Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
t
Ástkær faðir okkar,
EINAR SVEINSSON,
Melteigi 19,
Keflavík,
lést í sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt 20. ágúst.
Börn hins látna.
t
Móðurbróðir minn,
SIGHVATUR GÍSLASON,
Vík-Mýrdal,
andaðist á Ljósheimum, Selfossi, miðvikudaginn 19. ágúst.
F.h. systkina og annarra vandamanna,
Jónína Böðvarsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BÁRA JÓNSDÓTTIR,
Hólmagrund 1,
Sauöárkróki,
sem lést sunnudaginn 16. ágúst veröur jarðsungin frá Sauðár-
krókskirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14.00.
Lára Angantýsdóttir,
Sigurgeir Angantýsson,
Anton Angantýsson,
Sigrún Angantýsdóttir,
Birkir Angantýsson,
María Angantýsdóttir,
Matthías Angantýsson,
Sigurlaug Angantýsdóttir
og
Gunnar Haraldsson,
Dóra Þorsteinsdóttir,
Halla S. Jónasdóttir,
Jón Dalmann Pétursson,
Hafdfs Guðnadóttir,
Benedikt Agnarsson,
ömmubörnin.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON,
vélstjóri,
Urðarbakka 12,
Reykjavík,
er lést í Borgarspítalanum 18. ágúst verður jarðsunginn frá Ás-
kirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 15.00.
Guðlaug Magnúsdóttir,
Ragnheiður Rögnvaldsdóttir, Guðný Rögnvaldsdóttir,
Matta Rósa Rögnvaldsdóttir, Sigrfður Rögnvaldsdóttir,
t
Dóttir mín,
GUÐRÚN ELÍSABET ÁGÚSTSDÓTTIR,
Aðalstræti 25;
ísaflrði,
verður jarðsungin frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 22. ágúst kl.
14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á
líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ágúst Pótursson.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÍÐAR RÓSANTSDÓTTUR,
Úthll'ð 11.
Marteinn Guðjónsson,
Sigurrós Guðjónsdóttir,
Guðjón St. Marteinsson,
Valur Marteinsson,
Guðrún Hjartardóttir,
Eyjólfur Guöjónsson,
Hjörtur Marteinsson,
Anna Eyjólfsdóttir.
t
Alúðarþakkir til allra þeirra einstaklinga og félagasamtaka sem
heiðruðu minningu
ÞORGERÐAR EINARSDÓTTUR,
Faxabraut 12,
Keflavfk,
við andlát hennar og útför.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilanna Hlévangs og
Garðvangs fyrir góða umönnun.
Sigríður Einarsdóttir
og aðrir vandamenn.
Aðalbjörg Þórðar-
dóttir—Minning
Fædd 10. apríl 1913
Dáin 17. ágúst 1987
í dag kveðjum við föðursystur
okkar, Aðalbjörgu Þórðardóttur,
sem andaðist í Borgarspítalanum
17. þ.m. Aðalbjörg hafði átt við
nokkur veikindi að stríða að undan-
förnu en samt kom andlát hennar
að óvörum.
Aðalbjörg fæddist 10. apríl 1913
í Reykjavík, dóttir hjónanna Þórðar
Þórðarsonar kaupmanns og konu
hans, Þórnýjar Þórðardóttur. Hún
ólst upp í hjarta Reykjavíkur, við
Grettisgötu og Laugaveg, þar sem
faðir hennar rak verslun. Þau hjón
áttu 7 böm sem nú em öll látin.
Við bróðurbörn Aðalbjargar,
böm Jóns Þórðarsonar, eigum ljúfar
endurminningar um Öllu frænku.
Hún fylgdi okkur systkinum frá
bernsku og fram á fullorðinsár og
síðan börnum okkar og barnabörn-
um. Hún var miðpunktur allra
fjölskyldufagnaða. Hún var óað-
skiljanlejgur hluti af fjölskyldum
okkar. A hveiju aðfangadagskvöldi
í áratugi kom hún til okkar og í
okkar augum vom engin jól án
hennar.
Sem börn nutum við þess að
heimsækja Öllu á heimili hennar
sem alla tíð bar vott um snyrti-
mennsku og smekkvísi. Stundum
fengum við að dvelja næturlangt
og þá voru gjarnan matreiddar
kótelettur í hádegismat daginn eftir
og síðan farið í gönguferð eða þrjú-
bió.
Alla starfaði m.a. um árabil á
barnaleikvellinum við Hringbraut.
Þangað komu mörg bama okkar
og köllu völlinn „011u-róló“. Þar
vom þau og öll börnin í hverfinu
umlukin þeirri ástúð og hlýju sem
Minning:
Pétur Pétursson
Fæddur 25. ágúst 1960
Dáinn 12. ágúst 1987
Þú, Guðs míns líf, ég loka augum mínum
í líknar mildum fóðurörmum þínum
og hvíli sætt þótt hverfi sólin bjarta
ég halla mér að þínu fóðurhjarta.
M. Joch.
Enginn vafi er, að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Það var hringt til mín einn morgun-
inn og mér tilkynnt að Pétur væri
dáinn, hann Pétur litli eins og við
kölluðum hann oftast. Hann var í
okkar augum eins og lítið blóm,
blátt blóm, sem við nefnum Gleym
mér ei.
Við hjónin kynntumst foreldmm
hans, Birnu Björnsdóttur og Pétri
Pálssyni, þegar hann var um 6 ára
aldur. Pétur var sólargeisli okkar
allra, aðeins viðkvæmt blóin, sem
manni fannst alltaf þyrfti svolítið
að hlúa að. 1983 var hann gestur
okkar í sumarbústaðnum og við
eigum eftir hann smá grein í gesta-
bókinni sem mun alltaf minnaokkur
á hann. Guðs blessun fylgi Pétri á
æðri stigum.
Við hjónin og fjölskyldur okkar
vottum foreldrum hans, systur og
systursyni innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ágústa Sigurðardóttir
+
Innilegt þakklæti færum við öllum sem sýndu okkur vinsemd og
hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, sonar, föður og
tengdaföður,
JÓNS S. GUÐNASONAR
arkitekts,
Sigrid Lödemel Guðnason, Ragnhildur Á. Jónsdóttir,
Maria Kristín Jónsdóttir, Guðbjörn Jónsson,
Rúnar Jónsson, Guðlaugur Bergmundsson.
t
Alúðarþakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður, tengda-
föður og afa,
HERMANNS ÖSTERBY,
sem andáðist 1. ágúst 1987.
Ólöf Österby,
Sigrid Österby, Ásbjörn Österby,
Leif Österby, Eva Österby,
tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för konu minnar, móður, dóttur, og stjúpdóttur,
GUÐLAUGAR RAGNHILDAR ÚLFARSDÓTTUR,
Seljabraut 38,
Reykjavík,
Hinrik Sigurjónsson,
Úlfar Hinriksson, Rut Hinriksdóttir,
Hrefna Svava Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Arthúrsson.
Lokað
Lokað í dag, föstudaginn 21. ágúst, frá hádegi vegna
jarðarfarar PÉTURS PÉTURSSONAR.
HÁTÆKNI HF.
einkenndi Öllu alla tíð.
Þökkum samfylgdina.
Agnar, Erla, Þórný,
Jónína og Magnús Þór.
Pétur P. er farinn. Hann sagði
nú reyndar sjálfur í eitt af fyrstu
skiptunum sém við hittumst að
hann yrði ekki gamall maður. Ekki
var það tekið alvarlega en kannski
vissi hann það. Ef til vill hafði hann
líka rétt fyrir sér þegar hann talaði
um fyrri líf, geimferðir að nætur-
lagi og önnur dulræn fyrirbrigði en
hann hafði mikinn áhuga á öllu
yfirnáttúrulegu og hafði gaman af
að segja frá reynslu sinni.
Þótt Pétur næði ekki 27 ára aldri
mátti hann reyna margt. Hann var
með þeirri ógæfu fæddur að geta
ekki tekið þátt í lífsbaráttunni til
jafns við aðra, en um leið of þrosk-
aður til að geta lifað áhyggjulausu
lífi barnsins. Þetta fann Pétur vel
og var lífið honum því ekki auðvelt
stundum.
Pétur dvaldi í Tjaldanesi síðustu
árin sín og vann jafnfrarnt með
okkur við ræktunarstörf, einkum á
sumrin. Virtist hann hafa ánægju
af þeim störfum og leysti þau verk-
efni sem honum voru falin af
samviskusemi og trúnaði.
Nú er Pétur farinn í sína síðustu
geimferð, þá sem hann á ekki aftur-
kvæmt úr. Við hér söknum hans
öll. Megi Guð fara um hann mildum
höndum.
Við þökkum Pétri kynnin og alla
þá einlægni sem hann sýndi okkur
og vottum foreldrum hans og systur
samúð okkar.
Heimilisfólkið að Hreggstöðum,
Mosfellsdal.
Hótel Saga Simi 12013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri