um hvern við værum
að tala, og svo er með mig enn í
dag, — „frændi“.
Mér finnst fyrstu kynni mín af
frænda vera þegar þau Sigga komu
keyrandi vestur á nýrri Volkswagen
bjöllu og við systkinin fengum ásamt
vinum að sitja á stuðaranum og borða
rabarbara úr garðinum hennar
Ingu-ömmu. Svo liðu árin. Og þar
kom að ég eins og flest landsbyggð-
arbörn vildi halda til höfuðborgarinn-
ar í skóla. Húsnæðisvandi minn í
Reykjavík var leystur. Sigga og
frændi buðu pabba og mömmu að
taka unglinginn inn á heimilið sitt
meðan á náminu stóð. Ég gerði mér
eiginlega ekki grein fyrir því fyrr en
löngu seinna hversu dýrmætt þetta
var mér, að eignast heimili í
Reykjavík sem líktist heimili foreldra
minna í Bolungarvík. Frá þessum
árum á ég dásamlegar minningar.
Fjölskyldulífið einkenndist af ein-
stakri hlýju og gleði, og þær voru
ófáar stundimar sem við Hrafnhildur
lágum í krampahlátri í borðkróknum
á Framnesveginum yfir einhveiju
sem frændi var að segja okkur, og
á sunnudagsmorgnum las hann oft
fyrir okkur upp úr bókum af ýmsu
tagi. Við fórum mikið á skíði og í
bíltúra um nágrenni Reykjavíkur.
Það var eiginlega ómögulegt fyrir
þau að losna við mig nokkum tíma,
því að með þeim vildi ég helst vera.
Ég fékk líka þau einstöku forréttindi
á meðan ég bjó hjá Siggu og frænda,
að fá að fara í leikhúsið þegar mig
langaði til. Fyrir mig var það ævin-
týri.
Æ síðan þá hefur þetta heimili
staðið mér og mínum opið, og ég hef
í ófá skipti leitað ráðlegginga og
aðstoðar til frænda með alla mögu-
lega hluti. Fyrir allt þetta er ég
ósegjanlega þakklát. Ég hef í raun
ekkert leyfi til að syrgja, heldur ber
mér að þakka þau forréttindi að
hafa fengið að kynnast og eiga sam-
fylgd með manni eins og frænda, því
þar sem hann var þar var gott að
vera.
Elsku, elsku Sigga, Hrafnhildur,
Inga-amma, Stína, Viggi og böm:
við, foreldrar mínir og systkini biðj-
um hið góða að gefa ykkur styrk,
gleðjumst yfir minningunni og horf-
um fram á við, þannig vildi frændi
hafa það. Guð geymi minningu elsku
frænda.
Sossa
Fædd 19. júlí 1918
Dáin 16. ágúst 1987
Hún Svava er dáin.
Elstu börnin spyija af hverju og
sitja hljóð og hugsi. Yngri börnin
gera sér óljósa grein fyrir að þetta
tákni það að Svava komi aldrei aft-
ur. Það getur ekki verið satt. Það
voru ófá sporin fram í eldhús á
stuttum fótum, til að heilsa og fá
að líta í pottana. Það var gott að
koma í eldhúsið til Svövu. Hlýjar
móttökur og alltaf mátti eiga von
á kexi eða rófubita til að bíta í.
Starfsfólkið er hljótt. Enn hefur
sannast að kallið kemur fyrirvara-
laust. Að hún sé horfin sem alltaf
var mætt fyrst manna á hveijum
morgni hvernig sem viðraði. Hún
Svava sem aldrei kvartaði og aldrei
varð misdægurt. Hún sem kom og
veitti okkur styrk með brosi sínu
og framkomu þegar ljóst var að
hveiju stefndi.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að dvelja hér með henni. Hún lifir
í minningunni.
Við biðjum algóðan Guð að
styrkja dóttur hennar og tengdason,
dótturdætur og litlu langömmutelp-
urnar tvær sem voru sólargeislarnir
í lífí hennar síðustu árin. Blessuð
sé minning hennar.
Börn og starfsfólk dag-
heimilisins Stakkaborg.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Sumarleyfisferðir
Núpsstaðarskógar
27.-30. ágúst
Brottför kl. 8.00. Einn af skoðun-
arverðustu stöðum á Suður-
landi. Gönguferðir m.a. að
Tvílitahyl og Súlutindum. Tjöld.
Uppl. og farm. á skrifst. Gróf-
inni 1, símar: 14606 og 23732.
UTIVISTARFERÐIR
Dagsferðir sunnudag
23. ágúst
Kl. 8.00 Þórsmörk, einsdags-
ferð. Verð kr. 1000.
Kl. 13.00 Strompahellar (Blá-
fjallahellar). Sérstæðar hella-
myndanir. Hafið Ijós með. Verð
kr. 600. Fritt f. börn m. fullorðn-
um. Brottför frá BSl, bensinsölu.
Engin sveppaferð á laugardag.
Sveppaferð verður auglýst síðar.
Útivist.
ÚTIVISTARFERÐIR
Helgarferð
21 .-23. ágúst
1. Þórsmörk — Goðaland. Góð
gisting í Útivistarskálunum Bás-
um. Ennþá er mögleiki á
sumardvöl í heila eða hálfa viku.
Skipulagðar gönguferðir. Farar-
stjóri: Fríða Hjálmarsdóttir.
Helgarferð 28.-30.
ágúst
Eldgjá — Langisjór — Sveins-
tindur. Gist í húsi.
Uppl. og farm. á skrifst. Gróf-
inni 1, símar: 14606 og 23732.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Helgarferðir Ferða-
félagsins 21 .-23. ágúst
1. Hrtardalur — gengið á Kllfs-
borg.
Gist i tjöldum i Hitardal. Göngu-
feröir í skemmtilegu umhverfi.
2. Landmannalaugar — Kraka-
tindur (1025 m).
Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í
Laugum og farið þaðan dagsferð
á Krakatind.
3. Þórsmörk — gist í Skag-
fjörðsskála/Langadal.
Gönguferðir við allra hæfi — rat-
leikur.
Það er ekki síður ánægjulegt að
ferðast um óbyggðir, þegar
sumri tekur að halla. Komið í
helgarferðir Feröafélagsins.
21.-26. ágúst (6 dagar) Land-
mannalaugar — Þórsmörk
Gengið milli gönguhúsa F.í. frá
Landmannalaugum til Þórs-
merkur. Fararstjóri: Jóhannes I.
Jónsson.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofunni, Öldugötu 3. Kynn-
ið ykkur verð og tilhögun ferð-
anna.
Ferðafélag (slands.
1927 60 ára 1987
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Dagsferðir
Ferðafélagsins
Laugardagur 22. ágúst
Kl. 10.00 Berjaferð
Tínt verður i landi Ingunnarstaöa
i Brynjudal. Verð kr. 800 (berja-
leyfi innifalið).
Sunnudagur23. ágúst
Kl. 8.00 — Þórsmörk — dags-
ferð. Verð kr. 1000,-
Kl. 10.00 — Afmællsganga nr. 6
Gengiö veröur yfir hálsinn milli
Flókadals og Reykholtsdals. Létt
ganga. Þeir sem vilja geta haldið
áfram með rútunni að Rauðsgili
í Reykholtsdal og gengið þar um,
en Rauðsgil er sórstaklega skoð-
unarvert. ( Reykholti mun Snorri
Jóhannesson segja frá sögu
staöarins. Veriö með í siðustu
afmælisgöngunni. Verð kr.
1000,-
Ath.: Kl. 13.00 sunnudag verður
engin ferð.
Miðvikudagur 26. ágúst
Kl. 8.00 — Þórsmörk — dags-
ferð. Verð kr. 1000,-
Þetta verður síðasta miðviku-
dagsferðin á þessu sumri. Notið
tækifærið og dveljið milli ferða
í Þórsmörk.
Brottför i dagsferöirnar er frá
Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bfl. Fritt fyrir
börn í fylgd fulloröinna.
Ferðafélag islands.
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Hljómborð til sölu
Til sölu er Yamaha hljómborö,
3ja mánaða gamalt.
Þeir sem hafa áhuga hringi í
síma 99-3836, Guðveigur.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar \
■
■enHHiHNiHHie
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
30 rúmlesta réttindanám
skv. lögum nr. 112/1984
hefst við Stýrimannaskólann 7. september nk.
Kennt er þrjú kvöld í viku — mánudaga, mið-
vikudaga og fimmtudaga frá kl. 18.00-20.15.
Námskeiðið er 105 kennslustundir.
Kennt skv. námsskrá Menntamálaráðuneyt-
isins.
Siglingafræði 42 stundir
Stöðugleiki 15 stundir
Siglingareglur 15 stundir
Siglingatæki 15 stundir
(ratsjár, dýptarmælir, lóran)
Eldvarnir 5 stundir
Slysavarnir 4 stundir
(björgunartæki á sjó)
Skyndihjálp 3 stundir
(blástursaðferð)
Talstöðvar 6stundir
(fjarskipti og tilkynningarskylda)
Samtals 105stundir
Þátttökugjald er kr. 7.000,-
Námskeiðinu lýkur með prófi í lok nóvember.
Innritun næstu daga á skrifstofu Stýrimanna-
skólans daglega frá kl. 8.30 til 14.00.
Upplýsingar í síma 1-31-94.
Skólastjóri.
Seltirningar
Við viljum vekja athygli á ferð út i Viðey laugardaginn 22. ágúst með
sjálfstæðisfélögum úr Reykjavik. Sjá auglýsta dagskrá. Einstakt tæki-
færi til að kynnast Viðey og hittast.
Meö sumarkveöju,
Sjálfstæðiskonur
— Viðeyjarferð
Sjálfstæöisfélögin í Reykjavík efna til Viðeyjarferöar laugardaginn
22. ágúst. Farið verður frá Sundahöfn kl. 10.00 um morguninn á
hátftíma fresti og oftar ef þurfa þykir, og sfðasta ferö til baka um
kl. 18.00. Fariö verður í skoöunarferöir um eyjuna, fariö i leiki, sung-
ið og grillaðar pylsur o.fl.
Davíð Oddsson borgarstjóri og Friörik Sophusson iönaðarráðherra
flytja ávörp.
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Fjölmennið og takiö með ykkur
góða skapið.
Aðgangur verður ókeypis fyrir börn en kr. 450 fyrir 13 ára og eldri.
Hvöt, félag Sjálfstæðiskvenna.
IIFIMDAI.I.UK
Viðeyjarferð
Eins og áður hefur verið auglýst munu sjálfstæðisfólögin f Reykjavík
halda útiskemmtun í Viöey nk. laugardag.
Heimdallur er að sjálfsögðu þátttakandi í skemmtuninni og stjórn
félagsins hvetur fólaga eindregið til þess að koma út i þessa merki-
legu eyju og njóta skemmtunar og náttúrufegurðar.
Skemmtunin er auglýst nánar annars staðar í blaðinu.
Stjórnin.
Stjórn Heimdallar.