Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
4-
felk í
fréttum
Bæring með orfið og ljáinn með nýslegna spilduna að baki sér.
Morgunblaðið/Ámi
„Aldrei sett rafmagns-
hitun í húsið“
— segir Bæring- Elísson I Stykkishólmi
Stykkishólmi.
BÆRING Elísson í Stykkis-
hólmi er nú 88 ára og sér
lítið á. Hann var lengi bóndi
í Bjarnarhöfn, einu mesta
stórbýli á Snæfellsnesi, og
áður vann hann ýmis störf í
Reykjavík, dugnaðarmaður
sem um leið og hann horfir
fram á við gleymir ekki spar-
semi og reynslu liðinna daga.
Kona hans er Árþóra Friðriks-
dóttir, Vestur-Skaftfellingur.
Þau hjón búa nú á Borg, fog-
rum stað í Hólminum, þar sem
Ágúst Þórarinsson kaupmaður
reisti sér myndarlegt íbúðarhús
og bjó ásamt Ásgerði konu sinni
til dánardægurs. Það er myndar-
legt tún í kringum húsið og einn
daginn tók fréttaritari eftir því
að Bæring var þar við slátt og
veifaði orfi og ljá eins og í gamla
daga af stakri kunnáttu. „Já,“
segir Bæring, „maður verður að
halda sér við og iðjulaus á ég
bágt með að vera. Eg get sagt
þér eitt, að ég hefí aldrei sett
rafmagnshitun í húsið, ég kyndi
miðstöðina með gamla ofninum
og það gengur vel. Ég fæ í eld-
inn allt það timbur sem kunnin-
gjamir ætla öskuhaugunum og
þar em bæði plankar og svo
venjuleg borð. Spýtumar sem ég
læt í eldinn hef ég nokkum veg-
inn jafnstórar, eða eftir því sem
hægt er, og ég er aldrei eldiviðar-
laus. Á summm er ég úti við
þetta, en svo í kjallaranum þegar
veturinn kemur. Þetta er ágæt
æfíng og kemur sér vel. Bæring
heldur áfram: „Mér finnst stund-
um að mörgu sé hent sem áður
þótti gott að nýta. Og svo er
talað um sparnað. Það hljómar
sumt af því einkennilega í eyr-
um,“ og um leið benti Bæring á
Hér er Bæring við timburstaflann með verkfærin og tilbúinn í
slaginn.
fara furðu létt með að kljúfa í
stóran hlaða af timbri við húsið eldinn.
og tók um leið sleggju og virtist — Árni
Stefnivargar heimspressunnar reyna að hlaupa Madonnu uppi.
Nýju brúðumar hans Jim Hensons.
Prúðuleikarar-
nir og Picasso
Jim Henson, höfundur Prúðuleik-
aranna, var í vanda staddur
þegar hann átti að hanna nýja kyn-
slóð leikara fyrir þáttinn „Inner
Tube“, eða „Inni í imbakassanum".
Honum fannst að hann hefði ein-
faldlega misst ímyndunaraflið.
Andinn kom hins vegar yfír hann
þegar hann skoðaði afríska högg-
myndalist í Metropolitan-safninu í
New York, og þaðan sækir hann
innblásturinn að nýju brúðunum
sínum. Henson á ekki leiðum að
líkjast í þessu efni; „Brúðurnar
líkjast i mörgu sumum málverkum
Picassos", fullyrðir hann, „enda
sóttu listamenn á borð við Picasso
og Matisse mikið til lista Afríku og
frumstæðra þjóða".
Þá er bara að bíða og sjá hvort
að þessar listrænu og skringilegu
brúður veki jafn mikla lukku og
Kermit, Svínka, Fossi og allir hinir.
COSPER
Ég ætla að fá þennan hérna, ég byrja á megrunakúr á morgun.