Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 Rykkrokk við Fellaskóla Lj6smynd/BS Ljósmynd/BS Gítarleikari og söngvari Bootlegs sýndi rétta þungarokkstilburði. l Wfm a&' jWH| Ugl Prima. Á inn- felldu myndinni má sjá glæsilega tilburði söngvar- ans. 11) _ 9 ,ij ajBKI Ljósmynd/BS Síðasta laugardag hélt félags- miðstöðin Fellahellir útitónleika tiu hljómsveita i porti Fellaskóla. Hljómsveitirnar komu sin úr hverri áttinni og sviðsreynsla var mismikil. Ekki verður hér rakin frammistaða þeirra sveita sem vanari geta talist, en reynt að segja frá þeim óreyndari. Bláa bílskúrsbandið var fyrst á svið með Hendrixblendið rokk. Prima kom næst, en sú sveit hefur ekki sést opinberlega áður utan skóla og félagsmiðstöðva. Prima spilaði létta popptónlist með léttum textum og er til alls líkleg í vin- sældabaráttunni. Söngvarinn er með skemmtilega óþvingaða sviðs- framkomu og þokkalega rödd. Af hljóðfæraleikurum var trommuleik- arinn bestur. Bootlegs var næst á svið, en sveitin sú hefur ekki sést síðan í Músíktilraunum Tónabæjar. í hljómsveitina hefur bæst gítarleik- ari sem gefur góða viðbót við pönkað þungarokkið. Greinilegt var að þeir sem einna helst höfðu gam- an af Bootlegs voru pönkarar á svæðinu. Segir það sitt um „speed Bootlegs metal" tónlist sem stendur nær pönkinu en margir hefðu haldið. Islensku textamir voru einnig pönk- aðir og góðir sem slíkir. Bootlegs hefur bætt sig mikið frá Músíktil- raununum og munar þar kannski mestu um gítarleikarann nýja sem þéttir hljóminn hjá sveitinni. Á eftir Bootlegs kom Múzzólíní en Múzzólínídrengjum voru mis- lagðar hendur þennan dag, hafa áður verið betri. Skagahljómsveitin Óþekkt andlit var næst á sviðið. Sveitin tók eitt lag og síðan sleit gítarleikari henn- ar og söngvari streng. Álög tautaði hann þegar hann þusti af sviðinu til að skipta um strenginn, en hann sleit einmitt streng í Músíktilraun- unum þar sem sveitin vakti mikla athygli. Þetta atvik varð til þess að raska nokkur keyrslunni hjá Óþekktum andlitum, en undir lokin sýndu drengimir á sér allar sínar bestu hliðar. Lokalagið vísaði síðan skemmtilega í átt að tónlistarinn- blæstrinum, en hljómsveitin endaði á Joy Division-laginu góðkunna Love Will Tear Us Apart. Blátt áfram kom næst á svið, en hljómsveitin var að koma fram í fyrsta skipti eftir að hafa verið í öðru sæti í hljómsveitarkeppninni í Húsafelli. Ekki gekk sveitinni vel að ná saman til að byija með og var reyndar fremur ósamstæð allan tímann. Söngkonan var þokkaleg, en rythmagrunnurinn var oft gis- inn. Gítarleikarinn er efnilegur en passar ekki vel inn í það sem hljóm- sveitin er að gera þessa stundina. Það myndu kannski stífari æfingar bæta. Á eftir Blátt áfram áttu þeir Bubbi og Megas að koma fram en þeir töfðust og S/H draumur kom þá næst á svið. Þetta vora síðustu tónleikar sveitarinnar að sinni því Ljósmynd/BS Pétur Þórðarson, gítarleikari Óþekktra andlita. hú er að hefja vinnslu á stórri plötu. Af frammistöðu hljómsveitarinnar þetta kvöld er óhætt að reikna með framúrskarandi plötu. Bubbi og Megas vora næstir og sungu gamla slagara, enda komu þeir fram í þeim tilgangi að sýna stuðning við Rykkrokkið en ekki að stela senunni sjálfir. Það gerði hinsvegar næsta hljómsveit, Bleiku bastamir. Bleiku bastamir hafa spilað einu sinni áður og þá undir dulnefni. Það var fyrir tæpum mánuði og þá var hljómsveitin tveggja vikna gömul. Síðan hefur bæst við gítarleikari og hljómsveitin er hætt að vera efnileg og orðin góð. Tónlistin var hæfileg blanda af pönki, rokki, rytmablús og rockabilly og textam- ir vora skemmtilegir. Ekki á sveitin langt í land til að verða í hópi þeirra bestu og víst er að framförin frá Casablanca er ótrúleg. Á eftir Bleiku böstunum komu Rauðir fletir og á hæla þeim komu Sykurmolamir, góðir að vanda. Þessir hljómleikar sýndu vel hver breiddin er í rokkinu á suðvestur- landi, a.m.k. Ekki vora áheyrendur jafn margir og búast hefði mátt við, en þeir sem heima sátu misstu af fyrirtaks skemmtan. Þökk sé Fellahelli og þeim sem sáu um tónleikahaldið. Þess má geta hér að Bylgjan tók upp alla tónleikana og herma fregn- ir að úr upptökunum verði sniðinn þáttur sem síðar verður útvarpað fyrir þá sem ekki áttu þess kost að vera viðstaddir. Árni Matthíasson Ijósmynd/BS Bleiku bastamir komu mjög á óvart á tónleikunum. Ljósmynd/BS Óþekkt andlit, ein efnilegasta hyómsveitin í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.