Morgunblaðið - 21.08.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
41
Minning:
Guðmunda Sigríður
Jónsdóttir
Fædd 5. desember 1909
Dáin 12. ágúst 1987
Móðursystir mín, Guðmunda
Sigríður Jónsdóttir, andaðist í
Landakotsspítala í Reykjavík mið-
vikudaginn 12. ágúst, eftir alllanga
legu þar.
Guðmunda var elsta barn þeirra
Karítasar Magnúsdóttur og Jóns J.
Bjarnasonar skipstjóra á Isafirði.
Systkini hennar eru Karítas Giss-
urína Jónsdóttir, sem andaðist í
æsku, 4 ára gömul, dr. Bjarni Jóns-
son, læknir í Reykjavík, kvæntur
Þóru Árnadóttur, Kjartan Gissur
Jónsson, verslunarmaður í
Reykjavík kvæntur Unni Ágústs-
dóttur og móðir mín, Guðrún
Jónsdóttir, skrifstofumaður í
Reykjavík gift Sveini R. Jónssyni,
hún lést 1980. Eiginmaður Guð-
mundu var Bjarni Pálsson, lögfræð-
ingur og lengi skrifstofustjóri
Tollstjóraembættisins í Reykjavík.
Bjarni andaðist 3. apríl 1972.
Guðmunda og Bjarni áttu eina
dóttur barna, Hrefnu Bjarnadóttur
sem gift var Sigfúsi Thorarensen
verkfræðingi, en þau slitu samvist-
um. Börn þeirra eru Oddur Bjarni
og Sigríður Birna. Oddur Bjarni og
kona hans Kristín Hrólfsdóttir eiga
eina dóttur, Hildi Sif, 3ja ára.
Sigríður Birna og maður hennar
Þorsteinn M. Gunnarsson eiga dótt-
ur og son, Eddu Ósk, 3ja ára og
Rúnar Helga, 3ja mánaða.
Kynni mín af Guðmundu heitinni
og Bjarna manni hennar voru mik-
il, einkum á æskuárum mínum, en
mikill samgangur var með Guð-
mundu og ömmu minni Karítas,
sem ég og móðir mín áttum lengi
heimili með. Sem ungur drengur
naut ég því oft góðs atlætis og vin-
áttu þæði á heimili þeirra og
gjarnan á sumrin í stuttum ferðum
úti í náttúruna. Mér var tamt löngu
eftir að Bjarni heitinn eiginmaður
Guðmundu var látinn að hugsa um
þau í sömu andránni. Það sýnir, að
mínum dómi, vel hversu samrýmd
og samhent þau voru og það góða
tilfinningalega jafnvægi sem á milli
þeirra var gerði þeim svo undur
auðvelt að sýna öðrum blíðu og
nærgætni.
Með aldri og þroska kynnist ég
Guðmundu móðursystur minni
síðan á annan hátt eins og eðlilegt
er. Þá lærði ég að meta þroskaða
og lífsreynda konu, sem öllum vildi
gott gera og lagði ekki illt til nokk-
urs manns. Guðmunda var afar
bókelsk og hefði við nútíma aðstæð-
ur eflaust lagt stund á langskóla-
nám. Hún var mjög áhugasöm um
þjóðmál og umhverfi sitt og eftir
að ég fór að taka þátt í stjórn-
málastarfi snérust samfundir okkar
fyrst og fremst um nýjustu atburði
á þeim vettvangi sem hún fylgdist
vel með alla ævi. Mér fundust þessi
samtöl ávallt ánægjuleg og lær-
dómsrík þar sem svo oft var vikið
allt öðmvísi að málum en hefð-
bundin þrætubók stjórnmálanna
gerir ráð fyrir.
Guðmunda fæddist í upphafi ald-
arinnar, lifði tvær heimsstyijaldir,
fullveldi Islands, heimskreppuna,
alþingishátíð, hernám, stofnun lýð-
veldisins og stjórnmálaátök eftir-
stríðsáranna. Hún lifði óg mundi
allt það tímabil þegar Island breytt-
ist úr einu snauðasta fiskimanna-
og bændaþjóðfélagi Evrópu í fyrir-
myndar iðnvætt velferðai'ríki þar
sem í stað barnadauða er hæstur
meðalaldur og mestu lífslíkur í ver-
öldinni.
Ungu fólki gefast nú æ færri
tækifæri til að kynnast og umgang-
ast kynslóð Guðmundu. Eg tel mig
hafa verið mjög gæfusaman að fá
að kynnast lífsviðhorfi þessarar
kynslóðar Islendinga bæði hjá minni
ágætu frænku og mörgum jafnöldr-
um hennar. Þessi kynslóð hefur
lagt fram stóran skerf í íslandssög-
unni. Jafnt þeir, sem markað hafa
spor á vettvangi mennta, lista,
vísinda og stjórnmala og hinir sem
hljóðlátlega hafa skilað farsælu
ævistarfi án annarrar umbunar en
þeirrar, sem fullvissan um vel og
alúðlega unnið verk veitir hveijum
heilbrigðum manni.
Guðmunda frænka mín skilaði
sínu ævistarfi farsæliega. Hún var
trygglynd, full mannúðar og kær-
leika sem óx á grundvelli eigin
lífsreynslu.
Allmörg síðustu ár Guðmundu
héldu þær saman heimili mæðgurn-
ar hún og Hrefna og þar uxu
barnabörn hennar tvö Oddur Bjami
og Sigriður Birna að mestu úr
grasi. Þau nutu allra bestu mann-
kosta ömmu sinnar og munu alla
ævi búa að góðu vegnesti frá henni.
Þar fara verðmæti sem hvorki möl-
ur né ryð fá grandað. Á þessu
sameiginlega heimili þeirra Hrefnu
naut Guðmunda góðrar og nær-
færnar aðhlynningar einkadóttur
sinnar síðustu árin.
Guðmunda var svo lánsöm að
njóta allgóðrar líkamlegrar heilsu
og fullkominnar.andlegrar heilsu til
síðustu stunda. Eins og ávallt þegar
elskaður ástvinur kveðui- þennan
heim er harmur kveðinn að aðstand-
endum og vinum. Eg þakka frænku
minni þroskandi samvistir og kær-
leik og bið ástvinum hennar einkum
dóttur hennar Hrefnu, barnabörn-
um og barnabarnabörnum allrar
Guðs blessunar.
Kjartan Gunnarsson
Amma mín, Guðmunda Sigríður
Jónsdóttir, andaðist 12. ágúst 1987
á áttugasta og öðru aldursári eftir
erfiða sjúkrahúslegu.
Hún var fædd á Isafirði 5. desem-
ber 1905, dóttir Jóns Jóhannesar
Bjarnasonar skipstjóra og Karítasar
Magnúsdóttur. Hún var Vestfirð-
ingur alla ævi þótt hún væri búsett
í Reykjavík frá lokum fyrrastríðs.
Hugur hennar leitaði oft heim og
þangað sótti hún efnivið í sögur og
ævintýri.
I Reykjavík stundaði hún ýmsa
Sölvi Ólafsson
— Minning
í dag, föstudag, verður útför
Sölva Ólafssonar gerð frá Keflavík-
urkirkju.
Sölvi Guðbjarni Isfjörð Ólafsson,
eins og hann hét fullu nafni, fædd-
ist á Flateyri við Önundarljörð þann
6. júlí 1922, sonur Ólafs Jónssonar,
skipstjóra, Ólafssonar, útvegsbónda
á Aðalbóli í Lokinhamradal og konu
hans, Ástu Magnúsdóttur, Krist-
jánssonar, skipstjóra á Bíldudal.
Hann var tíundi í röð 12 systkina,
en 9 þeirra komust á legg. Þtjár
systur lifa hann: Kristjana, ekkja
Bergsteins Sigurðssonar, Kristín,
ekkja Jóns Ásgeirs Brynjólfssonar
og Jóna sem hefur átt við langvar-
andi heilsuleysi að stríða. Sigrún
systir þeirra lést fyrir rúmu ári.
Þann 1. mars 1935 lést faðir
hans, 59 ára gamall. Ásta flutti þá
búferlum frá Flateyri til Keflavíkur
með Sölva, sem þá var 13 ára, og
Odd bróður hans, sem var 7 ára
og yngstur systkinanna. Systur
þeirra, Sigrún og Kristjana, fluttu
til Keflavíkur nokkru áður. Fjöl-
skyldan bjó lengi í húsi við Klapp-
arstíginn í Keflavík. Sama vor og
þau komu til Keflavíkur lést Oddur
bróðir þeirra og var því skammt
stórra högga á milli í Ijölskyldunni
sem gengu nærri dreng á ferming-
arári.
Þegar nákominn frændi og vinur
er allur koma minningar í hugann
og líða hjá sem myndir. Eg var
ekki hár í loftinu þegar ég fór með
foreldrum mínum og systkinum í
heimsókn til frændfólksins í
Keflavík. Þessar heimsóknir voru
gagnkvæmar og þá þurfti ekki til
þess ákveðið tilefni eins og nú. Það
þótti sjálfsagt að treysta sem best
fjölskylduböndin. Eg man að Sölvi
frændi var hrókur alls fagnaðar á
þessum stundum. Það var glatt á
hjalla þegar fjölskyldan kom saman
og slegið á létta strengi. Áður fyrr
voru ekki bílar á hveiju heimili og
ég minnist ferðalaga með frænda
úr Keflavík og Ijölskyldu hans, sem
veittu ánægju og urðu ógleymanleg
minning. Það sem mér fannst ein-
kenna frænda alla tíð var hve fús
hann var að fara með manni aðra
mílu bæði maður hann um að fara
með sér eina. Hann var fús að veita
aðstoð ef á þurfti að halda og ég
naut þess oft hve nafnið hans var
vel kynnt.
Sölvi Ólafsson skráði sinn kafla
í verslunarsögu Suðurnesja. Hann
var einn af þeim kaupmönnunum,
sem þjónuðu Keflvíkingum, þegar
bærinn var að þenjast út. Kaup-
mennirnir á horninu eiga sinn kafla
í verslunarsögunni. Þeir gegndu
stærra hlutverki en að selja mönn-
um nauðsynjavöru. Þeir voru
félagar og vinir fólksins sem versl-
aði hjá þeim. Frændi eignaðist
marga trausta viðskiptavini. Hann
byijaði reyndar sem sendill hjá
kaupfélaginu og síðar innanbúðar-
maður og braust þannig áfram af
dugnaði og eljusemi.
Sölvi giftist eftirlifandi konu
sinni, Sigríði Þorgrímsdóttur, Guð-
mundssonar og konu hans, Guðnýju
Pálínu Pálsdóttur, þann 4. des.
1943. Einkadóttir þeirra er Þuríður
Sölvadóttir bankafulltrúi, gift Berg-
sveini Alfonssyni varðstjóra í
slökkviliði Reykjavíkur. Börn þeirra
eru Linda Björk nýstúdent, unnusti
hennar er Matthías Matthíasson,
og Sölvi Þór, 10 ára gamall. Sigríð-
ur Gunnarsdóttir, dótturdóttir
þeirra, ólst upp á heimili afa og
ömmu. Hún rekur snyrtivöruversl-
un í Keflavík og er gift Rúnari
Þórmundssyni, slökkviliðsmanni.
Þau eiga einn son, Bergsvein Al-
fons. Sölva var mjög annt um
fjölskyldu sína og stoltur af henni
í besta skilningi þess orðs.
Þau hjónin nutu verka sinna og
dugnaðar við að byggja upp Sölva-
búð í stóru og myndarlegu húsi við
Hringbraut 99 í Keflavík, sem þau
reistu. Á þessum árum unnu þau
hjón bæði mjög mikið og ég minnist
þess að frændi taldi það einu færu
leiðina til þess að renna stoðum
undir verslunarrekstur, ef hann
ætti að bera sig. Um tíma rak hann
þó verslunina með öðrum. Hann
skynjaði vel tímanna tákn og sá
fyrir að stórmarkaðirnir tækju yfir
að mestu. Það varð til þess að hann
dró saman seglin, auk þess sem
hann vildi hafa meiri tíma til að
sinna konu sinni, sem er illa farin
af liðagigt. Hann gerðist þá um-
boðssali og eftirlitsmaður ' við
skólana í Keflavík og fórst það verk
vel úr hendi.
Sölvi var afar trygglyndur maður
og góður vinur vina sinna. Odd-
fellow-félagsskapurinn var honum
mikils virði. Hann sótti vel fundi
reglunnar, fyrst í Reykjavík og síðar
í Keflavík, en hann var einn af
stofnendum stúkunnar þar. Hann
vissi að það er hægt að eiga mikið
til að vera meira og láta gott af
sér leiða. Hann var sjálfstæður og
vildi njóta verka sinna, en hann var
einnig maður jafnaðar og sann-
girni. Hann var afdráttarlaus og
hreinskiptinn og sagði meiningu
sína ef honum fannst hallað réttu
máli. Þau hjónin ferðuðust mikið
innan lands sem utan meðan heilsa
og kraftar leyfðu. Lífsgleðin ein-
kenndi þau bæði alla tíð og
umskiptin vom því mikil þegar
heilsan tók að gefa sig, fyrst hjá
henni og síðan hjá honum.
Síðustu misserin sem hann lifði
voru erfið. Sjúkdómsbaráttan og
álagið á heimilinu var meira en
góðu hófi gegndi, þótt reynt væri
að létta byrðarnar. Sölvi var í góð-
um höndum lækna Landspítalans
sem gerðu sitt til þess að sigrast á
því krabbameini sem hrjáði hann.
Það var þeim áfall að sú barátta
tapaðist. Sölvi lét aldrei af því að
blessa hendur þeirra, þótt honum
fyndist meðferðin taka langan tíma.
Úndir það síðasta hafði hann á orði
við mig að nú færi að styttast í
þessu hjá sér. En hann vildi ekki
láta hafa neitt fyrir sér. Hann ók
sjálfur bíl sínum til Reykjavíkur
þegai1 hann lagðist banaleguna.
Hann gat jafnvel gert að gamni
sínu þá. Sagðist fremur vilja aka
sjálfur en sitja í hjá mér. Hann
hafði mestar áhyggjur af því að
deyja frá óloknum skylduverkum
og vildi komast eina míluna enn
með ástvinum sínum. En hann vissi
jafn vel og ég að það er aðeins eitt
máttarverk sem stendur öllum til
boða í þessu lífi. Það er að sjá hul-
inn kærleiksmátt Guðs á bak við
öll atvik, sigra og ósigra, og fylgja
þeim Kristi sem tekur byrðar
manna á sig í lífi og dauða. Eg
þakka Guði að nú hefur hann feng-
ið hvíidina og bið eiginkonu hans
og ástvinum blessunar. Guð mun
nú sem ávallt leggja líkn með þraut.
Skáldið tjáir það undur á eftirfar-
andi hátt:
„í þér er það ljós sem lýsir
langt inn í dýpstu myrkur
i þér er vega vísir
er verður oss öllum styrkur
vinnu þar til er hún hóf nám í Verzl-
unarskólanum ogtók verslunarpróf.
Eftir það rak hún matvöruverslun
um tíma og vann á skrifstofu
Laugavegsapóteks.
Hún giftist þrítug Bjama Páls-
syni lögfræðingi sem síðar varð
skrifstofustjóri hjá tollstjóra. Var
hjónaband þeirra gott og þau mikl-
ir félagar. Þau eignuðust dótturina
Hrefnu 4. mars 1936. Þau bjuggu
lengst af á Langholtsvegi 94 í húsi
sem þau byggðu. Afi Bjarni lést
3. apríl 1972.
Amma var dökk yfirlitum, lág-
vaxin og hæglát. Hún var ekki kona
áhlaupaverkanna en seiglaðist
áfram í hversdagsamstrinu og virt-
ist alltaf vera að bardúsa eitthvað
annaðhvort innanhúss eða úti í
garði. Amma hafði mjög gaman af
að lesa og las mikið bæði á íslensku
og á erlendum málum, meira þó til
afþreyingar en fróðleiks. Hún var
ágætlega að sér um menn og mál-
efni, því hún fylgdist ágætlega
með. Hún kunni hafsjó af vísum
og kviðlingum og gat endalaust
komið á óvart með málsháttum sem
pössuðu stundnni. Amma setti heið-
arleika, sannsögli og þagmælsku
ofar öðrum mannkostum.
Þeim sem amma tók var hún trú
sama á hvetju gekk, en það var
ekki fyrir alla að komast í þann
hóp. Fyrir þá var líka gott að leita
til hennar og segja henni frá vanda-
málum sínum því hún dæmdi þá
ekki hart og var góður hlustandi.
Amma gat verið prakkari og hún
var næm á spaugilegu hliðarnar á
málunum. Amma gekk ekki heil til
skógar stóran hluta ævi sinnar og
kvaldi það hana mjög.
Ommubörnin urðu tvö og
langömmbömin þijú. Hún nautþess
að umgangast þau og gefa þeim
tíma sinn.
Eg minnist ömmu minnar sem
góðs vinar og er þakklátur fyrir
þann tíma sem ég hafði hana.
Oddur Bjarni Thorarensen
I þér er sá mikli máttur
er mildar oss allar þrautir
í þér verður sérhver sáttur
við sáigengnar harma brautir."
(Njörður P. Njarðvík.)
Olafur Oddur Jónsson
Hann Sölvi er farinn frá okkur
úr þessum heimi yfir í annan, þar
sem ég veit að honum líður vel.
Aldrei hef ég fundið hvað það er
erfitt að vera langt í burtu frá fjöl-
skyldu og vinum eins og eftir
símtalið frá íslandi þar sem hún
mamma sagði mér með varfærni,
sem henni einni er Jagið, að hann
Sölvi væri dáinn. Ófá hafa tárin
trítlað niður kinnarnar um leið og
ég rifja upp kynni mín af þeim
Sölva og Siggu. Minningarnar hlað-
ast upp í huganum og líða fram
eins og myndir á tjaldi. Minningar
um hjón sem alltaf hafa verið mér
svo undur góð. Fyrstu bemsku-
minningarnar eru frá þeim stundum
þegar ég var í fanginu á honum
Sölva. Þar var gott að vera. Þar
sem pabbi minn var alltaf á sjónum
var Sölvi eins og auka pabbi og
Sigga eins og auka mamma. Þau
pössuðu mig alltaf þegar á þurfti
að halda. Enn á ég heillaskeyti sem
ég fékk frá Sölva ársgömul. Það
var undirritað af „kossakarlinum".
Á Hringbraut 99 var ég svo ótal,
ótal skipti, bæði í heimsókn og pöss-
un og alltaf í góðu yfirlæti. Minnin-
garnar leita á hugann á þessari
stundu, þar sem ég sit hér út í
Noregi og kemst ekki heim til að
kveðja hann Sölva. Því kveð ég
hann með þessum línum. Mér þótti
innilega vænt um hann og þakka
honum alla tryggðina. í hjarta mínu
geymi ég minninguna um kæran
vin.
Elsku Sigga mín, Þura, Siddý og
ykkar íjölskyldur. Ég sendi mínar
innilegustu samúðarkveðjur með
von um að Guð gefi ykkur styrk í
sorg ykkar.
Guðmunda Helgadóttir,
Noregi.